Morgunblaðið - 19.03.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.03.1959, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 19. marz 1959 MORGVNBLAÐIÐ 3 Vertíðin ein hin lélegasta um áratugi vegna ó- gæfta og aflaleysis Yfirvofandi fjárhagsvandræði báta- útvegsmanna af þeim sökum BLAÐINU hefur borizt eftir- eklunni, sem verið hefir hér land- farandi grein frá Landssam- bandi íslenzkra útvegsmanna, þar sem vakin er athygli á hinum ískyggilegu horfum bátaútvegsins vegna langvar- andi ógæfta á yfirstandandi vetrarvertíð og þar af leið- andi aflaleysis. Veðráttan, það sem af er þess- ari vetrarvertíð, hefir verið svo fádæma slæm sunnan- og vestan- lands, þ. e. á öllu svæðinu frá Hornafirði til Breiðafjarðar og raunar víðar, að sjósókn hefir legið niðri vikum saman. Fiskafl- inn hefir af þessum ástæðum orð- ið miklu minni en vonir stóðu til. Nær hann hvergi nærri því magni, sem í ársbyrjun var talið nauðsynlegt til að útgerðin gæti borið sig. Er þess vegna ljóst, að starfsgrundvöllur útgerðarinnar, sem Landssamband útvegsmanna og ríkisstjórnin sömdu um um sl. áramót, er ekki fyrir hendi. Skakkar hér svo miklu, að ef ekki verða mikil umskipti um afla- brögð og tíðarfar, má ætla að rekstrarhalli á meðalaflabát verði um 150 til 200 þús. krónur. Á þessu svæði eru gerðir út á ver- tíðinni um 300 bátar og yrði heildarrekstrarhallinn þannig um 45—60 millj. króna. Athugun hefir leitt í ljós, að tvo fyrstu mánuði þessa árs hefir afli bátanna verið yfir fjórðungi minni en á sama tíma á fyrra ári og voru þó aflabrögð þá venju fremur rýr. Hér við bætist, að útvegsmenn eru illa við því búnir að mæta þessum áföllum vegna þess að haustsíldveiðarnar sl. ár brugðust verulega — og raunar allt frá 1957 — svo að ekki sé nefndur aflabrestur á sumarsíldveiðunum norðan- og austanlands undanfar- irx 14 ár. Enn kemur það til, að mikil umskipti hafa orðið á veiðarfæra- notkun að því leyti, að þorska- netjaveiðar hafa stóraukizt á þessu svæði. Hefir það valdið því, að mikill fjöldi útvegsmanna hef- ir þurft að afla sér tvenns konar veiðarfæra til vetrarvertíðar, línu veiðarfæra og þorskanetja. í sam. bandi við þorskanetin hefir og sú breyting á orðið, að í ljós hefir komið, að net gerð úr gerviefn- um eru fisknari en hampnet og því óhjákvæmilegt að taka þau í notkun. Jafnframt eru þessi nýju net mjög dýr. Hefir þetta að sjálfsögðu stóraukið útgjöld þeirra útvegsmanna, sem þurft hafa að afla sér þorskanetja jafn- framt línuveiðarfærum. Samfara þessari þróun gerðist það í ársbyrjun 1958, að kaup- tryggingartímabil sjómanna, sem áður náði til allra vertíðarinnar í einu lagi, varð tvískipt, þannig að nemi aflahlutur á þeim hluta vertíðar, er línuveiðar eru stund- aðar ekki kauptryggingu, skal kauptrygging greidd og á sama hátt skal meta aflahluti og kaup- tryggingu þess hluta vertíðarinn- ar, er netjaveiðar eru stundaðar. Einnig voru kauptryggingar stór- hækkaðar. Við þessar ráðstafanir hafa útgjöld útvegsmanna stór- hækkað. — Þótt á þetta atriði sé bent má ekki skilja það svo, að útvegsmenn sjái ofsjónum yfir kjarabótum til sjómanna, enda er sjómönnum vel um það kunnugt, að útvegsmenn hafa lagt á það kapp, að kjör þeirra yrðu bætt. Hefir það og verið nauðsynlegt til þess að fá bætt úr sjómanna- læg síðari árin. Það er svo annað mál að útvegurinn hefir á engan. hátt verið þess megnugur að rísa undir þessum kjarabótum. — Aflaleysið, það sem af er ver- tíðinni, er svo geigvænlegt, að kauptryggingarnar munu á meðal aflabát nema hærri upphæð en allt andvirði aflans reiknað á skiptaverði, en þær nema um 80 þús. króna á mánuði á hverjum bát. ★ Vegna allra þessara vandamála og þó einkum vegna hins óvænta og mikla aflaleysis, sem af ógæft- unum stafar, hefir Landssamband útvegsmanna hafið baráttu fyrir því, að gerðar verði í tæka tíð ráðstafanir til að koma í veg fyrir algert öngþveiti í bátaútveginum. Er hér ekki um neitt einkamál útvegsmanna að ræða ,heldur er það beinlínis þjóðarnaaðsyn a3 gripið verði í taumana. Einkanlega er það tvennt, sem tryggja verður. í fyrsta lagi, að útvegsmenn geti gert full skil við sjómenn í vertíðarlok og í öðru lagi, að ekki verði fyrirstaða á því að búa bátana á sumarsíld- veiðarnar norðan- og austanlands. í sambandi við síðarnefnda at- riðið verður að vekja athygli á þeirri staðreynd, að á sama hátt og undanfarin ár hafa orðið nýj- ungar í gerð veiðarfæra fyrir þorskveiðar, hefir orðið — ef svo má segja — bylting í gerð síldar- veiðarfæra og veiðitækni norðan- og austanlands. Eins og áður hef- ir verið á drepið hefir síldveiði á þessu svæði svo til alveg brugð- izt síðasta hálfan annan áratug. Nú síðustu árin hefir því verið leitað nýrra úrræða ,bæði með sókn á fjarlægari mið en áður og bættri veiðitækni. Veiðitæknin hefir aukizt vð tilkomu betri efna í síldarnætur — gerviefna —, stærri síldarnóta og fullkomnari leitartækja. Miklar vonir eru bundnar við þessa þróun og full- víst má telja, að enginn útvegs- maður telji sér fært að senda bát sinn til síldveiða, án þess að búa hann þessum fullkomnu veiðar- færum og leitartækjum. En til- kostnaður í sambandi við þetta er gífurlegur og hann verður að sjálfsögðu óviðráðanlegri en ella vegna þess vanda, sem nú steðjar að vegna ótíðarinnar og aflaleys- isins, sem af henni leiðir. Eins og fyrr segir, vinnur Landssamband útvegsmanna nú að því að ríkisvaldið grípi í taum- ana til þess að firra stórfelldu tjóni af þessu hallærisástandi. — Verður nú vikið að þeim úr. ræðum, sem forustumenn útvegs- manna telja, að helzt komi til greina til lausnar á aðsteðjandi vandamálum bátaútvegsins. Árið 1949 voru sett lög um Hlutatryggingasjóð bátaútvegs ins. Með stofnun hans var gerð tilraun til að koma upp trygging arsjóði fyrir útveginn gegn áföll- um aflaleysi. Þannig að sjóður- inn stuðli að því að útgerð stöðv- ist ekki vegna almenns aflabrests Tekið skal fram að samkvæmt sjóðslögunum er hér aðeins um að ræða bætur, er forði stöðvun fiskibátanna, þannig að þær geta aldrei orðið meiri en sem nemur 75 hundraðshlutum af þeim halla, sem á útgerðinni verður hverju sinni. Tekjur sjóðsins koma að hálfu frá útveginum sjálfum, en hinn helminginn leggur ríkissjóð- ur til. Tekjurnar frá upphafi hafa numið rúmlega 50 millj. króna. Þrátt fyrir þessar miklu tekjur, hafa þær þó reynzt ófullnægjandi og er sjóðurinn því nú að mestu févana. Það hefir því alltaf verið baráttumál útvegsmanna að auka tekjur sjóðsins. Hafa útvegsmenn lagt til undanfarin ár, að útflutn- ingsgjöld yrðu hækkuð verulega, enda hækkaði framlag ríkissjóðs að sama skapi. Þótt farið hefði verið að þessum tillögum, sem ekki hefir verið sinnt, er þó ljóst, að þær hefðu engan veginn nægt til að leys* þann vanda, sem nú steðjar að útveginum vegna afla- brestsins. Hins vegar telja útvegs- menn að eðlilegast sé að fara þá leið að leysa vandann nú í gegn um Hlutatryggingasjóð. Ef það verður gert, er trúlegt að nú þeg» ar verði að tryggja sjóðnum a. m. k. 20 til 30 millj. króna. Með því væri hægt að taka af sárustu broddana, sem útgerðinni mæta nú, þannig að hún fengi bætt u.þ.b. helming af þeim töpum sem fyrirsjáanlegt virðist að hún verði fyrir á vertíðinni. Það er að sjálfsögðu ekki á- hlaupaverk að afla alls þessa fjár. Þess vegna verður að leitast við að svara þeirri spurningu, hvern- ig það verði gert. Undanfarin ár hefir miklu fé verið varið úr ríkissjóði til at- vinnubóta og atvinnujöfnunar. Sýnilegt er, að ef ekki verða gerðar n þegar ráðstafanir til hjálpar útgerðinni, muni af því skapast atvinnuleysi sunnan- og suðvestanlands. Þess vegna verð- ur að telja sjálfsagt og eðlilegt, að þegar verði ákveðið að taka í fjárlög í. d. næi.u þriggja ára fjárveitingar til atvinnubóta á þessu svæði, er nemi þeirri upp- hæð er hér hefir verið á bent að þurfa muni, og gangi féð til Hluta tryggingasjóðs, sem stjórn hans ráðstafi camkvæmt þeim laga- fyrirmælum, sem um hann gilda. Jafnframt verði sú breyting gerð á lögum um sjóðinn, að bátatíma- bilin á vertíðinni verði tvö: Línu- tímabil og netjatímabil. Nú nægir það að vísu ekki út af fyrir cig, að fjáröflun, eins og hér er mælt með, verði ákveðin á næstu þremur árum, þar sem nota þarf féð mjög fljótlega þ. e. fyrir mitt þetta ár. En ef nú þegar er ákveðið að þessar fjárveitingar verði teknar í fjárlög, má athuga möguleika á því að fá alla upp- hæðina að láni með tryggingu í ávísun á ríkissjóð. — í þessu sam- bandi virðist einkum tvennt koma til greina: Bankarnir láni féð. Ber þeim að sjálfsögðu skylda til að firra atvinnuvegina vandræðum eins og nú steðja að. Ef það yrði þó ekki talið fært, má benda á At- vinnuleysistryggingarsjóð. Verð- ur að telja, að honum yrði naum- ast varið í öðru skyni betur en þessu, þar sem með því væri bein- línis stuðlað að því að afstýra at- vinnuleysi. — Þess verður fast- lega að vænta að önnur hvor þess ara leiða verði farin. — Eins og áður var á bent, nægir ekki það eitt að fleyta útveginum yfir örðugleika vetrarvertíðarinn ar. Hinn stóraukni kostnaður af nýjungum í veiðarfærum og leitartækjum á sumarsíldveiðum, sem munu nema um 400 þús. króna á bát, kallar nú á stórauk- ið rekstrarfé. Útvegshiönnum er algerlega ofviða að snara á þessu ári út fé til að standast þennan kostnað. Þess vegna verður að krefjast þess, að bankarnir veiti nægileg lán í þessu sambandi til nokkurra ára t. d. þriggja ára gegn veði í veiðarfærunum, leit- artækjunum og fiskiskipunum. Eklci skal orðlengja þessi efni öllu frekar, þess aðeins vænzt, að það, sem hér á undan hefir verið sagt, nægi til þess að vekja athygli alls almennings, ríkis- valdsins og bankanna á þeim óvæntu vandamálum, sem að út- veginum steðja nú'Frá L. í. Ú.l Svo sem menn muna, hafa orðið hér i Vestmannaeyjum tíð slys við höfnina. Vegna þessa var a síðastliðnu ári fyrir forgöngu hafnarnefndar, sett upp öflug girðing við bátakvina (landmegin) við Nausthamarsbryggjuna og gömlu bæjarbryggjuna. Er ekki nokkur vafi á því að þetta er tll mikils öryggis, ekki hvað sízt vegna barna, sem oft sækja niður að höfninni, en þangað er stutt úr miðbænum. Myndin hér að ofan sýnir öryggis girðingu þessa við höfnina. STAKSTEIiVAR Alþýðublaðið lýsiv stefnu Framsóknar í kjördæmamálinu Alþýðublaðið segir með stórrl fyrirsögn í gær, að Framsókn vilji að einmenningskjördæmi verði „aðalreglan“ en meiri hluti þjóðarinnar hafi „aukareglu“ og hlutfallskosningar. Blaðið lýsir því svo, hvernig tillögur Fram- sóknarmanna séu i höfuðatrið- um, en það sé þannig, að ein- menningskjördæmi, sem minni- hluti kjósenda eigi að búa við, eigi að vera aðalreglan en meiri- hluti kjósenda eigi að búa við aukareglu, það er að segja hlut- fallskosningar í stærri kjördæm- um. Segir blaðið, „að Framsókn Ieggi nú til að meirihluti þjóð- arinnar búi við hlutfallskosning- ar sem Framsóknarmenn hafi barizt gegn og talið óhæfar frá öndverðu". ★ Meðferð Framsóknar á gömlu kjctrdæmunum Alþýðublaðið segir ennfremur: „Enda þótt Framsóknarmenn hafi samþykkt á þingi sínu, að kjördæmamálið megi ekki leysa sem flokkshagsmunamál, getur engum dulizt, að Framsókn vill hafa einmenningskjördæmi, þar sem henni hentar, en annars staðar ekki. ★ Þá vill Framsókn „hæfilega“ fjölgun kjördæmakjörinna þing- manna og afnám uppbótasæt- anna. Engin skýring er gefin á því, hvað er talið „hæfileg aukn- ing“ eða hve marga þingmenn hlutfallskjördæmin eiga að fá og hve marga litlu kjördæmin. Tím inn hefur nefnt allt að 15 fyrir Reykjavík og varla fá Akureyri og Hafnarfjörður nema tvo hvor. Þá ættu einmenningskjördæmin að verða 30—40 og mundu aðeins vera 700—900 kjósendur í hverju þeirra að meðaltali. ★ Slik skipting landsins í ein- menningskjördæmi þýðir það óhjákvæmilega, að gömlu kjör- dæmin verða skorin í búta og þannig „afnumin“. Þetta er stefna Framsóknarflokksins, en jafn- framt er það lýst „tilræði við þjóðfélagið“ að „afnema“ gömlu kjördæmin með þvi að sameina þau í stærri heildir. Hver er mun- urinn? Loks tekur Framsókn nú aftuf upp fjandskap sinn við uppbóta- kerfið og vill afnema það. Þetta þýðir, að Framsókn vill fá þing- mann fyrir hverja 1000 kjósend- ur, en láta aðra flokka skila allt að 12000 atkvæðum á þingmann-" ★ Tíminn og æskan Á stórri auglýsingu í Tíman- um í gær stendur: Æskan vex með Tímanum". í auglýsingunni er mynd af Iítilli stúlku, sem er að lesa blaðið. Ef Iitið er á nokkr ar yfirskriftir í blaðinu í gær, sem víst aðallega eru ætlaðar til þess að vekja athygli æskufólks, þá má benda á yfirskriftir eins og „Misklíð tveggja nautabana veldur blóðugasta tímabili nauta atsins“, „Lady Docker og glæpa- foringinn“, „Hann strauk úr traustasta fangelsi Breta“ o.s.frv. Þetta er sá æskulýðsmatur, sem Tíminn framleiðir á hverjum degi og æskan á víst að dafna vel af honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.