Morgunblaðið - 10.04.1959, Qupperneq 6
6
MoncunRl4ÐIÐ
Föstudagur 10. apríl 1959
Ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um verzlunarmál.
Frjáls verzlun eitt af frum-
skilyrðum góðrar
þjóðarafkomu
Gunnar á Lauga-
bóli látinn
annist þau störf, sem innflutningsskrifstofan hefur nú með
höndum viðkomandi innflutningsverzluninni, enda verði að
því stefnt að leggja innflutningsskrifstofuna niður.
ÞJÓNI HAGSMUNUM ALMENNINGS
Fundurinn vekur athygli á því, að til þess að verzlunin
geti þjónað hagsmunum almennings á sem beztan hátt, verð-
ur hún að ráða yfir nægilegu fjármagni og fá aðstöðu til að
b.Vggja upp eigið f jármagn, eins og nauðsyn ber til um allar
atvinnugreinar þjóðarinnar.
Fundurinn telur eðlilegt, að Verzlunarsparisjóðnum
verði breytt í Verzlunarbanka íslands, sem verði efldur til
að verða fær um að gegna því hlutverki, sem honum er
ætlað.
ÞÚFUM, N.-ís., 6. apríl. — f gær,
5. þ. m., andaðist að beimili sínu
að Laugabóli í Nauteyrarhreppi
Gunnar Steinn Gunnarsson, fyir-
um óðalsbóndi þar, á áttugasta
aldursári.
Gunnar Steinn var gagnfræð-
ingur að menntun, stundaði barna
kennslu i Nauteyrarhreppi og
víðar og þótti góður kennari. Á
tímabili stundaði hann sjó-
mennsku á sumrum. Árið 1921
kvæntist hann Höllu Eyjólfsdótt-
ur, skáldkonu á Laugabóli og
bjuggu þau góðu búi þar um
nokkur ár, en konu sína missti
hann 1937. Gunnar var greindur
og fróður, vel metinn og vinsæll
og í hvívetna merkismaður, bóka
maður mikill og unnandi hvers
konar íslenzkra fræða og bók-
mennta. Hann hafði stofnað mynd
arlegan minningarsjóð tengdan
nafni konu sinnar, er verja skal
til framgangs hennar mestu á-
hugamálum. — P.P.
Einkaverzlun og samvinnuverzlun
starfi hlið við hlið
LANDSFUNDURINN telur frjálsa verzlun vera eitt af frum-
skilyrðunum fyrir góðri afkomu þjóðarinnar í heild. Þess
vegna hefur flokkurinn ávallt unnið að því að gera verzlun-
ina sem frjálsasta. í samræmi við þessa stefnu Sjálfstæðis-
flokksins telur fundurinn höfuðnauðsyn, að þess sé ávallt
gætt að jafnvægi haldist í efnahagsmálum þjóðarinnar, því
án þess verði eigi til lengdar haldið uppi frjálsum og heil-
brigðum viðskiptum. Ber því að vinna markvisst að stöðvun
verðbólgunnar, sem undanfarin misseri hefur fært verzlun
og annan atvinnurekstur úr skorðum.
EINKAVERZLUN OG SAMVINNUVERZLUN
HLIÐ VIÐ HLIÐ
Fundurinn telur sjálfsagt, að einkaverzlun og samvinnu-
verzlun starfi hlið við hlið í frjálsri samkeppni og á jafn-
réttisgrundvelli, ekki sízt að því er snertir skatta- og út-
svarsmál og aðgang að lánsfé í lánastofnunum.
Fundurinn leggur áherzlu á það, að frjálst verðlag verði
ráðandi í landinu, þar sem hann telur að frjáls samkeppni
og eðlilegt vöruframboð tryggi almenningi hagstæðast
vóruverð.
* Fundurinn telur, að eðlilegast sé, að gjaldevrisbankarnir
VERZLUNARMÁLANEFND. — Fremri röð (frá v.): Friðrik Þórðarson, verzlunarstj., Borgarnesi,
Lárus Pétursson, framkvstj., Rvík, Ingólfur Jónsson, alþm., Hellu, Gunnar Guðjónsson, skipa-
miðlari, Rvík, og Alfreð Guðmundsson, skrifstofustj., Rvík. Aftari röð (frá v.): Ölafur Ragnars,
kaupm., Siglufirði, Björn Finnbogason, kaupm., Gerðum, Ragnar Jónsson, verzlunarstjóri, Vík,
Höskuldur Ólafsson, sparisjóðsstj., Rvík, Páll Þorgeirsson, stórkaupm., Rvík, og Sveinn Helgason,
stórkaupmaður, Reykjavík.
skrifar ur
daglegq lifinu
„Látið menninguna í friði"
IVIÐTALI vikunnar í útvarpinu
var nú síðast talað við Ásgeir
Bjarnþórsson, listmálara. Ræddi
hann um menninguna og listina
og hafði ýmislegt um það að
segja.
M. a. kvaðst hann fagna þeirri
fregn, að Vilmundur Jónsson
landlæknir hefði haft forgöngu
um stofnun félags til verndar
menningunni og héti það félag
„Látið menninguna í firði“.
Útvarpsskákin
SKÁKUNNANDI hefur komið
að máli við Velvakanda.
Hann vill æstur fylgjast með öll-
um skákkeppnum, hvort sem þær
fara fram á heimavígstöðvunum
eða á erlendri grund. En nú hefur
hann misst af strætisvagninum,
því hann hefur ekki taekifæri til
að hlusta daglega á fréttir í út-
varpinu og hefur ekki stöðuna í
útvarpsskákinni.
Væri því æskilegt, ef útvarpið
vildi öðru hverju lesa stöðuna á
taflborðinu fyrir þá sem eins er
ástatt um.
Barnaleikrit
á laugardaginn
FYRIR skömmu minntist Vel-
vakandi á það hér í dálkun-
um, að æskilegt væri að Þjóð-
leikhúsið hefði barnasýningar síð-
degis á laugardögum, til viðbótar
sunnudagssýningunum, meðan að
sókn er svona mikil að barnaleik-
ritinu.
Nú er búið að auglýsa barna-
sýningu á leikritinu Undraglerin
kl. 18,00 á laugardag. Verða marg-
ir krakkar áreiðanlega þakklátir
fyrir það að fá nú tækifæri til
að sjá þetta skemmtilega leikrit,
sem þau hefðu ekki getað vakað
eftir fram eftir kvöldinu.
„Á forarvætli“
VELVAKANDA hefur borizt
bréf frá S. D. á Akureyri með
þessari yfirskrift. Hér fer á eftir
upphaf bréfsins:
„Svanirnir á Andapollinum á
Akureyri biðja Morgunblaðið að
flytja kæra kveðju til frænda
sinna á Reykjavíkurtjörn. Ef Ak-
ureyrarsvanirnir ættu einhverja
þá ósk, sem þeir væru vissir um
að örlögin létu rætast, þá mundi
hún vera sú, að eiga að dvalar-
stað eigi minni vatnspoll en
Reykjavíkurtjörn. Hún og aðrir
jafnstórir mega geta talizt við-
unanlegir fyrir svani, minni poll-
ar ekki. Og þó er „borgarpolla-
fjötur" alltaf sár örlög fyrir
svani, og aðra fugla. Heiðavíð-
áttan og stóru frjálsu vötnin, með
óþvældum gróðri í kring, og and-
blæ jöklanna umleikis, er hið
rétta og sæla heimkynni blessaðra
fuglanna. Og hvað er þá að segja
um annað eins forarvætli og smá
pollinn á Akureyri, sem sífellt er
skítugur. eins og kjarrið lágkúru-
lega á bökkum hans, allt ofsetið
af fjölda skapleiðra anda og gæsa.
Það er spurning: Hvernig líður
svönunum, sem verða að lifa
þarna ónáttúrlegu lífi, árið um
kring?“
NAUÐSYN NÝRRA MARKAÐA
Fundurinn telur, að stefna beri markvisst að því að
vinna markaði fyrir útflutningsvörur þjóðarinnar í þeim
lóndum, er greiða vörurnar með frjálsum gjaldeyri. Telur
fundurinn að á þann hátt verði hægt að flytja þær vörur til
landsins, sem fullnægi þeim kröfum, sem neytandinn gerir,
bæði hvað verð og gæði snertir.
Sjötugur
Halldór Cuðmundsson
bóndi í Æðey
Halldór Guðmundsson, bóndi í
Æðey á ísafjarðardjúpi, á í dag
sjötugs afmæli. í þessari fögru
eyju undir Snæfjallaströnd hafa
þau lengi búið þrjú systkinin,
Sigríður, Ásgeir og Halldór, börn
Guðmundar heitins Rósinkrans-
sonar og Guðrúnar Jónsdóttur
konu hans, sem um langt skeið
bjuggu stórbúi í Æðey og attu
þar samtals 13 börn.
Enda þótt Æey sé mikil og
glæsileg bújörð, er þó engum
heiglum hent að sitja hana með
sæmd. Eyjabúskapurinn krefst
mikils mannafla og óvenjulegrar
alúðar við störfin þar. Þar er
ekki aðeins um að ræða venju-
leg ræktunarstörf, heyöflun,
skepnuhirðingu og aðra slíka bú
sýslu. Fjölmörg önnur störf koma
þar til greina. Þar þarf að hirða
varp, nytja afurðir þess, egg og
dún, verjast vargi og vera í
stuttu máli vakinn og sofinn í
gæzlu og eftirliti með því fjöl-
breytta lífi, sem hrærist í eynni.
Þetta starf krefst ótrúlegs erf-
iðis og aðgæzlu af hálfu varp-
bændanna og fólks þeirra. Veit
enginn nema sá, sem reynt hefur,
hverjar áhyggjur þeirra eru á
vori hverju þegar „lifna tekur
um hólma og sker“.
Ég þekki marga ötula bændur,
sem jafnframt eru einlægir dýra-
vinir og hafa yndi af að umgang-
ast dýrin, hina mállausu vini
okkar. En systkinin í Æðéy bera
þó af öllum, sem ég þekki í þess
um efnum. Þau annast ekki hús-
dýr sín og þær þúsundir fugla,
sem verpa i eynni þeirra aðeins
með ábatavon í huga, heldur af
einlægri nærfærni og ást á öllu
lifandi. Þess vegna er Æðey líka
eitt hið yndisílegasta griðland
allra fugla og dýra. Þar er vakað
yfir hverri einustu lambá, sem
ber, og þar er farið mjúkum og
mildum höndum mannúðar og
lífsvirðingar um fuglinn á hreiðr
unum, hvort sem hirtur er dúnn
hans eða tekin egg.
Þessi lýsing á framkomu Æð-
eyjar-systkinanna lýsir ef til vill
mannkostum þeirra betur en flest
annað. Sá, sem er vondur við
dýrin, er sjaldnast góður maður.
En ég ætlaði að segja nokkur
orð um Halldór vin minn í Æðey
sjötugan. Hann er ekki aðeins
einlægur dýravinur og nosturs-
samur varphirðir, heldur merkur
og ágætur bóndi, sem átt hefir
ríkan þátt í því að byggja upp
sína fögru bújörð og gera hana
að glæsilegu óðali, sem jafnan
mun bera órækan vott miklu og
óeigingjörnu starfi,.sem þar hefir
verið unnið. Með stórfelldu rækt
unarstarfi ber Æðey nú eitt
stærsta bú við ísafjarðardjúp.
Þar hafa jafnframt verið byggð
upp myndarleg gripahús, þar
sem vel og hlýlega er búið að
öllum búpeningi. Frábær reglu-
semi mótar í öllu búskap Hall-
' dórs í Æðey og systkina hans.
Þessi greindi bóndi og góði
drengur hefir jafnan átt þá ósk
heitasta að vinna jörðinni sinni
og fólki sínu sem bezt. Hann
hefir átt rika trú á frjómagn
moldarinnar, og hann hefir
hvergi hlíft sér í baráttunni fyrir
því að gera hana sem arðgæfasta.
Þetta er aðalsmerki hins sanna
bónda. Hann vinnur ekki aðeins
fyrir líðandi stund og sinn eig-
inn hag, heldur fyrst og fremst
fyrir framtíðina. Mönnum eins og
Halldóri í Æðey hefir eins og
fleiri íslenzkum bændum ekki
verið það sársaukalaust að finna
vanmat samtíðar sinnar á gildi
búskaparins í hinum afskekktari
landshlutum. En hann heifir engu
að síður haldið áfram baráttunni
og unnið héraði sínu og landi þar
með mikið gagn.
íslenzka þjóðin getur ekki ver
ið án þeirra manna, sem þannig
hugsa og starfa. Við verðum að
byggja ísland allt. Við megum
ekki eyða byggðinni í hinni fögru
og búsældarlegu eyjum, þar sem
stórbú geta blómgast ef aðeins
fást starfandi hendur til þess að
nytja gæði þeirra. Þess vegna
þurfum við tilfinnanlega á því
fólki að halda, sem trúir á landið
og á gildi skapandi starfs, upp til
dala og út til eyja.
Ég óska svo Halldóri í Æðey
innilega til hamingju með allt
starfið á liðnum tíma og með
árangur þess, með það, sem hann
hefir gert fyrir hérað sitt, fyrir
land sitt og þjóð með kyrrlátri
og þrotlausri vinnu, sem átt hefir
sinn ríka þátt í því að framtíðin
eignast eyjuna hans fegurri og
nytsamari en hún hefir nokkru
sinni áður verið. Að lokum óska
ég honum til hamingju með sjö-
tugsafmælið og alla framtíðina.
S. Bj.
Jón N. Sigurðsson
hæslaréuarlögmuSur.
Máltlulningsskrifslofa
Laugavegi 10. — Sími: 14934.