Morgunblaðið - 10.04.1959, Side 8

Morgunblaðið - 10.04.1959, Side 8
8 MORCTnVRT 4fí1P Föstudagur 10. apríl 1959 Smáríkjunum er mestur styrkur að aðild að Atlantshafsbandalaginu ÞEGAR síðari heimsstyrjöld- inni lauk voru margir svo bjart sýni”, að þeir töldu, að nú væru framundan tímar friðar og vel- megunar á jörðinni; þjóðirnar hefðu fengið nóg af hörmungum styrjaldaráranna og létu sér þá reynslu að kenningu verða. Vesturveldin afvopnuðust, og komið var á fót bandalagi, sem stuðla skyldi að varðveizlu frið arins, bandalagi hinna samein- uðu þjóða. Þegar í upphafi risu þó miklir úfar með aðildar- þjóðunum; og ljóst varð, að ein- mitt þær þjóðir, sem vænzt hafði verið, að mætti sætta í þessu bandalagi, kæmu til með að verða forysturíki hinna and stæðu fylkinga austurs og vest- urs. Vonir hinna bjartsýnustu biðu því í byrjun mikið skip- brot. Rússar höfðu í lok heimsstyrj aldarinnar náð undir yfirráð sín mörgum löndum Evrópu og Asíu. Þar höfðu þeir sett til valda leppstjórnir sínar, sem stjórnuðu í einu og öllu að vilja þeirra. Þjóðir þær, sem lentu í greipum kommúnista, voru svipt- ar öllum réttindum og urðu að sitja og standa eftir skipunum frá Moskvu. Lýðræðisþjóðirnar vöknuðu þó ekki að fullu af friðardraums- svefninum fyrr en kommúnistar rændu völdum í Tékkóslóvakíu árið 1948. Sameinuðu þjóðirnar voru þess vanmegnugar að aðhaf- ast nokkuð, er að gagni gæti kom- ið, vegna hinna miklu valda Rússa innan samtakanna, og for- ystumenn lýðræðisríkjanna sáu nú fram á, að þau gætu ekki átt frelsi sitt og öryggi undir svo vanmátta samtökum sem Samein- uðu þjóðunum — eitthvað annað yrði til bragðs að taka. Vaknað af friðardraumssvefni. ára og varð hinn eiginlegi undan- fari Atlantshafsbandalagsins. Til þessa baríHalags, Vesturlanda- bandalagsins, var stofnað til verndar lögmálum lýðræðisins, persónulegu og stjórnmálalegu frelsi og efnahagslegum, þjóðfél- agslegum og menningarlegum tengslum aðildarþjóðanna. Þá var skýrt tekið fram, að höfð skyldi náin samvinna um framgang þess ara hugsjóna við þau ríki, er kepptu að sömu markmiðum, og þar með voru opnaðar dyrnar fyr ir stofnun Atlantshafsbandaiags- ins. Það er ef til vill athyglisverðast við þessa bandalagsstofnun, að einmitt þau þrjú ríki, Belgía, Hol land og Luxemburg, sem áður höfðu einna ákveðnast haldið fram hlutleysisstefnunni, .beittu sér nú fyrir stofnun hernaðar- bandalags. Þeim var orðið ljóst, að þau áttu allt sitt undir því, að friður héldist. Áður höfðu þau talið, að þau gætu bezt stuðlað að friði með hlutleysi sínu og treystu, að önnur ríki myndu virða hinn einlæga friðarvilja þeirra. Hið eina, sem gat fengið þau ofan af þessari skoðun var reynslan, og hún varð vissulega bitur. í maímánuði 1940 réðust Þjóðverjar á þau, og þá var dauða dómurinn kveðinn upp yfir hlut- leysi þeirra. Gengið inn. Upp úr stofnun Vesturlanda- bandalagsins hófust með ríkis- stjórnum Vesturveldanna við- ræður um stofnun varnarbanda- lags Atlantshafsríkjanna. Kanada hafði snemma mikinn áhuga á framgangi málsins og tók virkan þátt í undirbúningi bandalags- stofnunarinnar. Raddir höfðu ver ið uppi um stofnun sérstaks varn arbandalags Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, en þó fór svo, að Norðmenn og Danir gerðust að- ilar að bandalaginu, enda þótt Rússar legðu mjög hart að þeim að standa utan við það og reyndu jafnvel að ógna þeim til þess. Atlantshafsbandalagið var loks formlega stofnað 4. apríl 1949. 12 ríki gengu þá í bandalagið, þ. e. a. s. Bandaríkin, Kanada, Bretland, Frakkland, Holland, Frá fundi fulltrúa ungra Sjálfstædisnianna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. í marz 1947 var undirritaður í Dunkirk samningur til 50 ára milli Breta og Frakka um sam- stöðu þessara þjóða gegn Þjóð- verjum, ef svo kynni að fara, að þeir risu upp aftur sem árásar- ríki. Þar var einnig kveðið á um samráð Breta og Frakka í öll- um málum, sem snerta efnahags- lega hagsmuni beggja og ákveðið að hraða eftir föngum ráðstöfun- um, sem mættu verða til þess að auka velmegun þjóðanna og efnahagslegt öryggi. Aðeins þrem mánuðum eftir undirritun Dunkirksamningsins kunngerði Marshall, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, áætlun um efnahagslega viðreisn Evrópu. Hann hét á þjóðir álf- unnar að taka höndum saman og lofaði stuðningi Bandaríkjanna. Hann lagði áherzlu á, að ekki væri verið að ráðast gegn neinni þjóð eða þjóðfélagskerfi, heldur aðeins gegn „hungri, örbirgð, ör- væntingu og upplausn". Marshall áætlunin átti mikinn þátt í að tengja Evrópuþjóðirnar fastari böndum innbyrðis og sanna þeim nauðsyn samstöðu þeirra með Bandaríkjunum. Og það er eng- um vafa bundið, að þessi sam- vinna á sviði efnahagsmála greiddi mjög fyrir hinni víðtæk- ari samvinnu, er síðar komst á. Dyrnar opnaðar. í marz 1948 undirrituðu Hol- land, Belgía, Luxemburg, Frakk- land og Bretland samning í Bruss el, sem einnig skyldi gilda til 50 Æskan fylkir sér undir merki Sjálfstœðis- flokksins KÖSNINGAR nálgast nú óðum, og eru flokkarnir þegar farnir að tilkynna framboð sín. Óhætt er að segja, að framboð Sjálfstæðis- fiokksins, þau er boðuð hafa ver- ið, hafi vakið mikla og óskipta athygli. Ber þar margt til, en fyrst og fremst það, að í fjórum kjördæmum, hefur verið skipt um frambjóðendur. Tveir gamal- kunnir þingskörungar, þeir Pét- ur Ottesen og Jóhann Þ. Jósefs- son, draga sig í hlé. Það er at- hyglisvert, hve frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins eru flestir hverjir tiltölulega ungir að árum, sumir þeirra mjög ungir. Allir eru þeir annaðhvort búsettir í kjördæmunum sjálfum, eða ætt- aðir þaðan. Flestir þessara manna hafa tekið virkan þátt í framleiðslustörfum þjóðarinnar á einhverjum hluta ævi sinnar og hafa því til að bera hagnýta reynslu í þeim efnum, sem óneit- anlega er mjög nauðsynleg, til þess að eðli þeirra vandamála sem við er að etja verði skilið til fulls. Ungum Sjálfstæðismönnum er það mikið ánægj uefni ,hversu margir áf frambjóðendum flokks ins eru valdir úr þeirra hópi. Það er Ijós vottur þess, að Sjálfstæð- isflokkurinn er í nánum tengslum við æsku íslands og skilur fylli- lega þá nauðsyn, að svo sé. Sá þróttur. sem einkennir allt starf og stefnu flokksins á vafalaust að miklu leyti rætur sínar að rekja til þess, að yngri kynslóðin er svo virkur þátttakandi í flokks starfinu, sem raun ber vitni. • í VIÐTALI, sem Mbl. átti nýlega við hinn nýkjörna biskup, séra Sigurbjörn Einarsson prófessor, sagði hann m.a.: „Sú hreyfing, sem tapar æsku- lýðnum, hefur misst af Iramtíð- inni“. Sjálfstæðismenn, ungir sem gamlir. ættu að minnast þess ara orða hins snjalla kenni- manns. Svo lengi sem æskan fylkir sér undir merki flokksins þarf hann ekkert að óttast. Hinir yngri blása anda framsækni og stórhugs í stefnu flokksins, hinir eldri móta hana á þann veg, sem þjóðinni er fyrir beztu hverju sinni. ENGINN einn stjórnmálaflokk- ur hefur sett svo svip sinn á ís- lenzkt þjóðlíf frá lýðveldisstofn- un sem Sjálfstæðisflokkurinn. Að vísu hefur margt farið á ann- an veg en æskilegt hefði verið. Sjálfstæðisflokkurinn á þar að einhverju leyti sína sök eins og aðrir stjórnmálaflokkar. En — þau vandamál, sem nú eru efst á baugi, efnahagsmálin, eru tíma- bundin vandamál. Það sem máli skiptir er það, að uppbygging ís- lands frá lýðveldisstofnun hefur verði framkvæmd af slíkum stór hug, að fá dæmi eru til slíks. Hvarvetna blasa við ný og glæsi- leg hús, nýjar verksmiðjur, full- komin fiskiðjuver og stórvirk veiðitæki. Nýir vegir hafa verið lagðir um land allt. rafmagn nær til æ fleiri landsmanna, myndar- legar byggingar rísa í sveitum landsins, lagt hefur verið í stór- felldar ræktunarframkvæmdir. Almenn velmegun ríkir í land- inu svo mikil, að talið er, að lífs- kjörin hérlendis séu betri en víð- ast hvar í Evrópu. Hver vill svo halda því fram, að mikið hafi ekki áunnizt? Sjálfstæðisflokkurinn hefur set ið í stjórn landsins mestan hluta þessa mikla byltingatímabils. Þjóðin fól honum að hafa for- ystuna um uppbyggingu atvinnu- vega landsmanna. Vinstri stjórn- inni tókst á 2% ári að stefna í bráðan voða því ,sem áunnizt hafði frá stofnun lýðveldisins. Það verður hlutverk Sjálfstæðis- flokksins, eins og svo oft áður, að leiða íslendinga út úr þeim ó- göngum sem Hermann Jónasson og kumpánar hans hafa komið henni í. Belgía, Luxemburg, Ítalía, Portú- gal, Danmörk, Noregur og ísland. Grikkland og Tyrkland bættust í hópinn 1952 og V-Þýzkaland 1955, svo að alls eru aðildarríkin nú 15. Síðasta vers hlutleysissálmsins. Mjög miklar deilur urðu um það á sínum tíma, hvort Islending ar ættu að taka þátt í Atlants- hafsbandalaginu. Margir vildu halda fast við hlutleysisyfirlýsinguna frá 1918 og treysta á forsjónina, en aðrir töldu, að hlutleysisstefnan hefði sungið sitt síðasta vers. Þeir töldu reynslu annarra þjóða og fslendinga sjálfra í heimsstyrjöldinni hafa sannað, að pappírsblöð, enda þótt löggiltur skjalapappír sé, hjálpa ekki, þeg ar út í styrjöld er komið. Stríðs- aðilar keppist þá við að ná undir sig þeim stöðum, er þeim mega að gagni koma, og skeyti engu þótt hlutleysisyfirlýsingum sé veifað framan í þá, þegar þeir stíga á land. Þeir töldu hernaðarþýðingu landsins ótvíræða vegna legu þess, og með því að hafa hér engar varnir mundi frekar aukið á styrjaldarhættuna en dregið úr henni. Varnarleysi væri sama og að bjóða árásarríki heim. Varnir væru okkur nauðsynlegar til þess að tryggja sjálfstæði landsins og öryggi. Þeir bentu á, að íslending ar gætu ekki tryggt þetta sjálfir, þar sem þeir hefðu engar varnir, og hlutleysi kæmi af þeim sök- um ekki til greina. Eina úrræðið væri því að hafa samvinnu við önnur ríki um varnir landsins. Þetta sjónarmið varð ofan á, og fslendingar gerðust aðilar að At- lantshafsbandalaginu. „Ólíkt höfumst vér að“. En var þá þörf nokkurra varna? Var nokkuð að óttast? Um þetta atriði segir Christian A.R. Christiansen svo í bæklingi sínum um Atlantshafsbandalagið. „f stríðinu og fyrstu árin þar á eftir höfðu Rússar lagt undir sig og beinlínis innlimað stór land- svæði: hluta af Finnlandi, allt Eistland, Lettland og Litháen, stóra hluta af Póllandi og Austuf- Þýzkalandi, Rúmeníu, semáðurtil heyrði Tékkóslóvakíu, Bessara- bíu og Norður-Búkóvíu, sem áður voru rúmensk landsvæði. Svæði þetta tók alls yfir 475.000 fer- kílómetra, eða heldur minna en Frakkland, og þar voru rúmlega 23 milljónir íbúa. Þó var þetta aðeins lítið brot I af landvinningum Sovétríkjanna. Með brögðum og valdi, með ógn- unum, hótunum og kosningasvik um hrifsuðu kommúnistaflokkarn ir í skjóli sovézka setuliðsins ein ræðisvald í Póllandi, Austur- Þýzkalandi, Tékkóslóvakíu, Ung- verjaiandi, Rúmeníu, Búlgaríu og Albaníu. Þar eð kommúnistaflokk arnir eru algerlega háðir Moskvu valdinu og hlýða í blindni skip- unum þaðan, jafngilti þetta í raun og veru þvi, að cúmlega ein millj. ferkílómetra með 92 milljónir í- búa — þ. e. tæpur helmingur af íbúafjölda Sovétríkjanna — var ofurseld Moskvuvaldinu. Þetta gerðist þrátt fyrir mót- mæli Vesturveldanna og í trássi við þau heit, sem bandamenn höfðu bundizt í stríðinu, þess efnis að lönd Austur-Evrópu skyldu fá lýðræðisstjórn, að þar skyldi halda frjálsar kosningar o. s. frv. Vesturveldin gátu ekkert gert -til þess að koma í veg fyrir valdaránið og einræðið og stöðva gerræðið, pyndingarnar og fjölda aftökurnar. Rússar hersátu öll Austur-Evrópulöndin, útilokuðu þau að meira eða minna leyti frá samneyti við umheiminn og tóku ekki tillit til neinna andmæla, og Framh. á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.