Morgunblaðið - 10.04.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.04.1959, Blaðsíða 11
T'östuA*gur 10. apríl 1959 MORGUNBLAÐIÐ í/ Eugene O'Neill úr gleymsku HOFUNDUR þessarar greinar, Joseph Wood Krutch, hefur óvenjugóða aðstöðu til þess að dæma um O’Neill og verk hans. Hann þekkti O’Neill engu síður en verk hans, og hann „efaðist aldrei um, að það var eitthvað stórfenglegt við hvort tveggja." Þá hefur Krutch einnig getið sér gott orð sem kennari, rithöfundur og gagnrýnandi. Árum saman var hann prófessor í leikbók- j menntum við Kólumbíuhá- skóla í New Yorkborg; hann hefur skrifað f jölda bóka, m. a.! nokkrar um bandaríska leik- j list, og í meira en tvo áratugi; var hann leikgagnrýnandi j tímaritsins „The Nation.“ Hér greinir hann frá því, hvers1 vegna hann telur, að litið verði á verk O’Neills sem hina stóru harmleiki heimsbók- menntanna. Þess má geta, áður en lengra er haldið, að eitt merkasta rit O’ Neills, „Uong Day’s Journey Into Night,“ sem á íslenzku * hefur hlotið nafnið „Húmar hægt að kvöldi", verður frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. ★ Við erum heldur ósínk á að nota stóryrði eins og „merkur,“ „afburða," „minnisstæður" og jafnvel „ódauðlegur" um rithöf- unda samtíðarinnar. Niðjarnir eru þó sjaldnast jstfnörlátir. Þeir gleyma fljótt hvað það var, sem kallað var „ógleymanlegt" og sálga flestu af því „ódauðlega“ á einni kynslóð með hirðuleysi og áhugaleysi. Margir eru kallaðir, en fáir útvaldir. Hver verða örlög leikrita Eug- ene O’Neills í höndum þeirra? Þegar þau voru fyrst sýnd, hlóðu gagnrýnendur á þau öllum þeim lofsyrðum, sem tákna eiga varan- legt gildi, og almenningur tók undir dóm gagnrýnenda. í heila kynslóð, frá 1920 til 1940, var O’Neill viðurkenndur svo að segja um allan heim sem fremsti leikritahöfundur Bandaríkjanna, ekki aðeins síns tíma heldur í allri sögu bandarískrar leikrita- gerðar. Þá kom kringum tíu ára tímabil, þegar honum virtist fara aftur, og árið 1953 dó O’Neill. En nú hefur hjólið snúizt á ný og virðist stefna að því að gera hann sígildan. Leikritið „Húmar hægt að kvöldi" (Long Day’s Journey Into Night), sem lokið var árið 1941, var frumsýnt í Svíþjóð 1956 við glæsilegar undir tektir. Nokkru síðar var það sýnt á Broadway við góða dóma og hlaut hin eftirsóttu verðlaun fé- lags leikritagagnrýnenda sem bezta bandaríska leikritið á leik- árinu 1956—57. Leikárið 1957—58 voru þrjú leikrit O’Neills, þar með talið „Húmar hægt að kvöldi," sýnd í leikhúsum í New York og útdrættir sýndir í sjón- varpi. Þeir, sem þekktu O’Neill sjálf- an jafnvel og verk hans, efuðust aldrei um, að það var eitthvað stórfenglegt við hvort tveggja. Allra fyrstu leikrit hans komu leikhúsgestum á óvart, þegar þeir sáu hvern frumleik og kraft þau höfðu að geyma. „Húmar hægt að kvöldi“, hinn óvænti fengur og jafnframt eitt- hvert merkasta verk hans, er ólíkt fyrri leikritum hans að formi og meðferð, enda þótt það sé auðsjáanlega afsprengi sama hugar og skapsmuna, sem hér fæst við svipað vandamál og fyrr. Það er ólíkt öllum öðrum verk- um hans að því leyti, að það er eina stóra leikritið eftir hann, sem greinilega byggist á ævi hans sjálfs, og jafnframt er það ólíkt flestum hinum að því leyti að á yfirborðinu er efnismeðferðin eins og í fjölskylduharmleik. Það er sagan um örlagarík tímamót í lífi hans sjálfs, bróður hans, móður og föður — Tyronefjöl- skyldunnar — lítið breytt, nema nöfn persónanna. Leikurinn hefst að morgni og lýkur um miðnætti sama dags í ágústmánuði árið 1912, og allir fjórir þættir fara fram í dag stofunni í sumarbústað Tyrone- fjölskyldunnar. Á yfirborðinu er fjölskyldan yfirleitt samrýnd, og þrátt fyrir alvarleg átök er ekki óhugsandi, að það jafnist allt áð- ur en yfir lýkur. Faðirinn er vin- sæll írskur leikari, sem hefur fórnað þeim metnaði sínum að verða mikill Shakespeareleikari fyrir vinsældir í æsandi leikrit- um, og hann væri ríkur maður, ef hann væri ekki haldinn þeirri ástríðu að eiga stöðugt í vafa- sömu fasteignabraski. Móðirin er gömul írsk fegurðardís, viðkvæm og ástrík, en getur aldrei full- komlega sætt sig við listamanns- hátterni eiginmanns síns. Synirn- ir tveir eru báðir erfiðir viðfangs á svipaðan en þó ekki sama hátt. Eldri sonurinn, sem heitir James, er hálfgerður auðnuleysingi — hann sækist eftir kunningsskap bargesta eins og faðir hans, en hann er kaldlyndur fremur en viðkvæmur. Edmund, yngri son- urinn, er þriðja afbrigði af sama stofni. Honum svipar til bróður síns og föður að því leyti, að hjá honum bólar á sama kæruleysinu, sem kemur hvað greinilegast fram í því, að flaskan og vafa- samur félagsskapur er honum kær. Þetta er ekki annað en flótti frá veruleikanum, og bróðir hans er honum hvatning í þessu. En hann er fræðilega þenkjandi fremur en kaldhæðinn, þótt bræð- urna greini á um það, hvort sú heimspeki, sem hann hefur lært af Baudelaire, Nietzsche og öðr- um nútímaheimspekingum sé í meginatriðum ósvipuð þeirri speki, sem James hefur lært af hórum og drykkjumönnum. Ed- mund hefur einnig verið haldinn langvarandi „kvefi," og hefur læknirinn lofað að kveða upp lokaúrskurð sinn um það þennan dag. í fyrsta þætti, þar sem allt þetta kemur fram, er tónninn fremur hljóður. En það sem ork- ar sterkast á áhorfendur er kær- leikurinn, sem tengir fjölskylduna saman, og eining hennar yfirleitt. Svo er það í byrjun annars þáttar, að spennan eykst skyndi- lega. Og aðalástæðan fyrir því reynist vera veikindi Edmunds; berklar, og allir láta sem þeir hafi aðeins grun um hvað er á seyði. Þetta er hörmulegt áfall, sem ekki er hægt að umflýja né draga á langinn. Öll fjölskyldan stendur frammi fyrir því vegna sektartilfinningar hennar og þarfar hvers um sig að sýkna sjálfan sig með því að ásaka aðra. Hver og einn gefur nú gremju sinni og beiskju lausan tauminn. Ásakanir, sem áður var farið í kringum eða slegið upp í gaman, eru nú miskunnarlaust sagðar ber um orðum. Heimili Tyronefjöl- skyldunnar er dauðadæmt. Ekk- ert getur framar orðið til þess að gera það lifandi heild á ný. Það er að eyðileggja sjálft sig, og ef einhver meðlimur þessa heimilis flýr það inn í annað líf, getur hann aldrei fullkomlega flúið frá minningunni um hörmungar þess. Hver á sökina? Ekkert þeirra hikar við að eigna hana einhverj- um öðrum en sjálfum sér. Móðir- in kennir föðurnum (og læknun- um) um sitt eigið böl og sonar síns. Það er ekki James að kenna, þótt hann sé ónytjungur. „Ef hann hefði alizt upp á almenni- legu heimili, er ég viss um, að hann hefði orðið annar rnaður." Það er ekki henni að kenna, þótt hún neyti eiturlyfja, því að lækn- ar „gera hvað sem er til þess að halda í sjúklingana." „Þeir mundu selja sál sína: og það sem grafinn verra er, þeir mundu líka selja sálir annarra, sem hafa ekki hug- mynd um það, fyrr en einn góðan veðurdag að þeir eru allt í einu komnir í helvíti!" Hún hefur einn ig orð á því, að kannski hafi þetta allt byrjað, þegar hún féllst á að fara að heiman og batt trúss við listamann, sem var á sífelldum flækingi og tók hótel og drykkju- krár fram yfir heimilj. En er það í raun og veru svo, að sökin sé jafnt hjá öllum í fjöl- skyldunni, vegna þess að allir hafa þeir tilhneigingu hver á sinn hátt til að hlaupast á brott frá því, sem er óþægilegt?. Það er táknrænt, að „þokan“ angraði aldrei móðurina. „Hún skýlir þér fyrir heiminum og heiminum fyrir þér. Manni finnst, að allt hafi breytzt og ekkert sé það, sem i það virtist vera. Enginn getur framar fundið mann eða snert mann.“ Eða eins og Edmund kemst að orði: „Hver vill sjá lífið eins og það er, ef hann getur komizt hjá því? Það er eins og Gorgonsysturnar þrjár samein- aðar í einni. Maður lítur andlit þeirra og breytist í stein. Eða það er eins og Pan. Maður sér hann og deyr að því búnu — það er að segja, innvortis — og verður að halda áfram að lifa sem vofa.“ James er með útúrsnúninga þegar hann segir: „Það er ekkert annað en gildra! Við erum allir fallnir menn og vesalmenni, sem lend- um í henni, og við fáum ekki við því gert!“ Síðan setur hann það fram upp á sinn máta með til- vitnun í Nietzsche: „Guð er dá- inn: af meðaumkvun með mann- inum er gúð dáinn “ En faðirinn hirðir ekki um, þótt synir hans tveir komist ólíkt að orði. „Þegið þið báðir! Það er ekki um margt að velja: milli heimspekinnar, sem þú hefur lært af Broadway- flækingum, og þeirrar, sem Ed- mund hefur fengið úr bókum sín- um.“ En þá kemur að þeim að spyrja föður sinn, hvað hans heimspeki færi honum í aðra hönd. Er það ekki hans sök, hvern ig komið er fyrir konu hans og börnum? Þetta læt ég þá nægja um „Húmar hægt að kvöldi“ sem fjöl skylduleikrit, en það er einnig merk heimild um hina andlegu hlið á ævi O’Neills. Hvað fleira má um það segja? Að hvaða leyti er það einnig harmleikur? Og ef það er harmleikur, hvert er þá viðfangsefni þess? Það má kannski segja, að það sé harmleikur, þar sem tekið er fyrir efni, sem oft er sagt mest áberandi með okkar kynslóð, þ. e. a. s. rótleysið; tilfinningin, sem sögð er vera ríkari meðal manna á okkár dögum en nokkru sinni, að vera „utangarðs" í líf- inu. Edmund segir frá þessu skýr- um orðum: „Það voru mikil mis- tök, að ég skyldi fæðast maður; mér hefði vegnað miklu betur, ef ég hefði verið mávur eða fiskur. Nú er það svo, að ég verð alltaf ókunnugur maður, sem finnst hann hvergi eiga heima, sækist í rauninni ekki eftir neinum og enginn sækíst reyndar eftir hon- um heldur; hann getur hvergi kunnað við sig og hlýtur alltaf að vera dálítið ástfanginn af dauð- anum!“ ★ Frá því um 1920 hefur mikið af bókmenntum Evrópu vakið upp það, sem stundum er kallað „þörf- in að tilheyra11, eða því er gefið dulárfyllra heiti og kallað „leitin að föður.“ Allt frá upphafi hefur O’Neill viðurkennt þessa þörf, þótt hann áliti þá eins og endra- nær, að hún væri fremur stærsti bölvaldur mannsins — að hún væri í raun og veru upphaf allra harmleikja lífsins — en hann vildi hvorki kveða upp þann dóm, að hún væri blekking né heldur merkasta og varanlegasta ein. kenni mannlegs eðlis. Þessu svarar hann aldrei af- dráttarlaust og endanlega. í einu af seinni og bölsýnni leikritum EUGENE O’NEILL hans, „The Iceman Cometh,“ virð- ist hann gefa í skyn, að trú mannsins á virðuleik og mikil- vægi lífs síns og mannkynsins í heild sé hvort tveggja í senn óraunsæ og blekkjandi, þótt hún sé honum ef til vill nauðsynleg. í eldra leikriti, „Days Without End,“ sem þó er yfirleitt ekki einkennandi fyrir hann, finnur hetjan tregabundinn frið með því að gangast undir kenningar ka- þólsku kirkjunnar. En þessi og öll önnur leikrit hans verða ef til vill betur skilin með því að líta á hið dramatíska gildi þeirra fremur en heimspekiboðskap þeirra. Þau gefa ekki skýrt og á- kveðið svar við spurningunum, sem bornar eru fram, heldur skoða þau sveipuð hugmyndarík- um og hádramatískum orðskrúða, afleiðingarnar af einni eða ann- arri afstöðu til einhvers þáttar hins óraunverulega og óskyn- sama í mannlífinu. Ef til vill hefur enginn annar harmleikahöfundur nokkurn tíma notað svo margar mismunandi að ferðir við að lýsa árás örlaganna á manninn né sýnt hana í svo mörgum myndum. f „The Emper- or Jones“ birtist hún í hjátrúnni, sem spjátrungslegt afsprengi menningar Vestur Indíunegra heldur, að haifti hafi varpað frá sér; í „The Hairy Ape“ birtist hún í hinni sterku löngun bátsmanns- ins á farþegaskipinu að „til- heyra“, en hann kemst að lokum að þeirri niðurstöðu, að það er ekkert í nútímaþjóðfélagi, sem hann finnur að hann geti „til- heyrt;“ í „Desire Under the Elms“ birtist hún í trúnni á hinn kal- vínska guð; í „The Great God Brown“ birtist hún í hinni díon- ysísku dýrkun á gleðinni, sem verður að víkja fyrir hugmynd- inni um veraldlega velgengni; í „Mourning Becomes Electra“ er hún eitthvað, sem líkist einna helzt örlagatrú Forn-Grikkja. En það er alltaf um mannlega skyn- semd að ræða. Og O’Neill virðist halda því fram, að hún sé aðal- ástæðan fyrir böli mannsins, hvað sem hann kann að eiga við með því. Þegar hann horfist í augu við skynsemina, verður líf hans harmleikur; og þegar hann forðast hana, stendur hann neðar manninum. ★ Sennilega hefur ekkert amer- ískt leikritaskáld nokkurn tíma spurt um þýðingu lífsins af svo einlægri ákefð, og ástæðan er sú að fá þeirra — ef þá nokkurt — hafa nokkurn tíma verið jafn gagntekin af þörfinni fyrir að svara þessari spurningu fyrir sjálfa sig. O’ Neill sjálfur lifði í ritstörfum sínum af lífi og sál, þau voru honum allt. Þeir sem þekktu hann vita, að hann fór eigin götur, hann var laglegur en þungbúinn, hræðilega einmana og þó átti hann til óvænt. vin_ gjarnlegt bros, sem birti upp and- litið, en það gaf venjulega til- efni til ummælanna, sem sagt er að höfð hafi verið um Dante Alighieri: „Þarna fer maður, sem komið hefur í helvíti.“ Á sama hátt getur enginn meðal áhorf- endanna að leikritum hans efazt um, hve djúpt hann sökkvi sér í þau sjálfur, eða komizt hjá því að finna, að þau urðu til, vegna þess að höfundurinn varð ein- hvern veginn að létta af sér hinni óþolandi byrði ótjáðra hugsana og tilfinninga, vegna þess að hann varð að finna hinu raunafulla lífs viðhorfi sínu fast form. Þjáning- ar söguhetja hans voru einnig þjáningar hans. O’Neill skar sig úr, hvar sem hann fór, og það brást varla, að ókunnugir menn sem mættu honum á förnum vegi spurðu sjálfa sig: Hver er þessi maður?“ ★ O’Neill fæddist árið 1888. í bernsku ferðaðist hann um skeið með föður sínum, og halda sumir því fram, að á þessum ferðum hafi hann orðið fyrir áhrifum, sem urðu til þess. að síðar gerði hann uppreisn gegn auðveldu og hefðbundnu dramatísku ritformi, jafnframt því sem hann öðlaðist sérstaka leikhúsþekkingu, er gerði honum kleift að gera hin- ar sérstæðu og óvenjulegu rit- smíðar sínar áhrifamiklar á leik- sviðinu. Eftir róstusama og við- burðaríka æsku urðu þáttaskil í lífi hans, þegar hann veiktist af berklum og varð að dveljast um langt skeið á heilsuhæli. Þar las hann svo að segja allar nútíma- leikbókmenntir og hóf að skrifa leikrit sjálfur. Fyrsta leikrit hans, sem sett vár á svið, var leikið af félagi áhugaleikara, „Art Theat- er,“ sem stofnað hafði verið á skemmtistað við sjávarströndina í Nýja Englandi og réðst til at- lögu inn í listamannahverfi New Yorkborgar, Greenwich Village, árið 1916. Og ekki leið á löngu þar til fariö var að líta á O’Neill sem athyglisverðan og efnilegan leikritahöfund. Tímabilið frá 1916 til 1926 var gróskumesti og viðburðaríkasti kafli í sögu bandarískra leikbók- ménnta. Á þessu tímabili voru gerðar djarfar og árangursríkar tilraunir til að varpa burt hinu hefðbundna leikritaformi, og það ólgaði af nýjum pólitískum, fé- lagslegum, siðferðilegum og sál- Framh. á ots. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.