Morgunblaðið - 17.04.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.04.1959, Blaðsíða 1
20 slður 46. árgangur Pasternak lifir í lýrisku tómarúmi segir Súrkov ritari rússneska rit- höfundasambandsins L.ONDON, 16. apríl. Alexei Sur- kov ritari rússneska rithöfunda- sambandsins hefhir enn farið háðu legum. orðum um Nóbelsverð- launaskáldið Boris Pasternak. Kom það fram í samtali sem brezki blaðamaðurinn Alan Moray Williams átti við hann og nú hefur birzt í News Chronicle. í samtali þessu segir Surkov m. a.: — Hann (Pasternak) var einu sinni efnilegt en úrkynjað skáld, og hann hefur aldrei ver- ið mikið skáld, vegna þess að hann hefur alla ævi lifað í lýr- isku tómarúmi. Við óskum ekki eftir skáldum, sem eru þeirrar skoðunar, að það megi ekki ó- hreinka bókmenntirnar með stað reyndum hversdagsleikans. Við óskum ekki eftir því að fólki þyki eimað vatn gott. Það er ó- skaðlegt en gagnslaus fyrir lík- amann. Beztu rússnesku höfund- arnir hafa verið menn eins og Gogol, sem unnu lífsstarf í þágu landsins. Alexei Surkov sagði hinum brezka blaðamanni, að þing rúss nesku rithöfundasamtakanna yrði haldið í næsta mánuði og myndi Pasternak-málið komast þar á dagskrá. Hinsvegar kvaðst Sur- kov sjálfur ætla að halda þar 3 klst. setningarræðu, en í henni hygðist hann ekki nefna Paster nak á nafn. Alan Moray Williams reyndi einnig að heimsækja Pasternak í bústað hans fyrir utan Moskvu. Hafði Pasternak þá verið fjar- verandi um skeið en var nýkom- inn til borgarinnar. Pasternak kom til dyra, en sagði við Williams: — Mér þykir það leitt, að ég get ekki boðið yður inn. Ég hef haft svo mikið ónæði, að ég get ekki oftar boðið blaða- mönnum inn. Meðan Pasternak mælti þetta nálgaðist maður einn, er var bú- inn sem garðyrkjumaður og fór að leggja hlustirnar við hvað Færeyska fiski- mannaverkfallinu lokið TORSHAVN í Færeyjum, 16. apríl — (NTB) — Færeyski fiskiskipaflotinn lætur úr höfn á föstudag og laugardag áleiðis á vorvertíðina við Grænland, þar sem nú er lok- ið nær hálfsmánaðar verk- falli sjómanna. Flotinn var til búinn að sigla í byrjun apríl, þegar verkfallið skall allt I einu á þann 3. apríl. 800 sjó- menn tóku þátt í verkfallinu. Verkfallinu var ekki beint gegn útgerðarmönnum, held- ur gegn ákvörðun Lögþings- ins um orlofsfé til sjómanna. Lögþingið samþykkti að greiða sjómönnum milljón krónur árlega í tvö ár að því skilyrði settu, að útgerðar- menn og sjómenn semdu um vinnufrið í tvö ár. Verkfallinu lauk með þelm hætti að, samið var um að sjómenn skyldu fá orlofsféð, en ef þeir færu í verkfall á umræddu tveggja ára tíma- bili, skyldi það falla niður frá og með byrjun verkfallsins. ía ? Pasternak segði, Kveður Willi- ams það augljóst, að þessi ókunni maður hafi verið að gæta Paster- naks. Verður Herter skipaður næstu dag WASHINGTON, 16. apríl. (NTB) — Eisenhower, sem aftur er kom- inn í frí og dvelst í bænum Aug- usta í Georgíu-ríki, átti í dag símasamtal við Dulles, fyrrver- andi utanríkisráðherra, sem ligg- ur í Walther Reed-sjúkrahúsinu í Washington. Er talið víst að þeir hafi rætt um, hver eigi að taka við utanríkisráðherraem- bættinu. Almennt er talinn lítill vafi á því að Christian Herter, settur utanríkisráðherra, verði fyrir valinu. Háttar málum svo, að þegar hefur verið ákveðið að hann skuli verða fulltrúi Banda- ríkjanna á ráðstefnu utanríkis- ráðherra stórveldanna, sem hefst í Genf þann 11. maí. Nú þegar Dulles hefur sagt af sér verður varla hjá því komizt að Herter verði skipaður í embættið áður en hann fer til Genfar. Nokkrar raddir heyrast þó um það að Alfred Gruenther, fyrrum yfir- hershöfðingi NATO, eigi að taka við embættinu. Þessa mynd sendi fréttastofa kommúnista í Kína út. Á hún að sýna tíbetska hermenn, sem af- henda Kínverjum vopn sín, eftir að uppreisnin í Lhasa var brotin á bak aftur. Rammefldur eldflaugnahreyf■ ill gerður i Bandaríkjunum Los Angeles. BANDARÍSKIR eldflauga- sérfræðingar hafa smíðað nýja tegund eldflaugahreyf- ils, sem er miklu aflmeiri en nokkur annar eldflaugahreyf- Firna miklir vafna vextir í La Plata BÚENOS AIRES, 16. apríl. — (NTB). — Stórrigningar sam- fara álandsvindi valda nú meiri flóðum í La Plata-fljóti en dæmi eru til áður. Veður þetta hefur staðið í þrjá daga. Hafa ár á La Plata-svæðinu bólgnað upp í rigningunum, en vatnið nær ekki að renna til sjávar, því að sterk- ur álandsvindur stendur beint á mynni La Plata-fljótsins. Hefur fljótið tekið að breiða sig út yfir Heimsækir Nixon Rússland ? WASHINGTON, 16. apríl. — (NTB). — Líklegt þykir, að Richard Nixon, varaforseti Bandaríkjanna, fari í einka- heimsókn til Rússlands í sam- bandi við bandaríska iðnsýn- ingu, sem opnuð verður í Moskvu 25. júlí. Heimsóknin verður í sama dúr og heim- sókn Anastas Mikoyans til Bandaríkjanna i vetur. LONDON, 15. apríl. — Debre og Macmillan eru sammála í öllum helztu atriðum í utanríkismál- efnum segir í tilkynningu, sem gefin var út eftir fund þeirra. Munu þeir jafnframt hafa ákveð- ið að Bretar og Frakkar tækju höndum saman og veittu löndum Afríku margvíslega aðstoð á efna- hags- og tæknisviðum. óshólmá og sléttur, þar sem mikil byggð er. Höfnin í Búenos Aires hefur lokazt í veðrahamnum. Fjöldi fólks, sem býr á slétt- unni meðfram La Plata-fljóti, hefur orðið að flýja hús sín. — Munu mörg hundruð þúsund manns vera heimilislaus vegna flóðanna. Talin er hætta á að taugaveiki komi upp meðal flýj- endanna. Það er vitað að í bænum Con- cordia hafa 60 þúsund manns yf- irgefið hús sín, en um 5000 eru einangraðir á hæðardragi einu skammt frá borginni. Sjálfur hér aðsstjóri fylkisins er meðal hinna einangruðu. í Úruguay hafa % hlutar Iands ins orðið illa úti í þessu fárviðri og flóðum. Er sýnilegt að hrís- grjóna- og olífuuppskera lands- ins í ár hefur ónýtzt. Hefur þjóð þingið verið kallað saman í Montevideo til sérstaks fundar vegna hins stórfellda tjóns. öll- um brúm í nágrenni Montevideo hefur skolað burt, þjóðvegir eru skemmdir og flugvellir liggja undir vatni. Fylkið Rio Granda do Sul í Brasilíu hefur einnig orðið fyrir alvarlegum áföllum. Munu 100 þúsund manns í því vera heim- ilislausir og um 60% af uppsker- unni ónýtt. Brasilíski flugherinn hefur sent fjölda flutningavéla og þyrilvængja til flóðasvæðis- ins til að taka þátt í hjálparstarf- ill. sem kunnugt er um. Þessi nýi hreyfill framleiðir IV2 milljón punda þrýsting. Má til samanburðar geta þess að sterkustu eldflaugahreyflar Bandaríkjamanna fram til þessa hafa framleitt 500 þús- und punda þrýsting og Rússa um 1 milljón punda þrýsting. Það er Rocketdyne-félagið, deild í North American-flugvéla- verksmiðjunum, sem framleiðir hinn nýja hreyfil. Hafa tilraunir með hann staðið yfir undanfarn- ar vikur í Santa Susanna-dal í Kaliforníu. Segja verkfræðingar að tilraunirnar hafi gengið í alla staði vel. Það er upplýst, að einn slíkur hreyfill (eitt þrep) myndi nægja til að skjóta smálestarþungu skeyti til tunglsins og talið er að verkfræðingar hraði nú rann- sóknum sínum á hreyfli þessum til þess að hægt verði að nota fjóra slíka til að skjóta eldflaug til reikistjörnunnar Marz, þegar hún verður næst jörðu síðar á þessu ári. Sérfræðingar telja, að með smíði þessa eldflaugahreyfils séu Bandaríkjamenn að komast íram úr Rússum á þessu sviði. Boidogar geisa um viikisbæ appieisnaimanna í Tíbet Kalimpong í Indlandi, 16. apríl — (NTB) HARÐIR bardagar geisa nú milli tíbetskra og kínverskra herja við virkisbæinn Nangar Tse-tsong, sem hefur undan- farnar vikur verið sterkasta virki uppreisnarmanna. — Kommúnistar reyndu að taka bæinn með áhlaupi í byrjun apríl, en áhlaupið fór út um þúfur við mikið mannfall í liði þeirra. Uppreisnarmenn náðu bænum á sitt vald fyrir um sex mánuð- um. Hann liggur 240 km fyrir suðaustan höfuðborgina, Lhasa, við þjóðveginn milli Lhasa og Gyangtse. Síðan áhlaup kommúnista í byrjun apríl mistókust hafa þeir sent hundruð vörubíla þangað hlaðna fótgönguliðum og vopn- um. Uppreisnarmenn ráða einnig yfir fjalllendinu kringum Gy- angtse, sem er ein stærsta borg Tíbets. Áður en kommúnistar geta snúið sér gegn herjum upp- reisnarmanna þar, þurfa þeir að vinna bug á uppreisnarflokkun- um í Nangar Tse-tsong. Fregnir frá höfuðborginni, Lhasa, herma að enn sé órólegt í borginni og hafi borið á skemmdarverkum innfæddra á vopnum og tækjum Kínverja. Vegna þessa hefur kínverska her stjórnin sett öryggisreglur til að hindra skemmdarverk. Þáttur í þeim aðgerðum er að allir íbúar borgarinnar verða að mæta hjá fulltrúum Kínverja og láta ljós- mynda sig og taka af sér fingra- för. Útgöngubann er enn í gildi í borginni frá sólsetri til sólar- upprásar, og enn hafa búðir í borginni ekki verið opnaðar. ★--------------------------★ Föstudagur 17. apríl. Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Samtal við sendiherra fsraels. — 6: Hver verður eftirmaður Adenauers? Kristmann Guðmundsson skrftf- ar um bókmenntir — 8: Christian Herter líklegasti eftir- maður Dullesar — 10: Forystugreinin: Sterkari að- staða héraðanna — 11: Þegar David Niven varð kvik- myndaleikari. — 13: Hugleiðing um listamannalaun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.