Morgunblaðið - 17.04.1959, Blaðsíða 6
e
MOR'lJllvnL 4Ð1Ð
Föstudagur 17. apríl 1959
: s
| Hver verður eftirmaður Adenauers? \
í heimsblöðunum er nú mjög
um það rætt, hver verði eftir-
maður Adenauers kanzlara eftir
að hann tók þá ákvörðun að vera
í framboði við forsetakosningar,
Etz*..
en það kom öllum á óvart, eins
og áður hefur verið getið um í
fréttum.
Enginn hafði búizt við, að til
þess kæmi í'bili að velja þyrfti
nýjan kanzlara og eru menn nokk
uð á báðum áttum um það, hvað
verða muni í því efni. Nær öllum
kemur þó saman um, að aðeins
tveir menn komi til mála, en það
eru Erhard viðskiptamálaráð-
herra, sem er núverandi vara-
kanzlari og Etzel fjármálaráð-
herra. Blaðið Frankfurter All-
gemeine tekur svo til orða fyrir
fáum dögum, að það sé „vitað“
að Adenauer sjálfur og einnig
þingformaðurinn Krone vilji, að
Etzel verði eftirmaður Adenau-
ers. Hér er um að ræða það blað,
sem nýtur einna mésts álits í
Þýzkalandi og er öllum; hnútum
kunnugt og þar af leiðandi
hljóta þessi ummæli að vekja
mikla athygli. Almennt hefur
verið talið, að sjálfsagt væri, að
Erhard yrði eftirmaður Adenau-
ers og hafi Adenauer sjálfur bein
línis ætlazt til þess, með því að
gera hann að varakanzlara. En
samkvæmt því, sem blöð og
fregnir herma, þá virðist þessu
öðru vísi farið og munu liggja
til þess margar ástæður.
I *
Erhard er talinn ómissandi
maður í embætti viðskiptamála-
ráðherra og honum er þakkað
öðrum fremur, hve mikillar vel-
gengni þýzka þjóðin hefur notið
á sl. 10 árum. Margir telja, að ef
Erhard taki við embætti kanzlara,
mundi hann minna geta beitt sér
að viðskiptamálunum, sem eru
svo þýðingarmikil fyrir alla þjóð-
ina. Aftur segja aðrir, að það sé
þó kanzlarinn sjálfur, sem í raun
inni ákveði stefnuna og ef Erhard
yrði kanzlari, yrði honum enn
léttara um en áður að ráða til
fulls stefnunni í viðskiptamál-
imum. Þannig stangast þetta á.
Enginn er í neinum vafa um
það, að Erhard njóti miklu meira
álits hjá almenningi en Etzel. —
Næst Adenauer er talið að Er-
hard sé sá, sem dragi mest til
sín að atkvæðum af öllum mönn-
um.
í sambandi við Etzel er þess að
geta að hann er tiltölulega nýr
maður í ríkisstjórninni, en hann
tók við embætti fjármálaráðherra
eftir síðustu kosningar og má
segja, að hann sé ekki mikið
þekktur meðal alls almennings.
Þá hefur nafn hans verið mjög
tengt við þungaiðnaðinn, enda er
hann frá honum sprottinn. Etzel
hófst til mikils álits og mann-
virðinga einmitt innan iðnaðar-
ins og þaðan er hann svo kominn
í embætti fjármálaráðherra. Ýms
ir meðal almennings í Þýzkalandi
munu líta það miklu hornauga
að einmitt maður, sem er tengdur
þungaiðnaðinum, verði kanzlari
landsins.
Á það hefur verið minnzt í
þessu sambandi, að það sé raun-
verulega enginn, sem geti tekið
við af Erhard, eftir því, sem
sjáanlegt sé nú, en hins vegar
sé tiltölulega auðvelt að finna
eftirmann Etzels og er þar bent
á ráðherrann Lindrath, sem muni
verða sjálfsagður til að taka við
embætti fjármálaráðherra. All-
ar þessar hugleiðingar um það,
hver muni verða eftirmaður Ad-
enauers eru vitaskuld meira og
minna í lausu lofti, en þær eru
almennt umræðuefni manna,
bæði í Þýzkalandi og miklu víð-
ar, því talið er mjög þýðingar-
mikið hver gegni kanzlaraem-
bættinu í Þýzkalandi eins og mál
um er háttað. Svo er það og annað
Kristmann Guðmundsson skrífar um
BOKMENNTIR
Erhard
mál, að búizt er við að miklar
breytingar verði gerðar á stjérn-
inni, þegar nýr kanzlari kemur
til valda og er ýmsum getum
leitt að því hverjirmunigegnaþar
einstökum ráðherrastöðum, en.að
því verður ekki vikið hér.
Njála í íslenzkum skáldskap.
Eftir Matthías Johannessen.
Hið íslenzka bókmenntafélag.
RIT þetta tilheyrir hinum virðu-
lega bókaflokki: „Safni til sögu
íslands og íslenzkra bókmennta",
(annar flokkur, II. I.). Það er þvi
að sjálfsögðu' vísindarit, en eigi
að síður „alþýðlegt“ í bezta
lagi, svo að hver maður getur
haft bæði gaman og gagn af að
lesa það. Eins og nafn þess bendir
til og höf. tekur fram í formála,
fjallar það „um Njálu í íslenzk-
um skáldskap. þ.e.a.s. þau kvæði
sem hafa verið ort um söguna
frá fyrstu tíð og til okkar
daga“. Það er í allmikið ráðizt og
naumast von að höf. hafi tæmt
efnið, enda segir hann í formála,
að efnið sé að því leyti ótæmandi
að alltaf geti „gleymst vísur og
jafnvel eitt ög eitt lítið þekkt
eða óþekkt kvæði, sem rekja má
til Njálu“. Hressilegs yfirlætis
gætir hjá höf. er hann bætir við:
„ — en þó er ósennilegt að margt
hafi verið skilið eftir af slíku
tagi. Hygg ég að heildarmynd
þessarar merkilegu þróunar eigi
ekki eftir að breytast frá þvj sem
hún birtist í þessari bók“.
Þótt efnið sé ekki tæmt, (und-
irritaður veit um ýmislegt, sem
vantar í bokina, þar á meðal eitt
kvæði um Skarphéðin, sem birt-
ist í Morgunblaðinu fyrir nokkr-
um árum,) þá hefur höf. vissu-
lega gert því hin virðingarverð-
ustu skil, og segja má með full-
um rétti, að bókin opni lesandan-
um nýtt viðhorf í skilningi þess,
hve djúptæk áhrif góðar bók-
menntir hafa á þjóðarsálina. Og
sérhvað, sem auka má skilning
manna á því, er mikilsvert fyrir
fslendinga, sem eiga öðrum þjóð-
um fremur tilveru sína að þakka
skáldskapnum.
Ritið hefst á því, að höf. rekur
áhrif Njálu í elzta skáldskap, og
rímum, nokkuð stuttlega, en því
næst er kafli um „Hallgerðar-
deilur“, þ.e. deilur manna um
Hallgerði langbrók. Um þær er
einnig fjallað í 7. kafla, þar sem
rætt er um Njálukvæði Sigurðar
Breiðfjörðs. Þykir mér ritið rísa
með þeim kafla og er skemmtilegt
aflestrar úr því. — „Nú er flag
Fljótshlíð orðin“ er stuttur kafli,
en eftirtektarverður um kvæði
Bjarna Thorarensen, er sækja
efni í Njálu. Þátturinn um Gunn-
arshólma Jónasar er og ljóst rit-
aður og 10. kaflinn: „Svart er í
vestri og svipir dauðir“ prýði-
lega gerður, einkum sá hluti
hans, er fjallar um skáldskap
Gríms Thomsen. Þar kemur fram
næmur skilningur á þessu stór-
merka og þjóðlega ljóðskáldi, sem
virðist, því miður, vera lítið lesið
að yngri kynslóðum þjóðarinnar.
f þættinum: „öxi og sverð í
sveiflum gljá sem óðast“ tekur
höf. til meðferðar kvæði ýmissa
nýrri tíma skálda, sem sótt hafa
efni í Njálu að einhverju leyti.
Er þar margt athyglisvert, en
einna bezt skil finnst mér hann
gera Jakob Thorarensen, sem
raunar kveður mjög í anda fornra
hetjusagna.
Merkastan tel ég síðasta kafl-
ann, þar sem höf. birtir yfirlit og
niðurstöður rannsókna sinna. Er
hann skýrt og skilmerkilega rit-
aður, efninu hvorki of þröngur
né of víður stakkur skorinn, en
vel og samvizkusamlega með það
farið. Þetta er í rauninni sjálf-
stæð ritgerð og mesta átak bók-
arinnar, — ætti hún að birtast í
einhverju víðlesnu tímariti, til
þess að vekja athygli almennings
á verkinu.
Vísindalegan mælikvarða get
eg ekki lagt á rit Matthíasar, en
sem fræðirit frá almennu sjónar-
miði verður það að teljast mjög
athyglisvert. Þá hefur það þann
góða kost að vera læsilegt og all-
fjörlega skrifað. Og hugleiðingar
höf. um „tendens“ sögunnar og
boðskap hennar til samtíðarinnar,
eru bæði skarplegar og alldjarf-
ar — eins og þær koma fram á
bls. 183—84 til dæmis:
„Þegar sagan er fullsamin á
síðari hluta 13. aldar, er um líf
eða dauða að tefla. Höfundur
hennar vissi, að hverju stefndi,
hann reynir að stugga við þjóð
sinni, vekja ættjarðarástina í
brjósti hennar — og til þess verð
ur hann að byggja úr öðru efni
en því, sem hendingin hefur skil
að á fjörur hans. Nýr tími krefst
nýrrar hugsunar, og með því að
kanna þann skáldskap, sem til er
um Njálu, getum við kynnzt þess
ari „nýju hugsun“ eins og hún
birtist á öllum öldum. Haugbúa-
skrifar úr
daglega lífinu
Hárréttar klukkur á enda-
stöffvar strætisvagnanna.
ÞAÐ virðist hafa orðið mikil bót
að þeirri ráðstöfun að dreifa
endastöðvum strætisvagnanna í
miðbænum og rýma á Lækjar-
torgi. Að vísu gerir það fólki
erfiðara að skipta um vagn á
skömmum tíma, en einhverjar
ráðstafanir voru nauðsynlegar, og
sjálfsagt hefur þetta verið hag-
kvæmasta lausnin.
En þó strætisvagnarnir fari frá
mismunandi stöðum, þá mega
þeir undir engum kringumstæð-
um fara eftir mismunandi tíma-
mælum. Á hverri endastöð verð-
ur að vera hárrétt klukka, sem
allir vagnarnir fara eftir.
Kona nokkur segir þá sögu, að
um daginn hafi hún ætlað að taka
Kópavogsvagninn í Lækjargöt-
unni. Hún stanzaði til að tala við
konu á móts við Skerjafjarðar-
vagninn skammt frá endastöð
hans, en þaðan gat hún haft auga
með torgklukkunni. Þegar þá
klukku vantaði tvær minútur í
heila tímann, lagði Kópavogs-
vagninn allt í einu af stað og
konan stóð eftir. Aftur á móti
beið Skerjafjarðarvagninn eftir
að klukkan væri á mínútunni, en
báðir áttu að fara á sama tíma.
Þetta ' >m sér ákaflega illa fyrir
konuna, sem nú þurfti að bíða
þarna í hálftíma. — Velvakandi
tekur stundum Skerjafjarðar-
vagninn og hefur orðið var við,
að hann fer ekki alltaf nákvæm-
lega á réttum tíma, en sem betur
fer hefur hann í þau skipti ver-
ið á eftir tímanum og það e. t.
v. orðið til þess að bjarga Vel_
vakanda frá að verða stranda-
glópur, eins og alloft kemur fyrir.
Klukku hefur verið komið fyr-
ir úti á Kalkofnsveginum, en
þarna vantar klukku, sem allir
geta fylgzt með, bílstjórar og far-
þegar. Og að sjálfsögðu verða
allar klukkurnar þrjá að vera
réttar upp á sekúndu.
Annað langar mig til að minn-
ast á í þessu sambandi. Ég hef
hvergi komið auga á skilti á Lækj
artorgi, með upplýsingum um
hvar hver vagn stanzar. Það er
ekki hægt að ætla fólki að leita
að ákveðnum vagni á Kalkofns-
vegi, í Lækjargötunni og á Lækj-
artorgi.
Skólamórall.
VEGFARANDI, sem leið átti
fram hjá Austurbæjarskól-
anum fyrir skömmu, heyrði
börnin syngja eftirfarandi vísu:
Að rífa kjaft við kennarann,
að kasta skít í dómarann.
í skólanum, i skólanum,
er leiðinlegt að vera.
Fyrr má nú rota ....
K. H. skrifar:
„'JT'YRR má nú rota en dauð-
* rota“, sagði kerling ein af
vissu tilefni. Já, minna má nú
gagn gera en að misnota svo að-
stöðu sína, eins og innheimta
útvarpsins gerir. Hún dembir
yfir hlustendur sína mörgum
sinnum á dag, sjálfsagt í heilan
mánuð, áskorun og áminningu
um að greiða afnotagjöld til Rxk-
isútvarpsins fyrir 1 maí, og jafn
framt er lofað að hækka þau um
20 krónur, verði þau ekki greidd
innan ákveðins tíma. Þessi inn-
heimtuaðferð á víst engan sinn
líka, enda hefur enginn svipaða
aðstöðu til innheimtu og myndu
sjálfsagt fáir vilja nota hana svo
freklega. Sumar opinberar stofn-
anir virðast gleyma því, að þeim
er falið trúnaðar. og þjónustu-
starf fyrir almenning og að eftir
því beri þeim að haga sér. Einka
fyrirtæki vita betur hvað við á
og forustumenn þeirra læra furðu
fljótt hvaða háttvísi þarf að við-
hafa til að eignast „hug fólksins".
Kannski forráðamenn „inn-
heimtunnar" hvíli okkur annan
hvorn dag! Það er ekki víst að
árangurinn verði neitt verri fyrir
það“.
vísan er gott dæmi um þessa þró-
un. í lok þjóðveldisins, þegar lífs
hætta beið við hvert fótmál, datt
engum í hug að setja bleika akra
og slegin tún í sambandi við rag
mennsku eða hetjulund, heldur
tæra og óflekkaða föðurlandsást.
En boðskapur „hlíðarinnar“ kom
samt of seint. Glóðin var að kulna
út. Og frelsisþráin hverfur inn í
myrkur aldanha ásamt boðskap
hinna bleiku akra. En í kvæðum
Bjarna og Jónasar er hann aftur
glæddur nýju lífi.....“
Ofar dagsins önn.
Eftir Jakob Jóh. Smára.
Sálarrannsóknafélag Islands.
Hér birtist úrval úr greinum
Smára, þó ekki þeim, sem um
dulræn efni fjalla ,eins og ætla
mætti, þar eð Sálarrannsóknafé-
lagið hefur gefið bókina út. En
höf. segir í formála, að hanrx hafi
viljað gefa félaginu handritið, til
að grynna á þeirri þakkarskuld,
sem hann standi í við sálarrann-
sóknirnar.
Flestar eða allar hafa greinar
þessar birzt áður í tímaritum, en
fyrir alllöngu síðan. Sumar las
ég í æsku minni og þótti þá að
vísu meira til þeirra koma en nú,
og þó skemmtilegt að rifja þær
upp aftur t.d. „Söngvatrega“ og
„Hugljómun“. Allar eru þær vel
og lipurt ritaðar, en ekki fæ ég
séð að þær risti djúpt; mér þykir
miklu meira koma til kvæða
þessa skálds en prósans. Þetta er
nokkurskonar lýrísk-heimspeki-
legt riss — og þær greinar beztar,
sem eru einvörðungu í þeim anda
gerðar, en lakari hinar, eins og
t.d. „Hugleiðingar um skáld-
skap“, og „Fjarlægir reykháfar1*.
— „Einvera” „María Guðs móðir“,
og „Ský“ eru fallegar lýriskar
smágreinar sem lesandinn minn-
ist, þótt þær snerti hann ekki
djúpt. — En merkastar eru tvær
greinar ,er nefnast: „Sálrækt" og
„Brot úr trúarsögu minni“. Þó
hefði sú síðari mátt vera ýtar-
legri, en í henni kemur fram svo
heilbrigð og jákvæð lífsskoðun,
að henni þyrftu sem flestir að
kynnast. Ég get ekki stillt mig
um að tilfæra endi greinar þess-
arar, því ég held að þar takist
bezt upp í allri bókinni:
„Ég þrái land hins eilífa kær-
leika, friðar og fullkomnunar eins
og hestur á stroki, sem stefnir
hiklaust dag og nótt yfir heiðar
og öræfi. í huga hans er aðeins
ein mynd, átthagarnir, og hann
gefur sér varla tíma til að grípa
niður. Vilji einhver hondla hann,
tekur hann til hlaups í stórum
boga, og fyrir hugskotssjónum
hans Ijómar ennþá greinilegar
takmarkið, er hann keppir að.
Eins og strokhestur á leið til
átthaganna, ó Guð, leitar sál mín
þín.
Inquietum est cor nostrum,
donec requiescat in te“. (En það
er útlagt: Órólegt er hjarta vort,
unz það hvílist í þér).
Raiutt lauf í mosa.
Eftir Elínu Eiríksdóttur frá
Ökrum.
Forlag höfundar.
ELÍN Eiríksdóttir hefur áður
kvatt sér með heiðri hljóðs á
skáldaþingi. Ljóð hennar eru,
enn sem komið er, ekki stórbrot-
in, en hún á sinn eiginn tón og
syngur með sínu lagi, einföld en
ósjaldan tófrandi smáljóð, sem
lifa í minni manns líkt og horf-
in angan. Hver vildi t.d. ekki
hafa gert þetta ljóð:
„Þú leitar blárra skugga
í köldu ljósi mánans.
Á hvítum hallarmúrum
þú leitar að hring með hvítri
perlu,
sem hönd þín bar fyrir mörgum
öldum.
Undir þessum hallarrústum
hvíldu í friði með þinn
perluhring.
Framh. á bls. 13.