Morgunblaðið - 17.04.1959, Page 11

Morgunblaðið - 17.04.1959, Page 11
Föstudagur 17. apríl 195° MORCVTSBLAÐIÐ 11 Atvinnuöryggi og næg vinna er alþjóðarnauðsyn MÁLFUND AFÉLAGIÐ ÓSinn hélt fjölmennan félagsfund í Sjálfstæðishúsinu þriðjudaginn 7. þ. m. Á fundinum flutti Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, ræðu þar sem hann ræddi ýmis brýn- ustu hagsmuna- og nauðsynjamál verkalýðsstéttarinnar. Var gerð- ur mjög góður rómur að ræðu borgarstjóra. — Þá hófust frjálsar umræður og tóku eftirtaldir menn til máls: Guðjón Hansson, Egill Hjörvar, Guðmundur Nikulásson, Guðni Árnason, Halldór Briem, Ólafur Vigfússon og Jóhann Sig- urðsson. Fundurinn var hinn ánægjulegasti og kom glöggt fram í ræðum manna vaxandi áhugi og baráttuhugur fyrir málefnum fé- lagsins og launþcga almennt. Hér fer á eftir útdráttur úr ræðu borgarstjóra: SKÖMMU fyrir bæjarstjórnar- kosningar síðustu var ég hér á fundi seinast. Á því rúma ári, sem síðan er liðið, hafa orðið mikil tíðindi og merkileg á stjórn málasviðinu. Fyrst má þar nefna hinn stór- kostlega sigur, er Sjálfstæðis- menn unnu í kosningunum, er fram fóru í janúar 1958, þar sem flokkurinn fékk samtals rúman helming atkvæða, og þar með hreinan meirihluta sums staðar, þar sem flokkurinn hafði ekki haft slíkt. Mesti sigurinn varð þó í Reykjavík, þar sem við hlutum nær 57% allra atkvæða og 10 bæjarfulltrúa af 15. Þessi stórsigur Sjálfstæðis- manna hefur vafalaust haft mikil og varanleg áhrif á stjórnmála- lífið og stjórnmálaþróunina í landinu. í öðru lagi vil ég nefna fall vinstri stjórnarinnar svonefndu. Aldrei mun á fslandi ríkisstjórn hafa hrökklazt frá við jafnlítinn orðstír. Að vissu leyti má segja, að þessi óheillastjórn hafi fallið of snemma þ. e. meira en hálfu árfi fyrir kosningar. Sú hætta er alltaf á, að kjósendur gleymi of snemma. Frammistaða þessarar stjórnar var þó slík, að ástæða er til að ætla, að íslenzkir kjós- endur muni og dragi af henni þá lærdóma, sem vert er. Ekki tel ég ástæðu hér til að rekja ýtarlega, hvaða möguieikar voru til stjórnarmyndunar eftir að vinstri stjórnin féll. Ég.tel, að eftir því, sem málin stóðu. hafi sú lausn verið æskilegust, sem valin var, að Alþýðuflokkurinn myndaði sína stjórn, er Sjálf- stæðisflokkurinn hét að verja vantrausti. Þessi þróun er á eng- an hátt óeðlileg. Um alllangt skeið hefur þróazt í verkalýðs- samtökunum samstarf lýðræðis- sinna, þ. e. Sjálfstæðis- og Al- þýðuflokksmanna, samstarf er borið hefur undraverðan árangur í því að sigrast á kommúnstum. Þetta samstarf hefur í megin- atriðum blessazt vel. Sú er skoð- un mín, að Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokksmenn í verkalýðsfé- lögunum eigi að halda áfram þessu samstarfi. f bæjarstjórn Reykjavíkur var einnig hafið samstarf í ýmsum greinum milli þessara flokka eftir síðustu bæj- ar st j ór narkosningar. Ekki hefur verið samið við Al- þýðuflokkinn um allsherjar- stjórnarsamstarf, heldur um tvö mál, annars vegar kjördæma- málið og hins vegar bráðabirgða- lausn á dýrtíðarmálunum. Með- an reynt er að leysa þessi tvö mál, mun Sjálfstæðisflokkurinn verja stjórnina falli. Deilt um kjördæmaskipun. Réttlát kjördæmaskipun er hyringarsteinn lýðræðisins. Rétt- lát kjördæmaskipun hlýtur að byggjast á því að allir menn hafi jafnan kosningarétt í hvaða flokki, sem þeir eru, og hvar sem þeir búa í landinu. Sú kjördæmaskipun, sem við búum nú við, felur í tvenns konar ranglæti. * Annars vegar er hið flokks- lega ranglæti, þ. e. að flokkarn- ir fái ekki þingsæti í rétttátu hlutfalli við kjósendatölu sína. Hitt er hið staðarlega ranglæti, að kjósendur hafi mjög misjafn- an kosningarétt eftir því í hvaða kjördæmi þeir búa. Þetta má skýra með dæmi. Við síðustu kosningar stada á bak við hvern Framsáknarþingmann 760 kjósendur, en á bak við hvern Sjálfstæðisþingmann 1843 kjós- endur. Með öðrum orðum: hver einasti Framsknarmaður í land- inu, hvar sem hann býr, hann hefur meira en tvöfaldan rétt til áhrifa á Alþingi, en hver kjós- andi Sjálfstæðisflokksins. Al- þýðubandalagið fær tæp 16 þús. atkvæði seinast og 8 þingmenn. Framsóknarflokkurinn fær tæp 13 þús. atkvæði, 3 þús. færra, en meira en tvisvar sirmum fleiri þingmenn, 17 þingmenn. Þetta er hið flokkslega rang- læti, og ég vil sérstaklega taka það fram, að sennilegt má nú telja, að það verði afnumið. Sá háttur yrði þá á, að stjórnmála- flokkarnir fengju þingsæti nokk- urn veginn í réttu hluafalli og samræmi við kjósendafjölda sinn. Þetta er auðvitað ákafiega mik- ilsvert. Hins vegar er svo hið staðarlega ranglæti, sem kemur fram á svo fjölmörgum sviðuin, en bitnar ekki sízt á Reykjavík og ná- grenni. í ljós kemur að Norður- Múlasýla, þar sem eru tæplega 1500 kjósendur, hefur 2 þing- menn, en Gullbringu- og Kjós- arsýsla með 7500 kjósendur hefur 1 þingmann. Þótt breyting verði á þessum málum. verður þess varla að vænta, að full réttindi náist. T. d. munu kjósendur utan Reykja- víkur hafa í flestum tilfellum tvöfaldan atkvæðisrétt á móts við Reykvíkinga. Frá sjónarmiði okkar Reykvík- inga er þetta engan veginn æski- legt, en ætla má þó, að það skref, sem nú á að stíga, verði í þá átt að rétta töluvert hlut Reykvíkinga. Það er álit manna víða, að Reyk víkingar hafi á marga lund miklu betri aðstöðu til áhrifa á Alþingi, stjórn, ráð, nefnir, banka o. s. fv. Af þeirri ástæðu sé rétt- látt, að atkvæðin úti á landi vegi eitthvað þyngra. Ég viðurkenni ekki réttlæti þessa sjónarmiðs. Ég tel, að lýðræðið krefjist þess, að hver íslendingur hafi jafnan at- kvæðisrétt á við annan hvar sem hann er búsettur. f sambandi við lausn kiördæma málsins hafa ýmsir verið hlynnt- ir einmenningskjördæmum, þ.e.a. s. að skipta öllu landinu í ein- menningskjördæmi, og m. a. þá Reykjavík í 12—15 einmennings- kjördæmi. Ég hef verið andvígur þeirri leið m. a. vegna þess, að mikil hætta er á, að flokkur, sem er í minni hluta með þjóðinni, gæti fengið hreinan meirihluta á Alþingi. Það stafar m. a .af því, að aldrei er hægt að skipta niður í einmenningskjördæmi þannig að jafn fjölmennt sé í þeim öllum. Þetta verður auðvitað að mark- ast nokkuð eftir sýslum og hér- uðum. Ógerningur er að fara að skipta þannig niður, að ekki að eins sýslur, heldur jafnvel hrepp- ar, séu bútaðir sundur til að fá jafna fólkstölu. Jafnframt því, sem misjafnlega er fjölmennt í Gunnar Thoroddsen kjördæmunum, skapast alltaf hætta á því, að einn flokkur, eins og Framsóknarflokkurinn undan farna áratugi, nái aðallega undir sig fámennustu kjördæmunum og fái þannig miklu fleiri þingmenn á Alþingi en kjósendatala hans segir til um. Auk þess eru marg- ar aðrar hættur í sambandi við einmenningskjördæmin, sem ekki verað raktar að sinni. (Að þessu búnu vék ræðumað- ur nokkuð að undirbúningi kjör- dæmamálsins og horfum með það, en mælti síðan:) Efnahagsmálin. Hitt atriðið, sem samið var um, voru bráðabirgðaráðstafanir í sambandi við efnahagsmálin, fyrst og fremst um stöðvun vísi- tölu og dýrtíðar í bili. Ekki þarf að rekja hér hörmungarferil vinstri stjórnai'innar í þeim efn- um, hversu hún brást öllum sín- um fyrirheitum um varanlega lausn efnahagsmálanna. Með sam starfi þessara tveggja flokka, Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks, tókst að, gera merkilega aðgerð í efnahagsmálunum, það er með stöðvun vísitölunnar og lækkun hennar. í bessu sambandi er rétt að geta þess, að þó að 5% lækkun á ýmsu verðlagi væri eðlileg. var hún ekki eðlileg né sanngjörn alls staðar sbr. grein- argerð, er Jónas Haralz flutti um málið. Þetta veltur á því, hvað launagreiðslur er mikill þáttur í verðlagi, og hvenær gildandi verðlag var ákveðið. Ekki er eðli- legt, að þjónusta, sem verð var ákveðið á, þegar vísitalan var 183, lækkaði jafnmikið eins og taxti eða þjónusta, sem voru miðuð við vísitöluna 202. Hjá Reykjavíkurbæ var þetta mál athugað mjög gaumgæfilega. Þá kom t. d. í ljós, að rafmagns- verðið átti ekki að lækka nema um 3%. Sú er meginorsökin, að í desember sl. fengu allir fastir starfsmenn Rafmagnsveitunnar ýmist 6 eða 9% grunnkaups- hækkun. Slíkt þurfti rafmagns- veitan að sjálfsögðu að fá greitt. Samt ákvað bæjarstjórnin að lækka rafmagnið um 6%. Þrátt fyrir það, að strætisvagnafargjöld ættu ekki að lækka eftir niður- greiðslulögunum nema um 2— 3%, var samt ákveðið að lækka þau um 5—6%. Ef frekari lækkun hefði verið ákveðin á þjónustu og verðlagi bæjarfyrirtækja, hefði einungis af því leitt greiðsluhalla. En það er hins vegar meginsjónarmi/ okkar Sjálfstæðismanna um bæj - arfyirtækin að reyna að láta þau bera sig, þannig að þjónustan sé seld við sannvirði. En ef þjón ustan er seld r ’’r raunverulegu vp' i. d. rafinagn eða strætis- «agnafargjöld, leiðir það aðeins til þess, að fyrirtækin eru rekin með halla, sem greiðast verður af almennum útsvörum. Þá vildi ég nefna það, sem skiptir meginmáli.Það er að stilla útgjöldunum í hóf og reyna að færa þau niður, þannig að tryggt sé, að útsvarsstiginn á þessu ári geti lækkað frá því, sem hann var í fyrra. Ekki er hægt að full- yrða, hversu mikið hann lækkar, fyrr en búið er að vinna úr fram tölum og niðurjöfnunarnefnd bú- in að fá nokkurt yfirlit um fram- taldar tekjur, en þó má telja víst, að útsvarsstiginn muni alltaf lækka um 5%. Það eru því gersamlega stað- lausir stafir, þegar ráðizt er á bæjarstjórn Reykjavíkur fyrir það, að hún hafi svikizt um að lækka eins og niðurfærslulögin gáfu tilefni til. Þvert á móti, hún hefur í mörgum tilfellum lækk- að miklu meira, heldur en þau leiddu af sér. í þessu sambandi vil ég þó geta þess, að framlög til gatuagerðar og holræsagerðar voru ekki lækk uð frá i fyrra heldur hækkuð. Og Úr ræðu Gunnars Thoroddsens borgarstjóra d Öðinsfundi það er gert af tveimur ástæðum. Hér er í fyrsta lagi um svo mikið atvinnumál að ræða, að við töld- um ekki koma til mála að skera þessi útgjöld niður. f öðru lagi vegna þess, hve lóðaeftirspurnin er mikil og hversu langt er frá því enn, að hægt sé að verða við öllum lóðarumsóknum. Þess vegna voru framlög til gatna og holræsa núna ákveðin 37 millj. króna samtals í staðinn fyrir 30 millj. á síðasta ári. Ljóst er, að sú tilraun til stöðv- unar verðbólgu, sem gerð hefur verið, er engin frambúðarlausn, en að slíku verður auðvitað að vinna og gera nauðsynlegar ráð- stafanir, þó þær kunni að skapa nokkra örðugleika, sérsauka og óvinsældir í bili. Kommúnistar kæra sig hins vegar ekki um stöðvun eða jafn vægi í efnahagsmálum, enda er eðli kommúnista og starfshættir þeirra einmitt að trufla atvinnu- lífið, að búa þar.nig að atvinnu- vegunum, að þeir séu sem allra háðastir opinberum styrkjum og vilja ríkisvaldsins, Alþingis og stjórnar, og fyrst og fremst að hafa óróleika í efnahagsmálUnum og á vinnumarkaðinum. Þetta hefur alltaf verið og er, og mun verða allsstaðar stefna og vinnu brögð kommúnistanna, þar sem þeir hafa ekki náð að læsa sínum einræðisklóm. Þótt þau mál, sem ég hef nú þegar rætt, skipti höfuðmáli vil ég þó nefna nokkur mál önnur, sem hljóta að snerta hvern mann. Fyrst skal ég nefna húsnæði og heimili. Það yrði langt mál að rekja, hvað Sjálfstæðismenn á Al- þingi, í ríiksstjórn og í bæjar- stjórn hafa gert í þeim málum. Ég rifja hér aðeins upp eitt, vegna þess að það mál á einmitt upp ’.ök sín í Óðni, og það var frum- /arpið um skattfrelsi eigin vinnu /ið að byggja íbúðir, en það mál láru Sjáifstæðismenn fram til igurs. Áður hafði það vcrið lannig, að þegar menn hofðu agt nótt við dag, unnið baki brotnu með skylduliði sinu. til þess að koma upp yfir sig íbúð, þá urðu skattarnir slíkir, að menn urðu jafnvel að ganga frá sinum íbúðum, þegar þeir voru farnir að líta vonaraugum til þess að geta flutt þangað inn með sína fjölskyldu. Menn gera sér kannski ekki nægilega mikla grein fyrir því stundum, hversu gífurlega þýð- ingu þetta mál, skattfrelsi eigin vinnu við íbúðir, hefur haft á öll byggingarmál þjóðarinnar. Ef þau lög hefðu ekki verið sam- þykkt, þá hefði tæplega verið hægt að reisa BústaðahverCið, eins og það var gert, né raðhúsin. Smá íbúðahverfið hefði ekki risið upp, nema að litlu leyti. Og þannig mætti lengi telja, vegna þess að einmitt þetta gífurlega átak lands manna í íbúðarmálum undanfar- inn áratug hefur byggzt á þessu, hvað menn hafa unnið mikið við þetta sjálfir, að Reykjavíkurbær tók upp þá nýju aðferð að steypa upp húsin, gera þau fokheld, og gefa mönnum þá kost á að taka við þeim, en það var byrjunin með Bústaðahverfið. Og ég full- yrði, að hefðu þessi skattfrelsis- lög ekki verið samþykkt, þá væii hundruðum, svo að vægt sé til orða tekið, hundruðum íbúða færra nú í Reykjavík en er. Bæjarstjórnin og verkamennirnir. Fyrir alla landsmenn skipta at- vinnumálin miklu, og það er hin mesta nauðsyn, ekki sízt verka- manna, að vinnan sé næg og at- vinnuöryggi sé. Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Reykjavíkur hafa á marga lund búið betur að sín- um verkamönnum en t. d. ríkið hefur gert. Eitt er það, að Reykja víkurbær hefur á undanförnum árum gefið allmörgum verka- mönnum og bifreiðastjórum kost á að verða fastir starfsmenn bæj arins, sem þýðir það, að þeir njóta sama öryggis um atvinnu sína eins og aðrir opinberir starfsmenn ríkis og bæjar, m. a. um eftir- launarétt o. s. frv. Um eða yfir 200 verkamenn og bifreiðastjórar munu vera fastir starfsmenn hjá Reykjavíkurbæ. Ég veit ekki til þess, að um slíkt sé að ræða hjá ríkinu, og maður verður þess aldrei var á þessum 2 Vz árs valda ferli vinstri stjórnarinnar svo kölluðu, stjórnar hinna vinn- andi stétta, að hún beitti sér fyr- ir því að skapa þetta öryggi hjá verkamönnum, sem Reykjavíkur bær hefur gert. Þá má og geta þess, að þó að fastir starfsmenn hafi yfirleitt sömu launakjör hjá ríki og bæ. þá veitir Reykjavíkurbær launa uppbót sem svarar einum launa- flokki eftir 10 ára þjónustu, sem ríkið gerir ekki. En þetta þýðir að eftir 10 ára þjónustu þá fá menn sem svarar 8 Vz % launa- hækkun. í þriðja lagi mætti svo nefna það, að nauðsyn er á því að auka scm allra mest öryggi á vinnu- stöðum og allan aðbúnað. Á sl. ári samþykkti bæjarstjr nin að ráða sérstakan félagsmálafulltrúa til bæjarins, sem á að hafa mörg þýðingarmikil verkefni. Eitt er það að fylgja’st með og gæta að | aobúnaði á vinnustöðum og gera tillögur um það, sem til bóta má verða í þeim efnum. Svo er til ætlazt, að verkamenn og aðrir starfsmenn, sem telja að netur mætti fara um aðbúnað á v.innu- stöðvum, snúi sér til hans og komi þessum málum á framfæri. Málefni öryrkja. f sambandi við þetta má nefna þýðingarmikið mál. Það er mál- efni öryrkja. Nú er talið, að hátt á annað þúsund öryrkja séru hér á landi. Þetta stafar ýmist af margvíslegum sjúkdómum eða j slysum eða óhöppum. Þessi mál | hafa verið rædd mjög á Alþingi \ Framh. ú bls. 12 J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.