Morgunblaðið - 17.04.1959, Page 13
Föstudagur 17. apríl 1959
MORGUN BLAÐIÐ
13
HugleiÖingar ★
um listamannalaun
Ólafía K. Hansdóttir
★
ÞAÐ er ef til vill að bera í bakka
fullan lækinn að birta þennan
greinarstúf, en í landinu er enn-
þá hugsana og prentfrelsi, svo ég
læt skeika að sköpuðu.
Hver sá sem leggur út á hina
hálu braut listarinnar, þarf að
gera sér það ljóst þegar í upphafi,
að framundan bíður ekki ein-
göngu frami, heldur þrotlaust
erfiði, löng og ströng barátta. Hér
á ég ekki við þá fáu listamenn
sem alltaf fæðast með öllum þjóð
um — og verða aðeins að taka
undir með Martin Luther, og
segja: „Hér stend ég, ég get ekki
annað, guð hjálpi mér. Amen“, —
heldur megin þorra þeirra, sem
eiga það hlutskipti að velja og
hafna.
Afstaða hvers listamanns ætti
að vera þessi: Hvað get ég gert
fyrir landið — ekki — hvað get-
ur landið gert fyrir mig. Um
fórn verður ávallt að ræða þar
sem listsköpun er annars vegar.
Hún krefst alls.
Það er sannfæring mín, að ytri
erfiðleikar, barátta, sé listamann
inum holl, því hún vegur upp á
móti hinni innri — þöglu baráttu,
sem allir listamenn heyja, í ein-
rúmi og myrkri — skapar jafn-
vægi. En baslið má ekki verða
hlutaðeiganda um megn — og
það verður það ekki, ef sá hinn
sami hefur fulla heilsu til starfa.
Sé svo ekki, þarf að rétta hjálp-
arhönd.
Allar listgreinir krefjast undir-
búningsmenntunar — og það er
lífsnauðsyn að veita hverjum list
nemanda, strax að afloknu námi,
öll þau skilyrði til starfa, sem
hann þarfnast, meðan áhugi og
þrek er ferskt og heilt. Annars
gæti komist kal að viðkvæmum
gróðri — og við því má enginn
— hvorki listamannsefnið né
þjóðin í heild.
Komi ótvíræð listgáfa í Ijós,
hjá ungum manni eða konu, t.d.
við listnám eða í frumsmíð
skálds, þarf áð tryggja viðkom-
anda öruggar tekjur til lífsfram-
dráttar, af ríkisfé, svo hann geti
heill og óskiptur helgað sig sköp-
unarverkum sínum. Hér ber land
ið ábyrgð þegna sinna.
Höfuðskilyrði fyrir því að lista-
maður hljóti fé af fjárlögum rík-
isins, ætti að vera það, að hann
hafi sýnt það og sannað, að hann
sé starfandi listamaður, sem
auðgi landið andlegri menning.
Vitanlega er hér erfitt um að
dæma, því viðhorf til lista eru
jafn misjöfn og mennirnir eru
margir. Þann mælikvarða einan,
þekki ég, sem gildan má taka
fyrir sönnu listmati, að þjóðin,
fólkið í landinu, hafi hrifizt af
listaverkunum — að þau hafr
gengið þvi til hjarta — lyft hug-
anura — vermt sálina. Oft hefur
heyrzt að listamenn séu á undan
sinni samtíð — að samtíðin skilji
aldrei listamenn sína. Ég held
að þegar slíkt kemur fyrir, sé um
að kenna fámennum hópi manna
sem gerast dómarar um það sem
þeir ekki skilja og rugla þar með
og veikja dómgreind fólksins.
Einnig er það alþekkt að þannig
hópur þegi listamanninn og verk
hans í hel. Ef þjóðinni er veitt
tækifæri til að þekkja listaverk
samtíðarinnar — umgangast þau
sem helgidóm — er mölur og ryð
fær ei grandað — verður hún ör-
ugglega fær um að skilja hismi
frá kjarna — skynja andardrátt
þess lífs er þar bærist.
„Þá nær til jarðar himnaelds-
ins ylur, ef andinn finnur til og
hjartað skilur", segir Einar
Benediktsson í kvæði sínu: „Stak
ur strengur“.
Nú er það svo að listgreinir eru
misjafnlega arðvænar.
Myndhöggvarar, tónskáld og
konsertpíanóleikarar virðast mér
standa verst að vígi. Hinir tveir
fyrstnefndu, eru oft árum saman
að skapa eitt listaverk, og hér á
landi er ekki sölumarkaður fyrir
slík verk, að ráði. Píanókonsert-
leikari þarf að æfa sig marga
tíma daglega, ekkert má fyrir
hendur hans koma, hann hefur
ekki möguleika á að leika með
hljómsveit né halda sjálfstæða
tónleika, nema einu sinni eða
tvisvar á ári. Skari þessir lista-
menn framúr, ber að veita þeim
eðlileg mánaðarlaun af ríkisfé.
Aðrir tónlistarmenn, nema ef
um afburða fiðlu eða celloleik-
ara sé að ræða, ættu að vera á
föstum launum sem meðlimir Sin
fóníuhljómsveitarinnar og stunda
venjuleg kennarastörf, í hinum
ýmsu greinum sem þeir hafa hlot
ið menntun til.
Leikarar, hinir beztu, hvort
heldur þeir eru ungir eða gamlir,
eiga að vera á föstum launum hjá
Þjóðleikhúsi og Borgarleikhúsi,
þegar þar að kemur. Minni spá-
mennirnir verða að sætta sig við
að vera á öðrum samningum, en
allir þurfa að fá tækifæri til
starfa — svo þeir geti sýnt hvað
í þeim býr.
Um einsöngvara gildir hið sama.
Hinir beztu eiga að vera á föstum
launum við starfandi Óperu inn-
an Þjóðleikhússins. Það virðist
óverjandi með öllu, að ennþá, eft-
ir að Þjóðleikhúsið hefur starfað
í nær því tíu ár, og reynslan sýnt
það og sannað, að söngleikir hafa
verið lang bezt sóttir allra sýn-
inga leikhússins, skuli tillaga um
Óperu mæta þar andstöðu, og
þjóðin þurfa að horfa á æ fleiri
söngvara • hrökklast burt frá
heimalandinu, þar sem þó er
brýn þörf fyrir þá.
Listmálurum þarf að veita skil-
yrði til starfa — t.d. með þvi, að
land og bær leggi saman og byggi
stóran Sýningarskála, með björt-
um, hlýjum vinnustofum á efri
hæð, sem listamennirnir fengju
til afnota eftir þörfum. í salnum
gætu þeir sýnt og selt sínar and-
legu afurðir, ef svo má að orði
komast. Sem greiðslu til ríkis og
bæjar, fyrir leigu, myndu þeir
lóta af hendi eitt gott málverk,
— Bókaþáttur
Framhald af bls. 6.
Frðilausa sál! Láttu vængi
vindanna
bera þig yfir djúpin.
Gleymdu þinni hvítu álfaborg
sem liggur grafin undir rótum
bleikrá skóga“.
„Þrjár rósir“ er fallegur skáld-
skapur, „Haustlauf“ snoturt,
„Draumurinn“ skrítið kvæði:
„Svartvængjaður varstu,
víðförull.
Einnig í bláum kufli komstu
hvítur fyrir hærum“.
„Mánaljós" er laglegt en „Nótt
in og vindurinn" sýnir meiri til-
þrif: „Rætur trjánna hlusta niðri
í moldinni á draum jarðar“,
„Myndir í mosa“, „Gamla bréfið“
og „Konan við gluggann" eru
einnig virðingarverð og „Sorg“ á
sér töfra. En eirma bezt þykir
mér „Sólblik“:
„Þú varst sem sólblik
er hvarf mér út í geiminn.
Augu þín brosa ennþá inn
í hugskot mitt blíð og djúp,
botnlaust dýpi af bláum sjó.
Heitar bárur við hvíta sanda.
Golan mjúk hlý lék sér að
ljósbjörtum lokkum þínum.
Mynd þín er sem vorblár skuggi
í grænum skógi.
Því skal svo ekki leynt, að
þarna eru allmörg kvæði, sem
lítið gefa lesandanum í aðra
hönd, en ekki nenni ég að tina
upp galla þeirra, þeir eru flestir
svo augljósir, að þess þarf ekki
með.
árlega. Listaverk verða aldrei
metin til fjár.
Skáldin okkar hafa að ýmsu
leyti betri aðstöðu en aðrir lista-
menn. Þau yrkja alls staðar og
hvergi. Beri þau á sér blýant og
blað, er þeim að mestu borgið.
Þó þurfa þau vitanlega tíma og
næði til útfærslu ' hugmynda
sinna. Það þarf að greiða götu
skálda og rithöfunda á þann hátt,
að þeim sé gert auðvelt að fá gef-
in út verk sín — og sé borgað vel
fyrir góð handrit. Um ölmusu er
aldrei að ræða, þegar listaverk
eru framboðin. Sé stórskáld á
ferð — og stórskáld leynist aldrei
— ber að veita því mánaðarlaun
af ríkisfé.
Yfirleitt finnst mér að eigi að
greiða götu listamanna eftir
megni — og það hafa einstakling
ar ætíð gert, og gera enn — í
kyrrþey.
Ýmsir opinberir aðilar gætu tek
ið upp merki þeirra, t.d. flugfé-
lög og skipafélög, sem ættu að
gefa listamönnum kost á að sækja
um ókeypis farmiða til útlanda,
sé erindi þeirra í beinu sambandi
við liststörf, hvort heldur er til
aukinnar þekkingar eða út-
breiðslu listarinnar. Listamenn
þurfa oftar að ferðast um heim-
inn en flestir aðrir, og of oft eru
það hinar dýru ferðir til og frá
landinu, sem allt strandar á.
Fyrir dyrum stendur bygging
Listasafns ríkisins. Mér er ó-
kunnugt um tilhögun þeirrar
byggingar, en ég tel það nauð-
synlegt og æskilegt á allan máta,
að einn salur verði þar ætlaður
tónlistarflutningi, þar sem flytja
mætti hvern sunnudag, t.d. kamm
ermúsik, fiðlu, cello og píanó
sóló, — þar sem einsöngvarar
fengju sín tækifæri, leikarar
gætu lesið upp, skáld og rithöf-
undar flutt verk sín. Mjög væri
það örvandi að hinir ýmsu list-
greinir ættu skjól undir sama
þaki, í fögru umhverfi — og
uppbyggjandi æsku landsins —
arftaka andlegrar menningar
þjóðarinnar.
Ég er komin út fyrir það sem
ég ætlaði mér í upphafi að ræða,
listamannalaun, og bið á því vel-
virðingar. Á öllum málum eru
ótal hliðar.
Að lokum þetta: landið má ekki
ala heilan hóp manna á lista-
mannalaunum, sem viðhalda að-
eins meðalmennskunni. Hún er,
því miður, nóg fyrir.
Steingerður Guðmundsdóttir.
— Utan úr heimi
Framh. af bls. 10
hækkaði stöðugt í tign, og þegar
stríðinu lauk bar hann ofursta-
nafnbót. — Skömmu eftir stríðs-
lokin kvæntist hann, en eftir að-
eins fjögurra ára hjónaband lézt
konan af slysförum. Þau áttu
saman tvo syni.
★
Þegar hér var komið, var Niv-
en farinn að líta lífið alvarlegum
augum. Nafn hans var horfið úr
slúðursögum blaðanna, og hann
sást mjög sjaldan í næturklúbb-
unum. — Nokkru eftir lát konu
sinnar hitti Niven unga og fallega
sænska sýningarstúlku, Hjördísi
Genberg-Tersmeden, sem þá var
nýskilin við mann sinn. — Hann
varð þegar í stað yfir sig ástfang-
inn, en stúlkan var þreytt og
taugaspennt eftir skilnaðarmálið
og virtist ekki hrífast sérstaklega
af hinum myndarlega, skozka
leikara í fyrstu. En tíu daga „um
sátur“ var 'nóg — virkið féll. Og
sagt er, að hjónaband þeirra sé
stöðugt eitt af þeim fáu ham-
ingjusömu, sem saga Hollywood-
borgar kann frá að greina. —
Þau lifa. kyrrlátu lífi og umgang
ast fámennan, náinn vinahóp.
Spjátrungurinn og drabbarinn
er orðinn ráðsettur, miðaldra
maður, fyrirmyndar-heimilisfað-
ir og — bezti leikari ársins. . . .
Sigurður Ölason
Hæslaréltarlögma9ur
Þorvaldur Lúðvíksson
Hcraðsdómslögnmður
Málflutningsskrifstofa
Austurstræti 14. Sínti 1-55-35
Minningarorð
Það finnst víst fáum,aðstórtskarð
verði fyrir skildi, þó gömul kona
kveðji þennan heim, kona, sem
lifði og starfaði langa ævi í kyrr-
þey, og gerði ekki kröfur til ann-
ars en eyða orku sinni í annarra
þágu, en ef til vill einmitt vegna
þess skilur hún eftir, í hugum
okkar, sem eftir lifum og þekkt-
um hana bezt, það skarð, sem
seint verður fyllt.
Ólafía Katrín Hansdóttir, en
svo hét hún fullu nafni, var fædd
að Gautastöðum í Hörðudals-
hreppi í Dalasýslu, 17. apríl 1874.
Foreldrar hennar voru Hans Ólafs
son, ættaður úr Húnavatnssýslu
og Guðrún Sigurðardóttir, frá
Hofsstöðum í Stafholtstungum.
Stóðu að Ólafíu traustar ættir, en
. eigi mun hirt um að rekja ættir
hennar nánar hér.
Ólafía ólst upp í föðurgarði
til fullorðinsára, varð snemma
bráðger til flestra hluta, og svo
afkastamikil til allrar vinnu að af
bar. Hún var höfðingi ásýndum
og höfðingleg í raun, enda var
alla tíð gestkvæmt mjög á heim-
ili hennar og manns hennar, og
þó sérstaklega eftir aðþaufluttust
til Reykjavikur, en í Reykjavik
var heimili hennar í rösk þrjátíu
ár, síðast í Garðastræti 4, þar sem
hún bjó með dóttur sinni. Man
ég það frá bernsku minni, er sveit
ungar mínir fóru til Reykjavík-
ur, og sögðu, er heim kom, frá
ánægjulegum kvöldstundum á
heimili þeirra Ólafíu- og Krist-
jáns, því þar þótti alltaf sjálf-
sagt að koma, enda gestrisni og
hjartahlýja þeirra hjóna nægilega
mikil til þess, að gestinum fynd-
ist hann sem heima. Get ég full-
yrt, áð margur Dalamaður, sér-
staklega Hörðdælingar, hafi
fundið þar sitt annað heimili.
Þann 29. júní 1895 giftist Ólafía
Kristjáni Guðmundssyni frá
Dunki í Hörðudal og hófu þau
þar búskap, síðar fluttu þau að
Selárdal, en lengst bjuggu þau
að Hamri í sömu sveit. Þau eign-
uðust fimm börn, sem öll komust
til fullorðinsára og urðu hið mann
vænlegasta fólk, en þau voru:
Hans Ágúst, bóndi að Ketils-
stöðum, Hörðudal, nú látinn.
GuðmUndur, myndskeri og bóndi
að Hörðubóli, Miðdölum. Kristín,
iðnkona í Reykjavík. Snorri,
starfsmaður hjá heildv. Eggerts
Kristjánssonar. Kristján, húsa-
smíðameistari, Reykjavík, nú lát-
inn.
Á þessum árum virtist fram-
tíðin blasa við þeim hjónum,
óvenju björt. Bæði voru þau kapp
söm við alla vinnu, og þó ómegð
væri nokkur, var afkoman góð.
En stormar lífsins mæddu
snemma á þeim, og kom sér þá,
að Ólafía var mikil þrekkona, sem
aldrei æðraðist á hverju sem
gekk. Er börnin voru enn í
bernsku missti Kristján heilsuna,
lá hann þá oft langar og þungar
legur. Máttu þau þá bregða búi
og koma nokkru af börnum sín-
um í fóstur annars staðar. Það
var henni þó raunabót, að sjá
börn sín heima og heiman vaxa
upp sem dugandi fólk. Sjálfsagt
hefur henni ekki ævinlega liðið
vel á þessum stundum, en Guð
ræður, þótt mennirnir áformi og
handleiðslu hans treysti hún alla
ævi. Guð var það eina afl, sem
hún beygði sig fyrir án þess að
kvarta. Lífið gaf frú Ólafíu mik-
ið, en lagði líka mikið á hennar
traustu herðar. Fyrir fjórtán ár-
um fékk hún að sjá á bak elzta
syni sínum á bezta aldri, frá hálfn
uðu lífsstarfi og misseri síðar
fylgdi hún manni sínum til graf-
ar, og enn barði sorgin á dyr
hjá henni fyrir ári síðan, er yngsti
sonur hennar féll frá. Eftir það
átti hún þá eina ósk, að fá að
fylgja þeim ástvinum sínum, sem
á undan voru farnir. Heilsu henn-
ar hrakaði síðastliðið sumar, þó
hún héldi andlegum kröftum
óskertum fram til hinztu stund-
ar. — Hún fór á spítala til rann-
sóknar skömmu fyrir jól, þá kom
í ljós, að enginn bati var vænt-
anlegur. Hún andaðist 9. janúar
síðastliðinn, södd lífdaga, en sátt
við Guð og menn og var jarðar-
för hennar gerð viku síðar að við-
stöddu fjölmenni.
Ég hef stiklað á stóru hér að
framan, að öðru leyti er saga
hennar saga móðurinnar, sem
vinnur sín störf, hljóðlátt og án
annarra launa en þeirra, er starfs
gleðin ein veitir. Þar er ekki
1 spurt um það, hvort unnið er
klukkutímanum lengur eða
skemur, þar er það þörfin, sem
ræður hverju sinni.
Og ennþá er þörf fyrir vinnu-
samar fórnfúsar mæðrahendur,
sem reiðubúnar fórna sér fyrir
komandi kynslóðir og ef til vill
er þörfin aldrei meiri en einmitt
nú á þessum timum tæknilegs
hraða og upplausnar. Því þakka
afkomendur og venzlamenn hinni
látnu heiðurskonu fyrir samferð-
ina, fyrir allar ánægjulegar stund
ir, fyrir allt það, sem hún hefur
lagt þeim til liðs, og óska henni
blessunar Guðs handan landamær
anna lífs og dauða.
E. Á.
Tvö lömb lieimlust
af fjalli
VALDASTÖÐUM, 15. apríl. Fyr-
ir 2 dögum, fundust 2 lamb-
gimbrar, sem gengið hafa úti í all
an vetur. Fundust þau á svonefnd
um Meðalfellsdal, sem skerst
norður úr Esjunni. Eigandi lamb-
anna telur þau vera í góðú standi.
Eigandi þeirra er Oddur bóndi í
Eilífsdal. Varð hann fyrst lamb-
anna var rétt fyrir páskana, en
gat þá ekki komið þeim heim
vegna styggðar. Telur hann líkur
fyrir því, að lömbin hafi braggazt
um miðjan veturinn. Aldrei hafði
þeirra orðið vart á s. 1. hausti.
— St. G.
Málfundafélag jafnaðarmanna
hefir opnað skrifstofu í Mjóstræti 3,
Opið kl. 15—18 daglega, sími 2-36-47.
Skrifstofu-
eða iðnaðarhúsnæði
140 ferm. að flatarmáli í nýlegu húsi rétt við höfnina
til leigu nú þegar. Húsnæðið er á 3. hæð, ósundurhólfað,
með svölum og góðu útsýni yfir höfnina.
STEINN JÓNSSON, HDL.,
Kirkjuhvoli — Símar 19090 — 14951.
lögfræðiskrifstofa — fasteignasala.