Morgunblaðið - 29.04.1959, Síða 1

Morgunblaðið - 29.04.1959, Síða 1
20 siður 46. árgangur 95. tbl. — Miðvikudagur 29. apríl 1959 Prentsmiðja Mor runblaSsiM íslendingar knýja sig láta ekki Breta til undanhalds í landhelgismálinu Utanrikismálanefnd flytur báltill. um landhelgismálið f GÆR var útbýtt á Alþingi svo hljóðandi tillögu til þingsálykt- unar um landhelgismál. Utanríkismálanefnd flytur til- löguna, sem er á þessa leið: Alþingi ályktar að mótmæla harðlega brotum þeim á íslenzkri fiskveiðilöggjöf, sem brezk stjórn arvöld hafa efnt til með stöðug- um ofbeldisaðgerðum brezkra herskipa innan íslenzkrar fisk- veiðilandhelgi, nú nýlega hvað eftir annað jafnvel innan fjög- urra mílna landhelginnar frá 1952. Þar sem þvílíkar aðgerðir eru augljóslega ætlaðar til að knýja íslendinga til undanhalds, lýsir Alþingi yfir, að það telur ísland eiga ótvíræðan rétt til 12 mílna fiskveiðilandhelgi, að afla beri viðurkenningar á rétti þess til landgrunnsins alls, svo sem stefnt var að með lögunum um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins frá 1948, og að ekki komi til mála minna fisk- veiðilandhelgi en 12 mílur frá grunnlínum umhverfis landið. Greinargerð Utanríkismálanefnd hefur á fundi sínum 27. apríl 1959 ákveð ið að flytja tillögu þá til þings- ályktunar um landhelgismál, sem Norðmenn fá fjarstýrð skeyti WASHINGTON, 28. apríl. — A morgun munu Norðmenn taka við fyrstu fjarstýrðu flugskeyt- unum, sem þeir fá frá Bandaríkj- unum. Er hér um að ræða Nike flugskeyti og allan útbúnað þeim fylgjandi. Skeytin munu form- Iega afhent í Bandaríkjunum, en þar hafa tæplega 200 Norðmenn verið við þjálfun i meðferð flug skeytanna að undanfömu. hér er fram borin. Voru allir nefndarmenn því samþykkir. í utanríkismálanefnd eiga sæti Ólafur Thors, Bjarni Benedikts- son, Gísli Guðmundsson, Stein- grímur Steinþórsson, Emil Jóns- son, Finnbogi R. Valdimarsson og Sveinbjörn Högnason. Mont- kominn Montgomery MOSKVU, 28. apríl. — gomery marskálkur er til Moskvu í þriggja daga einka- heimsókn. Dvelzt hann í brezka sendiherrabústaðnum. Ekkert er vitað annað um tilgang fararinn- ar annað en það, að hann ætlar sér að ræða við rússneska ráða- Kúbumenn gera innrás í Panama PANAMA 28. apríl. — í dag gengu 80 kúbanskir innrásarliðar á land í Panama — og búizt var við að fleiri gengju á land í nótt. Bandaríkjamenn hafa heitið stjórn Panama aðstoð til þess að hrinda innrásarherjunum úr landi — og munu vopn verða send hið bráðasta. Samkvæmt síðustu fregnum hafa innrásarhermennirnir skipzt í tvo hópa — og halda inn í land. Öruggar heimildir eru fyrir því að 300 manna herflokkur gangi á land í nótt og ríkir mikið upp- lausnarástand í landinu. Ráðamenn í Panama staðhæfa, að kommúnistar standi fyrir land göngunni og kenna Castro um. Sendiherra Kúbu í Panama hef- ur hins vegar borið það til baka að stjórn hans standi fyrir innrás inni. Sagði sendiherrann, að gerð ar hefðu verið ítrekaðar tilraun- ir til þess að koma í veg fyrir að hinir herskáu Kúbubúar legðu upp í Panamaförina, en árang- urslaust. Seinni fregnir: Ráð bandalags Ameríkulýð- veldanna samþykkti á fundi sín- Geislavirkt ryk tvöfaldast LONDON, 28. apríl. — Macmillan skýrði svo frá á þingi í dag, að samkvæmt mælingum vísinda- manna hefði geislavirkt ryk auk- izt um helming í Bretlandi síðasta árið. Enda þótt mikil hætta staf- aði af hinu geislavirka ryki, sér- staklega að strontium 90, sem tal- ið er að valdið geti krabbameins- myndun í beinum ungbarna, taldi forsætisráðherrann, að enn sem komið væri mundi engin yfir vofandi hætta vegna geislavirkn- innar. um í dag, að lýðveldin, sem eru 21 að tölu skyldu aðstoða Panamastjórn við að brjóta inn- rásarherinn á bak aftur. Einn af öldungadeildarþingmönnum demokrata krafðist þess í dag, að Eisenhower forseti sendi þeg- ar í stað orrustuþotur til þess að hrekja innrásarmenn á flótta. Út í geiminn eftir 18 mánuði Út í geiminn eftir 18 mánuði?.. 4 AMSTERdam, 28. apríl — Banda- rískur vísindamaður, Andrew G. Haley, lét svo um mælt í dag, að Rússar mundu sennilega skjóta á loft mönnuðu geimfari innan 18 mánaða. Sagði hann Rússa hafa mikla möguleika til þess að vinna kapphlaupið, sem nú er háð milli Bandaríkjamanna og Rússa um það hvor verður á undan að ná þeim merka áfanga. „Ég er sann- færður um að Rússar geta gert þetta innan 18 mán.“. En Banda- ríkjamenn gætu e. t. v. gert það líka. Kvaðst Haley vera þessarar skoðunar eftir viðræður sínar við forseta rússnesku akademíunnar. Bandaríkjamenn væru hins vegar komnir lengra í smíði ýmiss kon- ar mælitækja og nákvæms út- búnaðar í sambandi við geim- ferðir. Tíbetbúar standa allir að uppreisninni segir Nehru NÝJU DHELI og PEKING 28. apríl — Þúsundir Tíbetbúa hafa nú flúið land og leitað hælis í Indlandi, sagði Nheru í indverska þinginu í dag. Hann kvaðst harma mjög stefnu kínverskra kommúnista gagnvart Tíbetbú- um — og vísaði eindregið á bug ásökunum kommúnista um að Indverjar stæðu að baki uppreisn inni í Tíbet. Kvað hann komm- únista hafa sneytt algerlega hjá sannleikanum í málflutningi sín- um. Samkvæmt áreiðanlegum heim ildum mun kínverska kommún- istastjórnin hafa mótmælt form- lega við indversku stjórnina ó- látum við kínverska sendiráðið í Bombay á dögunum. Mikill fjöldi manna safnaðist þar sam- an og gerði hróp að sendiráð- inu og starfsmönnum þess — og mótmælti miskunnarlaust vald- beitingu Kinverja í Tíbet. Köst- uðu Indverjarnir skemmdum tó- mötum að sendiráðinu — og reyndu að hæfa stóra mynd af Mao Tse Tung, sem hékk á út- veggi sendiráðsbyggingarinnar Margir munu hafa hæft í mark. - Nehru harmaði í dag aðförina að sendiráðsbyggingunni — og sagði þar óhlutvanda menn að verki. En hann kvað atburð þennan ekki breyta þeirri staðreynd, að Dalai Lama hefði komið af frjáls um vilja til Indlands og honum væri frjálst að hverfa þaðan hvenær sem hann vildi. Nehru sagði að í Tíbet væri nú víðtæk uppreisn, þjóðerniskenndin hefði náð tökum á Tíbetbúum — og uppreisnin hefði verið gerð af landsmönnum, jafnt æðri stétta sem lægri. Dalai Lama var vel fagnað í Indlandi. Hann ferðaffist um há- fjallalönd og lítt byggð héruð í hart nær mánuð. Fjárlögin greibslu- hallalaus Erlent lán til framkvæmda FRUMVARP til fjárlaga fyrir árið 1959 var tekið til 3. umræðu á fundi sameinaðs Alþingis í gær. Magnús Jónsson, framsögumaður fyrsta minni hluta fjárveitingar- nefndar, tók fyrstur til máls um frv., gerði hann grein fyrir brtt. sem fjvn. flytur við frv. við þessa umræðu og einnig gerði hann grein fyrir tillögum 1. minni hluta nefndarinnar. Magnús Jónsson skýrði svo frá, að við 2. umr. fjárlagafrv. hefði verið gerð grein fyrir því að ýmis erindi biðu afgreiðslu þar til við 3. umr. Jafnframt hefði þess verið getið, að við þá umræðu yrðu lagðar fram tillög- ur til að jafna greiðsluhalla frumvarpsins, svo það yrði af- greitt greiðsluhallalaust. Fjár- veitinganefnd hefði nú haft þessi erindi til athugunar, og hefði einnig gert tillögur til að jafna þann halla, sem á frv. væri eftir 2. umr. Hefði ekki orðið sam- komulag um ráðstafanir til að jafna hallan á frv. og fjvn. klofn að í þrennt um það atriði. Magnús Jónsson skýrði svo frá, að tillögur þær, sem 1. minni hluti fjvn. gerði, stuðluðu allar [ nema ein að því að hækka tekju- | liði frumvarpsins. Sú tillaga, sem stuðlaði að lækkun á tekju- | hlið frv. væri á þá leið að verja Við viljum vera í Kína sagði Panchen Lama undanfama daga, sagði hann, að Kínverjar mundu halda áfram af framlagi á 19. gr. til útflutn- ingssjóðs fé til að koma í veg fyrir verðhækkun erlends áburð- ar vegna efnahagsráðstafanna á sl. ári umfram þá verðhækkun, sem orðið hefur á innlendum áburði. Væri með þessari tillögu komið til móts við þingsályktun- artillögu, sem Ingólfur Jónsson og Jón Sigurðsson hefðu flutt á þessu þingi. Tillögur 1. minni hluta fjvn., sem stuðluðu að hækkun á tekju- hlið frv., væru um hækkun á verðtolli, söluskatti og leyfis- gjaldi. Þé væri lagt til að lækk- að yrði framlag til Iðnskóla í Reykjavík, gjöld útflutningssjóðs yrðu lækkuð, óviss útgjöld lækk- uð og 500 þús. kr. sparnaður yrði vegna breytinga á framkvæmd orlofslaga. Magnús Jónsson sagði þvi næst, að miðað við að þessar til- lögur yrðu samþykktar, og þær tillögur, sem nefndin öll stendur að, yrðu fjárlög greiðsluhalla- laus, eða 100 þús. kr. greiðsluaf- gangur. Þá skýrði Magnús Jónsson svo frá, að 1. minni hluti fjvn. legði til, að tekið yrði erlent lón að upphæð allt að 6 millj. dollara. Af þeirri fjárhæð skulu eftirtald- ar upphæðir endurlánaðar, svo sem hér segir: Til raforkusjóðs .. 45 millj. kr. Til ræktunarsjóðs . 25 millj. kr. Til hafnarframkv. . 28 millj. kr. ★-----------------------★ Mi ikudagur 29. apríl. HONG KONG og TAIPEI 28. apríl — Á fjöldafundi í Peking í dag þar sem 10 þúsundir manna voru saman komnar flutti Pan- chen Lama ræðu. Sagði hann, að Tíbetbúar vildu vera undir stjórn Kínverja. Tíbet væri þeg- ar orðið kínverskt. Tíbetbúar vildu alltaf verða undir Kina. Var Panchen Lama vel fagnaff. í dag var útnefning Liu Shao Chi, sem forseta hins kommún- iska Kína tilkynnt í Peking. í stuttri ræðu, sem hann hélt að afloknu þinginu, sem setið hefur á sömubraut og Mao Tse Tung hefði markað, halda áfram til nýrra sigra. Blöðin á Formósu telja, að út- nefning Liu Shao Chi beri greini- lega Vott um það, að Moskvu- valdið sé að herða tökin á Peking stjórninni. í lok flokksþingsins var gerð samþykkt þess efnis, að auka ber iðnaðar- og landbúnaðarfram leiðslu landsins um 40% á næsta ári — og í sérstakri samþykkt um Tíbetmálin voru Indverjar víttir fyrir „íhlutun sína“. i blaðsins m.a.: Bls 3: Engii’ nautaberklar fundust á Hólum. — 6: Forysta Breta I alþjóðamálum. (Erl. yfirlitsgrein). Andstæðingar NATO fóru hall- oka í Færeyjum. — 8: „Mary Tyrone hefur ásótt mig“ — Samtal vií| Arndisl Björnsdóttir. u— 10: Forysáugreinin: Einhuga Al- þingi mótmælir ofbeldi Breta. Slagorðin eru 96 að þessu sinnl (Utan úr heimi). — 11: Án samþykkis fólksins verður þessu landi ekki stjórnað. (Frá umræðum á Alþingi). — 12: Ræða Jóhanns Hafstein vil kjördæmamálsumræður á Al- þingi. — 18: íþróttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.