Morgunblaðið - 29.04.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.04.1959, Blaðsíða 16
16 MORCTiivnr jntÐ Miðvikudagur 29. apríl 1959 TÆmm IFT/R M/CHAEL GRAT SOLT/KOW 50NN NJOSNARSAGA OR. NEIMSSTYR.JÓLD/NN/ SÍÐAR/ ,Þama — sjáið þér“. Emile bendir á götuna. Þar m'ðri gengur glaésileg kona upp að dyrum hússins nr. 13. Hún gengur hægt og með vaggandi göngulagi. Það dregur niður í Emile, þegar hann segir: „Þetta er frú Bouffeti" „Við verðum fyrir alla muni að forðast að vekja eftii-tekt“, segir Bleiöher. „Við megum ek'ki taka hana fasta í íbúð hennar. Þjónustu stúlkan gæti þvaðrað um það og þar með væri Páll aðvaraður og allir þeir, sem eru að baki“. Því næst gerir hann áætlun sína: Emile á að fara til frúarinnar og ginna hana til Café de la Paix, tveim þvergötum fjær, undir þvi yfirskini að beðið sé um viðtal við hana. Á leiðinni þangað, við næsta götuhorn. mun vagn frá GFP bíða hennar. Þar á það að gerast. — Fljótt og án þess að vekja athygli. Emile kinkar aðeins kolli. Hann var aldrei orðmargur maður, og alls ekki á þessari stundu, þegar eitthvað virðist lama rödd hans. Hann er dálítið rakur í lófunum og undarlega magnlaus í hnjálið- unum. En þá verður honum hugs- að til þessa Páls, til hins illgirnis- lega bross hans og hins háðslega augnaráðs frúarinnar, þegar hann stóð fyrir framan hana. Honum verður hugsað um Sévres-postulin- ið sitt heima og um hin áhrifaríku orð Hugo Bleiohers........1 snar- kasti steypir hann Baskahúfunni á höfuð sér, kveður með tveim fingr- um og gengur rakleitt að dyrun- um á húsinu nr. 13. Mönnunum í dökku Limoges-bíln um við næsta götuhorn finnst næstu mínútumar vera eins lengi að líða og 'klukkustundir. Sekúndu- vísarnir á úrum þeirra snúast storkandi hægt, þá — loksins opn- ast dymar á húsinu nr. 13 og og! frúin gengur út á götuna. — Við hlið hennar gengur Emile og bað- í ar höndunum. Þau koma hröðum skrefum að bílnum, sem er lagt, meinleysislega við stéttarbrúnina. j Það, sem því næst gerist, er [ nokkurra sekúndna verk. Þrír, menn úr GFP hlaupa skyndilega út úr bílnum. Áður en frúin er bú- | in að jafna sig eftir hræðsluna er Skoda — Staíson er kaupandi að SKODA-STATION. Tilboð er greini verð og með upplýsingum um vagninn sendist afgr. Mbl. fyrir 2. maí merkt: „1201-—9702“. Stúlka eða eldri kona óskast til afgreiðslustarfa nú stj-ax eða frá mánaðamótum. Tilboð sendist Mbl. merkt: „9705“. íbúð til leigu Glæsileg ný íbúð 95 ferm. 3 herb. og eldhús, neðri hæð, til leigu í Kópavogi. Reglusemi áskilin og greiðsla húsaleigu ca. 1 ár fyrirfram. Upplýsingar um fjölskyldu óskast tilgreindar í umsókn merktri: „Kársnes—9724“, sem sendist Morgunblaðinu. Bieflavík lieflavík LÖGTÖK Eftir kröfu bæjarstjórans í Keflavík og að undangengn- um úrskurði fógetaréttar Keflavíkur uppkveðnum í dag, fara lögtök fram fyrir ógreiddum fasteignaskatti, hol- ræsagjaldi og vatnsskatti, í Keflavík fyrir árið 1959, sem gjaldféll 2. janúar síðastliðinn, að 8 dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar. Bæjarfógetinn í Keflavík, 25. apríl 1959. ALFREÐ GÍSLASON hún gripin af sterkum k-arlmanns- höndum, haldið fastri og sett í aft- ursætið í vagninum. Enginn þeirra, sem fara um, hefur tekið eftir þess um atburði. Emile grípa lí,ka stedkar hendur. Með skelfingu í augnaráðinu og opnum munni starir hann á menn- ina, sem ætla að fjötra hann. Jæja, það var þá svona, hugsar hann. Það var þá aðeins blelcking, nýja íbúðin, Sévres-postulínið — allt eintóm svik, til þess að öðlast þakklæti hans og láta hann Ijóstra upp um hina samseku, svo að þeim yrði náð. Emile æpir í æðislegri reiði. — Hann kastar sér á gólfið, brýtur gleraugu eins GFP-mannsins og bít; ur annan í höndina. Hann hamast eins og æðisgengið, fangað dýr, þangað til handjárnin lakazt um úlfnliði hans og honum er kastað inn í annan vagn. Á fljúgandi ferð er farið með báða fangana í kastalann. Þar lok ast klefadyrnar að baki þeim. — Frúin getur enn litið snöggvast á Emile. í augnaráðinu blandast meðaumkun og dálítil fyrirlitning á hinum æðislega og kveinandi karl manni við hlið hennar. „Vesalings ræfillinn", favíslar hún. Hún er ekki að hugsa um sín eigin örlög. Hún vissi það fyrir löngu, að einhvern daginn myndi koma að þessu og hafði lengi búið sig undir það með sjálfri sér. En þá var það þessi eini maður, og faans vegna gat hún ekki fyrir noikkra muni hætt við þennan faættulega njósnaleik — og þessi maður hét Páll. » „Komið þér út, Emile. — Þér eruð frjáls!“ Emile trúir ekki sín- um eigin augum og eyrum, þegar Hugo Bleicher kemur inn í klefann hans og klappar hughieystandi á öxl honum. Það er of mikið, sem hefur kom- ið fyrir hann síðustu daga og vik- ur. Hin trega skilningsgáfa hans fylgist ekki með. „Látið þér mig verá, þér, þér, hræsnari! Þér hafið logið að mér og svikið mig!“ æpir Emile, nærri því með ekka. „En hvað er þetta, Emile?“ seg- ir Bleicher í sínum rólega, djúpa róm. „Hvers vegna á að vera að tala um lygi og svik? Þér eruð raunverulega frjáls". Nú botnar Emile ekki lengur í neinu. „Hvað á þá þessi leiksýning á handtöku minni áðan að þýða?“ spyr Emile tortrygginn og hnugg- inn. „Leiksýningin var nauðsynleg — til þess að engum gæti komið til hugar, að þér vinnið með okkur, engum, sem fram hjá fóru og frú Bouffet ekki heldur. Það hefði get- að borizt leynifélögum hennar til eyrna og þeir eru ekki lambið að leika sér við. Kúlu úr launsátri, handsprengju gegn um svefnher- bergisgluggann yðar eða nokkra dropa af eitri í vínið, sem þér drekkið í einhverri knæpunni —• það viljið þér sjálfsagt ekki?“ — Bleicher brosir dálítið háðslega. Emile sprettur sviti á enni. — Hann þreifar með tveim fingrum undir kragann, sem virðist allt í Akranes 3ja herb. íbúð með öllum þægindum er til sölu á góð- um stað á Akranesi. Útborgun kr. 100 þús. Veð- deildarlán ca. kr. 64 þús. Aðrar upplýsingar í síma 259. Til sölu Risíbúð í Kópavogi, 3 herbergi og eldhús RAGNAR JÓNSSON hrl. Laugavegi 8 Laus staða Bókavarðarstaðan við Bæjar- og héraðsbókasafnið á Akranesi er laus til umsóknar. Starfið veitist frá 1. sept. n.k. að telja. Laun samkvæmt VIII. flokki launasam- þykktar Akranesskaupstaðár. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, próí og fyrri störf sendist bókasafnsstjój-n fyrir 1 júlí n.k. Nánari upplýsingar gefa undirritaður og bókafulltrúi ríkisins, Arnarhvoli. F.h. stjórnar Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Akranesi, 23. apríl 1959. RAGNAR JÓHANNESSON formaður a r L á 6 1) veiða ,Svo þú ætlar að reyna að endur, Linda?“ — „Nei, það veit hamingjan. Ég kom bara til að horfa á ykkur. strax orðið ískalt" 2) „Komið þíð ykkur Mér er j eru að koma.“ — „Nei, þarna fyrir, krakkar. Fyrstu endurnar nú j eru þær“, hrópar Linda. 3) „Linda, þú mátt ekki standa svona uppi, svo þú sjá- ist“. — „Nú, gerði ég eitthvað sem ég mátti ekki?“ einu vera orðinn undarlega þröng- ur. „En — hvers vegna sögðuð þér mér það ekki áður?“. spyr honn og er nú allt í einu orðinn miklu rólegri. Þessi Bleicher virðist þó ekki vera neinn lygari. „Af því að þá hefðuð þér leiikið hlutverk yðar illa og valcið grun hjá frúnni. Skiljið þér nú?“ Húsrannsókn á að fara fram hjá frú Bouffet þegar á eftir og þá er Emile alveg búinn að ná sér. Nú trúir hann Þjóðverjanum í blindni. Hugo Bleiaher er nú orðiun ímynd virðuleika og heiðarleika í hans augum. Emile hefur einkennilega nautn af því, að ganga nú eins og sigur- vegari og húsbóndi inn í salinn, þar sem frúin og þessi Páll höfðu farið svo óvirðulega með hann. — Hugur Emiles verður gripinn af eins konar krossferðar-áhuga, og hann rótar í bræði sinni í sillcikodd- unum á hægindastólnum, umrótar með ánægju hinu breiða, franska rúmi frúarinnar og andar að sér hinni þægilegu sápu- og ilmvatns- lykt af dúknum. Hann kastar dýn- unum á gólfið, dregur skúffurnar út kófsveittur og kastar næfur þunnum sokkum og nærfötum í bendu á gólfið. Hann treður á því með hinum þungu fótum sínum og kastar innihaldi þvottaskápsins á rúmið. Hann finnur ekkert. „Hættið þessari vitleysu", segir foringinn úr leynilögreglu hersins í gremjulegum rómi. „Stúlkan hef ur ekki verið svo heimsk að fela sín leynilegustu skjöl í sinni eigin íbúð“. Hann gefur skipun um að hætta húsrannsókninni. En Emile er ekki runnin reiðin. Nú rífur hann upp gólfábreiðurnar sveittur og másandi. Fyrst í svefnfaerberg- inu og síðan í stofunni. Undir ábreiðunum er gólfið lagt gulu klæði sem er neglt niður á gólflist unum. Á einum stað eru naglarnir gieinilega losaralegir. Eftir eðlis- hvöt villidýrsins grípur Emile í það. Og skyndilega hefur hann í hendinni blaðabunka seðla upp- drætti, teikningar, ljósmynduð af- rit og njósn a raskýrsl ur. Og það, sem mest var um vert: skrá yfir dulnefni, nöfn og heimilisfang alira leynistarfsmanna undir stjórn frúarinna’r. ailltvarpiö Miðvikudagur 29. apríl: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Við vinnuna": Tón- leikar af plötum. 19,00 Þingfrétt- ir. — Tónleikar. 20,30 Erindi: Bi-etar í landhelgi (Júlíus Hav- steen fyrrum sýslumaður). 20,55 Kórsöngur: St. Olafs-kórinn frá Minnesota syngur. Söngstjóri: Olaf C. Christiansen (Hljóðritai á sam- söng í Dómkirkjunni 20. apríl 1957). 21,25 Viðtal vikunnar (Sig urður Benediktsson). 21,45 Islenzkt mál Jón Aðalsteinn Jónsson kand. mag.). 22,10 Frá sundmeistara- móti Islands í Sundhöll Reykjavík- ur; síðara kvöld (Sigurður Sigurðs son lýsir). 22,30 Islenzikar dans- hljómsveitir: Hljómsveit Gunnars Ormslevs leikur. Söngkona: Helena Eyjólfsdóttir. 23,00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 30. april: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni"; sjó- mannaþáttur (Guðbjörg Jónsdótt- ir). 19,00 Þingfréttir. Tónleikar, 20,20 Tónskáldakvöld: Jón Leifs sextugur 1. maí. 1) Ávarp (Dr. Hallgrímur Helgason tónskáld). 2) Útvarp frá tónleikum í Þjóðleik- húsinu; fyrri hluti. Sinfóniuhljóm sveit íslands leikur verk eftir Jón Leifs undir stjórn ténskáldsins. —• a) „Langspilið“, kvæði eftir Einar Benediktsson (Þorsteinn Ö. Step- hensen les). fa) íslands-forleikur op. 9. c) „Grettir og Glámur", kafli úr Sögusinfóníu op. 26. d) Tveir íslenzldr dansar úr op. 11. 21,05 Erindi: 1 ævintýralandi Walts Disney (Axel Tfaorsteinson rithöfundur). 21,30 Útvarpssag- an: „Ármann og Vildís" eftir Kristmann Guðmundsson; XVI. (Höfundur les). 22,10 Upplestur: Hannes J. Magnússon skólastjóri les úr minningabók sinni „Á hörðu vori“. 22,35 Sinfónískir tónleikar (plötur). 23,20 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.