Morgunblaðið - 29.04.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.04.1959, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐ1Ð Miðvlkudagur 29. apríl 1959 Vill kaupa allar neoan- iarðarbrautir í New York MILLJÓNAMÆRINGUR af rúss- neskum ættum hefur falað allar neðanjarðarjárnbrautir NewYork borgar til kaups ásamt öllum stöðvum, verkstæðum, skemmum og um 350 kílómetra löngum brautum. Borgarstj órnin í New York athugar þetta tilboð gaum- gæfilega nú um þessar mundir. Maðurinn er O. Roy Chalk, sem er forseti flugfélagsins Trans Caribean Airways. Hann óskar eftir 50 ára samningi og skuld- bindur sig til, ef af kaupunum verður, að framkvæma umbætur og sjá um lengingar brauta fyrir um það bil 500 miljónir króna ár- lega. Þessu tilboði er tekið alvar- lega af stjórnendum New York vegna þess, að á undanförnum árum hefur verið geysiiegt tap á rekstri neðanjarðarbrautanna, ea afleiðingar þessa eru þær, að leng ingar brauta og aðrar nauðsyn- iegar umbætur hafa ekki verið framkvæmanlegar. Hr. Clialk, sem hefur hjálpað sér sjálfur, heldur að hann geti fljótlega feng ið fyrirtækið til áð borga sig, þar sem hann sér fram á að fargjalda • hækkanir séu nauðsynlegar og heldur því jafnframt fram, að þeim verði tekið með jafnaðar- geði ef þjónusta neðanjarðarlest- anna verði bætt, en henni er mjög ábótavant sem stendur. Fyrir, þremur árum tók Hr. Chalk að sér allt flutningakerfi Washing- j ton borgar sem rekið var með tapi, og á þessum þremur árum, sem fyrirtækið hefur verið í um- sjá Chalk hefur vegur þess farið stöðugt vaxandi. Væri ekki ráð að vekja áhuga Hr. Chalk á tog- araútgerðinni íslenzku! Einn mildasti vetur í manna minnum á Hólsfjöllum GRUNDARHÓLI, Hólsfjöllum, sumardaginn fyrsta — Þá er nú þessi veturinn liðinn, og var hann einn hinn mildasti sem komið hefir í manna minnum. Fyrri hlutann allt til jóla, sá varla snjó, og fé gekk sjálfala í högunum. Um hátiðirnar spilltist tíð nokk- uð, og var allfrosthart um þriggja vikna skeið. Um Þorratunglið batnaði aftur og hélzt nær óslit- ið blíða fram um miðjan einmán- uð, en þá gerði dálítinn risju- kafla og setti niður nokkurn snjó. En batnaði laust fyrir sumarmál- in, og er nú að kalla snjólaust. Bilfært hefir verið hér af og til í vetur, og hefir fólk notað sér það óspart. Um páskana kom hér fólksbíll frá -Akureyri og gekk honum vel. Mun það ekki hafa skeð áður. Garnaveiki færist í vöxt VIÐ rannsókn þá, sem gerð var á Hólabúinu og getið er á öðrum stað hér í blaðinu, hefur það komið í Ijós, að garnaveiki virð- ist nú á ný vera að færast í auk- ana á Hólum, enda er bærinn á einu hinna svonefndu garnaveiki svæða. Ber bændum skylda til að senda sýnishorn (mjógarnar- búta) til rannsóknar úr öllum nautgripum, sem felldir eru á hinum svonefndu garnaveiki- svæðum, en á því hefur víða orðið misbrestur undanfarin ár. Er það illa farið, því rannsókn á görnum og blóðpróf eru einu ráðin sem tiltæk eru til þess að fyigjast með útbreiðslu gama- veikinnar. Dagskrá Alþingis í DAG er boðaður fundur í sam- einuðu þingi og að honum lokn- um fundir í báðum deildum. Dagskrá sameinaðs Alþingis: 1. Mæðiveikivarnir á Vestfjörð- um, þáltill. — Hvernig ræða skuli. — 2. Landhelgismálið, þáltill. — Hvernig ræða skuli. — 3. Fjárlög 1959, frv. — Frh. 3. umr. (Atkvgr.). Dagskrá efri deildar Alþingis: 1. Tekjuskattur og eignarskattur, frv. — Frh. einnar umr. — 2. Bæjarstjórn í Hafnarfirði, frv. — 2. umr. — 3. Bjargráðasjóður íslands, frv. — 2. umr. Dagskrá neðri deildar Alþingis: 1. Byggingarsjóður Listasafns ís- lands, frv. — 2. umr. — Z. Orlof, frv. — 1. umr. — 3. Virkjun Sogs- ins, frv. — 3. umr. — 4. Stjórnar- skrárbreyting, frv. — Frh. 3. umr. Heilsufar hefir verið nokkuð gott, annars fylgir samgöngunum alltaf einhverjar kvefpestir og kvillar, og hefir verið nokkuð um það hérna. Skepnuhöld hafa verið með af- brigðum góð, og hefir varla nokk ur maður misst fé. Hættur fyrir fé voru aldrei neinar í vor, og er það nær einsdæmi. Gróðurnæli er farið að sjást hér, og eru sumir búnir að sleppa fé. Lóan var að syngja sitt fyrsta lag fyrir utan gluggann hjá mér, þegar ég var að ljúka þessum lin- um. — Víkingur Veiðar hafa gengið illa lijá límibátum á Bíldudal BÍLDUDAL, 27. apríl. — Undan- farið hafa veiðar gengið illa hjá línubátunum, og hefir afli verið tregur. 1 sl. viku var uppurin öll loðna til beitu, og steinbíturinn tekur ekki síldina, sem nú er beitt. Einn bátur, sem gerður er út á handfæraveiðar hefur aflað sæmilega. Rækjuveiði er góð. Inflúenza er orðin töluvert út- breidd hér á Bíldudal. Veikin er fremur væg. — Hannes. Óvenjusnjólétt á Siglufjarðar- skarði SIGLUFIRÐI, 28. apríl. — Menn, sem nýlega gengu Siglufjarðar- skarð, hafa þær fréttir að segja, að þar sé nú óvenju snjólétt. Mun bílfært upp að neðri vega- mannakofa Skagafjarðarmegin skarðsins og Siglufjarðarmegin er ekki snjór að ráði nema í svo- nefndum SneiðingL Bæjarstjórn Siglufjarðar hef- ur af þessu tilefni sent vegamála stjóra áskorun þess efnis, að nú þegar verði hafizt handa með að ryðja snjó úr Siglufjarðarskarði. — Stefán. Utanríkisráðlierra til fundar PARlS, 28. april. — Utanríkis- ráðherrar Bretlands, Bandaríkj- anna, V-Þýzkalands og Frakk- lands munu nú setjast á rökstóla til þess að ræða undirbúning að utanríkisráðherrafundi austurs og vesturs, sem hefst í Genf 11. maí. — Bandaríski utanríkisráð- herrann kom til Parísar í dag. Félagið Fílharmónía kemur upp söngsveit Mun beita sér tyrir flutningi stórra kórverka Violet Plowman. Kaharettsöngkona á Röðli Veitingahúsið Röðull er nú að ráða til sín erlenda skemmti- krafta og fyrsta skemmtiatriðið að þessu sinni er kabarettsöng- konan Violet Plowman, sem kem ur frá London. Hún hefur komið fram á mörgum skemmtistöðum í London og víðar um Bretland, einnig hefur hún komið fram í kabarettum í Vínarborg, París og Briissel, alls staðar við góðar undirtektir. Hin 25 ára, Ijóshærða Violet Plowman, sem heillað hef- ur Vínar- og Parísarbúa með skemmtiatriði sínu, gerir sjálf- sagt það sama hér norður á Fróni. Violet Plowman skemmtir á Röðli næstu viku. Einnig er von á fleiri erlendum skemmti- atriðum að Röðli á næstunni. — KFUK — Kristilegt félag ungra kvenna — í Reykjavík er 60 árá í dag. Félagið var stofnað árið 1899, aðeins tæplega fjórum mán- uðum eftir að bróðurfélagið, KFUM, hóf starfsemi sína, en það varð sextugt 2. jan. sl. Bæði starfa þessi félög innan lúthersku kirkjunnar, eins og kunnugt er. Vill Bandaríkja- her áf ram í Evrópu PARÍS, 28. apríl. — Murville, utanríkisráðherra Frakka, sagði í ræðu í dag, að áætlun Rússa um framtíð Berlínar gerði ráð fyrir því, að líf V-Berlínarbúa væri háð viljaþreki annarra — meðan þeir biðu þess að verða gleyptir af kommúnistum. Kvað hann Vesturveldin ekki mundu geta sætt sig við áætlanir Rússa um Berlín. Kvað hann Frakka mundu halda fast við það, að með einhliða ráðstöfunum ættu Vest- urveldin ekki að veikja varnir sínar — og Bandaríkjaher ætti enn að vera í Evrópu um skeið. PATREKSFIRÐI, 23. apríl. — Veðurfar hefir verið mjög gott undanfarna daga. Atvinna hefir verið mikil, og mikill skortur á verkafóiki. Afli togaranna frá áramótum sem landað hefir verið innanlands er þessi: B.v. Gylfi 892 smál. og b.v. Ólafur Jóhannes son 865 smál., en hann er nú á heimleið með ca. 300 lestir af Grænlandsmiðum, mestmegnis þorsk. — Afli línubáta var með bezta móti á vertíðinni. Nokkrir trillubátar hafa byrj- að handfæraveiðar og hefir afli verið góður. Trillubátaeigendur eru nú sem óðast að búast á veiðar, og vænta menn góðs af þeirri vertíð. Loginn helgi eftir Somerset Maugham verður frumsýndur n. k. laugardagskvöld á vegum Slysavarnadeildarinnar Unnur. NÝLEGA var stofnað hér í bæn- Um félag til eflingar tónlistar- starfsemi í landinu. Félag þetta nefnist Fílharmónía og hyggst það einkum beita sér fyrir flutn- ingi stórra kórverka. Til þess ætl ar það að koma upp söngsveit, eða blönduðum kór a. m. k. 70 karla og kvenna, og hefur Robert A. Ottóson verið ráðinn aðalstjórn andi hans. Mun hann þjálfa söng- sveitina og vera ráðunautur fé- lagsstjórnarinnar um starfsem- ina. Gert er ráð fyrir að starfi sveit- arinnar verði hagað á sem lík- astan hátt og hjá hliðstæðum söngsveitum erlendis, er flytja að staðaldri meistaraverk kór- sönglistarinnar, en enginn af þeim kórum sem nú starfar er megnugur að flytja þessi kór- verk. Eftir að búið er að færa verkin einu sinni upp, er ætl- unin að kórinn hafi þau tiltæk og flytji þau öðru hverju. Félagið Fílharmonía hyggst leita eftir nánu samstarfi við Sinfóníuhljómsveit fslands, Tón- listarskólann í Reykjavík, Ríkis- útvarpið og aðra aðila, er að tón- listarmálum vinna. Það mun leit- ast við að veita söngfélögunum sem bezt starfsskilyrði, t.d. með því að afla þeim söngkennslu, eftir því sem þurfa þykir og við verður komið, enda verður starf söngfólksins ólaunað. Er það ekk- ert skilyrði að væntanlegir kór- félagar hafi sungið í kór áður. f stjórn félagsins eru: Þor- steinn Hannesson, óperusöngvari, form. og meðstjórnendur þeir Jón KFUK hefir unnið að kristin- dómsmálum bæði meðal barna og fullorðinna. Það hefur í mörg ár starfrækt sunnudagaskóla ásamt KFUM. Telpnadeild og unglingadeild hafa fundi sána vikulega á vetrum, sömuleiðis að aldeild félagsins, sem er deild hinna fullorðnu. Þá hafa konur þær, sem vilja vinna fyrir kristni boð, stofnað með sér sérstakan flokk innan félagsins. Sumarbúð- ir starfrækir KFUK í Vindáshlíð í Kjós. Þar er myndarlegur skáli, og gamla Hallgrímskirkj- an, sem var í Saurbæ, var flutt þangað í fyrra, og stendur hún skammt frá skálanum. — Núver- andi formaður KFUK er frú Ás- laug Ágústsdóttir. — í tilefni afmælisins efnir fé- lagið til söngkvölds í húsi sínu að Amtmannsstíg 2B á morgun, fimmtudagskvöld, kl. 8,30. Syng- ur þar kór félagsins undir stjórn Helgu Magnúsdóttur. Einnig verður einsöngur, afmælisþáttur og hugleiðing. Tekið verður á móti gjöfum til styrktar starf- semi félagsins. Allir eru velkomn ir á samkomu þessa meðan hús- rúm leyfir, og er aðgangur ó- keypis. Kvöldvaka Sögu- félags Isfirðiuga ÍSAFIRÐI, 28. apríl. — 1 síðustu viku efndi Sögufélag ísfirðinga til kvöldvöku í fundarsal Kaup- félags ísfirðinga. Þar flutti Jó- hann Gunnar Ólafsson, bæjar- fógeti, erindi um stofnun bæj- arstjórnar á ísafirði, en árið 1966 eru 100 ár liðin frá því bæj- arstjórn var kjörin hér í fyrsta sinn. Erindi Jóhanns Gunnars var bæði fróðlegt og skemmtilegt. Að erindinu loknu var sýnd kvik- mynd frá byggðum Vestur-ís^ lendinga í Kanada. Fundarsalur- inn var þéttskipaður áheyrend- um. — G. K. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, dr. Páll ísólfsson, tónskáld, Jóhannes Nordal, bankastjóri, Bjarni Bjarnason, læknir, Guðrún Páls- dóttir, söngkennari og Ingólfur Guðbrandsson, söngnámsstjóri. Stofnendur félagsins eru áhuga menn um tónlist úr öllum stétt- um þjóðfélagsins, og hafa þeir tekizt á hendur að koma kórn- um af stað og styðja við bakið á honum, eins og forráðamenn fé- lagsins komust að orði í viðtali við blaðamenn. Stofnendur eru: Árni Kristjánsson, skólastjóri, Björn Guðmundsson, fulltrúi, Björn Jónsson, framkvæmdast., Björn Ólafsson, fiðluleikari, Davíð Davíðsson, prófessor, Gísli Guðmundsson, fulltrúi, frú Guð- rún Sveinsdóttir, Guðrún Þor- steinsdóttir, söngkennari, Gunn- ar Guðmundsson, forstjóri, Har- aldur Sigurðsson, forstjóri, Hauk ur Gröndal, forstjóri, Jón Nordal tónskáld, Jórunn Viðar, tónskáld, Ólafur Þorgrímsson, hrld., Ragn- ar Jónsson, forstjóri, Róbert A. Ottóson, söngstjóri, Sigurbjöm Einarsson, prófessor, Sigurður Birkis, söngmálastjóri, Dr. Sigurð ur Sigurðsson, berklayfirlæknir, Thor Vilhjálmsson, rithöfundur og Þórarinn Guðnason, læknir. Félagið Fílharmonía auglýsir í blöðunum þriðjudaginn 28. apríl eftir væntanlegum þátttakend- um. Fyrstu lömbin á Akranesi AKRANESI, 27. apríl. — Hjá eln- um fjáreiganda hér í bænum eru fimm ær bornar samtals 10 lömb- um, og 3 ær eru bornar hjá öðr- um samtals 5 lömbum. Einlemb- an bar á fyrsta sumardag þrílitu hrútlambi. — Oddur. V arsjárbandalagið ,,sammálau VARSJÁ, 28. apríl. — Utanríkis- ráðherrar Varsjárbandalagsríkj- anna átta luku tveggja daga fundi í dag. Fundurinn var haldinn að tilhlutun Ráðstjórnarinnar og áttu Kínverjar fulltrúa þar. Tal- ið er, að allir ráðherrarnir hafi lýst stuðningi við stefnu Ráð- stjórnarinnar í einu og öllu og verið sammála hvað viðvíkur ákvörðuninni um að afhenda A- Þjóðverjum Berlín í vor. Söngmót Kirkjii- kórasambands Mýr arprófastsdæmis á Akranesi BORGARNESI, 27. apríl — Kirkjukórasamband Mýrar- prófastsdæmis hélt söngmót hér í Borgarnesi í gær. Þar sungu kirkjukórar Borgarnessóknar, Hvammssóknar, Hjarðarholts- og Norðtungusóknar, Stafholtssókn ar og Borgarnessóknar. Á söng- skrá voru fjögur lög hjá hverjum kór, og síðan sungu þeir samegin- lega fimm lög. Söngstjórar voru Halldór Sigurðsson og Bjarni Andrésson, og undirleikarar Stef- anía Þorbjarnardóttir og Kjartan Jóhannesson. Ávarp flutti séra Leó Júlíusson, en prófasturinn séra Bergur Björnsson þakkaði söngfólki, söngstjórum og undir- leikurum. í kórnum eru samtals um 100 manns. Söngnum var mjög vel tekið, söngfólkinu ákaft fagnað og var samkomuhúsið troðfullt af áheyrendum. — Friðrik KFUK 60 ára í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.