Morgunblaðið - 29.04.1959, Page 6

Morgunblaðið - 29.04.1959, Page 6
6 MORZVHBLAÐIÐ Miðvikudagur 29. apríl 1959 Forysta Breta i alþjódamálum ÞESS var getið í grein á þessum stað í blaðinu hér á dögunum, að uppi væru spár um það að ann að hvort yrðu kosningar nú í vor í Bretlandi ellegar í haust og var það byggt á því, hvernig fjárlagafrumvarp það var, sem lagt var fram fyrir þingið, en sumum þótti það bera keim af því sem kallað var „kosninga- fjárlög.“ Nú hafa borizt fréttir um það, að öruggt megi telja, að kosningar fari ekki fram í Englandi fyrr en á næsta ári. Til þess liggja vafalaust margar ástæður, og mun Macmillan finn- ast hann þurfa að búa betur um sig áður en hann gengur til kosninga. ★ í Bretlandi er mikið rætt um þessi mál manna á meðal og í brezkum blöðum. Bretum virð- ist að þeir hafi nú hina síðustu mánuði tekið að sér nokkurs konar forystuhlutverk í málefn- um Vesturlanda, en margir eru ekki með öllu áhyggjulausir út af því. Því er ekki hægt að neita, að Macmillan hefur farið nokkuð sínar eigin götur, en hitt er svo aftur annað mál, að margir Eng- lendingar telja, að þetta forystu- hlutverk sé svo þungt, að þeir geti naumlega undir því staðið og vitna þá til þess, hvernig um- horfs er annars staðar meðal stærri þjóða á Vesturlöndum. í því sambandi er bent á að í Bandaríkjunum, sem er sterkasta Vesturveldið sé forseti, sem sé sífellt veikur, og sé embættis- tími hans einnig að renna út. Sá maður, sem lengi hefur gegnt embætti utanríkismálaráðherra af hálfu Bandaríkjanna, John Foster Dulles, er nú allt í einu úr þeirri sögu og nýr maður tek- inn við. Vitað er að ágreiningur er meðal bandaríska herráðsins og stjórnmálamannanna og á það bent, að mjög hafi.skort á það, að Bandaríkjamenn væru ein- dregnir og einbeittir í stefnú sinni í utanríkismálum. Þá er að líta til Evrópu. 1 París er de Gaulle nýlega kom- inn til valda, og hann hefur sann- arlega nóg á sinni könnu, þar sem er Alsír ásamt öllu sem því fylgir og svo erfið innanlands- mál af ýmsu tagi. De Gaulle hef- ur því hvergi nærri þá aðstöðu til þess að taka virkan þátt í utanríkismálum á sama hátt og hann hefði, ef öðru vísi liti út í landi hans en nú er. I Vestur-Þýzkalandi hefur það gerzt, að dr. Adenauer er nú að láta af kanzlaraembætti og veit enginn, hver við tekur. í Bret- landi hafa menn oft ásakað Þjóð- verja fyrir það að þeir væru of ósveigjanlegir og það hefur þá jafnan verið skrifað á reikning dr. Adenauers, en nú er spurn- ingin, hvað við taki. Englending- ar segja, að í Berlínarmálinu sé ekki nóg að segja eintómt nei. Það verði að koma með jákvæð- ar tillögur, en frá Vestur-Þjóð- verjum hafi ekkert verið annað að heyra en þetta eina nei eins og komist er að orði í gagnrýni Englendinga. En heimurinn bíð- ur ekki eftir því að Bandaríkja- menn nái sér aftur, og að de Gaulle hafi hreinsað til heima fyrir á þann hátt, sem honum þykir við þurfa, ellegar að nýtt blóð komi 1 vestur-þýzku stjórn- ina. Englendingar margir hugsa sem svo: Við erum þeir einu, sem í augnablikinu getum tekið að okkur forystuhlutverkið, hversu þungbært svo sem það kann að verða okkur. Þannig horfa þá Englendingar til Vest- urlanda frá sínu sjónarmiði og veldur það eins og áður er vikið að mörgum miklum áhyggjum. ★ En hvað sem öllum áhyggjum líður, þá er það staðreynd, að án áhrifa brezkra stjórnmála- manna, hefði ekki verið efnt til fundar utanríkisráðherranna 11. maí og flestir eru á því máli, að ef að verði úr fundi hinna æðstu manna, sem mikið hefur verið talað lengi undanfarið, þá sé það verk Englendinga, eða þannig lítur það út nú. MC.MILLAN Þegar Macmillan fór til Moskvu, eins og kunnugt er, voru margir andvígir því og töldu að hann hefði þar gert glappaskot, en vitaskuld gat Macmillan þá ekki vitað, hvað gerast mundi litlu síðar í Bonn og Washington. Sum blöðin, sem um þetta rita, segja, að í raun- inni hafi Englendingar komizt í þetta forystuhlutverk, sem þeir nú hafi, gegn vilja sínum. Andstæbingar NATO fóru halloka í Lögþingi Færeyja Fámennur fundur á eftir sýndi afl- leysi andstæbinga NATO Mokafli hjá Akranesbátum AKRANESI, 27. apríl — Algert aflamet, áður óþekkt hér á Akra- nesi, setti vélbáturinn Sigurvon x dag. Síðdegis í dag hafði hún fengið 11 þúsund fiska og hafði dregið þorskanetin stanzlaust síðan um sjöleytið í gærkvöld, og var þó enn eftir nokkuð ódreg ið af netunum. Gizkað er á, að Sigurvon fái alls 92 lestir. Mokafli er hjá fleirum af þeim 6 bátum, sem fóru út í gær. Síð- degis í dag hafði Sigrún fengið 7 þúsund fiska, Höfrungur 6 þús. fiska og Ólafur Magnússon yfir 20 lestir. í gær var hér norðaustan garð- ur, 4 stiga frost í gærmorgun, og í nótt voru gluggar lagðir hér norðan í móti. Heildarafli 8 báta á laugardag- inn var 62 lestir, Aflahæstur var Heimaskagi með 14,5 lestir. — Oddur. E F T IR stuttar umræður á lögþingi Færeyinga á laugar- daginn var samþykkt að fall- ast á samning landstjórnar- innar við Atlantshafsbanda- lagið um byggingu ratsjár- stöðvar fyrir bandalagið í Færeyjum. Fulltrúar Sam- bandsflokksins, jafnaðar- manna og Sjálfstjórnarflokks ins greiddu atkvæði með (17), en fulltrúar Þjóðveldisflokks- ins (7), fjórir af fimm fulltrú- um Fólkaflokksins og Kjartan Mohr greiddu atkvæði gegn því, að ratsjárstöðin yrði reist. Allar breytingar tillögur voru felldar, þ. á. m. tillaga frá Þjóð- veldisflokknum um, að þjóðar- atkvæðagreiðsla verði látin fara fram um málið. Skömmu eftir fund Lögþings- ins efndu Þjóðveldismenn til útifundar á torginu í Þórshöfn og var þar mótmælt ákvörðun Lög- þingsins. Meðal ræðumanna voru Erlendur Patursson, ritstjóri, og aðrir fulltrúar flokksins í þing- inu og lýstu þeir því yfir, að áfram yrði barizt á móti þeirri stefnu, sem reyndi að veikja mót stöðukraft þjóðarinnar gegn hernaðarstefnum, eins og þeir komust að orði. Meðal ræðumanna var Kar- sten Hoyberg, einn af fulltrúum Þjóðveldisflokksins í Lögþing- inu, og réðist hann heiftarlega á Bandaríkin og ekki síður á NATO. A fundinum voru, að sögn Berlingatíðinda, 200—300 manns og fór hver til síns heima að fundi loknum. Nauðsynlegur hlekkur I grein í Berlingatíðindum á sunnudaginn, sem Tage Morten- sen skrifar, segir hann m. a., að Þjóðveldismenn hafi gerzt for- göngumenn um árásirnar á NATO, enda séu þeir gegnsýrðir af kommúnisma. Þá segir grein- arhöfundur, að ungir Færeying- ar þurfi ekki að verja sitt land, heldur muni það falla í hlut ungra manna frá Fjóni, Sjálandi og Jótlandi. Færeyingar séu ekki herskyldir eins og aðrir danskir þegnar. Þá segir greinarhöfundur ennfremur, að hin nýja ratsjár- stöð á Færeyjum sé liður í vörn- um Vesturveldanna. En hingað til hafi vantað einn hlekk í þetta varnarkerfi, milli Noregs, Islands og Skotlands. Það gæti á hættu- stund orðið örlagaríkt fyrir varn- irnar í heild. Af þeim sökum hafi danska stjórnin og NATO ákveðið að reisa viðvörunarstöð á Færeyjum. Loks segir greinarhöfundur, að krafan um þjóðaratkvæði sé út í hött, þar sem hér sé um utan- ríkismál að ræða og um utanríkis mál Færeyja sé fjallað í Kaup- mannahöfn alveg eins og um ut- anrikismál Sjálands eða Jótlands. Færeyjar séu amt í Danmörku. Engum mundi detta í hug að heimta þjóðaratkvæði í Præstp Amt, þó ekki næðist þar sam- komulag um einhver mikilvæg deilumál. Þó getur greinarhöf- undur þess að lokum, að sú regla gildi, að færeyska landstjórnin skuli hafa hönd í bagga með þeim viðræðum við útlönd, sem snerta atvinnuvegi landsmanna. S. R. Kampmann lyfsali Brynjólfur Jó- hannesson hlýtur styrk EINS og áður hefur verið frá skýrt í blöðum og útvarpi veitir Alþjóðaleikhúsmálastofnunin í París einum starfandi leiklistar- manni styrk til kynnis- og náms- dvalar erlendis á þessu ári. — Styrkurinn nemur 400 dollurum. Umsækjendur um styrk þennan voru 14. Stjórn íslandsdeildar Alþjóðaleikhúsmálastofnunarinn ar ákvað á fundi sínum þann 24. apríl, að Brynjólfur Jóhannesson skyldi hljóta styrkinn. (Frá íslandsdeild Alþjóðaleik- húsmálastofnunarinnar) EINS og frá er skýrt í Morgun- blaðinu 18. þ. m. andaðist Sören Kampmann í Kaupmannahöfn föstudaginn 17. þ. m. á sjötugasta og fimmta aldursári. Kampmann fæddist í Herning á Jótlandi, en þar var faðir hans skólakennari. Til íslands kom skrifar úr dagleqa lifinu ] Pósturinn liggur MAÐUR nokkur kom að máli við Velvakanda og tjáði honum eftirfarandi: Á sumardaginn fyrsta kom með Tröllafossi skipspóstur frá Banda ríkjunum. Maður þessi átti von á blöðum með þessari ferð og hefur verið að spyrjast fyrir um þau síðan. Á mánudagskvöld var ekki enn farið að flokka póstinn, og starfsmaður á póst- húsinu tjáði honum að hann teldi vafasamt að hann fengi blöðin í sínar hendur fyrir mán- aðarmót, eða viku eftir að þau komu til landsins. Það kynlega við þessar starfs- aðferðir er það, að heyrzt hefur að norskur sérfræðingur í skipu- lagningu stjórni einmitt þessa dagana vinnubrögðunum á póst- húsinu I Reykjavík. Það er vissulega ekki undarlegt þó skipspóstur frá útlöndum berist seint í hendur viðtakenda, ef hann getur legið hér dögum saman eða jafnvel meira en viku, áður en hann er hreyfður. Og þetta bætist ofan á það, að ekki eitt einasta íslenzkt skip mun nú vera í áætlunarferðum milli fslands og annarra landa, svo enginn veit hvenær póst- ferðir kunna að falla. Væri fróðlegt að heyra skýr- ingar póststjórnarinnar á þess- um seinagangi, hvort hér er um undanltekningartilfelli að ræða eða hvort þetta er venjulegur gangur mála. Til ágóða fyrir gott málefni GLÚMUR skrifar: „Nýlega las ég í pistlum þínum spurningu, sem beint var til viðkomandi aðila um það hvort ágóðinn sem lofað var af ákveðnum kabaretsýningum hefði runnið í söfnunina til að- standenda þeirra sem fórust með Júlí og Hermóði, og hver upp- hæðin hefði verið. Ég bjóst satt að segja við að næstu daga muridi gefandinn eða viðkomandi aðilar flýta sér að gera grein fyrir málinu og leiddi ekki frekar hugann að því. En nú er söfnuninni lokið og ekkert hefur um þetta heyrzt. Það bendir ekki til þess að hér sé allt eins og það á að vera. Satt að segja á ég bágt með að trúa því, að hségt sé hér í okkar landi að auglýsa og láta blöðin lýsa því yfir að ákveðnar skemmtanir séu haldnar til á- góða fyrir góð málefni, og að síðan geti málið niður fallið og enginn skipti sér af því meir. En ef svo er, væri fróðlegt að vita hve mikil brögð eru að þessu? Vonandi er hér aðeins um að ræða trassaskap viðkomandi safnenda að svara umræddri fyrirspurn. En ég get ekki að því gert, að sá grunur hefur læðst að mér, úr því ekkert svar barst, að hér sé ekki allt eins og vera skal.“ Er fyrirspurninni hér með komið á framfæri í annað sinn. Kampmann fyrst 1911 og vann sem lyfjafræðingur í Reykjavíkur apóteki. Árið 1917 aulýsti stjórnar ráðið að lyfjaverzlun skyldi stofn uð í Hafnarfirði, en fram að þeim tíma var engin lyfjabúð þar, en héraðslæknirinn hafði fram að þessu haft lyfjaverzlunina á hendi en það var mikil viðbót við læknisstörfin og því mikil nauð- syn að stofna lyfjaverzlun í ört stækkandi bæjarfélagi. S. R. Kampmann hlaut lyfsöluleyfið og opnaði lyfjabúð 21. apríl 1921 og lét hann reisa myndarlegt hús sem var bæði apótek og íbúðar- hús við Strandgötu 30 og hefir apótekið verið þar til húsa síðan. Árið 1918 kvæntist Kampmann Lenu dóttur Guðmundar Ólsen, kaupm. og konu hans Francisku f. Bernhöft. Börn þeirra eru Þór- arinn verkfræðingur, ógiftur, sem nú starfar austur í Iran og Nína gift Jörgen Nielsen verkfr. í Kaupmannahöfn. Þau eiga 3 börn, sem voru afa sínum til yndis og ánægju, enda var hann mjög barngóður maður. Eftir 27 ára búsetu í Hafnar- firöi, árið 1945, seldi Kampmann apótekið Sverri Magnússyni. lyfjafræðingi, sem hefir rekið það siðan. Sama haust fluttust þáu hjón til Kaupmannahafnar og hafa búið þar síðan. Kamp- mann skipti sér lítt af opinberum málum og var frekar hlédrægur, en mjög starfsamur og reglusam- ur. Gestrisin voru þau hjón bæði og vinföst að sama skapi. Honum þótti vænt um Hafnar- fjörð og sýndi það í verki með því að gefa eitt herbergi í stúd- entagarðinn í Reykjavík, er ber nafnið „Hellisgerði“ og skulu hafnfirzkir stúdentar ganga fyrir að búa þar. Sömuleiðis gáfu þau hjón Flensborgarskóla nokkurn bókakost, er þau fluttu af landi burt. Það var sannkölluð hátíð á heimili þeirra hjóna, þegar ís- lenzkir vinir komu og naut ég þess síðastliðið haust, er ég var á ferð í Kaupmannahöfn að heimsækja þau. Spui-ði Kamp- mann þá frétta að heiman og sér- staklega frá Hafnarfirði, því að hann hafði mikinn áhuga fyrir velgengni bæjarins og fylgdist með smáu og stóru, enda lifði hann hér sín beztu manndómsár. Eins og áður er getið andaðist Kampmann á spítala í Kaup- mannahöfn og var útför hans gerð 22. þ. m. Ingólfur Flygenring.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.