Morgunblaðið - 29.04.1959, Page 8
8
MORGVNBT/AÐIh
Miðvilíudagur 29. apríl 1959
„Mary Tyrone hefur ásótt mig
síðon ég vissi, að ég
átti oð leika hana
Spjallað við Arndisi Björnsdóttur um
leikritið „Húmar hægt að kvöldi
og höfund jbess
5UMIR fara í leikhús fyrst og fremst til að
hlægja. Aðrir til að hugsa — og finna til.
Það á sem sagt engu að síður við um smekk
manna og viðhorf gagnvart leikhúsinu heldur
en hvað annað, að svo er margt sinnið sem
skinnið og að sjálfsögðu er hverjum og einum
borgara í lýðfrjálsu landi frjálst að verja sín-
am leikhúsmiða til að sjá og heyra það, sem
tiugurinn girnist helzt hverju sinni
Samt er það svo, að þrátt fyrir ágæti og
vinsældir margra gamanleikara, þá eru það
jafnan harmleikir, sem fyrr og síðar hafa
borið hæst í heimi leiklistarinnar. Harmleikir,
þar sem mannlegur breyskleiki og mannleg ör-
lög í sinni átakanlegustu nekt og misskunnar-
leysi eru dregin fram á sviðið.
Undarlegt og öfugsnúið - segja
margir — að langa í leikhús til
að koma hálfgrátandi og niður-
beygður til baka! Já, kannski er
það undarlegt, en finnst okkur
ekki líka lífið sjálft stundum
undarlegt — og langt frá því að
vera tómur leikur? Verður okk-
ur ekki harmleikurinn hugstæð-
ari einmitt vegna þess, að þar
finnum við oft okkur sjálf miklu
frekar heldur en þar, sem slegið
er á hina yfirborðslegri strengi
hláturskenndarinnaf?
Hið stórbrotna leikrit, sem
Þjóðleikhúsið sýnir um þessar
mundir: Húmar hægt að kvöldi“
eftir bandaríska höfundinn Eug-
ene O’Neill er eitt af þeim fáu
leikritum, sem grípur mann um
sjálfar hjartaræturnar, ef svo
mætti segja. Þeir sem fara í leik-
hús bara til að hlæja ættu ekki
að gera sér ómak til að sjá það.
Fyrir hina, sem geta hrifizt svo
með áhrifamiklu efni og áhrifa-
miklum leik að þeir gleyma því
að þeir eru í leikhúsi — er hér
hins vegar einstakt tækifæri á
ferð.
Efni leiksins er annað og meira
en átakanlegur skáldskapur. Það
er sönn mynd af lífi höfundarins,
hvert orð „skrifað með hans
hjartablóði" eins og hann komst
sjálfur að orði. Hinn sannsögu-
legi harmleikur um Gyðinga-
stúlkuna Önnu Frank hefir snort
ið allan heiminn til aðdáunar og
meðaumkunar í senn. örlög
O’Neill fjölskyldunnar, í gervi
Tyrone fólksins hefir einnig, þótt
með ólíkum hætti sé, seitt til sín
með undarlegum krafti milljónir
leikhúsgesta um allan heim. —
Mary Tyrone, móðir skáldsins,
Edmunds, er í krafti sínutn og
veikleika ein af þessum persón-
um, sem halda manni lengi eftir
að tjaldið fellur.
En hvað um leikendurna
sjálfa, ef áhorfandinn er grip-
inn svo föstum tökum? Þessi
spurning kom ósjálfrátt fram í
huga mér, að lokinni sýningu á
„Húmar hægt að kvöldi“. Hvi
ekki að snúa sér beint til Arn-
dísar Björnsdóttur, sem fer af
0
Hjálpræðisherinn
Heimsókn frá Noregi
KOMMANDÖR EM. SUNDIN
Umdæmisstjóri Hjálpræðishersins yfir
Islandi, Færeyjum og Noregi.
og
OFURSTI JOHS. KRISTIANSEN
Fjármálafulltrúi
Fagnaðarsamkoma
verður haldin 1. maí kl. 20,30 í húsi K.F.U.M.
K.F.U.M. kórinn syngur. — Lúðra og strengjasvc.
Hjálpræðishersins. Verið velkomin!
íbúð í Hlíðunum
Góð íbúð í Hlíðunum, efri hæð og ris, 150 ferm. er
til sölu. —
Semja ber við undirritaðan
EGILL SIGURGElKftSOi' trl.
Austurstræti 3 — Sími löo58.
snilld með hlutverk hinnar hrjáðu
konu, Mary Tyrone og spyrja
hana blátt áfram’ hvernig henni
sé innanbrjósts þessa dagana,
sem hún stendur í eldinum. —
Arndís á um þessar mundir fjöru
tíu ára leikafmæli og við vitum,
að hún kallar ekki allt ömmu
— Jú, — segir Arndís aðspurð.
Ég verð að segja að þetta er
erfitt hlutverk, það erfiðasta,
held ég, sem ég hefi fengið að
glíma við. Ég skal segja þér alveg
eins og er, að ég hefi fjanda-
kornið ekki getað losað mig við
Maríu Tyrone, síðan í desem-
ber í vetur, þegar ég fyrst vissi,
að ég ætti að leika hana. —
Varla, að ég hafi getað fest mig
niður við að lesa góða bók. María
Tyrone hefir óðar verið komin
þar, — hún hefir bókstaflega
ásótt mig.
Heldurðu ekki að það sé í
fyrsta skipti, sem slík persóna
— kona á valdi eiturlyfja — er
sýnd á íslenzku leiksviði?
Ég skal nú ekki fuliyrða neitt
um það — en þó hygg ég, að svo
muni vera. En eiturlyfið er það
einmitt, sem gerir hlutverkið í
senn svo vandmeðfarið og seið-
magnað. Hinar feykisnöggu skap
breytingar — gerbreyttur svip-
ur — gerbreyttar hreyfingar —,
sem alltaf 'verða að haldast í
hendur, vera í samræmi hvert
við annað — og allt í einu augna
bliki — þetta er mjög erfitt. Auð-
vitað er alls ekki hægt að leika
svona hlutverk nema undir góðri
leikstjórn og mig langar til að
þakka leikstjóranum okkar, Ein-
ari Pálssyni sérstaklega fyrir hve
duglegur og nákvæmur hann hef-
ir verið við að leiðbeina mér
einmitt um þessi vandamiklu
atriði.
Það er svo einkennilegt segir
Arndís eftir dálitla þögn, — og
horfir framfyrir sig eins og ann-
ars hugar, — alltaf þegar ég fæ
nýtt hlutverk, þá sé það fyrst
fyrir mér í litum. María Tyrone
var í einhverjum fölvakenndum
blágráum lit — með gulleitum
blettum. Kannski hef ég sett
gráa litinn í sambandi við þok-
una, sem höfundurinn notar
greinilega sem tákn ógæfunnar
— eiturlyfsins og eymdarinnar
í kjölfar þess. — Já, ég sé þau
öll fyrir mér í litum — nema
„kerlinguna mína“ í Gullna hlið
inu. Hana sé ég alltaf — eða
réttara sagt heyri — í tónum.
Mér fihnst ég heyra óminn af
sálmalaginu „Vist ertu Jesú kóng
ur klár“ í sambandi við hana —
þessa guðhræddu góðu konu. —
Bros færist yfir andlit leikkon-
unnar, en við snúum okkur aft-
ur að Eugene O’Neill og Tyrone
fjölskyldunni.
— Voruð þið ekki lengi að
æfa þetta leikrit?
— Við æfðum það í rétta tvo
mánuði og höfum lifað og
hrærst í því allan tímann — og
reyndar áður, eins og ég sagði
áðan. Ég hefi lesið heil ósköp,
ekki einungis um leikritið sjálft
heldur ekki síður um höfundinn
sjálfan, Eugene O’Neill, bæði af
einskærum áhuga og til þess um
leið að fá sem gleggstan skilning
á leikritinu. Nokkrir leikarar í
Stokkhólmi sendu mér, er þeir
vissu, að ég átti að fara með
hlutverk Maríu Tyrone, bók, sem
hefir að geyma margar merki-
legar upplýsingar um O’Neill og
ævi hans. Þar kemur fram, eins
og reyndar víðar, að hann skrif-
aði þetta leikrit beinlínis til að
létta af sér fargi minninganna
um hið misheppnaða og gæfu-
snauða fjölskyldulíf hans, yfir-
skyggt sífeldum ugg og vonleysi.
Það hefir hvílt á honum eins og
mara. Það virðist ef til vill dá-
lítið harðýðgislegt af honum að
draga líf nánustu ástvina svo
miskunarlaust fram í dagsljósið,
enda mælti hann svo fyrir, að
leikritið skyldi eigi sett á svið
fyrr en að þeim — og honum
sjálfum látnum.
Það hefir líka komið í ljós, að
Eugene O’Neill hafði mörg og
merkileg áform á prjónunum,
sem honum entist ekki heilsa og
aldur til að koma í framkvæmd.
En honum voru búin þau dapur-
legu örlög að honum varð mein-
að að tjá það, sem hann bjó yfir
hið innra. Sjúkdómur í heila,
sem olli lömun á talfærum og
gerði hann um leið ófæran til
að skrifa, varnaði honum að
koma á framfæri fjölda leikrita,
sem lágu ófullgerð í skrifborðs-
skúffunni hans, en bera þó svo
greinileg merki stórfenglegra
listaverka, að augljóst er, að við
höfum þarna misst mikils.
Það er einkennilegt fólk, þessi
Skrifstofusfúlka
Skrifstofustúlka vön erlendum bréfaskriftum óskast.
Gísli Jónsson & C.o. h.f.
Ægisgötu 10, Reykjavík, Sími 11740
Tiillubótur
4,5 smál. 20 H.A. Buhk dieselvél, línuspil og
raflýstur.
Upplýsingar í símum 238 og 141 Akranesi.
Tyrone-fjölskylda, — finnst þér
það ekki? Stöðugt reiðubúið til
að bera hvort annað hinum
grimmilegustu sökum og jafn-
reiðubúið til að fyrirgefa og
gleyma — og rifja upp á ný!
Já, það er nóg um ásakanir,
en í rauninni er ekki hægt að
tala um sök hjá neinu þeirra.
Þetta er aðeins fólk, sem lífið
hefir farið illa með. Fólk, sem
hefir ekki verið nógu sterkt til
að standa af sér erfiðleikana
heldur hefir sligazt. ólukkan er
kannski fyrst og fremst sú, að
tvær svona afskaplega óiíkar
manneskjur eins og Tyrone-hjón
in eru skuli lenda sarnan. Þau
eru gripin úr gerólíku umhverfi
og eiga svo sem ekkert sameigin-
legt — nema ástina hvort til ann
ars, sem endist þeim furðu vel.
Það er nú auðvitað ljósi punkt-
urinn í því öllu.
— En til hvers að setja allt
þetta á leiksvið?
— Já, það er nú það. — Og
Arndís kímir við, er nún held-
ur áfram: Mér hefir stundum
verið borið á brýn, að ég sé
hreinasti „sudisti“, vegna þess,
hve ég hafi jnikl&r mætur á öllu
„tragisku“ á ieiksviði. Ég, sem
vil helzt ekki þurfa að horfa á
flugu deyja! — Mér hefir líka
alltaf þótt SKemmtilegt að horfa
á gamanleiki og hlæja af hjarl-
ans lyst. Hins vegar hefi ég aldrei
getað skilið fólk, sem ekki hefir
neinn áhuga á að sjá, hvernig
brugðizt er við hinu sorglega og
alvarlega 1 lífinu. Ekki snertir
það þó okkur minna en hitt, sem
við hlæjum að. — Og er það
ekki einmitt lífið sjálft, í gleði
þess og alvöru, sem verið er að
reyna að túlka á leiksviðinu?
Mér dettur í hug atvik frá
liðnum árum. Ég var stödd í húsi
með mörgu fólki. Ég sá, að kona
ein meðal gestanna var ekki rétt
vel frísk og þegar leið á kvöld-
ið bauðst ég til að fara með henni
heim. Við fengum okkur leigu-
bíl og ókum heim að húsi kon-
unnar, en þegar við stigum út úr
bílnum leið hreinlega yfir hana
og bílstjórinn bar hana inn þann
ig á sig komna. — Viðbrögð eig-
inmanns hennar, er hann kom á
móti okkur í stiganum, áður en
nokkurt tóm hafði gefizt til skýr-
inga, greiptist með einhverjum
hætti í undirvitund mína — eða
það fann ég fyrst mörgum ár-
um síðar, er ég átti á leiksviði,
í „Loganum helga“, að túlka við
brögð móður, sem er að játa sig
seka um að hafa byrlað barninu
sínu eitur — að vísu til að stytta
því þjáningafullt og gleðisnautt
líf. Þetta var sterkt og örlaga-
ríkt augnablik í leiknum —
augnablik játningarinnar, og
með einhverjum undarlegum
hætti, sem ekki er gott að út-
skýra — hvarf ég eins og ósjálf-
rátt mörg ár aftur í tímann, er
ég sá manninn standa andspæn-
is þeirri hugsanlegu staðreynd,
að konan hans hefði orðið fyrir
alvarlegu slysi — væri jafnvel
dáin. Ég sá allt í einu fyrir mér,
\ hvernig hann slaknaði allur á
einu augnabliki og það var sem
lífsglampinn hyrfi úr augum
hans og svip. — Það var eins og
þetta augnabliksviðbragð manns
ins hefði ljósmyndazt í undir-
meðvitund minni og nú skaut
„ljósmyndinni" upp, þegar ég
þurfti hennar með — og ég tók
augnablikið að láni. Ég vissi, að
mér hafði tekizt að túlká það,
sem ég ætlaði mér, þegar eirm
leikhúsgestanna sagði við mig á
eftir, að ég hefði á einu augna-
bliki elzt um mörg ár.
Ég má til með að bæta því við,
segir Arndís, að konunni, sem
um var að ræða varð ekkert
frekara meint af yfirliðinu og
maður hennar fyrirgaf mér fús-
lega, er ég sagði honum hrein-
skilningslega, hvernig ég „tók
hann að láni“! En svona er það
oft með okkur leikarana, að við
eins og ljósmyndum ósjálfrátt í
undirmeðvitund okkar ýmis kon-
ar reynslu og atvik úr hinu raun
verulega lífi og geymum „ljós-
myndina", þangað til við þurfum
á henni að halda.
Slb .