Morgunblaðið - 29.04.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.04.1959, Blaðsíða 13
Miðvik'udagur 29. apríl 1959 MORGVNBLAÐ1Ð 13 Grétar Jónsson - Minning í DAG er til moldar borinn ung- ur sveinn, Grétar Jónsson. Hann var fæddur á Nesjavöllum í Grafningi hinn 28. febrúar 1945. Náttúrufegurð og fjölbreytileiki er þar með því mesta, sem land vort má bjóða. Á aðra hönd er Hengillinn með sínu umhverfi og á hina Þingvallavatn. Varla mun uppvaxandi æska eiga völ unaðs- legra umhverfis. Þarna óx hann upp í hópi átta systkina og skjóli foreldra sinna. Hann varð stór eftir aldri, fríður sýnum, ljúfur í lund og eins og geisli af Ijósi gæfunnar. Hann horfði fram til lífsins og vænti góðs. Fyrsti áfang inn varð fermingardagurinn á næsta vori og síðan allir fram- tíðardraumarnir. í skólanum veiktisí hann og var fluttur á sjúkrahús á Selfossi. Þar var hann skorinn upp við botn- langabólgu 3. febrúar, Allt gekk vel í fyrstu, og menn hugðu þetta smámuni eina. En um það leyti, sem batinn hefði átt að algerast, varð breyting í öfuga átt og hélt svo fram. Hinn 10. marz var hann fluttur á Landsspítalann og skor inn þar að nýju. Var allri tækni, kunnáttu og alúð þéirrar stofn- unar beitt honum til bjargar. Þess skal með þakklæti getið, því mikið liggur við að líknarhendur bregðist ekki. Eigi að síður varð við ekkert ráðið. Sólarhring eftir þriðja uppskurðinn andaðist hann hinn 19. apríl. Hafði hann þá barizt við sjúkdóm og þjáningar í 17 daga. Líkn er það i sorg foreldra hans og systkina að minnast þess hug- rekkis og rólyndis, sem hann sýndi í baráttu sinni. Með þakk- látssemi og prúðmennsku létti hann og hjúkrunarliði störf þess. Meiri huggun er þó vissa heil- agrar trúar, hún sér gegnum og yfir allt sorgarmyrkur og von- brigði og veit að sérhver Guðs gjöf hefur tilgang og nær hon- um. Gildir þá eins um þá gjöf, sem maður sér á bak fyrr en maður óskaði. Vertu sæll, vinur. Inga Bjarnadóttir. 4ra herbergja íbúð Höfum til sölu í Laugarneshverfi mjög faliega 4ra herb. íbúð 113 ferm. Teppalögð gólf. Sér hiti. Stórt geymsluherbergi fylgir. Tvöfalt gler FASTEIGNASALA & LÖGFRÆÐISTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Gísli G. Isleifsson, hdl. Björn Pétursson: Fasteignasala Austurstræti 14, II. hæð Símar 2-28-70 og 1-94-78 í BÚÐ 3 herbergi og eldhús við Brávallagötu til sölu. Nánari upplýsingar gefur mAlflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar Aðaistræti 6, III. hæð. sem gefur nánari uppi. Símar: 1-2002, 1-3202, 1-3602 Aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavíkur árið 1959 fer fram við hús sérleyfisbifreiða Keflavíkur dagar a 4.—19. maí næstk. kl. 9—12 og kl. 13,30—16,30, svo sem hér segir: Mánudag 4. maí Ö-1 til ö-ioo Þriðjudag 5. — 0-101 — Ö-150 Miðvikudag 6. — 0-151 — Ö-200 Föstudag 8. — Ö-201 — Ö-250 Þriðjudag 12. — Ö-251 — Ö-300 Miðvikudag 13. — Ö-301 — Ö-350 Fimmtudag 14. — Ö-351 — Ö-400 Föstudag 15. — Ö-401 — Ö-450 Þriðjudag 19. — Ö-451 — Ö-550 Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild öku- skírteini. Sýna ber og skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vátryggingariðgjald ökumanna fyrir árið 1958 séu greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin tekin úr umferð, þar til gjöldin eru greidd. Kvittun fyrir greiðslu afnotagjalds útvarpsviðtækis í bifreið, ber og að sýna við skoðun. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, án þess að hafa áður tilkynnt skoðunar- mönnum lögmæt forföll með hæfilegum fyrirvara, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðalögum og Iögum um bifreiðaskatt, og bifreið hans tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta er hér með tilkynnt öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn í Keflavík, 27. apríl 1959. Alfreð Gíslason HAPPDRÆTTISLÁN f. í TRYGGIÐ YÐUR HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF STRAX í DAG — Ldtið ekki happ úr hendi sleppa — 'k k 255 Vinningatr að verðmæti 380 þús. kr. 102 Aukavinningar (aðeins þetta eina skipti) þar á meðal: Flugferð til Parísar fyrir tvo ásamt hálfsmánaðar dvöl. Flugferð til Kaupmannahafnar fyirir tvo ásamt hálfsmánaðar dvöl. Happdrættisskuldabréfin kosta aðeins 100 kr. og verða endurgreidd 30. des. 1963 með 134 kr. Happdrættisskuldabiréfin fást hjá öllum afgreiðslum félagsins og flestum bönkum og sparisjóðum y/f/rem /CJF/A jVjOA //?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.