Morgunblaðið - 31.05.1959, Qupperneq 1
24 siðuti
<6. árgangnr
119. tbl. — Sunnudagur 31. maí 1959
Prentsmiðja MorgunblaSstaM
Fáheyrðar ásakanir tyrr-
verandi samstarfsmanna
Ekki fur&a þótt sam-
starfið endaði illa
Almenningur verður að fá skýrslu um
rannsókn olíumálsins
armenn vilji svæfa þetta mál, er
því bæði fávísleg og illkvittin.
Hún verður aðeins einum aðila
til minnkunar, og sá aðili er
Alþbl. sjálft".
Frekari svör hefur Tíminn ekki
birt við ásökunum Alþýðublaðs-
ins, þrátt fyrir gefið tilefni, þang-
að til í gær, að aftur er vikið að
málinu í svohljóðandi smágrein:
FULLYRÐINGAR um sekt
manna eða sýknu á meðan
rannsókn og meðferð afbrota-
mála stendur yfir og dómur
er enn ekki genginn, eru ætíð
varhugaverðar. í þessu felst
engan veginn, að ætíð sé rétt
að halda rannsókn leyndri fyr
ir almenningi. Þvert á mótí
má ekki gera það, nema knýj-
andi ástæður séu til, og stund-
um kann að vera óverjandi
annað en gefa almenningi
skýrslu um mál, þó að rann-
sókn standi enn yfir.
Ferlegar aðdróttanitr
Um þessar mundir hamast hin-
ir fyrrverandi samstarfsmenn í
V-stjórninni við að bera hvern
annan fáheyrðum sökum. Þjóð-
viljinn heldur því t. d. blákalt
fram þessa dagana, að Alþýðu-
blaðið hafi að undanförnu verið
gefið út fyrir fé, sem aflað hafi
verið með refsiverðum hætti og
nú síðast hafi sjálfur utanríkis
og fjármálaráðherra landsins haft
milligöngu um fjárútvegunina.
Er að vísu ekki berum orðum
sagt, en gefið í skyn með þeim
hætti, að enginn getur villzt um
við hvað er átt, að utanríkisráð
herra hafi fengið það fé, sem
hann er sagður hafa aflað, úr
sjóði Bandaríkjastjórnar hér á
landi. Ásökunin verður sízt
mildari fyrir það, þó að þannig
sé orðað, að höfundur hefur auð-
sjáanlega ætlazt til, að ekki yrði
komið fram ábyrgð gegn honum
fyrir aðdróttanir hans.
Svo ferlegar sem þessar að
dróttanir eru, þá eru ásakanir
Alþýðublaðsins gegn foringjum
Framsóknarflokksins þó sízt við-
urhlutaminni. Þar er þeim borið
á brýn að hafa efnt til stjórnar-
kreppunnar í vetur og hagað að-
gerðum sínum við tilraunir þær,
sem gerðar voru til nýrrar stjórrx
armyndunar með það fyrst og
fremst fyrir augum, að fá í hend-
ur dómsmálastjórn á Keflavíkur-
flugv. í því skyni að geta stöðvað
rannsóknina, sem þá var hafin
út af framferði dótturfélaga SÍS,
þeirra er fást við innflutning og
verzlun með olíu. Orðrétt sagði
Alþýðublaðið um þetta 23. maí
sl. undir fyrirsögninni:
„Takmark
F ramóknarmanna“
„Nú höfðu þau tíðindi gerzt
suður á Keflavíkurflugvelli, sem
höfðu megináhrif á viðhorf Fram
sóknarmanna, að hafin var rann-
sókn á starfsemi Olíufélagsins og
HÍS á flugvellinum. Mundu for-
ystumenn Framsóknar vel fyrri
olíumál og voru alvarlega skelk-
aðir við fleiri slík skakkaföll.
Eina leiðin til að bjarga flokkn
um frá þessum hörmungum var
myndun ríkisstjórnar, þar sem
Framsóknarmaður færi með ut-
anríkismál og gæti stöðvað rann-
sóknina á flugvellinum. Þetta
gat orðið á tvennan hátt. 1) Með
því að Emil Jónsson endurvekti
vinstri stjórnina. Ef Alþýðu-
flokksmaður yrði þar forsætis-
ráðherra, hlyti utanríkisráðherra-
sætið eftir venjulegum reglum að
falla Framsókn í skaut. 2) Með
því að mynda þjóðstjórn allra
flokka. Þá mundi stærsti þing-
flokkurinn, Sjálfstæðismenn,
fara með forystu ráðuneytisins,
næststærsti þingflokkurinn fá ut-
anríkismálin en það er Fram-
sókn“.
Tíminn, sem er venjulega ekki
seinn til svars, lét þessum ásök-
unum þó ósvarað í næsta blaði
eftir að þær voru bornar fram,
en birti síðan svar í smágrein,
sem hófst á 7. síðu. Hvort sem
það er tilviljun eða ekki, heitir
aðalgreinin á þessari síðu: „Er
Sambandið auðhringur?“ með
fjögra dálka fyrirsögn. Er það
„útdráttur úr kafla úr nýlega út-
kominni bók eftir Benedikt
Gröndal: „Islenzkt samvinnu-
starf“. Eins og kunnugt er, þá er
Benedikt Gröndal nú ritstjóri Al-
þýðublaðsins, en var áður í þjón-
ustu SÍS og er því öllum hnútum
kunnugur. Smágrein Tímans
hljóðaði svo:
„Alþýðublaðið og olían
f áminnstri grein lætur Alþbl.
að því liggja að með þjóðstjórn-
arhugmyndinni hafi það eitt vak-
að fyrir Framsóknarmönnum, að
stöðva rannsókn olíumálsins.
Slík getsök er lubbalegri en svo
að um hana sé mörgum orðum
eyðandi. Framsóknarmenn hafa
enga löngun til að hilma yfir
neitt í sambandi við það mál. Ef
fyrir kemur að trúnaðarmenn
samvinnufélaga gerast sekir um
sviksamlegt athæfi, ber að refsa
þeim fyrir brotið. Tiigangur
samvinnufélaganna er þjónustu
við almenning. Þau hvorki vilja
samvinnufélaganna er þjónusta
sinni, sem mtsnota þann trúnað,
sem þeim er' sýndur. Það er al-
gerlega andstætt eðli samtak-
anna og tilgangi. Engum er þetta
ljósara en samvinnumönnum
sjálfum. Sú ásökun að Framsókn-
„Enn er smekkurinn
óbreyttur
Það er ekki ein báran stök fyr-
ir Alþýðublaðinu. Nú hefir það
orðið fyrir því óláni, að verða
aðalheimild Mbl. að gróusögum
um Framsóknarmenn. Mbl veit
sem er, að landsmenn þekkja
af langri reynslu aö vissast er að
taka með fullri varúð þeim póli-
tízku staðhæfingum, sem í því
birtast. Þess vegna þykir það
mikill hvalreki niðri í Mbl. höll
þegar Alþbl. birtir tilhæfulaus-
ar slúðursögur um Framsóknar-
menn og innbyrðir þær óðara.
Smjattar Mbl. þeim mun meira
Framh. á bls. 2.
Cenf
í GÆR var boðaður opinn fundur
utanríkisráðherra fjórveldanna í
Þjóðabandalagshöllinni í Genf.
Skyldi hann vera um kvöldið, en
þeð er í fyrsta skipti, sem slíkur
fundur er haldinn á laugardegi.
Sú skýring er á því gefin, að ráð-
herrarnir vilji hraða störfum til
að vinna upp töfina, sem varð af
Ameríkuferðinni.
☆
Þetta er apa-
ynjan „Able“,
sem var send út
í geiminn með
J úpitereldf laug-
inni. Hún komst
heil á húfi aftur
til jarðarinnar.
Geimíari talar v/ð blaðamenn
WASHINGTON, 30. maí. — Ap-
arnir tveir sem flugu út í geim-
inn og komust aftur til jarðar
heilir á húfi eru nú komnir til
Washington höfuðborgar Banda-
ríkjanna. í dag kölluðu þeir
blaðamenn á sinn fund og var sá
fundur mjög fjölmennur.
Aparnir leyfðu blaðamönnum
m. a. að leggja fyrir þá spurning-
ar, en þá kom því miður í Ijós, að
enginn blaðamannanna kunni
apamál og ekki var mögulegt að
útvega túlk í skyndi. Hefði það
þó verið mjög upplýsandi, ef
hægt hefði verið að fá ferðasög-
una af vörum apanna sjálfra.
Vísindamenn sem vxðstaddir
Leiðir til góðs bœði
í sveit og við sjó
f SMÁRITI, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið út um
kjördæmamálið eru birt stutt ummæli eftir þingmönnum
flokksins um hina nýju kjördæmaskipan.
Mun Mbl. geta þeirra á næstunni. Fara
hér á etfir ummæli Péturs Ottesen,
þingmanns Borgfirðinga, þess manns,
sem lengst hefur átt sæti á Alþingi allra
tslendinga, fyrr og siðar:
„Það er sannfæring mín, að kjördæma-
skipun sú, sem nú hefur verið sam-
þykkt Ieiði til góðs, bæði í sveit og við
sjó, og að þessi réttarbót og það aukna
samstarf, sem þar er efnt til styrki og efli starfsemi vora
á öllum sviðum þjóðlífsins."
voru fundinn skýrðu frá því, að
ekkert hefði enn komið fram sem
benti til þess að öpunum hefði
orðið nokkuð meint af ferðinni.
Þeir væru alveg eins og þeir
ættu að sér og hefðu beztu matar
lyst.
Dýraverndunarfélög í Ameriku
og Evrópu hafa sent Bandaríkja-
stjórn mótmæli vegna þess, að
apar hafi verið notaðir sem til-
raunadýr í geimferð. Telja félög-
in slíkt bera vott um vesaldóm
og deiglyndi mannkynsins að það
skuli nota saklausar skepnui i
lifshættulegar tilraunir.
Fischer og Tal efstir
Friðrik i 5.-6. sæti
LOKIÐ er biðskákum á skákmót-
inu í Zúrich og fara úrslit þeirra
hér á eftir:
6. umferð:
Fischer og Larsen jafntefli.
7. umferð:
Barcza vann Blau,
Larsen og Unzicker jafntefli.
8. umferð:
Keres vann Kupper,
Fischer vann Unzicker,
Dúckstein vann Barcza,
Blau og Gligoric ólokið.
★
Vinningsstaðan eftir átta um-
ferðir er þessi:
1.—2. Fischer og Tal 6% vinning
hvor,
3. Keres 6 vinninga,
4. Gligoric 5 vinninga og 1 biðsk.
5. —6. Friðrik Ólafsson og Barcza
5 vinninga hvor,
7. Unzicker 4% vinning,
8. —9. Bhend og Larsen 4 vinn-
inga hvor,
10.—11. Dúckstein og Donner 3í4
vinning hvor,
12.—13. Keller og Walther 3 vinn-
inga hvor,
14. Kupper 2 vinninga,
15. Blau 1 vinning og 1 biðsk.
16. Dr. Nievergelt Vz vinning.
Sunnudagur 31. maí.
Efni blaðsins m.a.:
Bls. 3: Ungt fólk og alvara lífsins. —•
(Kirkjuþáttur).
Samtal við sjötugan HornfirS-
ing.
— 6: Berlín (2. grein).
— 8: Drangey.
— 10: Fólk í fréttunum.
— 12: Forystugreinin: „Blómlegur
landbúnaður er hagsmunamál
alþjóðar**.
Rauði-Krossinn 100 ára (Utaa
úr heimi).
— 13: Reykjavíkurbréf.
— 15—16: Barnalesbók.