Morgunblaðið - 31.05.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.05.1959, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 31. maí 1959 Francesco nokkur Gasparinl segir: Það var ég sem fann upp skrímslið í vatninu Loch Ness. Sumarið 1933 var lítið um að vera í Lundúnaborg, að því er hann segir, og ládeyða í stjórn- noálunum. Gasparini var þá frétta ritari fyrir kvöldblað eitt og átti að síma inn eina góða frétt á hverju kvöldi. Þá las hann dag einn í tveggja mánaða gömlu Glasgow-blaði, að einhver hefði veitt skrýtinn fisk í Loch Ness. Hann gerði svo úr skrýtna fiskin- um heila ófreskju. Ritstj. blaðsins heimtaði framhaldsfrétt, frétta- ritarar streymdu að og vísinda- menn skipuðu skepnunni í ákveð- inn dýraflokk. Árið eftir birti Daily Mail mynd af skrímslinu. Og enn þann dag í dag neita menn að trúa því sem Gasparini heldur fram, að hann hafi búið skepnuna til. Einhver bezta lyga- saga 20. aldarinnar þrjóskast við að deyja. Meðfylgjandi mynd sýnir póst- kortið, sem ferðamönnum er selt við Loch Ness, og á það að vera mynd af þessari furðuskepnu. EINN frægasti „tízkukóngur" Itala er Emilie Schuberth, bú- settur í Róm. Meðal fastra við- skiptavina hans eru svo frægar konur sem hertogayngjan af Windsor, Gina Lollobrigida, Sop- hia Loren og Martine Carol. Hann hefir nýlega látið sér um munn fara nokkrar athugasemdir um klæðnað Margrétar Englands prinsessu, sem vakið hafa gremju í Bretlandi — ekki sízt meðal „tízkukónganna" berth segir, sé gamaldags í klæðaburði — fylgist alls ekki með tímanum. Ég vil láta hana breyta algjör- lega um „stíl", sérstaklega hvað snertir hatta, skó og veski. — Hann lætur ekki sitja við gagnrýnina eina, heldur hefir hann lagt fram tillögu um það, hvernig hann telur, að prins- essan eigi að klæðast — og til- lögunum beinir hann til hinna ensku starfsbræðra sinna. Þeir kváðu hins vegar ekki vera sérlega hrifnir af afskipta- semi Schuberths — en vilja fátt um tillögur hans segja. — Ég get ekkert um það sagt. En hver er eiginlega þessi Schuberth? sagði Victor nokkur Stiebel í Mayfair. Meðfylgjandi mynd af Mar- gréti prinsessu er tekin, er hún kom til tízkusýningar í London fyrir skömmu — klædd nær skó- síðri minkakápu, svörtum skóm — og með brúnt veski. FYRIR skömmu beindi austur- rískt blað þeirri spurningu til les enda sinna, hvaða Austurríkis- mann þeir teldu hafa stuðlað mest að því — fyrr og síðar — að varpa Ijóma á nafn landsins í augum heimsins. Almenn þátttaka var í skoðana könnun þessari — og það lék enginn vafi á um úrslitin. — tveir menn fengu svo að segja jafnmörg atkvæði, tónsnillingur- inn Wolfgang Amadeus Mozart og — skíðakappinn Xoni Sailer. Austurríkismenn virðast ekki vilja gera upp á milli andlegs og líkamlegs atgervis. Dr. Salazar, einvaldi Portu- gals, telur sig víst hafa efni á því að gera góðlátlegt grín að stöðu einvaldans, því að þetta kvað vera eftirlætissagan hans: Einvaldi nokkur vildi gjarnan kynnast því af eigin raun, hvað fólk segði um hann sín á milli, og því fór hann að dæmi kalíf- ans fræga. Har- ún-al-Rachid, dulbjó sig vendi lega og gekk út í borgina. Hann fór inn í veit- ingahús, og var brátt kominn í einn gestanna. Er þeir höfðu skálað nokkrum sinnum í mestu vinsemd, spurði hann manninn, hvernig honum líkaði við einvaldann. — Mann- garmurinn leit fyrst hræðslulega í kringum sig, en þegar hann hafði fullvissað sig um, að eng- inn var nógu nærri til að heyra til þeirra, sneri hann sér bros- andi að hinum dulbúna einræðis- herra og hvíslaði: — Ef ég á að segja alveg eins og er, þá geðjast mér bara prýði- lega að karlinum. AKRANESI, 28. maí. — Radar- tæki eru nú komin í þrjá báta Haraldar Böðvarssonar & Co, og komið er sjálfstýristæki í einn bát, Höfrung. Hér hafa verið tvö fisktökuskip, og er annað þeirra Henry Denny, hollenzka skipið, sem svo mjög kom við sögu fyrir um það bil mánuði, er það lenti í hrakningum í hafi a leið hingað. Hér tók skipið frysta síld til A-Þýzkalands. — Oddur. Glæsileg kjallaraíbúð til leigu íbúðin er 3 herb., eldhús og bað á bezta stað bæjar- ins nálægt Tjörninni. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjudag merkt: „Rólegt — 9082“. Verzlun til sölu Einhver bezta nýlenduvöruverzlun og kjötverzlun í Reykjavík er til sölu. Húsnæðið selst með, ef um mikla út- borgun etr að ræða. Þeir, sem hug hefðu á þessum kaupum, leggi nöfn sín inn á afgreiðslu blaðsins fyrir n.k. fimmtudag merkt: ,,Stór verzl- un — 4477“. Tiifooð öskast í utanhúsmúrhúðun á raðhúsum við Langholtsveg. Nánari upplýsingar gefur GOTFRED BERNHÖFT Símar 15912 og 13499. í fréttunum Byrjað er <S byggingu II. deildar. fáum íbúðum óráðstafað. Upplýsingar alla daga vikunnar k/. 20,30 til 22,00 á skrifstofunni að Flókagöfu 3 II. h. - Sími 19 7 03. Byggingasamvinnufélagið F r a mt a k

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.