Morgunblaðið - 31.05.1959, Page 6

Morgunblaðið - 31.05.1959, Page 6
f MORZTJISBLAÐIÐ Sunnudagur 31. maí 1959 Berlín II: 1. MAÍ 1959 verður áreiðanlega minnisstæður öllum, sem voru viðstaddir fjöldafundinn á Lýð- veldistorginu- í Vestur-Berlín. Veðrið þennan dag var eins gott og frekast varð á kosið, alheiður himinn og steikjandi hiti. Strax um morguninn gat að líta hóp- göngur víða í borginni. Ýmiss konar samtök gengu fylktu liði undir fánam og kröfu-spjöld- um, sem báru margs kyns áletranir. Allir þessir hópar gtefndu að einum punkti í borg- Frá fjöldafundinum á Lýðveldistorginu í Vestur-Berlín 1. maí sl. 1 baksýn til vinstri sést ræðupallurinn og „víravirkið" með áletr- uninni „Berlin bleibt frei“. Svipmyndir frá 1. maí í Willy Brandt innl, Lýðveldistorginu fyrir framan ríkisþinghúsið, steinsnar frá járntjaldinu. Þetta „torg“ er raunar ekki ann að en víðáttumikið sandflæmi, þaðan sem rústirnar úr stríðinu hafa verið hreinsaðar. Þar var búið að koma upp viðamikium vestri og austri palli með ræðupúlti og sætum fyrir tignargesti. Bak við hann gnæfði geysihátt „víravirki“, þar sem skrifað stóð stórum, hvítum stöfum „Berlin bleibt frei“ (Berl- ín verður áfram frjáls). Mannfjöldann dreif að í stríð um straumum úr þremur áttum, og von bráðar var torgið þakið í mislitu mannhafi, mesta fólks- fjölda, sem safnazt hafði saman í sögu Berlínar. Mönnum taldist svo til að um 600.000 manns hefðu tekið þátt í fjöldafundinum. Táknvís líkneskja Meðan beðið var eftir því að allar hópgöngurnar kæmust á á- fangastað, litaðist ég um. 1 austri „blasti við“ hið ósýnilega og þó Myndin sýnir fond ,verkamanna“ í Austur-Berlín 1. maí sl. Það voru hersveitir kommúnista, sem settu mestan svip á hann. skrifcir úr daalena lifimi Fékk yfir sig forargusu FOKVONDUR ökumaður kom að máli við Velvakanda og hafði sögu að segja. Hafði hann farið í nýja bílnum sínum suðu.r til Grindavikur á dögunum. ■— Skyndilega kom í ljós stærðar steinn á veginum rétt fyrir fram an bílinn. Sást steinninn ekki fyrr en komið var það nærri honum og hvorki var hægt að hemla né víkja til hliðar og rann bíllinn beint á steininn og beygi aðist að framan. Fór nú ökumaðurinn út úr bílnum til að losa steininn og velta honum af veginum, en hægra megin við bílinn var djúpur forarpollur. Meðan hann er þarna að bjástra víð steininn óku tveir bílar fram hjá. Hægðu þeir ekki á ferðinni, en renndu í pollinn við bílhliðina á þetta 60 til 70 km hraða og er þeir voru komnir fram hjá sá hvorki í ökumann né bíl hans fyrir for og óþverra. Var hann að honum mjö greiður yfir þeirri útreið, sem hann hafði fengið og þótti lítið koma tii ökumenningar bíl- stjóra þeirra, er hlut áttu að máli. Þríbrutu umferðarlögin ¥7'ELVAKANDA finnst ekki kyn « þó maðurinn væri sár, enda hér um að ræða mjög ámæl isverða framkomu bílstjóra. Það mun vera grein í ökulögunum þess efnis, að bílstjórum sé skylt að staðnæmast ef þeir koma að bíl á vegum úti, sem virðist ekki í lagi. í öðru lagi ber auðvitað hverjum bílsíjóra skylda til að hægja á ferðinni bæði þegar ekið er framhjá farartæki, sem stend- ur á veginum og eins er þeir aka yfir poll, þannig að þeir eigi á hættu að skvetta óhreinindum á aðra. Hér hafa því umrædd- ir bílstjórar brotið minnst þrjú „paragröff" umferðalaganna í einu og því ekki að furða þó það athæfi þeirra væri tekið illa upp. Þá er hitt atriðið, sem henti vin vorn, þ. e. steinninn á veg- inum. . Það er algengt að sjá steina, oft stærðar hnullunga, liggja á fjölförnum þjóðvegum hér á landi og aldrei virðist nokkrum bílstjóra detta í hug að stanza til að ryðja steinunum úr vegi. Hver hugsar um það eitt að komast leiðar sinnar sjálfur, en menn skeyta minna um þó steinn, sem þeir gætu tekið upp af götunni, eigi kannski eftir að verða næsta manni að aldurtila. Rétt að velta steinum af veginum strax. NÚ er sumarið komið og brátt taka bifreiðar að pjóta um alla þjóðvegi landsins. Þjóð/ega kerfi okkar er langt og kostar mikið að halda því við svo vel sé, enda eru víða steinar á veg- unum. í sumar mun oft mega sjá bílstjóra krækja fram hjá þess- um steinum án þess að taka á sig það ómak að staðnæmast til að velta þeim úr vegi. Síðar koma aðrir, sem ekki sjá steinana í tíma og lenda á þeim, skemma farartæki sín og meiða sig sjálfa. Þannig henda slys, sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Það eru einnig margir steinar á þjóðvegum lífsins, sem getur verið hagkvæmt að velta úr vegi í stað þess að reyna að aka fram hjá þeim. Meðan þeim er ekki velt út fyrir veginn, stafar sífellt af þeim hætta og þeir geta, er minnst varir, valdið slys- um og tjóni. Því er gott að hafa í huga þá, sem eiga eftir að fara veginn og ekki er víst að sjái steinana í tima. ★ Það aru einnig margir forar- pollar á vegum mannlífsins. Það er einnig þreföld lagaskylda að hægja ferðina og aka gætilega er við förum yfir þá Það er ekki víst að aurinn, sem við kunnum að sletta úr þeim yfir samferða- men nokkar, náist af fötum beirra í nokkurri hreinsun. alltof áþreifanlega járntjald, sem gert hefur Berlín að tveim and- stæðum pólum. Rétt vestan við „tjaldið" stóð hið sögufræga rík- isþinghús að hálfu í rúst. Það var ekki endurreist af nazistum eftir brunann fræga, en nú var það umkringt vinnupöllum, og er ætlunin að lagfæra það. Rétt sunnan við ríkisþinghúsið grillti í Brandenborgarhliðið, og ekki langt þar frá stóð gríðarstór stein líkneskja af hermanni, sem var umkringdur brynvögnum og stórskotaliðsbyssum af ýmsum gerðum. Þetta er minnismerki um Rauða herinn og stendur inni í Vestur-Berlín. Um það er jafn- an rússneskur hervörður. en þenn an dag höfðu Bretar sent þangað liðsauka til að „vernda" líkn- eskjuna. Það vorU einu hermenn- irnir, sem ég sá í Vestur-Berlín. Rauði hermaðurinn stóð á stalli sínum þennan dag í steingerðri þögn og sneri baki í það sem fram fór á Lýðveldistorginu. Það var eitthvað táknrænt við þessa líkneskju, þar sem hún stóð og sneri sér undan mannfjöldanum, sem var kominn hér saman til að árétta frelsisvilja sinn. í vestri blasti svo við okkur mjög nýtízku leg bygging, „Congress Hall“, sem Bandaríkjamenn gáfu Berl- ínarbúum fyrir tvelmur Srum. Þetta er ein helzta menningar- miðstöð borgarinnar; þar fara fram hljómleikar og ýmiss konar fundahöld. Sundurleit kröfuspjöld Mannhafið er sífellt að þétt- ast. Fánar bærast naumast í still- unni, en kröfuspjöldin láta mikið til sín taka, enda mörg þeirra stór og fjörlega máluð. Þar má lesa margar og sundurleitar á- letranir, eins og t.d. „Eining Evrópu tryggir frelsi okkar“, „Samninga við Pólland", „Niður með nýlendustefnuna", „Niður með heimsvaldastefnuna“ og „Disengagement“ (mér var aldrei fullljóst í hvaða merkingu þetta fræga orð var notað í Berl- ín). Hér er sýnilega enginn hörg- ull á ólíkum sjónarmiðum, þó allir séu sammála um kjörorð dagsins, sem blasir við manni á kröfuspjöldum í öllum áttum: „Berlin bleibt frei“. Á nokkrum spjöldum getur að líta skop- myndir af Krúsjeff með skýr- ingunni „Frelsari Berlínar“. íbú- ar þessarar borgar hafa alla tíð verið annálaðir fyrir kímnigáfu. Eins og járnið Þegar klukkan var hálfellefu tóku ræðumennirnir til' máls. fyrstur talaði forseti Verkalýðs- sambandsins í Vestur-Berlín, Scharnowski. Hann sagði m.a. að Rússar mættu hafa það hugfast, að Berlínarbúar væru sama eðlis, Framh. á bls. 23. Minnismerkið hjá Tempelhof-flugvellinum í Vestur-Berlín u „loftbrúna" 1948, þegar Berlín var einang.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.