Morgunblaðið - 31.05.1959, Síða 13
Sunnudagur 31. mal 1959
MORCVNBLAÐID
13
Nú er kjósenda að ákveða hverjir taka sæti í þessum sal.
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugard. 30. maí
Andlát Dulles
Andlát Dulles, fyrrverandi ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna,
kom engum á óvart. Eins og af-
sögn hans bar að, var þá þegar
því miður ljóst, að dauða hans
mundi skammt að bíða. Nú er
ævi hans lokið. Hann fær hrós,
jafnvel úr ólíklegustu áttum.
Gromyko, utanríkisráðherra
Rússa, gerir sér för vestur um
haft til að fylgja honum til grafar
og segir: „Dulles var óviðjafnan-
legur, bæði sem stjórnmálamað-
ur og diplomat". Víst er þetta
mikið hrós frá einum helzta and-
stæðingi Dulles á alþjóðavett-
vangi. Allir eru nú sammála um,
að hann hafi hin síðari ár verið
sterkasti málssvari frelsisunnandi
þjóða. Og Rússar hafa manndóm
til að viðurkenna, að þeir meti
meir einarðan andstæðing en
hálfvelgju og hik.
Um framúrskarandi hæfileika
Dulles verður ekki deilt. íslend-
ingur, sem oft hefur verið á
fundum með Dulles, sagði við
þann, er þetta ritar, að ætíð þeg-
ar Dulles talaði yrðu menn á
hann að hlusta, ekki einungis
vegna þess að hann væri frá hinu
voldugasta stórveldi, heldur og af
hinu, að hann hefði ætíð eitt-
hvað af viti til mála að leggja
umfram aðra.
Mikil ábyrgð
Um einstakar athafnir Dulles
hefur verið og verður deilt. Enn
er of snemmt að kveða upp heild-
ardóm um verk hans. Dómurinn
verður einkum undir því kom-
inn, hvort metið verður, hvort
þokað hafi í áttina fyrir sigur
frelsisins og mannréttinda í
heiminum á síðustu árum eða í
þeim efnum hafi orðið að láta
undan ásókn einræðisafla. Er þó
mat á þvi ekki einhlítt, því að
þar koma einnig til greina tæki
og möguleikar hvors aðila um
sig til að koma máli sínu fram.
Ábyrgð Bandaríkjamanna er
mikil. Þeir eru forystumenn
frjálsra þjóða og utanríkisráð-
herra þeirra hlýtur að vera aðal-
talsmaður frelsis í heiminum. At-
burðirnir í Ungverjalandi og
Súez urðu á sínum tíma, hvor
með sínum hætti, frelsisunnandi
þjóðum verulegt áfall. Að vísu
má segja, að hlutur Breta í Súez
hafi orðið lakastur og ekkert
hafi verið unnt að gera Ungverj-
um til hjálpar. En því mun ekki
gleymt, að áður höfðu Banda-
ríkjamenn mikið talað um að
frelsa þyrfti þjóðirnar í Austur-
Evrópu undan oki kommúnista.
E. t. v. var þar ætíð um tómt
mál að tala, en gæta verður þess
að vekja ekki falskar vonir
þeirra, sem í þá ógæfu hafa lent
að verða seldir undir ok komm-
únista.
Fimclur ulanríkis-
ráðheri a í Genf
Hlé var gert á fundi utanríkis-
ráðherranna í Genf vegna þess,
að þeir fóru allir vestur um haf
til að fylgja Dulles til grafar. Er
nú sagt í fréttum, að menn von-
ist eftir, að eitthvað fari að þoka
í áttina og virðast þó allir telja
það ólíklegt nema ráðherrarnir
hefji einkaviðræður sín á milli
Hingað til hefur þó ekki orðið
mikið gagn að slíkum einkavið-
ræðum, enda hefur leyndin yfir
þeim ekki reynzt órjúfanleg. —
James Réston, einn bezti blaða-
maður New York Times, segir
svo í grein, sem hann ritaði í
blað sitt um síðustu helgi:
„Jafnvel áður en utanríkisráð-
herrarnir fjórir komu, ásamt að -
alaðstoðarmönnum sínum, saman
á fimmtudagskvöld í húsi Hert-
ers, utanríkisráðherra, utan við
Genf tii að borða saman „í ein-
rúmi“, var fyrirfram tilkynnt, að
blöðunum mundi síðar um kvöld-
ið gefið yfirlit um hvað gerðist.
I þessu felst óhjákvæmilega að
allt sem er sagt, jafnvel í einka-
viðræðum, verður vandlega að
vera miðað við fyrirsagnir blað-
anna á morgun“.
Fyrr í grein sinni segir Reston:
„Utanríkisráðherrar Bandaríkj
anna, Bretlands, Frakklands og
Sovétríkjanna, hafa verið hér í
hálfan mánuð. Yfrið nóg hefur
verið af þeim að segja í fréttum,
en þeim hefur ekkert miðað
áfram, og hér um bil hið eina,
sem þeir hafa sannað, er, að búið
er að gera minna úr samninga-
listinni en nokkurn hefði grunað.
— — Sannleikurinn er sá, að
hér um bil öllu er hér þannig
fyrir komið, að raunhæfir samn-
ingar og samkomulag verður ó-
mögulegt. Allt, sem sagt er og
gert á formlegum fundum í höll
Þjóðabandalagsins, er skrifað
niður og opinberlega tilkynnt
1200 fréttamönnum, sem bíða við
dyrnar'*.
„Fleslum leiðast
fréttirnar
frá Genf“
Síðar í grein sinni segir Reston:
„Eftir er að koma sér að því að
hefja raunhæfa samninga. Það
hefur ekki orðið hér að þessu
sinni og það er ekki líklegt að
verða seinna á árinu á fundi
æðstu manna, ef hann verður
haldinn í sama háreisti. Það er
vel gert af stórmenninu að láta
fréttamenn fá allar þessar fregn-
ir og við metum það, þó að öllum
öðrum leiðist fréttirnar frá Genf.
En ef til vill væri betra, ef stór-
mennið færi eitt á bát, og skildi
okkur eftir við að athuga fugla-
lífið þangað til þeir hefðu a. m. k.
einu sinni talað alvarlega sam-
an“.
E. t. v. hefur nú í vesturförinni
gefizt færi til slíkra samtala, og
er þá vel farið, þó að tilefni far-
arinnar væri ekki ánægjulegt.
Umsögn Restons er rakin hér,
bæði vegna þess að hún er merki
legt vitni um, hvernig einn
fremsti blaðamaður heims metur
samningahorfur í hinum mestu
vandamálum og vinnubrögðin
sem beitt er. En einnig vegna
þess að við íslendingar getum
nokkuð af þessu lært.
Tækifæri glalað
Islenzka ríkisstjórnin hefur
bæði nú og fyrr frá því að í odda
skarst út af landhelgismálinu
hörmulega vanrækt að kynna
mál okkar á erlendum vettvangi.
Jafnvel þeir, sem okkur hafa ver-
ið vinsamlegir, sýnast ekki hafa
aflað sér eða getað aflað sér
réttra upplýsinga um viðhorf
málsins. Vegna ástandsins inn á
við hefur utanríkisráðherra ekki
treyst sér til að fara hvorki á
fund Atlantshafsráðsins í París
fyrir jólin né nú í apríl í Was-
hington. Þar voru þó beztu tæki-
færin til að koma máli okkar til
vitundar fleiri en það ella nær til.
Því að þótt ráðsfundirnir séu
kallaðir leynilegir, bíða þar eins
og í Genf ætíð fréttamenn við
dyrnar, sem fá vitneskju um allt
markvert, er við hefur borið. —
Einmitt það að senda embættis-
mann í stað ráðherra sjálfs, var
þess vegna til þess lagað að
koma mönnum á þá skoðun, að
málinu væri ekki fylgt eftir af
fullri festu. Einkanlega geta þó
tækifærin, sem gefast til einka-
viðræðna, þrátt fyrir allan frétta-
burðinn, orðið ómetanleg. Með
þeim er hægt að afla stunðings,
sem ella er ófáanlegur. Þá að-
stöðu getur enginn notað annar
en utanríkisráðherra.
„Mikilvægasti
atburður
í Albaníu64
Islendingar verða ekki upp-
næmir, þó að þeir hitti erlent stór
menni eða mestu valdamenn
heimsæki land okkar. Flestum
þykir sjálfsagt að taka hæversk-
lega á móti slikum mönnum, og
var þó á sínum tíma ráðist á þá-
verandi utanríkisráðherra fyrir
að hann skyldi fara til Keflavík-
ur til að heilsa upp á Marshall,
þáverandi utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, eftir að heimsókn
hans til landsins, að vísu aðeins
í nokkra klukkutíma, hafði verið
tilkynnt. Slík minnimáttarkennd
er nú úr sögunni. Vel var tekið
á móti Eisenhower, er hann kom
hér við í för sinni til fundar
æðstu manna í Genf á sínum
tíma, og víst höfðu Islendingar
gaman af heimsókn Churchills á
stríðsárunum. Sú heimsókn hef-
ur m. a. s. kennt okkur að taka
með hæfilegri varúð sumum af
frásögnum hins mikla manns,
eins og þegar hann segist í þeirri
heimsókn eiga hugmyndina að
lagningu hitaveitu Reykjavíkur!
Okkur er þess vegna með öllu
framandi sá þrælsótti, sem lýsti
sér í orðum mesta valdamanns
Albaníu, er ICrúsjeff kom þangað
í heimsókn á dögunum, en þá
kallaði Albaninn heimsókn Krús-
jeffs „mikilvægasta atburð í
sögu Albaníu"!
Einmitt vegna þess, að þvílíkur
þrælsótti er tslendingum fjarlæg-
ur, þá er sá aðgangur að helztu
ráðamönnum, sem við fáum með
veru okkar í Atlantshafsbanda-
laginu ómetanlegur. Valdahlut-
föllin í heiminum breytast ekki
milli bandalagsþjóðanna, þó að
fulltrúar þeirra sitji allir við
sama borð. En ef menn hafa
kjark, vit og þolgæði til að flytja
mál sitt á réttan veg, liggur í
augum uppi sá styrkur, sem Is-
landi, þar sem hin langminnsta
þjóð býr, er fenginn með veru
sinni í Atlantshafsbandalaginu.
Eiga íslendingar
að hverfa úr
bandalagi Samein-
nðu þjóðanna?
Þjóðviljinn segir raunar hinn
26. maí, um landhelgisdeiluna og
Atlantshaf sbandalagið:
„Einu rökréttu viðbrögð Islend
inga eru að horfast í augu við þá
staðreynd, að Bretar hafa brotið
stofnskrá bandalagsins á okkur.
Eftir það er aðeins tvennt til frá
sjónarmiði þeirra manna, sem
trúðu á hinn fagra tilgang banda-
lagsins: Annað hvort víkja Bret-
ar úr þessu bandalagi eða íslend-
ingar gera það. Þetta hefðu ís-
lenzk stjórnarvöld átt að vera
búin að tilkynna bandalaginu
fyrir löngu“.
Óneitanlega brýtur þessi boð -
skapur gersamlega í bág við það,
sem Lúðvík Jósefsson hamraði á
sl. haust, að landhelgisdeilan
kæmi Atlantshafsbandalaginu
ekki neitt við. Enda hafa komm-
únistar stöðugt harðneitað því, að
málið væri kært fyrir Atlantshafs
ráði. Þar með hafa þeir svipt sig
möguleikanum til þess að halda
því fram, að bandalagið hafi
brugðizt. En fyrir kommúnistum
vakir hvorki það, hvað stenzt
með réttum rökum, né hvað
kann að vera heillavænlegast fyr
ir landhelgismálið sjálft, heldur
hitt að reyna að vekja fjandskap
gegn bandalagsþjóðum okkar og
bandalaginu sjólfu.
En vel á minnzt. Bretar hafa
ekki síður brotið stofnskrá Sam-
einuðu þjóðanna en stofnskrá
Atlantshafsbandalagsins. — Af
hverju bera kommúnistar ekki
fram kröfu um, að við hverfum
úr hópi Sameinuðu þjóðanna? Er
skýringin e. t. v. sú, að Rússar
og leppríki kommúnista eru þar
meðlimir, og flokksdeildin hér sé
enn ekki úrkula vonar um að
koma okkur í þá lítt öfundsverðu
fylkingu?
„Maður lemur ekki
hund sem liggur46
Sagt er að Krúsjeff hafi ný-
lega rætt um rússneska rithöf-
unda og þá vitnað í Maxim Gorki
á þessa leið:
„Láti óvinurinn ekki undan,
......... ............ ■ —' .'
I
verður að ganga milli bols og
höfuðs á honum“.
I framhaldi þessa bætti Krús-
jeff sjálfur við:
„Það er til góður málsháttur:
Maður lemur ekki hund, þegar
hann liggur. Ef einhver óvinur
lætur undan í hugsjónabarátt-
unni og viðurkennir, r ð hann sé
sigraður, og ef hann lætur í ljós
vilja til að gera það, sem rétt er,
þá eigum við ekki að hegna hon-
um. Við verðum í stað þess að
skilja hann, rétta honum bróður-
hönd, svo hann geti staðið upp
og unnið með okkur".
Þarna er kommúnistum rétt
lýst, ekki Krúsjeff einum, heldur
öllum þeim hóp, sem þykist hafa
meðtekið hin háfleygu vísmdi
marxismans og þar með fundið
óskeikular reglur til að stjórna
heiminum. Þesir menn lita í raun
réttri á alla aðra sem hunda,
þeir vilja gjarnan vera góðir við
þá og hæna þá að sér með því
að fleygja í þeim beinum, ef svo
vill verkast, en í st&ðinn krefjast
þeir skilyrðislausrar hlýðni.
íslendingar fá aldrei full þakk-
að, að vera ekki búsettir þar á
hnettinum, sem því líkir stjórnar
hættir ráða. Þó að við séum fáir,
þykjumst við vera jafngóðir öðr-
um og viljum ekki una því að
traðkað sé á rétti okkar. En þó
að seint gangi megum við gæta
okkar gegn því að hlaupast sjálf-
ir úr samfélagi frjálsra þjóða og
í þann hóp, þar sem stjórnarregl-
ur Krúsjeffs ráða.
Ilvor er
inóðgaður ?
Líitið merki þessara stjórnar-
hátta sjáum við á íslandi nú, þeg-
ar erlendir sendimenn kommún-
ista hvað eftir annað hafa reynt
að hindra málfrelsi hér á landi.
f vetur var að tilhlutan rússneska
sendiráðsins höfðað refsimál
gegn Morgunblaðinu fyrir nokk-
ur ummæli á æskulýðssíðu þess,
þar sem ekki þótti nógu virðu-
lega talað um forseta Sovét-
Rússlands og sendiherra Rússa
hér. Ekkert kom þó fram annað
en það, sem á alþjóðarvitund er.
og aðalatriðið hafði raunar verið
tekið upp eftir fyrrverandi sendi-
herra Bandaríkjanna i Rúss-
landi, sem hafði frásögn sína eftir
hinum rússneska valdamanni
sjálfum.
Ofan á þetta bætast nú brigsl-
yrði tékkneska sendiráðsins til
utanríkisráðherra íslands. Hann
er í orðsendingu sendiráðsins
sakaður um ósannindi og móðg-
un. Þessi gífuryrði eru byggð á
því, sem Guðmundur f. Guð-
mundsson sagði 3. apríl sl.:
„í lok heimsstyrjaldarinnar
hafði heimskommúnismanum tek
izt að innlima viðáttumikil
landssvæði í valdasvæði sitt í
Evrópu og Asíu. Töldust þar til
--------Tékkóslóvakía.--------
Um vilja þessa fólks var ekki
spurt. Eftir styrjöldina tókst með
brögðum, valdi, stjórnlagarofum
og ógnunum að koma kommún-
istaflokkum, sem alls staðar voru
minnihlutaflokkar, til úrslita-
valda í —_------Tékkóslóvakiu
--------:. í öllum þessum lönd-
um hafa öll þegnréttindi veriS
afnumin og engir stjórnmála-
flokkar leyfðir nema flokkar
kommúnista“.
í Evrópu náði þessi þróun há-
marki sínu með valdaráni heims-
kommúnismans í Tékkóslóvakíu
í febrúar 1948.“
íslendingar eru sjálfir menn til
að meta, hvor hefur hér réttara
fyrir sér hið tékkneska sendiráð
eða utanríkisráðheri a íslands.
Má glata mörkuð-
um og verða einum
oí háður?
En af þesu tilefm gefnu er hollt
Framh. á bls. 14.