Morgunblaðið - 31.05.1959, Page 14

Morgunblaðið - 31.05.1959, Page 14
14 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 31. maí 1959 Dömur Ný sending frá New York: Blússur, sumarpils, sportbuxur í öllum lengdum, strandtöskur, innkaupatöskur og fl. Hjá Báru Austurstræti 14 Aðalfumdar Aðalfundur Nemendasambands Samvinnuskólans verður haldinn á nemendamótinu í Bifröst sunnudag- inn 7. júní kl. 10,00 f.h. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN Kbúð eða einbýlishús minnst 5 stór herbergi, óskast til leigu 1. október á rólegum stað, helzt í suðausturbænum eða við Ægissíðu eða nágrenni, fyrir þýzkan sendiráðsritara. Aðeins fullorðið í heimili. Afnot af garði æskileg, einnig bílskúr. — Tilboð, merkt: „Diplomat—9035“, sendist afgr. Mbl. Verð fjarverandi Um tveggja mánaða tíma. Gunnar Benjamínsson læknir gegnir læknisstörfum mínum á meðan. Við- talstími hans er kl. 4—5, nema laugardaga kl. 10—10,30. JÓNAS SVEINSSON SkrifstoíumaBur Eitt af stærstu innflutningsfyrirtækjum bæjarins, óskar eftir að ráða til sín skrifstofumann um tvítugt með verzlunarskóla eða hliðstæðu prófi. Framtíðarstarf. Umsóknir merktar:,, Skrifstofu- maður—9083“' óskast sendar afgr. Mbl. fyrir 10. júní. Skólagarkr Reykjavíkur hefja sumarstarfið 8 júní. Garðarnir eru fluttir í Aldamótagarðana við Hringbraut. Öllum börnum 10—14 ára er heimil þátttaka. Innritun fer fram í görðunum 2. og 3. júní frá kl. 1—5. Þátttökugjaldið, 150 krónur, greiðist við innritun GARÐYRKJTJSTJÓRI HRINGUNUM FRÁ — Reykjavíkurbréf Framh. af bls. 13. að rifja upp fyrir sér það, að ekki er hollt að verða neinum einum of háður. Hvert stefnt hef- ur verið í þeim efnum má m. a. marka af frásögn af aðalfundi Sölusambands íslenzkra fisk- framleiðenda, sem birt var hér í blaðinu hinn 28. maí sh: „Ennfremur skýrði formaður fró því, að unnt hefði veriö að selja stórum meira af saltfiski að þessu sinni en framleiðslan leyfði. Óskir lægju fyrir frá Grikklandi, Ítalíu og Jamica um frekara kaup á íslenzkum sait- fiski og unnt hefði verið að seíja meira magn til Portúgal, en ó- gerningur að verða við þeim ósk- um, Fiskur til þessara landa væri seldur í frjálsum gjaldeyri og því mjög óhagstætt fyrir þjóðar- búið, að ekki væri unnt að sinna þessum mörkuðum, og þá væri einnig mikil hætta á, að gamlir og traustir markaðir rýrnuðu að mun, er kaupendur þyiftu að leita til annarra aðila um kaup á þeim fiski, sem þeir áður hefðu fengið frá íslandi." „Oflæti Framsóknar66 En um leið og við minnumst ofiætis annarra og íhugum hætt- una við að verða oflætismönn- um of háðir, þá verðum við ekki síður að forðast að ala með okk- ur sjálfum þann hugsunarhátt, að meðhöndla megi aðra menn sem hunda, sem að vísu „megi ekki berja meðan þeir liggja", en krefjast eigi skilyrðislausrar hlýðni af, ef öðru hvoru er fleygt í þá beini. Nú þegar ganga skal til kosninga á ný, er eðlilegt, að menn renni huganum til banda- lagsins, sem Framsókn og Alþýðu flokkur mynduðu fyrir þremur ár um. Hvað, sem um bandalag þetta, Hræðslubandalagið, a5 öðru leyti verður sagt, var þá látið svo sem það væri gert milli tveggja jafn rétthárra flokka, sem þóttust með sameiginlegu ótaki ætla að vinna staríhæfan þingmeirihluta, er gæti tryggt landinu starfshæfa stjórn. Raun- in varð þó brátt sú, að annar að- ilinn í bandalaginu, Framsókn, tók sér þar húsbóndavaldið. Um það sagði í stórri grein í Alþýðu- blaðinu hinn 14. marz sl.: „Framsóknarmenn hafa undan farin ár oft miklast yfir því, að þeir geti eignað sér vissa þing- menn Alþýðuflokksins, sem kjörnir hafi verið með Framsókn aratkvæðum. í þessu felst oflæti, sem í sjálfu sér er ein orsök þess, að samstarf flokkanna varð ekki lengra en raun ber vitni." Þrátt fyrir það. að reynsla síð- Birgir Jónsson — Kveðja „Er þegar ungir öflugir falla, sem sígi í ægi sól að dagmólum". MÁNUDAGINN 1. júní verður til moldar borinn Birgir Jónsson, Álf hólsveg 47. Birgir var fæddur 28. júní 1947, en andaðist 24. maí sl. Hann var sonur hjónanna Jónu Sigurðardóttur og Jóns Andréssonar, Álfhólsveg 47, Kópa vogi. — Aðeins 11 ára, lífið gefur og tekur og virðist oft miskunn- arlaust. Þrátt fyrir allt sem mennirnir geta og þykjast vita, standa allir jafnfávísir gagnvart hinum hinstu rökum. Allir eiga þessa skuld að gjalda, en það er erfitt að sætta sig við, að sjá blóma æskunn- ar fölna svo skyndilega. Það var ekki að undra þó for- eldrarnir bindu miklar vonir við þennan fallega og alhliða vel- gefna dreng, því engum, sem þekkti til, duldist að þar var gott mannsefni. Þrótturinn og fjörið gneistaði úr augum hans og þegar hann var að leikum með jafnöldrum sinum, hafði hann alltaf forust- una. Mér er það fast i minni hvað hann var gerhugull og þráði að setja sig inn í hlutina og festa sér í minni það sem talað var um. Ásamt bernskuleikjunum hafði hann logandi áhuga á íþróttum og var merkilega góð- ur í skák af barni á hans aldri. Allt sem hann fékk áhuga fyrir, lá svo einkennilega opið fyrir honum. — En svo kom hinn banvæni sjúkdómur og heltók þetta efni- lega barn. Það var einskis manns að lækna þær undir, sem hér hafa opnast. Þrátt fyrir samhjálp, geta mennirnir svo sáraiítið hjálpað hverir öðrum á mestu örlaga- stundum lífsins, þá verður hver og einn að treysta á sinn eigin innra mátt. Þó lífið virðist oft miskunnar- laust, þá á það sín lífgrös, þau einu sem græða sárin, væri það ekki svo, mundu flestir bugast undir byrði sinni. Lífið gefur og græðir, jafnhliða því, sem það tekur. Ævi mannsins mætti líkja við festi, þar sem minningarnar eru dregnar á þráð, og það er þessi festi, sem er undirstaða lífs okkar. Jafnvel hinir dýpstu harmar, hefja okkur yfir smámunina og ylja þegar tímar líða. Birgir litli er horfinn sjónum okkar og ástvinir hans standa harmi losnir, en minninguna um litla fallega og velgefna dreng- inn, getur enginn af þeim tekið, hún mun verða sá sólargeisli sstn lýsir þeim út úr svartnætti sorg- arinnar. Þess mundi Birgir litli óska ef hann mætti. Halldór Pétursson. asta vetrar hefði átt að sannfæra Framsóknarbroddana um, að jafnvel nánustu bandamenn vildu ekki una slíku oflæti, gætir þess enn mjög í málflutningi Framsóknar. Framsóknaroflætið bar t. d. alveg ofurliði hógværð hins hagorða þingmanns Suður- Þingeyinga, Karls Kristjánsson- ar, í útvarpsumræðunum á dög- unum. Hið sama sést nú daglega í skrifum Tímans. Islendingar vilja ekki una slík- um aðförum, m. a. þess vegna hafa þeir, sem með vafasömum aðferðum ætluðu fyrir þremur árum að tryggja sér þingmeiri- hluta ásamt Framsókn, nú lagst á sveif með öðrum um að tryggja rétt sinn og annarra til jafn- réttis í kosningareglum til Al- þingis. Þá ósvinnu á Framsóku erfitt með að fyrirgefa. V erðlauna veiting Framsóknar Á sínum tíma var að þvi vikið hér í blaðinu, að svo væ-j að sjá sem Framsókn hefði efnt til sam- keppni um það. hver gæti skrifað vitlausustu greinina um kjör- dæmamálið í Tímann. Var þá bent á, að greinin, sem nefndist: „Afnám kjördæmanna felur í sér dauðadóm hins íslenzka lýðræð- is“, þar sem boðað var „fall og endalok hinnar íslenzku bænda- menningar“ ef réttlátari kjör- dæmaskipun yrði komið á, mundi hljóta verðlaunin. Þessi spá Morg unblaðsins hefur reynzt orð að sönnu. Einmitt höfundur þessar- ar greinar hefur verið kjörinn til þess að gerast ábyrgðarmaður að kálfi Tímans, sem nefnist Kjör- dæmablaðið. Það blað hefur „skrifstofur“ uppi á Njálsgötu hér í bæ. en er prentað í prent- smiðju Tímans, og á skrifstofu hans en ekki í „stoíurnar" uppi á Njálsgötu sækja þeir launin, sem starfa fyrir blaðið. - Utan úr heimi Framh. af bls. 12 styrjöld. Fyrir milligöngu hans var hrjáðum fórnarlömbum styrjaldarinnar úthlutað fæðu, lyfjum og fatnaði, sem nam að verðmæti meira en milljarð daía. Annað dæmi um hina víðtæku starfsemi er það. að i styrjöldinni sendi Rauði krossinn frá sér um 120 milljónir sendibréfa. En það er langt frá bví, að verkefni Rauða krossins séu ein- göngu bundin styrjöldum. Á frið- artímum er einnig nóg að starfa fyrir þá, er að líknarmáium vilja vinna — hjálpa bræðrum sínum, sem í nauðum eru staddn. — Og þeir eru því miður ætíð margir, sem neýðin sækir heim. — Þótt mennirnir kunni að sjá soma sinn í því að hætta að vega hver ann- an, er _nn eftir að ráða niður- lögum hungursins. sem víða veld- ur hörmungum; og enn kemur náttúran manninum í opna skjöldu — flóð, landsskjálftar, eldgos — og sjúkdómar hafa ekki heldur verið sigraðir. — Á meðan svo er, munu ætíð finnast næg verkefni fyrir Rauða krossinn — og hugsjónír Henri Dunants standa enn í fullu gildi. VORÐIJR - HVÖT - HEIMDALLUR - ÖDINN Almennur kjósendiafundur verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu þriðjudaginn 2. júní kl. 20,30 ræðuir flytja: Bjarni Benediktsson, ritstjóri; Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri; Jóhann Hafstein, banka- stjóri; Ólafur Björnsson, porófessor; Frú Ragnhildur Helgadóttir, lögfræðingur. Allt stuðningsfólk Sjálfstæðisfokksins velkomið Stjómir Sjálfstæðisfélaganna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.