Morgunblaðið - 31.05.1959, Page 20

Morgunblaðið - 31.05.1959, Page 20
20 MORCVNBLÁÐIÐ Sunnudagur 31. maí 1959 „Þá get ég líka fengið þér sjálfri bréfið um leið“, sagði hún, „úr því að þú ert hérna. — Einn Þjóðverjanna hefur látið sauma kjól hjá okkur handa vin- konu sinni og hefur þvaðrað allt mögulegt við það tækifæri. Þar að auki hefur hann keypt fatnað handa gömlu beljunni sinni í Þýzkalandi. Það hlýtur að vera meiri Teutónakerlingin. Ég get alveg ímyndað mér hana, mittis- vídd sjötíu og tveir og efri vídd eitt hundrað og fjörutíu". Um leið og hún segir þetta, ætlar hún að springa af hlátri. „Læð- an“ gat ekki komið neinu nið- ur, en Bleiher missti ekki lyst- ina þrátt fyrir það. þótt stúlk- unni lægi illt orð til Þjóðverja. Þegar hann hafði lokið við að matast, sagði hann: „Svona, nú skuluð þér fá mér bréfið, ungfrú. Þýzka lögreglan. Þér eruð tekin föst!“ Síðar spurði rannsóknardóm- arinn „Læðuna", hvort hún hefði ekki að minnsta kosti getað gef- þessari sýningarstúlku viðvör- unarmerki, og „Læðan“ lét bóka, að sýningarstúlkan hefði komið að borði þeirra þrátt fyrir viðvörunarmerki hennar. Bleicher fór með sýningar- stúlkuna út á Boulevard du Montparnasse og lét hana og „Læðuna“ fara upp í herbifreið, sem þar beið. Vagnstjórinn skyldi gæta fanganna. Því næst sneri Bleicher aftur, fór niður stigann, niður til snyrtiherbergj anna og spyr konuna, sem þeirra gætti og var með hvíta svuntu og hvíta hettu, hvort nokkur bréf hefðu komið fyrir utan bréfið frá Duvernoy þá um morguninn. Konan hafði tekið við tveimur bréfum síðan, en hún vildi ekki afhenda Bleicher þau. Hann tók þá skjóta ákvörðun, tilkynnti henni að hún væri hand tekin og tók bæði bréfin. Hann þekkti „bréfakassann“ síðan um morguninn innan um nýstrokin handklæðin. Bleicher litaðist um í hinu þrönga anddyri. Að framanverðu til hægri rétt við stigann voru símaklefarnir, en til vinstri var veggurinn þiljaður upp undir loft.. Aftan við þilið var geysi- stór veggskápur, sem naumast var veitt eftirtekt, þar sem hurð irnar voru jafnstórar og reitirn- ir í þiljunum. í þessum skáp fann Bleicher sópana, föturnar og önnur tæki, sem notuð voru til þess að þrífa matsöluhúsið uppi yfir. Þessi skápur, þetta sópa-herbergi vekur sérstaka hugsun hjá Bleicher. Hann tók konuna með sér fyrst um sinn til aðalstöðva leynilögreglu hersins í hótel „Edouard VIII.“. Þar varð hún að vera um nóttina. Bleicher skýrði henni frá því, að hún hefði fyrirgert lífi sínu með því að hjálpa til við njósnir. Morguninn eftir, um tíuleytið lét Bleicher konuna við snyrtiher bergin lausa með því skilyrði. að hún afhenti honum framvegis eða mönnum hans öll þau bréf sem bærust. Tveir þessara manna yrðu faldir niðri í vegg- skápnum. Þeir skyldu sitja á tveim stólum í dimmunni bak við hinar breiðu, póleruðu hurð- ir, á meðan á tveimur aðalmál- tíðunum stæði, um hádegið og að kvöldi. Konunni var sett það skil yrði, að héðan af mætti hún ekki heilsa neinum viðskiptavina sinna með nafni, enda þótt hún þekkti þá. Hún skyldi einungis segja „góðan daginn herra“ eða ,góðan daginn frú“, en skyldi ein hver sendiboði njósnafélagsins „Interalliée“ koma, sem hún auð vitað þekkti með nafni, þá skyldi hún bæta nafni hans við kveðjuna. Þé áttu báðir menn- irnir úr leynilögreglu hersins að koma út úr hinum dimma vegg- skáp og taka njósnarann fastan. í fimmtán daga var vakað yf- ir „bréfakassanum“ niðri í mat- sölustaðnum „Palette" og hann „tæmdur á réttum tíma“. Árang- urinn varð geysilegur. Það voru ekki færri en níutíu og fjórir njósnarar, sem voru teknir fast- ir með þessu starfi Bleichers og manna hans. Síðar, að stríðslokum var eig- andi matsöluhússins ,.La Pal- etto“ ákærður fyrir það, að hann hefði ekki aðeins þolað þessa „gildru" í húsi sínu, heldur hefði hann einnig veitt vel þessum tveimur mönnum úr leynilög- reglu hersins, sem urðu að sitja nokkra klukkutíma tvisvar á dag í veggskápnum. Herra Pierre Belle, sextíu og fimm ára gamall. veitingastjóri og eigand' veitingahússins „La Palette", til heimilis á annarri hæð yfir veitingahúsi sínu í Boulevard du Montparnasse 119, lét bóka svofelldan framburð sinn 14. september 1945. „Gagnstætt framburði ákærðu, frú Matthildar Carré, hef ég á engan hátt stutt að því, að þessi mannagildra var búin út. Ég hef heldur aldrei veitt Þjóðverjun- um, sem gegndu störfum niðri I snyrtideildinni, heita drykki. Ég legg áherzlu á, að mér var ekki tilkynnt um veru Þjóðverjanna". Þá var kölluð fyrir réttinn frú Giraldon, fædd Moulet, skírnar- nafn Gabrielle, fimmtíu og sex ára gömul, til heimilis í París, Rue Joseph Barat nr. 7, Eiðfest- ur framburður hennar er þannig: „Ég er símastúlka“. Þegar hún er minnt á, að hún sé umsjónarkona snyrtiherbergja þá segir hún: „Ég hef lært síma- þjónustu og ég krefst þess, að vera nefnd svo í gjörðabókinni, enda þótt ég, vegna aldurs, geti ekki lengur fengið neina stöðu við símaþjónústu og hafi unnið í „La Palette“ við vörzlu snyrti- herbergja". Það sézt hér í gjörðabókinni, að yfirheyrsla vitnisins var strnöduð á því, að menn vissu ekki, hvernig átti að skrifa hana svo að það bryti ekki í bág við eiðskylduna. , Rannsóknardómarinn Tougér- es, sem var Frakki og þess vegna kurteis maður, komst að sam- komulagi við hið reiða vitni um gjtitvarpiö Sunnudagur 31. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Hallgrímskirkju. (Prestur: Séra Sigurjón Þ. Árna* son. Organleikari: Páll Halldórs- son). 15,00 Miðdegistónleikar (plötur). 16,00 Kaffitíminn: Létt lög af plötum. 16,30 Veðurfregn- ir. — Hljómsveit Ríkisútvarpsins leikur. Stjórnandi: Hans Anto- litsch. Einleikari á fiðlu: Josef Felzmann. 17,00 „Sunnudagslög- in“. 18,30 Barnatími (Helga og Hulda Valtýsdætur). 20,20 Er- indi: íslenzkar brúðkaupssiðabæk ur; — síðara erindi (Jón Helga- son prófessor). 20,40 Tcnleikar: Brúðkaupslög frá ýmsum lönd- um (plötur). 21,00 Minnzt 150 ártíðar tónskáldsins Josephs Haydn. 22,05 Danslög (plötur). 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 1. júní: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Einsöngur: Snæbjörg Snæ- björnsdóttir syngur; dr. Páll Is- ólfsson leikur undir á orgel. —• 20,50 Um daginn og veginn (Úlf- ar Þórðarson læknir). 21,10 Tón- leikar (plötur). 21,35 Útvarps- sagan: Þættir úr „Fjallkirkjunni“ eftir Gunnar Gunnarsson (höf. les; — hljóðritað árið 1945). —* 22,10 Búnaðarþáttur: — Gísli Kristjánsson ritstjóri fer með hljóðnemann í útungarstöð. — 22,25 Kammertónleikar: Verk eft ir Haydn (plötur). 23,00 Dag- skrárlok. Sumarvörur Fáum daglega nýjar fallegar sumarvörur, svo sem sumarkjólatau, dragtarefni, borðdúkaefni, gardínu, efni, vinnufataefni og m. fl. Skoðið hinar fallegu Finnsku vefnaðarvörur hjá okkur ^Ueótct Laugavegi 40 Nemendamót Nemendasamband Samvinnuskólans heldur fyrsta nemendamót sitt að Bifröst dagana 6. og 7. júní n.k. Lagt verður af stað frá Sambandshúsinu kl. 13,30 á laugardag. Fjölbreytt dagskráratriði Matur og gisting á staðnum. Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst til Magneu Sigurðardóttur, Starfsmannahaldi SÍS. Loffpressur nýkomnar | Siml 15500 | Ægisgötu 4 Fast sfarf Tryggingarfélag óskar að ráða mann til að vinria að öflun trygginga. Föst laun greidd auk umboðs- launa. Umsóknir sendist blaðinu merkt: „Fast starf — 9940“. Til leigu óskast 50— 100 ferm. húsnæði á góðum stað í bænum, sem hentaði fyrir tannlækningastofu. Þarf að vera laust 1. ágúst n.k. Upplýsingar í síma 24-300 og 18546. Ljósmyndastofa í Reykjavik, eða tæki óskast til kaups. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Ljósmyndastofa — 4468“. Verzlunin er flutt a Vatnsstíg 3 Olympia Vatnsstíg 3 1) Ég get ekki tekið þátt í keppninni, Stína, þegar allir halda, að ég hafi sært Herbert viljandi. 2) Nei, Siggi, þú verður að taka þátt í keppninni .Ef þú gerir það ekki, verður fólk sannfært um, að þú sért sekur! Ja-á kannski hefir þú rétt fyrir þér. Það er líklega bezt, að ég geri það. . . . 3) Það gleður mig, Siggi — mig langar svo mikið til, að þú sigrir. Þriðjudagur 2. júní: Fastir liðir eins og venjulega. 20,30 Erindi: Landsprófbókmennt ir og bókmenntir (Jónas Jónsson fyrrum ráðherra). 20,55 Einleik- ur á fiðlu: Nathan Milstein leik ur lög eftir Smetana, Wieni- awski, Chopin, Brahms og Man- senet (plötur). 21,25 íþróttir Sigurður Sigurðsson). 21,45 Ein söngur: Enzio Pinza syngur óperuaríur eftir Verdi (plötur). 22,10 Upplestur: „Ferðin til Straumstaðar", kafli úr endur- minningum Selmu Lagerlöf; I. (Margrét Jónsdóttir rithöfundur þýðir og flytur). 22,35 Djess: Shorty Rogers og hljómsveit hans djassfæra lögin úr kvik- myndinni „Gigi“ (plötur). 23,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.