Morgunblaðið - 31.05.1959, Síða 23

Morgunblaðið - 31.05.1959, Síða 23
SunnuÆagur 31. mal 1959 MORCUNTÍLjÐIÐ 23 Berlm Framh. af hls. 6 og járnið: því lengur sem það hitnaði, þeim mun harðara yrði það. Ernst Lemmer, Þýzka- landsmálaráðherra í Bonn-stjórn- inni, talaði næstur og sagði m.a.: „Frá þessum stað vil ég fullvissa þá Berlínarbúa, sem í dag ganga fylktu liði þarna austan tjaldsins samkvæmt fyrirskipun — ganga á eftir brynvögnum og fallbyss- um til heiðurs Prússlandi — ég vil fullvissa þá um, að við erum einhuga og óbifanlegir". Hann áminnti menn jafnframt alvar- lega um að skoða ekki örlagarík- asta vandamál Þýzkalands með gleráugum stjórnmálaflokkanna. Því næst flutti Walter Reuther, varaforseti bandaríska verkalýðs sambandsins (AFL/CIO), íbúum Vestur-Berlínar kveðjur frá 16 milljónum verkamanna í Banda- ríkjunum. „Við stöndum við hlið ykkar og vottum ykkur fulla hollustu", sagði hann. Meðan þessir menn töluðu, streymdu enn þúsundir manna inn á Lýðveldistorgið og nærliggj andi götur og húsaþök. Hver auð- ur blettur var notaður til hins ýtrasta. Síðastur tók til máls Willy Brandt, yfirborgarstjóri Vestur- Berlínar. Hann talaði lengi og af miklum eldmóði, enda var mikið um lófaklapp meðan á ræðu hans stóð. Hann sagði m.a.: „Sá dag- ur mun renna upp, þegar Brand- enborgarhliðið verður ekki fram- ar á þessari markalínu þarna, sem liggur þvert gegnum fjöl- skyldur okkar, skiptir þjóðinni og hlutar Berlín sundur. Þangað til sá dagur rennur upp, biðjum við, hrópum við, heimtum við: Opnið hliðið!“ Brandt sagði ennfremur: „Berlínarvandinn er ekki annað en gervivandamál, sem rússnesk stjórnmálastefna hefur skapað'*. Hann sagði að Berlínarbúar mundu aldrei láta slíta sig úr tengslum við hinn frjálsa hluta Þýzkalands, en það væri ein- mitt tilgangurinn með tillög- um Rússa um „óháð borgríki" í Berlín. Ötult hjúkrunarlið Mannfjöldiíin stóð hljóður og sesingalaus undir ræðu Brandts, en við og við heyrðist blásið í flautu. Hér og þar um torgið stóðu sjúkrabílar og uppi á þök- um þeirra „varðmenn“ sem höfðu auga með mannmergðinni, en á víð og dreif var svo einkennis- klætt hjúkrunarfólk með sjúkra- hörur. Hvenær sem einhver varð miður sín eða féll í ómegin vegna hitans, gall í flautu einhvers „varðmannsins“ sem jafnframt benti hjúkrunarliðinu á slysstað-' inn. Síðan var sjúklingurinn bor- inn í afdrep og honum hjúkrað. Hjúkrunarliðið átti annríkt, því hitinn var mikill og hvergi skuggi á þessu bersvæði. Frelsisklukkan hljómar Klukkan var tólf þegar Brandt lauk máli sínu og stuttu síðar heyrðust skærir hljómar Frelsis- klukkunnar í ráðhúsinu í Schöne- berg, fjarlægu borgarhverfi. Þessi klukka hljómar á hádegi hvern dag ársins. Fólkið stóð hátíðlegt og hreyfingarlaust þangað til síðasti hljómurinn dó út. Það vakti furðu margra út- lendinga hvílíka stillingu Berlín- arbúar sýndu á þessum fjölda- fundi á einhverjum alvarlegustu tímamótum í sögu borgarinnar. Það var eins og fólkinu hefði vaxið innri styrkur og sálarjafn- vægi í erfiðleikunum, sem það hefur strítt við undanfarin ár. Wiliy Brandt Eftir fjöldafundinn hafði borg- arstjóri Vestur-Berlínar boð fyr- ir ýmsa gesti í hinum rúmgóðu salarkynnum í „Congress Hall‘. Þar var margt manna hvaðanæva af hnettinum. Mér var nokkur forvitni á að hitta Willy Brandt, þar sem svo einkennilega vildi til að ég hafði hitt hann á alþjóðlegu stúdentamóti í Noregi sumarið 1949, en þá hafði hann nýverið endurheimt þýzkan ríkisborgara- rétt. Brandt var búsettur í Noregi allt frá valdatöku Hitlers í Þýzka landi fram yfir síðari heimsstyrj- öld. Hann tók Virkan þátt í norsk um stjórnmálum og starfaði að blaðamennskú. Á stríðsárúnum var hann flóttamaður í Svíþjóð, eftir að hann slapp úr stríðs- fangabúðum Þjóðverja. Hann kom til Noregs eftir stríð og hugð ist búa þar áfram, en atvikin höguðu því svo, að hann fór til Berlínar, fyrst sem blaðamaður, síðar sem blaðafulltrúi norsku hermálanefndarinnar í Berlín. Það var Ernst Reuter, þáverandi borgarstjóri Vestur-Berlínar, sem endurvakti áhuga Brandts á þýzkum stjórnmálum. Brandt býr enn að norsku „uppeldi" sínu. Hann er kvæntur norskri konu (fyrri kona hans, sem hann skildi við, var líka norsk) og talar jafnan norsku heima fyrir. Samtal við Brandt Samtal okkar var stutt, því hann var önnum kafinn við að heilsa gestum og taka á móti hamingjuóskum. Ég spurði hvort það væri rétt, sem ég hafði heyrt, að jafnaðarstefna hars væri skyldari norrænni jafnaðarstefnu en þýzkri. Hann kvað svo vera í vissum skilningi. Hann hefði vanizt náinni samvinnu verka- lýðssamtakanna eg jafnaðar- manna í Noregi. í hans augum væri flokkur sósíaldemókrata fyrst og fremst verkamanna- flokkur, umbótaflokkur sem styddi takmarkaða þjóðnýtingu og ríkiseftirlit; hann væri ekki lengur byltingarflokkur. Þióðfé- lagið hefði gerbreytzt síðan á dög um Marx, og formúlur hans væru ónothæfar. Nú væri ekki lengur hægt að tala um kapítalista í þeirri gömlu merkingu orSsins. Öll meiri háttar fyrirtæki væru nú orðið hlutafélög, þar sem stór fjöldi almennra borgara ælti hlutabréfin. Þetta væri lýðræðis- skipulag í smækkaðri mynd Þegar ég spurði Brandt hvort hann byggist við breyttri utan- ríkisstefnu í Vestur-Þýzkalandi ef sósíaldemókratar kæmust cil valda, kvað hann nei við. Hins vegar mætti búast við breyttum vinnuaðferðum. Það væri vel hægt að vera ákveðinn án þess að vera þver eða óliðlegur. Sósíal demókratar vilja meiri lipurð í utanríkismálum en nú tiðkast í Vestur-Þýzkalandi, sagði hann Willy Brandt kemur manni svo fyrir sjónir sem hann sé maður óhvikull og röggsamur. Hann er fremur kuldalegur í viðmóti, en á ríka kímnigáfu og hefur gatn- an af að tala. Hann er talinn lík- legur eftirmaður Ollenhauers sem leiðtogi þýzkra sósíaldemó- krata, en þeim ber ýmislegt á milli eins og stendur. Dagur verkamannsins í- A-Berlin Hátíðahöldin 1. jnaí í Aústúr- Berlín vóru méð -talsyerl;” öóru sniði en í Vestur-Berlín. Há- punktur þeirra var hersýning á Marx-Engels-torginu, sem tók lið lega hálftíma. 4000 hermenn gengu fyrir foringjana á heiðurs- pallinum; síðan komu 54 bryn- vagnar, hver þeirra með 15 manna áhöfn; þá komu stórskota liðsvopn af ýmsum gerðum og stærðum; því næst 12 þungar loft varnabyssur, skriðdrekar og margs konar önnur þungavopn. Á heiðurspallinum stóðu austur þýzku kommúnistaforingjarnir ásamt tignum gestum frá Kína og Sovétríkjunum. Yfir þeim blakti kjörorð dagsins: „Vestur-Berlín verði frjálst og vopnlaust borg ■ ríki“. Eftir hersýninguna komu svo fram einkennisklæddir hópar verkamanna úr ýmsum starfs- greinum, en að þessu sinni voru þeir ekki vopnaðir, eins og jafnan áður. Þegar þeir gengu fyrir heið urspallinn og heiisuðu foringjun- um, hrópaði þulurinn í hátalar- ann: „Niður með hernaðarand- ann í Vestur-Þýzkalandi“. Þannig var haldið upp á dag verkamannsins í austur-þýzka „alþýðulýðveldinu". Sigurður A. Magnússun. Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem glöddu mig með skeytum og gjöfum á 75 ára afmælinu mínu 3. maí. Salvör Friðriksdóttir, Vogum. Sigríður Björnsdóttir sjötug Á kreppuárunum fyrir stríð, varð nokkrum ungum mönnum I það til láns. að leið þeirra lá í ; Bankastræti 2. Þeir tímar minni- máttarkenndar og úrræðaleysis eru enn í fersku minni. Þá voru flestar dyr harðlæstar til mann • sæmandi lífs, og til bjartsýni ; þurfti meir en meðal karl- 1 mennsku. Engir voru þó þrúgaðri af vonleysi þessa tímabil en ungir menn, enda voru þeir hvort- tveggja fortíðar- og framtíðar- lausir. Þess vegna varð það lán, er leið þeira lá heim í Banka- stræti 2 til Sigríðar Björns- dóttur. Þá konu hefur aldrei skort bjartsýni, og úrræðaleysi er mér til efs að hún þekki, og hafa þessar hæfileikar hennar ekki aðeins gert henni fært að sigr- ast á öllum erfiðleikum, sem lífið hefir hrannað á leið hennar, heldur hefur hún smitað aðra j bjartsýni og talið í þá kjark, sem dró þá yfir margan örðugan hjalla. Því varð heimili hennar ann- að heimili manna og athvarf. Þangað var alltaf gaman að koma og þangað koma þeir enn og blessa þann dag, sem leiddi þá þangað fyrst. Enga konu hefi ég séð eins í essinu sínu og Sigríði, þegar gest ber að garði, og virð- ist þá einu gilda hvernig á steni ur. Þar er að finna meiri hjarta- hlýju en hægt er að ætlast til að finna hjá venjulegu dauðlegu fólki. Það er því ekki að furða þó maður telji það lífslán að hafa kynnst henni. Heilbrigð glað- værð og hljómlist er undirtónn alls þess, sem kemur í huga manns þegar litið er aftur um farinn veg í samfylgd Sigríðar, og enn í dag er hún hin sama og fyrir aldarfjórðungi er ég kynnt- ist henni fyrst. Ungu mennirnir frá kreppuár- unum eru nú miðaldra, og nokkr- ir gamlir félagar horfnir sjón- um, — ný kynslóð vaxin úr grasi, sem á leið í Bankastræti til Sigríðar og nýtur eins og við þeirra gjafa, sem hún miðlar af allsnægtum sínum — bjartsýni og aftur bjartsýni. Sigríður er fædd 20. maí árið 1889, í Álftatungu á Mýrum, dóttir hjónarma Björns Ólafs Björnssonar og Jensínu Bjarna- dóttur. Hún er gift Sigurjóni Markússyni fyrrverandi sýslu- manni, drenglunduðum höfðings manni. Eiga þau fimm börn á lífi. Við vinir þínir, Sigríður, árna þér allra heilla á sjötugs afmæli þínu með þakklæti fyrir allt, sem þú hefur fyrir okkur gert. Vinur. Sigurður ölason Hœstaréttarlögmaður Þorvaldur Lúðvíksson Héruðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa Austurstræti 14. Sinú 1-55-35 Maðurinn minn BJÖRN SIGURÐSSON járnsmiður, Laugarnesveg 83, andaðist í Landsspítalanum föstudaginn 29. þ.m. Guðrún Ebenezerdóttir. Eiginmaður minn HILMAR DANlELSSON flugmaður, er lézt af slysförum 24. mai verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2. júní kl. 1,30. Athöfninni verður útvarpáð. Fyrir hönd aðstandenda. Lára Vigfúsdóttir. Móðir okkar, REBEKKA JÓNSDÓTTIR frá Gufudal andaðist 29. maí. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudag 3. júní kl. 2 síðdegis, og verður henni út- varpað. Blóm og kransar afþakkað. Fyrir hönd systkinanna. Ása Gðumundsdóttir. Móðir mín og amma, IIÖLMFRÍÐUR EGGERTSDÓTTIR, andaðist að Elliheimilinu Grund, 27. maí. Jarðarförin ákveðin frá Fossvogskirkju, miðvikud. 3. júní kl. 13,30. Guðún Steindórsdóttir, Auður Ágústsdóttir. Móðir okkar JÓNlNA MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR frá Merkinesi í Höfnum, er andaðist 24. maí verður jarðsungin frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 2. júní kl. 2 síðdegis. Börnin. Móðir okkar, SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR, Framnesveg 33, sem andaðist 21. maí, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 2. júní kl. 2. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Stefán Gísiason Faðir okkar metUsalem sigfUsson trésmiður frá Snjóholti, sem lézt 25. þ.m. Verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2. júní kl. 3 e.h. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minn- ast þess látna, láti það renna til Slysavarnarfélags Islands Aðalsteinn Metúsalemsson, Jóhanna Metúsalemssdóttir, Sigríður Metúsalemsdóttir, Ólafur Haukur Metúsalemsson. Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar og tengda- móður, GUÐFINNU GUÐNADÓTTUR THORLACIUS Steinunn Þorsteinsdóttir og Haraldur Thorlaeius. Margrét Ólafsdóttir og Guðni Thorlacius. Svanhvít Thorlacius og Finnur B. Kristjánsson. Gyða Thorlacius og Hermundur Tómasson. Jóhanna Thoriacius og Hannes Þorsteinsson. Við þökkum innilega öllum þeim, er auðsýndu samúð og vináttu vegna andláts og jarðarfarar, BRVNJÓLFS EIRlKSSONAR frá Skatastöðum. Vandamenn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.