Morgunblaðið - 14.06.1959, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.06.1959, Qupperneq 1
24 siður M. Argangji 123. tbl. — Sunnudagur 14. júní 1959 Prentsmiðja Mcg'nnblaðstaa Furðuleg yfirlýsing Framsóknor- frambjóðanda um vantrú á framtíð sveitanna Kristján Karlsson skólastjóri á Hól- um telur að fólki muni stórtœkka í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu á nœstu árum Ceysilegar búnaðarframfarir hafa orð/ð I þessum sveitum á undanförnum árum A HINUM fjölmenna stjórnmálafundi, sem Sjálfstæðismenn í Skagafirði efndu til á Sauðárkróki sl. miðvikudagskvöld og stóð til kl. 3 um nóttina gerðist sá atburður, að Kristján Karlsson skóla- stjóri bændaskólans á Hólum gaf þá furðulegu yfirlýsingu, að hann áliti að á næstu árum myndi fólki fækka svo stórkostlega í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum, að frambjóðendur í hinu fyrirhugaða norðvesturlandskjördæmi myndu allir valdir frá feiglufirði. Hinar fámennu sveitir myndu engan fulltrúa fá á Alþingi. Skólastjórinn er eins og kunnugt er annar maður á framboðs- lista Framsóknarmanna í Skagafirði. Vakti yfirlýsing hans og það vantraust á framtíð hinna blómlegu sveita á Norðurlandi, sem í henni birtist, mikla athygli fundarmanna á fundinum á Sauðár- króki en þar var einnig margt bænda úr héraðinu. Geysilegar búnaðarframfarir. Svartsýni Framsóknarfram- bjóðandans á framtíð landbúnað- arins í Skagafjarðar- og Húna- vatnssýslum er því furðulegri sem það er almennt vitað að geysilegar búnaðarframfarir hafa orðið á síðustu áratugum í þessum sýslum. Unnið hefur ver- ið að framræslu í stórum stíl og túnræktinni hefur fleygt fram. Á svo að segja hverju einasta býli hafa túnin stækkað að mikl- um mun. Á sviði húsabóta hafa einnig orðið stórfelldar framfarir. í heilum sveitum hafa verið byggð ný og varanleg húsakynni yfir menn og skepnur. Þegar farið er um þessar fögru og þéttbýlu sveitir blasa þessar framfarir og framtak norðlenzkra bænda hvarvetna við auganu. Samkvæmt rafvæðingaráætlun þeirri, sem Sjálfstæðismenn beittu sér fyrir er nú unnið að því að leiða raftaugar um marg- ar þessara sveita. Sumar þeirra hafa þegar fengið rafmagn, enda þótt vinstri stjórnin vanrækti lagningu margra lína, sem átti að vera lokið við fyrir árslok 1958. — Ágæt skilyrði blómlegs búskapar, Engum getur blandazt hugur um það að skilyrði til blómlegs búskapar eru óvíða betri á landi hér en víða í Skagafirði og Húna- vatnssýslum. Ræktanlegt land er geysimikið og afréttarlönd fyrir sauðfé mikil og víð. A fjölda jarða í þessum sýslum eru nú einnig stór og glæsileg bú, sem standa undir miklum fram- kvæmdum og umbótum. í félagsmálum hefur aðstaðan batnað að miklum mun með bættum samgöngum og byggingu góðra samkomuhúsa og félags- heimila. Fólkinu fjölgar. Þrátt fyrir hrakspár Fram- sóknarframbjóðandans í Skaga firði um að fólki muni stór- fækka í sveitum hins fyrir- hugaða norðvesturlandskjör- dæmis blasir sú staðreynd við að ibúum þeirra hefur heldur fjölgað undanfarin ár. Ibúar Skagafjarðarsýslu voru þann- ig samtals 3811 að meðtöldum Sauðárkróki árið 1944. Árið 1957 eru íbúar héraðsins sam- tals 3846. Arið 1944 eru íbúar Húna- vatnssýslna 3445. En árið 1957 eru íbúar sýslnanna 3644. Árið 1944 eru íbúar Siglu- fjarðarkaupstaðar hins vegar 2873 en 2758 árið 1957. Ibúum Skagafjarðar- og Húnavatnssýslna hefur þann- ig aðeins fjölgað sl. 15 ár en íbúum Siglufjarðar heldur fækkað. En fyrir forgöngu Sjálfstæðismanna hefur grund völlur bjargræðisvega Sigl- firðinga nú verið treystur verulega með aukinni útgerð og fiskiðnaði þannig að gera má ráð fyrir að fólksflutning- ar þaðan séu stöðvaðir. Ofstækið Ieiðir þá í gönur. Yfirlýsing Framsóknarfram- bjóðandans á Sauðárkróksfund- inum, um að byggð muni eyð- ast og fólki stórfækka í Skaga- fjarðar- og Húnavatnssýslum á næstu árum sýnir ,hve gersam- lega ofstækið í kjördæmamálinu hefur leitt Framsóknarmenn í gönur. Jafnvel skólastjóri bænda- skólans á Hólum fer með stað- laust fleipur og hrakspár um framtíð sveitanna ef hann telur það henta afturhaldsmálstað flokks síns í kjördæmamálinu. Það eru fleiri en Norðlending- ar, sem geta dregið sínar álykt- anir af yfirlýsingu frambjóðanda Framsóknarflokksins í Skaga- firði. Bændur um allt Island geta af henni séð, hversu haldlaus málflutningur ofstækismannanna Erhard til Munchen BONN, 13. júni. — Erhardt, efna- hagsmálaráðherra Vestur-Þýzka- Iands, kom í dag óvænt á fund kristlegra demókrata í Bæjara- Iandi, en fundurinn er haldinn um þessar mundir í Munchen og er búist við, að Adenauer kansl- ari muni flytja þar ræðu á morg- un. — Allir fulltrúarnir, 800 að tölu, fögnuðu Erhardt innilega þegar hann gekk í fundarsalinn. er. Þeir hika ekki við að útmála „jarðýtuöldina“, sem uggvænlega hættu, er „engu þyrmi“, og þeir spá augn og fólksleysi í einum 1 jarnbeztu landbúnaðarhéruðum landsins á næstu árum. Svona gersamlega eru Fram- sóknarmenn slitnir úr tengslum við raunveruleikann. Ofbauð málflutningur Framsóknar Skagfirðingum, sem sóttu fundinn á Sauðárkrók ofbauS málflutningur Framsóknar- manna í kjördæmamálinu. — Hrakspá búnaðarskólastjór- ans vakti almennt hneyksli og mun sízt verða til þess að auka fylgi Framsóknarflokksins meðal bænda, ekki aðeins á Norðurlandi heldur og um Iand allt. Forðist Framsóknar- menn • • • Ólafur Thors. ÞUNGAMIÐJA valdsins hlýtur að flytjast til með fólkinu sjálfu. Fyrir því tryggja sveitirnar hagsmuni sína bezt með því að forðast Framsóknarmenn, sem sýnt hafa þéttbýlinu óvild, en gera hins vegar Sjálfstæðisflokk- inn og aðra þá, sem þar ráða mestu, sér vinveitta og háða. Ólafur Thors Shorizt helur í odda með irönsku stjórninni og jdrnbrautastarfs- mönnum PARÍS, 13. júní. — f dag til- kynnti franska stjórnin járnbraut arstarfsmönnum í Frakklandi, að þeim verði gert að greiða sekt- ir og sæta fangelsunum, ef þeir láta verða af hótun sinni um að „Þess bera menn sár..." Sárasóttarfaral d ur geisar í Grænlandi GOGTHAAB, 12. júní. — Fiskveiðibærinn Holsteinborg á suð vestur Grænlandi hefur verið settur í sóttkví til að hefta út- breiðslu fyrsta sárasóttarfarsaldursins, sem gosið hefur Grænlandi. Frá þessu skýrir fréttastofa Reuters. upp Allt lokað I bænum búa 760 manns og er þeim öllum óheimil brott- för úr borginni. Öllum dansstöð- um og veitingastöðum hefur ver- ið lokað. 20% sýktir f Egedesminde á vestur- „Svikið hefur það aldrei“ Alfreð gleymir varnaiiðinu ÞJÓÐVILJINN í gær birtir grein um fund, sem G-listinn hélt í Reykjavík í fyrrakvöld. Þar er haft eftir Alfreð Gíslasyni: „Því miður hefur oft borið við, að Alþýðubanda- lagið hafi ekki megnað að koma fram áhugamálum sínum, en svikið hefur það aldrei, hvorki málefni né samherja.“ Hvernig var það með heitstrenginguna um að láta herinn fara úr landi? Það var aðalstefnumál þessa svonefnda Alþýðubandalags í síðustu Alþingiskosn- ingum. Það var líka aðalstefnumál vinstri stjórnar- innar, sem sama bandalag átti tvo ráðherra í. Það stefnumál var svikið. ströndinni færist veikin í aukana. Sl. nótt höfðu 100 manns verið rannsakaðir og 20 þeirra verið sendir í sjúkra- hús undir lögregluvernd. — Aðrir spítalar á sóttarsvæðinu eru orðnir troðfullir af sjúkl- ingum, segir Reuter ennfrem- ur, og tveir læknar hafa ver- ið sendir þangað frá Kaup- mannahöfn. ★ Reuter segir að lokum, að ótt- ast sé, að sjúkdómurinn breiðist svona fljótt út vegna þess að „kynlíf Grænlendinga er frjáls- ara en yfirleitt tíðkast í Evrópu“ efna til 8 klukkustunda verkfalls á þriðjudaginn. Fréttamenn telja að 150 þúsund verkamenn eigi hér hlut að máli, en 350 þúsund járnbrautarstarfsmenn munu vera alls í Frakklandi. Franska stjórnin hefir ekki síðan 1953 notað rétt sinn til að skipa járn- brautarstarfsmönnum að vinna. Óvíst er, hvort starfsmenn neðan jarðarbrautanna og strætisvagn- anna gera verkfall á sama tíma og járnbrautarstarfsmenn. Aftur á móti hafa starfsmenn á flug- völlum og nokkrir aðrir starfs- hópar boðað 4 klst. samúðarverk fall með járnbrautarstarfsmönn um á þriðjudag. Krúsjeff fer lieim LONDON, 13. júní. — Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, fór í dag frá Riga til Moskvu, en í Riga hefir hann dvalizt und- anfarið ásamt leiðtogum austur- þýzkra kommúnista. Ulbricth og Grotewohl fóru til Kiev í Ukra- inu að loknum viðræðum sinum — ---------— -----------—.—.—-------------—viö Krúsjeff. HVER er stærðarmunua: á íslenzku varðskipun- um og brezku herskip- unum við strendur lands- ins? Svarið fáið þé«r í hand- bók veltunnar. Sendið áskorunarseðlana strax og aukið hraða veltunnar. Fjáröflunarnefnd Sjálfstæðisflokksins Morgunblaðshúsinu. ★------------------------★ Sunnudagur, 14. júnl. % Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Vernd Guðs og vandamál þjóð- lífsins (Kirkjuþáttur). — 6: Góðar samgöngur eru grund- völlur framfara og velmegunar. — 10: Fólk í fréttunum. Skákþáttur. — 12: Forystugreinarnar: — „Konur á Alþingi" — „Tilveru hans að ljúka“ — „Verndun æskunnar“. Utan úr heimi: Fred Astaire hættur að dansa. — 13: Reykjavíkurbréf. *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.