Morgunblaðið - 14.06.1959, Side 2
2
MORCVNTiLAÐIÐ
Sunnudagur 14. júní 1959
Húsnœðismálin :
Tíminn ruglast í
milljónum
TÍMINN birtir í gær forsíðu-
grein um húsnæðismál og lætur
svo, sem Framsóknarmenn hafi
forystu um allt, sem þar var vel
gert. Framsóknarmenn voru sam
sekir Hannibal Valdimarssyni,
sem fór með þessi mál í vinstri
stjórninni. Ráðsmennskan í tíð
þessarar stjórnar var rakin í
biaðinu í gær, og m.a. á það bent,
að þá voru lánaðar úr almenna
yeðlánakerfinu 3,9 millj. kr. á
mánuði að meðaltali, ’n í tíð
stjórnar Ólafs Thors hafði upp-
hæðin verið 8,7 míllj, kr. á mán-
uði að meðaltali. Meðalupphæð
lána á íbúð lækkaði úr 55 þús.
kr. í 36 þús. kr., en þó hækkaði
byggingarkostnaður um rúmlega
34%. Um allt þetta þegir Tíminn.
Hins vegar talar hann um lán
úr veðlánakerfinu á þessu ári og
fer rangt með það sem annað.
Fé það, sem húsnæffismalastjórn
hefur haft til ráðstöfunar er ekki
33 millj. kr., eins og Tíminn seg-
ir, heldur 31 millj. kr.
Ágœfur fundur Sjálf-
stœðismanna í Sandgerði
í FYRRAKVÖLD hélt Sjálfstæð-
isfélag Sandgerðis stjórnmála-
fund í samkomuhúsi staðarins,
og hófst hann kl. 8,30. Fundar-
stjóri var Gísli Guðmundsson,
Hvalsnesi.
Frummælendur á fundinum
voru Ólafur Thors, formaður
Sjálfstæðisflokksins og Pétur
Benediktsson, bankastjóri. Fluttu
þeir ítarlegar, áheyrilegar og
fróðlegar ræður um flesta þætti
Stjórnmálanna og var máli þeirra
ágætlega tekið.
Er frummælendur höfðu lokið
máli sínu, tóku til máls þeir Páll
Ó. Pálsson, Guðmundur Jónsson,
Rafkelsstöðum og Björgvin Páls-
son ,og fundarstjórinn, og fluttu
þessir menn allir snjöll hvatning-
arorð. Fundurinn var ágætlega
sóttur.
70 ÁRA er á morgun hinn aldni
forustumaður írþóttamála hér á
landi Benedikt G. Wagge, forseti
ÍSÍ. Hann dvelst erlendis um
þessar mundir á fundum alþjóða
Olympíunefndarinnar, en í herini
hefur hann átt sæti um mörg
undanfarin ár.
Marjón Benedikts-
son 75 ára
MARJÓN Benediktsson, verka-
maður í Hafnarfirði, verður 75
ára á morgun. Marjón hefur alla
ævi stundað verkamannavinnu.
Hann er traustur maður og hinn
nýtasti borgari og vel metinn af i indum að samstarfið hefði hlot
öllum, sem tii hans þekkja. ið að enda með ósköpum.
Prýðilegur fundur Sjálf-
sfœðismanna á Dalvík
DALVÍK, 13. júní. — í gærkvöldi
efndi Sjálfstæðisflokkurinn til
almenns stjórnmálafundar á Dal-
vík, og hófst hann kl. 9. Fund-
arstjóri var Egill Júlíusson.
Frummælendur á fundinum voru
alþingismennirnir Bjarni Bene-
diktsson og Magnús Jónsson.
Magnús Jónsson talaði fyrr.
Ræddi hann stjórnmálaviðhorfið
almennt og þó einkum fyrirhug-
aða kjördæmabreytingu og af-
stöðu Framsóknarflokksins til
hennar. Bjami Benediktsson
ræddi fyrst um landhelgismálið
og baráttu íslendinga og Breta.
Síðan ræddi hann ýms önnur
mál, m.a. feril vinstri stjórnar-
innar og sýndi í því sambandi
fram á, að til þeirrar stjórnar
hefði verið stofnað af þeim óheil
Kosningaskrifstofur
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
AÐALSKRIFSTOFUR
Sjálfstæðishúsið, sími 17100.
Valhöll Suðurgötu 39, sími 18192 — 17100.
HVERFASKRIFSTOFUR:
1. Vesturbæjarhverfi:
Morgunblaffshúsinu, n. hæff, simi 23113.
2. Miðbæjarhverfi:
Breiðfirffingabúff, sími 23868.
3. Nes- og Melahverfi:
KR-hús, sími 23815.
4. Austurbæjarhverfi:
Hverfisgötu 42, sími 23883.
5. Norðurmýrarhverfi:
Skátaheimilinu viff Snorrabraut, simi 23706.
6. Hlíða- og Holtahverfi:
Skipholti 15, sími 10628.
7. Laugarneshverfi:
Sigtún 23, sími 35343.
8. Langholts- og Vogahverfi:
Langholtsveg 118, simi 35344.
9. Smáíbúða- og Bústaðahverfi:
Breiðagerði 13, simi 35349.
Hverfaskrifstofumar eru allar opnar frá kl. 2 e. h. til 10
e. h. daglega og veita allar upplýsingar varðandi kosn-
ingarnar. —
Stuðningsfólk D-listans er hvatt til að hafa samband við
kosningaskrifstofur Sjálfstæðisflokksins.
Fundurinn var prýðilega sóttur
og máli beggja ræðumanna mjög
vel tekið. — S. P. J.
Kúturinn komst
ekki á jökulinn
í VIKUNNI hafa verið heldur
tregar flugsamgöngur innan-
lands vegna veðurs, þó hefur oft-
ast úr rætzt á milli og verið hægt
að bæta tafir upp.
Á fimmtudaginn hafði Björn
Pálsson fyrirhugað ferð inn yfir
Vatnajökul, til að heilsa upp á
ferðagarpinn Guðmund Jónasson
á 50 ára afmæli hans, ásamt full-
trúum frá Jöklarannsóknarfélag-
inu, sem höfðu meðferðis stóran
plastkút með koníaki . Var ætl-
unin að varpa kútnum niður til
Guðmundar, sem er staddur á
jökli með ferðamannahóp. En
ekki var flugveður, svo þær ráða
gerðir fóru út um þúfur.
Guðmundur átti að koma niður
með jöklafara í nótt og taka
þriðja og síðasta jöklafarahóp-
inn á þessu vori upp á jökul, en
hann lagði af stað úr bænum í
gærmorgun áleiðis til Tungnár-
botna.
Ráðgera
jálvirkra
stækkun
símstöðva
Og breytt greióslufyrirkomu
Hafnarfjar&arsimtala
f BYRJU 4 þessa mánaðar var
haldin norræn símaráðstefna
Bergeii og voru rædd þar helztu
símamálefni landanna. bæði
tæknileg og viðskiptaieg. Þar
náðist hagkvæmur samningur um
hlut íslands í símskeytaviðskipt-
um við hin Norðurlöndin.
Þá var rætt um það viðhorf,
er skapaðist, þegar væntanlegur
sæsími milli Bretlands og íslands
með 24 talrásum verður tekinn í
notkun haustið 1961 svo og sæ-
sími áfram til Kanada 1962, þ. á.
m. um möguleika á að beina við-
skiptum frá Norðurlöndum til
Kanada gegnum hann. Mikið var
rætt um nýja tækni (data-tækni),
sem nú er á byrjunarstigi, sem
gerir kleift að fullnota betur
símarásirnar en áður, en tækin
eru mjög margbrotin og dýr. Þar
var og rætt um samvinnu varð-
andi ýms símamál, sem verða
tekin fyrir á væntanlegri alþjóða
ráðstefnu á komandi hausti.
Stækkun sjálfvirkra stöffva
Nýlega hefur verið samið um
kaup á efni til stækkunar sjálf-
virku stöðvanna í Reykjavík og
Hafnarfirði. í Reykjavík verð-
ur stækkað um 2000 númer seint
á næsta ári, en þar eru nú 1500
á biðlista. Ári síðar verður kom-
in upp ný 2000 númera stöð í
Hafnarfirði, en gamli sjálfvirki
búnaðurinn þar verður svo flutt
ur til Reykjavíkur og notaður til
frekari stækkunar þar um 1000
númer. Fyrirhugað er að byrja
að reisa nýtt hús í Hafnarfirði í
þessu skyni í næsta mánuði, og
verður póstinum einnig komið
þar fyrir. Nú í haust er vcn á
efni til þess að gera sambandið
milli Reykjavíkur og Hafnar-
fjarðar greiðara en áður saeð
fjölgun sambandsrása.
Þegar nýja stöðin í Hafnarfirði
er komin upp, verður hætt við að
rjúfa samtölin eftir 6 mínútur
eins og nú er, greiðsla fyrir sím-
Afhjúpaður mínn-
isvarði
ÞRIÐJUDAGINN 16. júni fer
fram afhjúpun á minnisvarða um
Runólf heitinn Sveinsson, skóla-
stjóra á Hvanneyri. Fyrrverandi
nemendur Runólfs skutu saman
nokkurri fjárhæð til að koma
þessum minnisvarða upp á Hvann
eyri.
Afhjúpunin fer fram í sam-
bandi við uppsögn framhalds
deildar Búnaðarskólans, sem
hefst þennan dag kl. 4. Ferð
frá Bifreiðastöð íslands verður
Kosningaskrifstofa
S jálfstœðisflokksins
í Morgunblaðshúsinú
er opin frá kl. 10—22 alla daga
Athugið hvort þór eruð á kjörskrá
í síma 1-27-57
Gefið upplýsingair um fólk, sem er erlendis
og verður þar á kjördag
Þeir, sem fara úr bænum fyrir kjördag eru
minntir á að kjósa strax
Símar skrifstofunnar eru:
1-35-60 og 10-4-50
fram og til baka sama dag.
töl fer þá eftir lengd þeirra, eins
og fyrirhugað er að verði í fram-
tíðinni állstaðar, þar sem sjálf-
virkt samband verður milli kaup
staða, t.d. Keflavíkur og Reykja-
víkur á næsta ári. Stutt símtöl
verða þá mjög ódýr.
Nú er að berast til landsins efni
í sjálfvirka stöð í Keflavík og
sjálfvirkan búnað í bæina í ná-
grenninu, svo sem Innri-Njarð-
vík, Gerðar, Sandgerði og Grinda
vík. Var efnið pantað 1957. Gert
er ráð fyrir, að nýja stöðin í
Keflavík verði tekin í notkun
fyrir árslok, en hins vegar mun
sjálfvirkt samband við Reykja-
vík ekki komast á fyrr en hálfu
ári siðar, vegna langs afgreiðslu
tíma á efni í það.
Sjálfvirka stöðin á Akureyri
fær og nokkuð viðbótarefni
seint á næsta ári, svo að unnt
verður að stækka hana um allt
að 500 númer, en þó þarf við-
bótarvélar áður en þau eru öll
tekisn í notkun.
Kosningaskrif-
stofnr úti ú
landi
KOSNINGASKRIFSTOFA
Sjálfstæffisflokksins í Kópa-
vogi er aff Melgerffi 1.
Skrifstofan er opin frá kl.
10—22 e. h. — Símar: 19708
— 24626. —
Kosningaskrifstofa
fyrir Borgarfjarffarsýslu er á
Akranesi. Sími 400. — Skrif.
stofan er opin daglega frá kL
10—22.
Kosningaskrifstofa
fyrir Mýrasýslu er í Borgar-
nesi. Skrifstofan er opin dag-
lega frá kl. 10—22.
Kosningaskrifstofa
fyrir ísafjörff og Norffur-ísa-
fjarffarsýslu er á ísafirffi. —
Skrifstofan er opin daglega
frá kl. 10—22.
Kosningaskrifstofa
fyrir Húnavatnssýslur er á
Blönduósi. Skrifstofan er opin
daglega frá kl. 10—22.
Kosningaskrifstofa
fyrir Skagafjarffarsýslu er á
Sauffárkróki. Skrifstofan er
opin daglega frá kl. 10—22.
Kosningaskrifstofa
á Siglufirði er opin daglega
frá kl. 10—22. Sími 56.
Kosningaskrifstofa
fyrir Eyjafjarffarsýslu og Ak-
ureyri er á Akureyri. Sími
1578. Skrifstofan er opin dag-
lega frá kl. 10—22.
Kosningaskrifstofa
fyrir Austurland er á Norff-
firffi. Skrifstofan er opin dag-
lega frá kl. 10—22.
Kosningaskrifstofa
í Vestmannaeyjum er opin
kl. 10—22 daglega.
Kosningaskrifstofur
í Gullbringu- og Kjósarsýslu
eru í Keflavík, sími 21, og
Kópavogi, sími 19708. Skrif-
stofurnar eru opnar daglega
kl. 10—22.
Kosningaskrifstofa
fyrir Árnessýslu er á Selfossi.
Skrifstofan er opin daglega
frá kl. 10—22.
Kosningaskrifstofa
í Rangárvallasýslu er á Hellu.
Skrifstofan er opin daglega
frá kl. 10—22.
Kosningaskrifstofa
í Ilafnarfirffi er opin daglega
frá kl. 10—22. Sími 50228.