Morgunblaðið - 14.06.1959, Síða 12

Morgunblaðið - 14.06.1959, Síða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. júni 1959 Utg.: H.f. Arvakúr Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefónsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. KONUR A ALÞINGI r AÞINGI því, sem kosið var 1956 og nú nýlega var slitið í síðasta sinn, átti aðeins ein kona sæti, — Ragnhildur Helgadóttir, sem kjörinn var £. þingmaður Reykvíkinga ai lista Sjálfstæðisflokksins. Þegar athuguð eru framboðin til alþingiskosninganna, sem fram eiga að fara síðar í þessum mánuði, vekur það athygli, að andstæðingar Sjálfstæðismanna hafa enn ekki séð ástæðu til að haga framboðum sínum þannig, að hin minnsta von sé til, að konur verði í hópi þingmanna þessara flokka eftir kosningarnar 28. júní nk. Ragnhildur Helga- dóttir verður því eina konan, sem eftir kosningar situr á þingi, en hún er enn sem fyrr í 5. sæti á lista Sjálfstæðisfl. í Reykjavík. Kona tók í fyrsta skipti sæti á Alþingi 1923. Alls hafa 6 konur hlotið kosningu til Alþingis. Fjórar þeirra hafa fylgt Sjálf- stæðisflokknum að málum, — Þær Ingibjörg H. Bjarnason, Guðrún Lárusdóttir Kristín L. Sigurðardóttir og Ragnhild'ir Helgadóttir. Katrín Thoroddsen sat eitt kjörtímab-1 á þingi fyrir kommúnista og Rannveig Þor- steinsdóttir eitt kjörtímabil fyrir Framsóknarflokkinn. Auk þessa hafa nokkrar konur verið vara- þingmenn. Af þeim hafa tekið sæti á þingi um lengri eða skemmri tíma þær Auður Auð- uns (fyrir Sjálfstæðisflokkinn), Adda Bára Sigfúsdóttir (fyrir kommúnista) og Soffía Ingvars- dóttir og Jóhanna Egilsdóttir (fyrir Alþýðuflokkinn). Þær Adda Bára og Jóhanna áttu sæti á þingi um nokkurra vikna skeið á síðasta kjörtímabili. fslenzkar konur mega minnast þess, þegar vinstri flokkarnir biðja um atkvæði þeirra og tala fagurlega um áhuga sinn á hags- munamálum kvenna, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur jafnan sýnt þessum málum mestan skiln ing. Gleggsta dæmið því til sönn- unnar er, að 4 af 3 konum, sem kjörnar hafa verið til Alþingis, hafa fylgt Sjálfstæðisflokknum, — og nú eins og svo oft áður er Sjálfstæðisflokkurinn. eini stjórn málaflokkurinn, sem í komandi kosningum hefur meðal fram- bjóðenda sinna konu, sem náð getur kosningu. Það á að vera metnaðarmál reykvískra kvenna, að kosning Ragnhildar Helgadótt ur verði sem glæsilegust. „TILVERU HANS AÐ LJÚKA" r IBLAÐINU í gær var nokk- uð minnzt á skrif Guð- mundar Hannessonar á Bergsstöðum um kjördæmamálið, en grein hans um það birtist í Tímanum á fimmtudaginn. Er hún á borð við hið ofstækis- fyllsta, sem áður hefur birzt í þessu blaði um málið og er þá mikið sagt. Til dæmis um, hve Framsóknarmenn eru nú úr jafn vægi vegna kjördæmabreyting- arinnar má bæta þessari klausu við það, sem áður er vitnað í af orðum Guðmundar: „Frambjóðendur íhaldsins og annarra forsvarsmanna þessar- ar byltingar verða af kjósendum í vor litnir svipuðum augum og það vald, sem stendur á bak við ofbeldisaðgerðir brezkra her- skipa, er þau meina íslenzkum varðskipum að taka veiðiþjófa innan 12 mílna landhelgislínu, sem þau hafa þó rétt til sam- kvæmt fullveldi landsins og al- VERNDUM NÚ um helgina er uppeldis- málaþing haldið í Reykja- vík. Að því standa tvenn kennarasamtök, en verkefni þingsins er að ræða tvö mál aðal lega: geðvernd ungmenna og kennslu í landafræði. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á fyrra umræðuefninu, þar sem fremur skammt er síðan mönnum hér á landi varð ljós þýðing geð- yerndar. T. d. eru aðeins fá ár síðan Geðverndarfélag íslands var stofnað. Það er mikilvægt verkefiú að búa börn og unglinga þannig undir lífið, að þau haldi gleði sinni og kjarki, þótt eitt- hvað bjáti á, eins og jafnan verð ur í lífi hvers manns. Það er verkefni geðverndarinnar, og svo hitt, að ráða fram úr vanda þeirra ungmenna, sem virðast eiga erfitt með að fylgjast með þjóðareglum. Það verður litið á þá sem landhelgisbrjóta“. Vesalings maðurinn hefur skap til að líkja kjördæmabreyting- unni við aðgerðir þeirra, sem nú reyna að beita okkur ofbeldi og stofna öryggi íslenzkra sjómanna í hættu. Þó miðar kjördæmabreyt ingin að því að koma í veg fyrir hróplegt ranglæti. En þetta órétt læti hefur skapað Framsóknar- flokknum sérréttindi og þess vegna er ekkert Framsóknar- mönnum heilagt, þegar þeir reyna að viðhalda því. En Guð- mundur Halldórsson ætti að minnast þeirra orða í sambandi við Framsóknarflokkinn, sem hann notar sjálfur sem upphaf á grein sinni. „Það hefur verið sagt, að engin þjóð geti lifað af náð. Ég hygg að því muni líkt farið um stjórn- málaflokka. Þar sem stefnu og þjóðhagslega málaefnabaráttu flokks þrýtur, hlýtur þar einnig tilveru hans að ljúka“. ÆSKUNA jafnöldrum sínum í heilbrigðu starfi, en hneigjast að því, sem leitt getur þau á villigötur og orðið bæði einstaklingnum og umhverfi hans til skaða. Uppeldi æskunnar er eitt af mikilvægustu verkefnum hinna fullorðnu. Á undanförnum ára- tugum hefur sitthvað færst í ann að horf á því sviði en áður var. Margt hefur breytzt til batnaðar, menntunarskilyrðin hafa t. d. stórbatnað, en á ýmsum þáttum þróunarinnar þarf að hafa gát. Eitt af því er, að viðkvæmum börnum og unglingum mæta ný og áður óþekkt vandamál, þegar þjóðlífið verður margþættara, verkaskiptingin meiri og sam- bandið við náttúruna verður ann að en áður í vaxandi bæjum. Það er því vel, að kennarar hafa nú tekið geðvernd barna og ung-, linga til umræðu. ir verið lagðir á hilluna. Nú þarf ekki lengur að brjóta heilann um ný og frumleg dansspor. — Fred Astaire er nefnilega hættur að dansa. En til þess að fyrirbyggja allan misskilning er bezt að taka það fram þegar, að hann er í fullu fjöri að öðru leyti, enda sagði hann sjálfur ný- lega: — Lífið byrjar um sextugsaldurinn.... — ★ -— • Það var einmitt á sextugs- afmælinu, sem hann sagði þetta. — Kaldhæðnisleg orð af vörum aldraðs manns, kunna menn að hugsa. En, látum okkur sjá. Lífið er raunverulega að byrja að nýju fyrir Fred Astaire — allt annað líf en áður, þar sem dansspor eru alls ekki tekin með í reikninginn. — Granni, hviki og þunnhærði „sjarmörinn" hef- ir snúið inn á nýjar brautir í leiklistinni — er tekinn að leika „alvarleg" hlutverk. — Hann hefir nú nýlokið leik í kvikmynd, sem gerð var eftir hinni kunnu bók Nevil Shutes, „On the Beach“, sem ó einfaldan og á- hrifaríkan hátt lýsir endaiokum heimsins. Astaire leikur kjarn- orkuvísindamann í myndinni — og er sagður skila hlutverkinu með sóma. Hver hefði trúað því? — Fred Astaire, stepparinn, sem virðulegur og alvarlegur vís- indamaður! í kvikmyndinni er ekki stigið eitt einasta dansspor, enginn „sætur“ söngur er sunginn — og ekki sést þar minnsti vottur af ástarglettum. Þarna kynnumst við Fred Astaire í alveg nýju um- hverfi. — Eftir frumsýningu á hinni frægu mynd „Funny Face“, sem Astaire lék í 1957, skrifaði gagnrýnandi nokkur, að „nýtt og gamalt blandaðist þar saman í nokkurn veginn jöfnum hlutföll- um.“ — Ég skildi, hvað hann var að fara, segir Astaire. — ★ — • Þau eru víst orðin meira en óteljandi danssporin, sem Fred Astaire hefir orðið að stíga, áður en honum var leyft að hverfa a ðhinum alvarlegri viðfangsefn- um í leiklistinni. — Hann hefir Þu ert dansari, meira að segja heimsins bezti á þínu sviði — og hvers vegna skyldirðu þá ekki dansa.... Og Fred Astaire dansaði og dansaði — til ánægju fyrir millj- ónir manna um allan heim. — ★ — • Hann var ekki hár í loftinu, þegar hann steig fyrstu dans- sporin opinberlega, með systur sinni, Adele. Svo virtist, sem þau hefðu fæðzt „með dansinn í tán- um“ — enda urðu þau víðkunn svo að segja á svipstundu. Þau héldu frá einum skemmtistaðn- um til annars og var hvarvetna tekið opnum örmum. Brátt voru þau ráðin á Broadway, þar sem þau komu fram í fjölmörgum óperettum og danssýningum. Það var dans og aftur dans — allt þar til Adele varð ástfangin, svo ástfangin, að hún kvaddi bróður- inn og frægðina til þess að ger- ast hallarfrú í Skotlandi — með titlinum „lady“. Astaire hélt þó áfram að dansa — einn. En það gekk ekki sér- lega vel. Hann virtist ekki njóta sín án mótleikara — og auð- vitað varð hann að vera kona. Margar hafa þær líka dansað með Fred Astaire, þótt misjafn- lega hafi til tekizt. Þeir, sem minnsta áhuga hafa á kvikmyndum — og búnir eru að slíta barnsskónum — muna eflaust vel eftir nöfnunum, sem á sínum tíma voru eins óaðskilj- anleg eins og Silli & Valdi: Ginger Rogers og Fred Astaire. — Og kvikmyndunum — Rob- erta, Top Hat, Flotinn dansar, Swing Time, Amanda, og hvað þær nú hétu allar þessar glæsi- legu dans- og söngvamyndir, sem lokkuðu þúsundir og aftur þúsundir í kvikmyndahúsin um allan heim. — ★ — • Og einn góðan veðurdag var búið með þetta vinsæla sam- starf. Ginger Rogers hætti að dansa og sneri sér að öðrum verkefnum á sviði kvikmynd- anna — en Fred Astaire dansaði áfram, við ýmsar dansmeyjar. Dansaði þannig, að þykkar bæk- ur hafa verið skrifaðar um hann. — List? hafa margir spurt. Tví- mælalaust, svara allflestir — danslist á háu stigi. — En hvað segir Astaire sjálfur? — Ég hefi raunverulega aldrei brotið heilann um það, hvort það, sem ég gerði, væri list eða ekki. Hvers vegna hefði ég svo sem átt að gera það? Ég hefi aðeins reynt að gera dansa mina úr garði, svo sem mér hefir fundizt þeir eiga að vera. Það hefir stundum kostað mikið erfiði að gera sjálf- um sér til hæfis — en þegar ég á annað borð hefi náð því marki, var það mér nóg. Svo get- ur fólk kallað það hvort sem það vill, list eða skrípalæti — menn verða að fá að hafa sinn smekk í friði. Um hinar marglofuðu kvik- myndir þeirra Ginger Rogers hefir hann sagt: — Ég hefi aldrei getað skilið það fólk, sem ætlar að tárast af angurværð, er það minnist þess- ara mynda. Sannleikurinn er sá, að ungu mennirnir, sem hæst ber í skemmtanalífinu í dag, eru margfalt duglegri en ég, þegar ég var upp á mitt bezta. Ef ein- hver efast um það, ætti hann bara að sjá gömlu myndirnar okkar Ginger Rogers.... — ★ — • Er þá dugnaðurinn allt, sem máli skiptir? Astaire hefir alltaf haft eitthvað það til að bera, sem gert hefir dans hans og leik ann- að og meira en eina saman sönn- un fyrir dugnaði hans. Skemmti- lega sérstætt bros, hæfilegt sjálfs- háð, látlausa framkomu — og svo þetta, sem jafnvel hinn færasti umboðsmaður eða leikstjóri get- ur ekki skapað — persónuleika. Kvikmyndir hans — yfir 30 talsins — hafa verið sóttar af milljónum áhorfenda, en hafa aldrei hlotið nein af þeim verð- launum, sem veitt eru í kvik- myndaheiminum. Hins vegar voru honum veitt Oscarverðlaun árið 1949, ekki fyrir neina sér- staka mynd, heldur fyrir ein- Framhald á bls 23. 4 4 Fred Astaire hefir lagt dansskóna á hilluna — og gerzt ,,alvarlegur leikari Hann varð riýlega sextugur og lýsti því þá yfir, að nú vœri lífið að byrja... FÆTURNIR hafa nú loks lengi haft löngun til þess, en r____•.* i i , , . viðkvæði vfirboðara hans var fengið hvíld — dansskórn- viðkvæði yfirboðara hans var jafnan eitthvað á þessa leið: —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.