Morgunblaðið - 24.06.1959, Side 1

Morgunblaðið - 24.06.1959, Side 1
24 siður 46. árgangur 130. tbl. — Miðvikudagur 24. júní 1959 Prentsmiðja M irgttnblaðslna Kúgunarvél SÍS sett í gang gegn Reykvíkingum Þórarinn Þórarinsson kallar á hjálp utan- bœjarmanna Einstök uppgjöf frambjóðenda Bréf Þórarins og þeirra félaga, sem kallar á hjálp SÍS til að kúga Reykvíkinga. ÁKEFÐ Framsóknar-for ingjanna í að hindra að 3ÍS op dótturfélög þess sæti sömu lögum og aðr- ir landsmenn á sér auð- sæar orsakir. Þessi eini auðhringur landsins er skefjalaust notaður 1 flokksbágu Framsóknar. Talið er, að 30 þúsund manna sé í þessum samtökum. Við síð- ustu þingkosningar fékk Fram- sóknarflokkurinn ekki nema 1292'5 atkv. Vegna Hræðslubanda lagsins kom raunar ekki allt fylgi flokksins fram í atkvæða- magni hans við kosningarnar. Mennirnir, sem nú býsnast mest yfir ógnum flokksvaldsins, ráð- stöfuðu þá þúsundum kjósenda sinna til annars flokks. En auð- vitað er sjaldnast nema einn á Frá úfvarpsumræðunum i gærkvöldi V-stjórnin var atbafnaminnst og svikulust allra stjórna SjálfsfœBisflokkurinn sœkir á sundr- aða og rökþrota andstœBinga VIÐ Sjálfstæðismenn kröfð- umst kosninga í vor, hvernig sem kjördæmabreytingunni reiddi af á Alþingi, sagði Ól- afur Thors í útvarpumræðun- um í gærkvöldi. Það erum því við, sem stefnt höfum söku- dólgunum, vinstri stjórninni, fyrir dómstól þjóðarinnar. — í umræðunum sýndu ræðu- menn Sjálfstæðisflokksins fram á vanefndaferil vinstri stjórnarinnar og báru saman feril hennar og störf Sjálf- stæðisflokksins í ríkisstjórn, áður en vinstri flokkarnir tóku höndum saman. Einnig ræddu Sjálfstæðismennirnir um kjördæmabreytinguna og sönnuðu með ljósum rökum, hvílíkt réttlætismál hún er. — Málflutningur vinstri flokk- anna einkenndist af hörðum ásökunum um að einn hefði annan svikið í vinstri stjórn- inni í öllum málum, sem ræðu mönnum komu í hug. Málefna leg sókn Sjálfstæðismanna og tilraunir vinstri flokkanna til að firra sig ábyrgð á eigin gerðum, innbyrðis ákærur þeirra og illyrði sýndu alþjóð, að til komandi kosninga geng- ur Sjálfstæðisflokkurinn styrkari en nokkru sinni fyrr. Athafnaminnst og svikulust Langflestir fulltíða íslendingar vita, að svokölliuð vinstri stjórn var athafnaminnst, sjálfri sér sundurþykkust og svikulust allra stjórna, sem íslendingar hafa þurft að þola, sagði Ólafur Thors í upphafi ræðu sinnar, og síðan rakti hann Ioforö hennar og svik hvert af öðru. Ragnhildur Helgadóttir, annar ræðumaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi einnig um vinstri stjórn- ina og hét á kjósendur, ekki sízt unga kjósendur, að minnast þess, að enn væru til menn, sem vildu nýja vinstri stjórn, og gætu kom- ið henni á, ef styrkur Sjálfstæðis- Framh. á bls. 2. Eflir samhug og snmstnrf Wms Sigurður Ágústsson. Framsóknarmenn telja, að það sé verið að minnka áhrifavald strjálbýlisins með stækkun kjördæmanna. Það munu tímarn- ir sanna, að þetta er röng ályktun. Rétt- lát kjördæmaskipun er hyrningarsteinn lýðræðisins, og sú breyting á kjördæma- skipuninni, sem hefur verið samþykkt á Alþingi, mun ábyggilega efla samhug og nauðsynlegt samstarf í strjálbýlinu, sem aldrei hefur verið meiri þörf á en nú. hverju heimili í samvinnufélagi, svo að hluti Framsóknarmanna í tölu meðlima félaganna er miklu minni en , kjósendatölu flokksins nemur. Sennilega er ekki nema h.u.b. einn fimmti hluti meðlimanna Framsóknar- menn svo sem raunverulegt fylgi flokksins í landinu gefur vísbendingu um. Tök Framsóknar á SÍS Þessi litli hluti félagsmanna hefur hins vegar náð undir sig öll um yfirráðum í hinum mikla auð hring SÍS. Með klóklegum kosn- ingaaðferðum hafa Framsóknar- menn búið þar svo um sig, að þeir eru einvaldir. Af 10 mönnum í stjórn og vara stjórn SÍS er hver einasti flokks- bundinn Framsóknarmaður, 5 þeirra eru núverandi eða fyrrver andi þingmenn flokksins. Þessi litli hópur ráðstafar hinu gífur- lega fjármagni, sem þarna er saman komið, eins og honum hent ar. Þar er ekki um persónulegar eigur valdamanna að ræða held- ur almennings og af því fé eru þeir sannarlega ósínkir á allar fyrirgreiðslur við flokkinn. Reynt er að dylja hina sönnu starfs- hætti. Ársskýrsla þessara 30 þús- und manna samtaka er aðeins prentuð sem handrit og iátin í hendur nokkurra útvaldra. Oft hafa Framsóknarmenn tal- ið mikið við liggja, en aldrei annað eins og nú. Sjálft valda- kerfi Framsóknar er í hættu. Ef réttlátari kjördæmaskipun kemst á, telja broddarnir sig hafa misst þá lykilsaðstöðu, sem þeir hafa haft til þessa í íslenzkum stjórn- málum. Nú er því öllu teflt fram sem Framsókn telur geta tryggt sig. Kaupfélögin hafa aukið útlán sín. Kaupfélagsstjórar ferðast um eða kveðja menn fyrir sig og blaða í skuldaskrám eftir því, sem henta þykir á hverjum stað. Valdabraskarar misnota samtök almennings Auðvitað eru til kaupfélags- stjórar eða áhrifamenn innan SÍS, sem láta ekki hafa sig til þessa. En þeir vita sjálfir, að með hlutleysi stefna þeir sér í hættu gegn hefndarráðstöfunum for- kólfanna. Eysteinn Jónsson viður kenndi á Alþingi í vetur, að hann hefði ferðazt um landið og boðað, að kaupfélagsmenn ættu að styðja Framsókn. Þeir, sem ekki hlýða þessu boði, eiga víst að falla í ónáð þeirra, sem ráða stöðuveitingum og frama hjá fyrirtækjum SÍS. Þeim mun meira ber að virða þá, sem þetta standa af sér, og eru þeir þó einungis að vernda samtök sín fyrir þeim voða, sem þeim er búinn með misnotkun Eysteins Jónssonar á þessum nauðsynlega félagsskap almennings. Um nauð syn hans efast enginn og enginn vill á þeim níðast. Hættan stafar Þórarinn er nú svo hræddur, að hann hefur leitað ásjár utanbæjar- manna sér til hjálpar. frá þeim einum, sem nú spenna hann fyrir sinn eigin hagsmuna- vagn. Víða -úti um land eiga menn I harðri baráttu gegn þessu ofur- valdi. En það hefur aldrei náð tökum hér í Reykjavík. Þess vegna telur Framsókn sig von- lausa um verulegt fylgi hér, nema eitthvað óvenjulegt komi til. Vonleysið er því meira sem foringjarnir starfa hér, og Reyk- víkingar þekkja þá því bæði af sjón og raun. Af öllum hópnum er þó enginn ólíklegri til að fá fylgi hér en Þórarinn Þórarins- son, sem nú er efsti maður á lista Framsóknar í Reykjavík. Neyðaróp Þórarins . Þórarinn og félagar hans hafti þess vegna gripið til þess ráðs að leita liðs úti um land sjálfum seT til styrktar. Þeir vita, að sjálfir fæla þeir frá en draga ekki að. Þess vegna telja þeir sér lífsnauðsyn að fá hjálp annars staðar að. Þessi er skýringin á því furðu- lega bréfi, sem hér er birt mynd af. Það hefur verið sent til allra þeirra forráðamanna kaupfélaga úti um land, sem Eysteinn Jóns- son telur reiðubúna til að hlýða kalli flokksvélar Framsóknar. Þessir menn eiga ýmist sjálfir að reyna að hafa áhrif á Reykvík- víkinga eða útvega aðra til þess að gera það. Sjálfsagt ljá sig ein- hverjir til þeirrar þjónustu, þó að nauðugir sé. En bréfið sannar, að hver sem röddin verður, þá er skipunin Eysteins. Slíkt hugleysi fram- bjóðenda hefur aldrei fyrr þekkst hér í bæ, að þeir leituðu á náðir utanbæjarmanna til að fá kosningu í Reykjavík. Reykvíkingar munu sýna, að þessi kúgunarleið er sízt vænleg til sigurs. Reykvíkingar munu rísa upp sem einn maður og sanna, að þeir eru fullfærir um að velja sér þingmenn án leið- beiningar kúgunarvalds SÍS. Miðvikudagur 24. júni Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Málstaður okkar hefir aldrei verið betri en nú. Úr útvarps- ræðum Sjálfstæðismanna. — 6: Lífsánægjan mun aldrei finn- ast í fangelsinu, eftir Eðvald Hinriksson. — 8: Við skulum unna hvort öðm jafnréttis, eftir Eggert Jónsson* bæjarstjóra. — 10: Utan úr heimi. — 11: Stækkun kjördæmanna leiðir til vinsamlegri samvinnu fólks. Rætt við Baldur Kristjánsson á Ytri-Tjörnum. — 12: Ritstjórnargreinar: — Öllum ógnað. — Enn sver Eysteinn. — 13: Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins utan Reykjavíkur. — 14: Hlíðardalsskólinn í Ölfusi. — 22: íþróttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.