Morgunblaðið - 24.06.1959, Side 2

Morgunblaðið - 24.06.1959, Side 2
2 MORGVNBLAÐ1Ð MiðviKudagur 24. júní 1959 Grænlenzku skólastúlkurnar frá Gothaab nutu í ríkum mæli góðgætisins í Ráðherrabústaðnum í gær. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Ungir Grœnlendingar hrifnir eftir AÐEINS einn í hópnum hafði séð kýr. Enginn hafði áður litið svo stóra borg. Enginn hafði áð- ur séð svo stór tré og grósku- mikinn gróður. Þessi hópur steig á land í Reykjavík í gær um há- degisbilið og kvaddi um klukkan 7, eftir mjög ánægjulegar stund- ir, ævintýri líkastar. Þessi hópur voru ungir Grænlendingar, sem að loknu vorprófi við gagnfræða- og kennaraskólann í Gothaab, er á leið til Danmerkur í kynnis- för. Þetta grænlenzka æskufólk, sem kom mjög vel fyrir, greindar legt og myndarlegt, er á aldrinum 14—18 ára. Fyrir nokkrum dögum fékk Kristinn Ármannsson rektor Menntaskólans, bréf frá skóla- stjóra gagnfræðaskólans, sem jafnframt er kennaraskóli. Bréfið var dagsett í höfuðborg Græn- lands, Gothaab 11. maí sl. í bréf- inu sagði skólastjórinn frá því að nemendur í II. bekk skólans myndu koma hér við 22. júní á leið til Kaupmannahafnar með Dr. Alexandrine. Það var ltill sem enginn tími til stefnu við að undirbúa komu Grænlendinganna. Eigi að síður tókst að gera þeim dvölina hér, 1 gær, í 7 klst, ævintýri líkasta því enginn í hópnum hafði áður komið út fyrir landssteinana í Grænlandi. Það voru því mikil viðbrigði að koma hingað. Ferð þessa grænlenzka æskufólks um bæinn og næsta nágrenni hans var þeim til mikillar gleði. Flestir töluðu slarkandi dönsku, og undrun þeirra leyndi sér ekki. En svo virtist sem mesta athygli þeiira hefði vakið, að sjá marg- litar kýr Mosfellssveitarbænda á beit. Aðeins einn i hópnum hafði áður séð kú. Þá þótti þeim mikið til koma að sjá hina grózkumiklu garða við Sóleyjargötuna og það var ævintýralegt að aka í tví- lyftum vagni. Slíkan farkost, höfðu Grænlendingar aðeins séð á myndum. Guðni Guðmundsson og Þór- hallur Vilmundarson, mennta- skólakennari, óku með gestunum um bæinn, sýndu þeim Mennta- skólann og þar hitti hópurinn Kristin Ármannsson rektor. Síð- an var ekið upp að Reykjum, skoðuð dælustöð hitaveitunnar, komið við í Reykjalundi og eins voru skoðuð gróðurhús. Þegar komið var aftur til bæj- arins, var ekið að skipsfjöl og allir fóru í sparifötin, ungu stúlk- stutta dvöl Komir þú á Grænlandsgrund, þá munt þú bersýnilega hitta lagiegar ungar stúlkur, ekki síður en hér á landi. urnar í hina fallegu þjóðbúninga sína og piltarnir í drifhvíta ann- orakka. Siðan var ekið að Ráð- herrabústaðrrum, þar sem Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra og frú bauð hópnum til kaffi- drykkju. Var þar glatt á hjalla góða stund og drukkið mikið kaffi og gosdrykkir og framborn- ar sætar kökur og annað góð- gæti, sem hinir ungu, geðþekku Grænlendinga kunnu vel að meta. Áður en haldið var niður að skipi skoðuðu gestirnir Þjóð- minjasafnið og Háskólann. Klukkan sjö var svo Reykjavík kvödd og haldið um borð í Dr. Alexandrine sem lét þá úr höfn og átti að koma við í Þórshöfn á leið sinni til Kaupmannahafn- ar. Frambjóðandi Framsóknar í Austur- Húnavafnssýslu vekur li sér athygli FRAMBOÐSFUNDIR voru haldn ir í Austur-Húnavatnssýlu um síðustu heigi, í Höfðakaupstað á laugardag og Blönduósi á sunnu- dag. Báðir voru þeir mjög vel sóttir, svo húsin voru þéttskipuð. Fundirnir fóru yfirleitt vel fram og ræddu frambjóðendur eink- um störf vinstri stjórnarinnar sálugu og kjördæmamálið. Mál- flutningur Framsóknarframbjóð- andans Björns Páissonar var þó með nokkuð öðrum hætti en hinna, því hann talaði litt um þingmál eða héraðsmál, en því meira um sjálfan sig, sem hon- um er tamt. Allmörgum orðum fór hann þó um kjördæmamálið og fylltist þá spámannlegri andagift. Var auð- heyrt á honum, að hann hygði Englendinga standa öðrum þjóð- um framar að réttlætiskennd og að frændþjóðir okkar á Norður- löndum mundu bráðlega taka þá sér til fyrirmyndar um kjör- dæmaskipan. Annars líkti Björn væntanlegri stjórnarskrárbreyt- ingu við þann atburð, er íslend- ingar sóru Hákoni gamla trúnað- areiða, og varð einn áköfustu fylgismanna hans svo hrifinn af þeirri hugmynd, að hann tók hana upp á Skagastrandarfundin- um og kom með þá_ frumlegu söguskýringu, að íslendingar hefðu þá afsalað sér landsréttind um af einskærri meðaumkvun með Gissuri Þorvaldssyni, því að þeir hefðu vitað að Hákon kon- ungur yrði annars mjög vondur við Gissur. Varði hann 10-mín- útna ræðutíma sínum til að vara- Húnvetninga við því, ag vera eins og meðaumkvunarsamir og íslendingar hefðu verið á Sturl- ungaöld og gerðu fundarmenn að því góðan róm. Framsóknarmenn höfðu haft mikinn undirbúning undir fundi þessa og komið sér upp vel æfð- um klappsveitum. Á Bólstaðar- hlíðarfundinn hafði verið pönt- uð klappsveit norðan úr Skaga- firði og á hina fundina klapp- sveit úr Reykjavík og víðar að. Björn Pálsson er kunnur mjög að gaspri og glensyrðum og getur stundum verið talsvert fyndinn. Lagði hann sig mjög í fram- króka með það á fundum þess- um, enda var hent að honum óspart gaman. Það síðasta, sem hann lét út úr sér á Blönduós- fundinum var það, að þeir einir gætu talizt Húnvetningar, sem greiddu honum atkvæði. Auk frambjóðendanna töluðu á Skagastrandafundinum Sturl- ungaaldar-sálfræðingurinn af hálfu Framsóknarmanna, en Páll Kolka og Halldór Jónsson á Leysingjastöðum af hálfu Sjálf- stæðismanna, en á Blönduósfund- inum Sigfús Þorsteinsson, ráðu- nautur og Guðmundur Jónasson í Ási fyrir Framsóknarmenn, og Páll Kolka og Steingrímur Da- víðsson fyrir Sjálfstæðismenn. Búnaðarráðunauturinn spáði því, sem Björn frambjóðandi hafði áður ymprað á, að kosti bænda mundi verða þrengt svo, a3 með öllu yrði ólíft í húnvetnsk- um dölum og á Húnaskaga, svo að þar mætti búast við landauðn. Náðu þá fagnaðarlæti klapp- sveitanna hámarki, og þótti flestum það heimskulegt hátt- erni. Hafnfirzkir Sjálfstœðis- menn vinna ötullega að kosningu Matfhíasar Á. Mathiesen FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfé- laganna í Hafnarfirði efndi til almenns kjósendafundar í Hafn- arfjarðarbíói i fyrrakvöld. Stefán Jónsson, formaður full- trúaráðsins setti fundinn og gaf Ólafi Thors, formanni Sjálfstæð- isflokksins orðið. Flutti Ólafur ýtarlega ræðu um stjórnmálavið- horfið og rakti einkum kjördæma málið, feril vinstri stjórnarinnar og land'helgismálið. Að lokum skoraði hann á hafnfirzka Sjálf- stæðismenn að vinna vel til að tryggja kosningu Matthíasar. Á Mathiesen, frambjóðanda Sjálf- stæðisflokksins. Við þurfum á ungum drengskaparmönnum að halda, sagði Ólafur Thors, það er sómi fyrir Hafnfirðinga að senda Matthías Á. Mathiesen á Þ«ng. Fundarmenn þökkuðu for- manni Sjálfstæðisflokksins ræð- una með dynjandi lófataki. Að henni lokinni fluttu stutt ávörp þeir Ingólfur Flygenring, Elín Jósefsdóttir, Valgarð Thoroddsen, Ámi Grétar Finnsson, Jónas Bjarnason, Páll V. Daníelsson og Stefán Jónsson. Að lokum talaði Matthías Á. Mathiesen. Ræddi hann um kosn ingabaráttuna og viðskilnað vinstri stjórnarinnar og gerði síð- an að umræðuefni, hver væru höfuðverkefnin á sviði atvinnu- mála þjóðarinnar. Hlaut fram- bjóðandinn geysigóðar viðtökur á liinum mjög fjölmenna fundi. Sýndi fundurinn samhug og sóknarvilja Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, sem sett hafa sér kjörorðið: Matthías skal á þing. — G.E. — Utvarps- umræðurnar Framhald af bls. 1. flokksins yrði ekki slíkur, að þeir þyrðu það ekki fyrir þjóðinni. Um hvað kjósa Framsóknar- menn? Hermann Jónasson, sagði í upp hafi, að það væri andstætt stjóm arskránni að kjósa í næstu kosn- ingum um annað en kjördæma- breytinguna. Síðan talaði hann hálfan ræðutíma sinn um, hve gaman hefði verið að sýna alþjóð fram á, að vinstri stjórnin hefði verið ágæt stjórn á mörgum svið um. Þótt Hermann hefði góðan tíma og notaði helming hans til að tala um vinstri stjórnina, heyrði alþjóð, að honum tókst ekki að sanna að hún hefði haft kosti. Kommúnistar og Alþýðu- flokksmenn ræddu einnig úm vinstri stjórnina og undirstrikuðu rækilega, að hið illa, sem hún gerði, hefði vissulega ekki verið þeirra verk! Kjördæmabreytingin Ræða Gunnars Thoroddsen, sem var þriðji ræðumaður Sjálfstæð- isflokksins, snerist um kjördæma- málið, og aðrir ræðumenn flokks ins drógu einnig fram rök fyrir skoðunum Sjálfstæðismanna á því. Bæði kommúnistar og Alþýðu- flokksmenn lýstu því yfir, að þeir myndu alls ekki undir nein- um kringumstæðum breyta af- stöðu sinni í málinu. Formaður Framsóknarflokks- ins hóf sem fyrr segir mál sitt með því að telja ólöglegt, að um annað en kjördæmabreytinguna væri kosið. Síðan talaði hann llengi um annað, næsti ræðumað- ur flokks hans talaði mestan hluta tímans um landhelgismál og fleira, en klykkti að lokum út með að lýsa yfir, að kosningarn- ar snerust „fyrst og fremst“ um kjördæmabreytinguna. Síðasti ræðumaður Framsóknar notaði j mestan hluta ræðutma síns til að lesa upp blekkingar um raforku- mál, svo að ekki bar ræða hans vott um trú á Framsóknarkenn- inguna um, að einungis sé kosið um kjördæmabreytinguna. Landhelgismálið Guðmundur f. Guðmundsson og kommúnistar báru hver á ann- an vesaldóm í landhelgismálinu. Utanríkisráðherra upplýsti m.a., að Lúðvík Jósepsson hefði sum- arið 1957 viljað 4 mílna fiskveiði lögsögu, breytingu grunnlínu- punkta og friðun á takmörkuðum svæðum á vissum árstímum og réðst af mikilli heift á kommún- ista fyrir framkomu þeirra í máli þessu fyrr og síðar. Taldi hann afstöðu Lúðvíks 1957 hafa verið skammsýna og stórskaðlega. — Kommúnistum þótti ráðherrann hins vegar hafa haldið svo á mál- um, að þjóðhættulegt væri, og einn ræðumaður Framsóknar réðst á andstöðuflokkana fyrir að bregðast í málinu. Hann og Finnbogi Rútur Valdimarsson bankastjóri tíndu til ósannindi um Sjálfstæðisflokkinn og af- stöðu hans til þessa lífshagsmuna máls þjóðarinnar, sem flokkur- inn hefur unnið öllum öðrum flokkum meira gagn. Deilur vinstri flokkanna um þetta mál sýndi almenningi, hve purkunarlaust þessir flokkar reyna að nota málið sér til fram dráttar í kosningabaráttunni og hve líittð þeir skeyta um að halda þjóðareiningu um það, þó það sé flestu nauðsynlegra. Viðhorf æskunnar í umræðunum var vikið að ýmsum öðrum efnum. Ragnhild- ur Helgadóttir gerði þannig grein fyrir viðhorfum æskunnar til stjórnmálanna og hvatti hana til að tryggja Sjálfstæðisflokkn um öruggan meirihluta meðal þjóðarinnar og á Alþingi. Vilja þeir verðbólgu? Kommúnistar notuðu nokkum hluta af tíma sínum til að tala um efnahags- og kjaramálin. —, Voru þeir á móti ráðstöfununum, sem gerðar voru í vetur — og á móti dýrtíðinni, en létu hjá líða að ræða um eigin úrræði og af- rek á þessu sviði innan vinstri stjórnarinnar. Einar Olgeirsson rak lest kommúnistanna og talaði eins og jafnan um „auðvald" og hina fátæku „alþýðu“. Nú ætlaði „auðvaldið" að hans sögn að svipta „alþýðuna" húsum hennar og öðrum eignum. Sýnir það, að einhver hefur sýnt Einari fram á, að kjör almennings á íslandi eru orðin nokkuð önnur en kreddu- kenningaræður hans í áratugi gefa til kynna. ★ Ræðumenn í gær voru þessir: Fyrir Alþýðuflokkinn: Emil Jóns son, Katrín Smári og Guðmundur í. Guðmundsson. Fyrir Sjálf- stæðisflokkinn: Ólafur Thors, Ragnhildur Helgadóttir og Gunn- ar Thoroddsen. Fyrir Framsókn- arflokkinn: Hermann Jónasson, Jón Skaftason og Daníel Ágúst- ínusson. Fyrir „Alþýðúbandalag- ið“: Finnbogi R. Valdimarsson, Eðvssrð Sigurðsson og Einar Ol- geirsson. Fyrir Þjóðvarnarflokk- inn: Gils Guðmundsson og Bárð- ur Daníelsson. Kaflar úr ræðum Sjálfstæðis- mannanna cru birtir á bls. 3.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.