Morgunblaðið - 24.06.1959, Page 3

Morgunblaðið - 24.06.1959, Page 3
Miðvik'udagur 24. júní 1959 WORGVNBLAÐIÐ 3 Málstaður okkar hefur aldrei verið betri en nú j Úr útvarpsræðum Sjálfstæðismanna \ i gærkvöldi Ólafur Thors: Fortíð okkar er öruggasta vitnið um hœfni okkar Formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Xhors, talaði fyrstur fynr flokkinn í gærkvöldi. 1 upphafi máls síns ræddi hann um kjördæmamálið, talaði síðan um vinstri stjórnina og feril hennar, en lauk ræðu sinni með þessum orðum: Ólafur Thors Fortíðin ber vitnl Sjálfstæðismenn um land allt! Kjördagurinn nálgast. Þjóðin ákveður þá örlög sín um lengri eða skemmri tíma. Mikið veltur á því, að menn geri sér grein fyrir, að sérhver íslendingur á að verulegu leyti afkomu sina undir því, hvernig haldið er á sameiginlegum málefnum þjóð- arinnar. Takizt að vekja fullan skilning á því, ætti gatan að vera greið fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Fortíð okkar er öruggasta vitnið um hæfni okkar. Það erum við, sem alla forustuna höfum haft um flest velferðarmál þjóð- arinnar síðustu áratugina. Nægir að minna á endurreisn lýðveld- isins, nýsköpun atvinnuveganna, stjórn utanríkismálanna, land- helgismálið og nú síðast hið mikla réttlætismál, kjördæma- breytinguna, Jafnframt hefir okkur tekizt að halda svo á mál- um, að þjóðin býr nú við betri kjör allra stétta og allra manna en flestar eða allar aðrar þjóðir. Fortíð okkar er þannig með miklum glæsibrag. En að sjálf- sögðu langar okkur til að fram- tíðin sýni enn betur hæfni okkar, atgervi og afrek. Löng leið í stuttum áföngum Á síðasta landsfundi voru gerðar samþykktir um öll helztu þjóðmálin. Þær samþykktir eru fyrirheit okkar til þjóðarinnar, ef hún eflir okkur til valda — loforð, sem verða efnd, en ekki svikin. Hér vinnst ekki tími til að rekja þau, enda fremur málefni haustkosninganna. En megin- áherzluna leggjum við á að tryggja kjör almennings. Það er mikið vanda- og átakamál, eins og búið er að fara með allt. Flestir vilja, að uppbótum og niðurgreiðslum verði hætt svo fljótt sem auðið er. En það er enginn leikur, og alsenndis ómögulegt án gengisfalls. En verði gengið fellt, án þess að kaup hækki, verða kjör launþega alveg óviðunandi. Hækki kaupið hins vegar í hlutfalli við gengis- fallið, rennur sú ráðstöfun út í sandinn og raunar langtum ver farið en heima setið. Þetta er sjálfheldan, sem við erum komnir í. Hvað á þá að gera? spyrja menn. Því er torsvarað í stuttu máli. Aðalatriðið er, að við verðum að fara langa leið í stuttum áföngum. Það tekur því mikinn tíma að losna við uppbætur og niðurgreiðslur með því að skrá krónuna rétt. Á þessum tíma og samfara leiðréttingum á krón- unni verður að gera ráðstafanir almenningi til hagsbóta. Ég á þar ekki fyrst og fremst við að létta af sköttum, auka fjölskyldubæt- ur og annað þess konar, heldur hitt, að fjölga framleiðslutækj- um og bæta tæknina. En einkum þó að hagnýta auðæfi lands okk- ar og sjávarins, sem umlykur það. Nefni ég þar til ótæmandi orkuna í iðrum jarðar og elfum landsins. Það, sem fyrir mér vakir, skilzt bezt, ef ég minni á byltinguna í afkomu þjóðarinnar, þegar ára- bátnum var breytt í vélskip og togara. Þá skilaði hvert handtak sjómannsins þjóðarbúinu marg- földum afrakstri. Af því leiddi, að miklu meira varð til skiptanna en áður. Með því auðnaðist að bæta kjör sérhvers þjóðfélags- þegns. Traustið ræður öllu Þetta er leiðin til gæfu. Hún er vandfarin. Og hún verður aldrei farin, nema því aðeins að þjóðin beri fullt traust til vald- hafanna um það að þeir skerði helzt aldrei stundarhagsmuni al- mennings, og aldrei um svo mik- ið sem eyris virði umfram það, sem óumflýjanleg nauðsyn býður til að tryggja framtíðarhagsmun ina. Traustið, — vissan um það, að valdhafarnir séu sannir og dyggir þjónar og vinir almenn ings, ræður miklu eða fremur þó öllu um, hvort þær aðgerð ir, sem framundan eru, far- sælast eða fara út um þúfur. Á þvi veltur gæfa íslands og gengi um langa framtíð. Þetta er hlutskipti, sem við í forustuliði Sjálfstæðisflokksins ágirnumst, viðfangsefni, sem okk ur langar að glíma við. Feli þjóð- in okkur það og styðji okkur með trausti og samúð, kynni líka að rætast sú mikla draumsýn okkar, að búa æskunni og kom- andi kynslóðum stöðugt batn- andi afkomuskilyrði. í okkar fagra fósturlandi. Sjálfstæðismenn- Málstaður okkar hefir aldrei verið betri en nú. Andstæðingar okkar hafa aldrei verið jafn bersyndugir og samsekir sem nú. Sigurhorfur okkar hafa því aldrei verið eins miklar og nú. Herðum róðurinn. Eftir talningu munum við þá geta sagt: Sigur Sjálfstæðisflokksins hef- ur aldrei orðið jafn voldugur sem nú. Hamingja íslands aldrei 1 meiri. Ragnhildur Helgadóttir: Þar sem heimilin eru traust er erfitt fyrir upp- lausnaröfl að festa rœtur Næsti ræðumaður Sjálfstæðis- flokksins var frú Ragnhildur Helgadóttir, sem talaði um stjórn málaviðhorf æskunnar og ýmis pólitísk óhugamál kvenna. Um þau sagði hún: Þingmenn úr hópi kvenna Röskiur helmingur kjósenda á þessu landi eru konur. Tala þeirra í hópi þingmanna hef- ur hins vegar aldrei verið há, og verður ekki séð, að nokk- ur andstöðuflokkur Sjálfstæð- ismanna hafi uppi neina til- burði til að hækka þá tölu. Sjálfstæðisflokkurinn bendir íslenzkúm konum á launajafn- réttisákvæði laganna um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna sem þeir stóðu að. Sjálfstæðis- menn minna á þingsályktun, sem þeir fengu samþykkja á alþingi 1953 þess efnis, að undirbúnar yrðu nauðsynlegar ráðstafanir til þess að alþjóðasamþykkt um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafn- verðmæta vinnu gæti orðið stað- fest á íslandi. Þá skal bent á til- lögur Sjálfstæðisflokksins um skattamál hjóna, þar sem fullt tillit er tekið til vinnu húsmóður á heimilinu, tillögur um bætta aðstöðu einstæðra foreldra í sam bandi við skattamál, tillögur um endurbætur á tryggingalöggjöf- inni og tillögur um barnavernd- armál. Þetta sýnir, að Sjálfstæðis- flokkurinn ber áhugamál kvenna fyrir brjósti. Festa heimilanna Það stendur hins vegar hinum sósíalistisku og hálfsósialistisku flokkum talsvert fyrir þrifum, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan lagt þunga áherzlu á þátt kvenna í að skapa þá festm heim- ilanna, sem traust þjóðfélag hvíl- ir á. En þar sem heimilin eru trauðt er erfitt fyrir upplausnar- öfl að festa rætur. Fyrst og fremst minnir Sjálf- stæðisflokkurinn á það sjónar- mið, sem hann leggur til grund- vallar við lausn á vandamálum, að réttúr hvers einstaklings til sjálfsákvörðunar og athafna sé sem fyllstur. Sjónarmið mann- helgi og mannræktar ráða stefnu Sj álfstæðisflokksins. Sú kona, sem búa vill börnum sínum, heimili sínum og samborg- urum bjarta framtíð, kýs Sjálf- stæðisflokkinn. Ragnhildur Helgadóttir Gunnar Thoroddsen: Framsóknarflokkurinn vill ekki sjálfstœði héraðanna Síðasti ræðumaður Sjálfstæðis- flokksins var Gunnar Thoroddsen borgarstjóri. Hann ræddi um kjördæmamálið og sagði m. a.: Gunnar Thoroddsen Hentar okkur bezt Ég kem þá að þeirri leiðinni, sem nú er lagt til að farin verði: 8 kjördæmi með hlutfallskosn- ingu og uppbótarsætum til jöfnunar. Þessi leið er ekki ný bóla, sem einhverjir vondir menn með vélaþras hafa nú fundið upp til að hrekkja Framsóknarfl. Meira en hálf öld er liðin, síðan er hinir vitrustu menn á Alþingi og utan þess mæltu fast með þesari skip- an. Síðan hafa menn jafnan borið niður á þessari sömu leið, þegar menn hafa hugsað um mál- ið með hag þjóðarinnar allrar fyrir augum, og ekki hafa þeir sízt mælt með þessu fyrirkomu lagi nú og fyrr, sem mest hafa borið hag sveitannr. fyrir brjósti. Ég er sannfærður um, að þessi skipan, stór kjördæmi með hlut- fallskosningu og uppbótar- sætum, hentar íslenzku þjóðinni bezt. Nágrannaþjóðir okkar á Norð- urlöndum, sem skyldastar eru um sögu, menningu og lífsvið- horf, hafa allar búið um 40—50 ár við þetta skipulag. Þær hurfu Frh. á bls. 23 STAKSTHIIlMt Nokkur orð úr Þjóðviljanum Frá því var skýrt hér i blaS- inu á sunnudaginn, að frambjóð- endur kommúnista væru farnir að bítast opinberlega um uppbót- arþingsæti þau, sen_ þeir telji að falla muni flokki þeirra í skaut. Kom þetta fram i frásögn af fundi „Alþýðubandalagsins" á Selfossi, en sú frásögn birtist i Þjóðviljanum daginn áður. Kafla fyrirsagnir þær, sem blaðið hef- ur í frásögn sinni, eftir að þaS hefur sagt frá þessu, sýna og nokkuð innræti þeirra, sem töl- uðu á samkomunni. Fyrirsagn- irnar eru þessar: „Að ganga móður sína ofan i gröfina". „Ekki tína lýsnar“. Enn eitt athyglisvert dæmi um hugarfar þeirra „Alþýðubanda- lagsmanna“ getur að lita í Þjóð- viljanum á sunnudaginn. Þax hrósar Skúli Guðjónsson Her- manni Jónassyni fyrir að ganga á bak orða sinna: „Kosningarnar 1956 færðu „umbótabandalag- inu“, eins og það var nefnt, ekki hinn eftirsótta meirihluta, og Hermann sýndi þann manndóm að ganga á bak hinna vanhugs- uðu orða sinna og fara að mínum ráðum: hann tók Alþýðubanda- lagið með í stjórn þá, er hann myndaði að kosningum loknum“. Slúðurbunan í Tímanum Orðaflaumur Framsóknar- manna um kjördæmamálið bun- ar enn yfir þjóðina af síðum Tímans. Þar hefur margt kostu- legt verið sagt, en sjaldan eins mikið af kjánaskap á einum og sama degi og í gær. Þar gengur maður undir manns hönd til að „rökstyðja", hvílikt böl muni fylgja þvi, að Framsóknarflokk- urinn íái ekki þingmenn nema í samræmi við fylgi sitt meðal fólksins. .... háfleygastur er Friðrik Hallgrimsson á Sunnu- hvoli í SkagafL-ði: „Með kjördæmabreytingunni er stefnt að landeyðingu og ham ingjan hjálpi hinni islenzku þjóð ef íyrir henni á að liggja að ala mestan aldur sinn á mölinni, en hinir yndislegu og blómlegu dal- ir inn til .andsins að leggjast í auðn og þar með skilyrði fyrir því, að þar geti alizt upp táp- mikið fólk, hraust á sál og lík- ama“. Og aðrir vitringar Tímans sjá ekki fremur en Friðrik Hallgrims son, að sízt er stefnt að því að leggja sveitirnar í auðn. Gunnar Jónson verzlunarmaður segir: »— — tekst forsvarsmönnum frumvarpsins ekki að leyna hinu sanna innræti sínu, þegar þeim hitnar í hamsi og verður tung- an laus. Þá er talað um „pólit- íska“ fjárfestingu og bændum eigi að fækka um helming“. Og þegar komið er að Jóni S. Óskarssyni laganema, er frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar orðið í hættu: „Það gæti orðið þjóðinni dýr- keypt reynsla, ef þetta tilræði við stjórnskipan landsins verður ekki brotið á bak aftur í tíma og ó- svífnum valdastreitumönnum helzt uppi að stefna frelsi og sjálf stæði þjóðarinnar í voða vegna eigin hagsmuna“. Framsóknarmenn eru auðvitað ekki að hugsa um eigin hags- muni! Framsóknarflokkurinn væri ekki á nástrái, ef hann gæti beizl- að fegurð íslenzkra dala og frels- isást fólksins í sína þágu. En slíkt er dálítið erfitt! Tilraunir eins og þessar til að skírskota til heil- brigðrar ættjarðarástar í þágu rangs málstaðar /erða þeim ein- um til falls, sem gera þær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.