Morgunblaðið - 24.06.1959, Síða 8

Morgunblaðið - 24.06.1959, Síða 8
‘8 MORCUNTtL 4Ð1Ð Miðvik'udagur 24. júní 1959 Eggert Jónsson: Viö skulum unna hvort öðru jafnréttis Brúasmiðir — brúabrjótar SAGA íslenzku þjóðarinnar mun lengi minnast Tryggva Gunnars- sonar sem helzta brautryðjand- ans í brúagerðum hér á landi, en mesta stórvirki hans í þeim efn- um var Ölfusárbrúin. Bættar samgöngur voru eitt af hans mörgu áhugamálum, þar sem hann sá og skildi, að með því að tengja saman blómlegar byggðir voru þjóðinni veittir auknir möguleikar til samstarfs og fé- lagsþroska og stefnt að bættum atvinnu- og verzlunarháttum til aukinnar velmegunar. Sagan geymir einnig minning- una um andstæðu þessa vor- manns íslands og brautryðjanda í brúasmiði. Það var í byrjun 17. aldar, að brytinn í Skálholti fór til með flokk manna og lét .þá brjóta steinbogann af Brúará; þann er áin dregur nafn af, til þess að hefta straum förumanna til Skálholts, en þá voru mikil hallærisár. Sumir hafa talið, að þetta hafi verið gert með vitund, eða jafnvel að ráði Helgu, konu Odds biskups Einarssonar, en aðrir vilja draga það mjög í efa, en verknaðurinn hefur ekki gleymzt, hver sem sökina ber. „Sagan endurtekur sig“, sagði Tryggvi Þórhallsson stundum, og víst er um það, að enn eigum við bæði brúasmiði og brúabrjóta í landi hér. Formælendur kjör- dæmabreytingarinnar leggja áherzlu á, að tryggja kjósendum landsins sem jafnastan rétt til áhrifa á skipun Alþingis, og jafn- framt stefna þeir að því að koma á nánara samstarfi milli ein- stakra héraða og tengja þau traustari böndum. Þeir vilja að þjóðin rétti fram samvinnufúsar hendur yfir mörk héraða og sýslna, hvort sem þau eru um vatnsföll eða fjallgarða, eða þau liggja í miðri sveit. Gegn þessari fylkingu stendur Framsóknarflokkurinn, flokkur- inn, sem jafnan hefur lagt kapp á það, að etja saman íbúum sveita og kaupstaða og ala á úlf- úð og tortryggni þar á milli. Nú er honum það ekki lengur nóg, heldur kappkostar hann nú að etja héruðunum hverju gegn öðru, ala á ríg og tortryggni milli þeirra. Nú á það að vera sama og að leggja þau niður, sama og dauðadómur þeirra, að tengja þau traustari böndum til nánara samstarfs, en verið hefur til þessa. Það er hreppapólitíkin, sem hér er enn í algleymingi, hreppapólitíkin, sem alltaf er Framsóknar ær og kýr. Flokkur- inn, sem stundum reynir að klína á sig nafni samvinnunnar, sem annars á heizt engin orð nógu sterk til þess að lýsa ágæti sam- vinnunnar, vegna þess að hann hefur sogað sig fastan á sam- vinnuhreyfinguna eins og sníkju- dýr, og lifir á henni, hann geng- ur nú berserksgang gegn aukinni samvinnu einstakra héraða, af því að hann er hræddur um, að aðrir græði meira á því en hann. „Sjálfan mig sé ég fyrst“, hefur löngum verið kjörorð Framsókn- arflokksins. Víst reynir Framsókn að hylja rógsiðju sína sauðargæru, með því að tala hátt um sjálfstæði héraðanna, skírskota til átthaga- ástar og reyna á allan hátt að slá á strengi tilfinninganna. En hvert leiðir það, hjá þeim, sem taka mark á þessum áróðri? Þeim finnst, að sitt hérað hljóti að vera betra en önnur, það sprettur upp rígur, metingur, togstreita milli héraða, er spillir möguleikum til samvinnu. Framsókn vill ekki aukin tengsl, hún vill ekki byggja brýr milli héraðanna — hún vill spilla friði, brjóta brýr. Fyrir þessa þokkalegu iðju mun þjóðin gjalda henni að verðleikum nú í kosningunum. Réttur eða réttlætl Framsókn talar nú mjög um það, að verið sé að svipta héruðin rétti sínum, með því að stækka kjördæmin. Hver er sannleikur- inn í þessu? Hvaða rétti eru Vest- firðingar sviptir, með því að í stað þess að kjósa nú fimm þing- menn í fimm kjördæmum, skulu þeir framvegis kjósa fimm þing- menn hlutfallskosningu 1 einu kjördæmi? Það er síður en svo, að þeir séu sviptir rétti, því miklu fremur er þeim veittur aukinn réttur, þeim er tryggt jafnrétti. Það er algengt að þjóðfélags- legar breytingar valdi því, að lög, sem voru réttlát, þegar þau voru sett, verði ranglát eða missi gildi sitt, þau verði úrelt, þeim þarf að breyta. Svo er um þær reglur, er nú gilda um kjördæma skipunina, að réttur, sem þær nú veita einstökum kjördæmum til þess að kjósa fulltrúa á Alþing, er ranglæti gagnvart kjósendum einstakra annarra kjördæma. Þetta ranglæti á nú að leiðrétta. Jafnréttiskenndin hefur jafnan verið rík í okkur íslendingum, og á þessari miklu jafnréttisöld væri það næsta furðulegt, ef þjóðin vildi viðhalda ranglætinu og leyfa því áfram að færast í aukana. Hvern hugsunarhátt hafa þeir Islendingar, sem í dag vilja ekki unna hver öðrum jafn- réttis? Og það er ekki réttur einstakra héraða samkvæmt gild- andi lögum, ranglæti gagnvart kjósendum, heldur jafnrétti kjós- endanna, sem við eigum að tryggja. Það eru ekki þúfurnar í landinu — þessar, sem Páll Zóph. vildi „ganga á milli bols og höf- uðs á“ í þingræðu fyrir nokkrum árum — heldur fólkið í landinu, sem á að kjósa til Alþingis, og þann kosningarétt á það að hafa, jafnt hvert á land, sem það flytur. Það hafa verið nefndar svo margar tölur til sönnunar því ranglæti, sem núverandi kjör- dæmaskipun veldur, að þetta ranglæti skilja allir, sem vilja skilja það, og er því óþarfi að rekja tölur hér. En Framsóknar- menn vilja ekki skilja þetta rang- læti. Þeir ætla sér alltaf annan og meiri rétt, en öðrum. Þeim finnst aldrei sambærilegt, þegar verið er að tala um þeirra rétt, eða annarra rétt. Þess vegna er rétt að bregða hér upp lítilli mynd, sem eingöngu snýr að Framsóknarmönnum, ef þeir skyldu skilja hana. Finnst Fram- sóknarmönnum í Suður-Þing- eyjarsýslu það réttmætt, að þeir séu um atkvæðisrétt aðeins hálf- drættingar á móti Framsóknar- mönnum í Norður-Þingeyjar- sýslu? Eða hvað finnst þeim um það, að vera aðeins ca. þriðjungs- menn á móti Framsóknarmönn- um í Strandasýslu, Vestur-Húna- vatnssýslu eða Norður-Múla- sýslu? Standa Framsóknarmenn í Suður-Þingeyjarsýslu á svo miklu lægra þroskastigi, en Fram sóknarmenn hinna annarra hér- aða, sem ég hef nefnt, að þetta sé réttmætt? Ekki hefur hað heyrzt til þessa. Flokkavald og fornhelgl Framsókn reynir nú ákaft að hræða kjósendur á því, að flokka valdið muni eflast stórkostlega við stækkun kjördæmanna. Það er þó ekki hætta á, að flokks- valdið myndi eflast hjá Fram- sókn, því hvergi er það öflugra en þar, og er gleggsta dæmið um það úr seinustu kosningum, er Framsókn skipaði kjósendum sin- um í ýmsum kjördæmum að kjósa Alþýðuflokkinn, og þeir hlýddu, upp til hópa. Nei, það er ekki aukið flokka- vald, sem Framsókn óttast, það er alveg öfugt. Framsókn óttast það, sem liggur í augum uppi, áð stóru kjördæmin hafa miklu sterkari aðstöðu til þess að standa gegn flokkavaldinu, en hin smáu, fámennu kjördæmi. Framsókn óttast að t. d. Framsóknarmenn á Vestfjörðum segi, þegar þeir Eggert Jónsson eru sameinaðir í einu kjördæmi: „Þið þurfið ekkert að vera að senda okkur Hermann Jónasson hingað vestur, við höfum hér sjálfir ágæta menn til fram- boðs“. Það er einmitt þessu líkt, sem mun gerast í hinum nýju, stóru kjördæmum, og það skilur Framsókn og óttast, þótt hún reyni nú að telja kjósendum trú um það gagnstæða, til þess að hræða þá til andstöðu við kjör- dæmabreytinguna. Framsókn talar nú mjög um að rjúfa eigi fornhelgi kjördæm- anna. Hefur þó verið rækilega sýnt og sannað, að kjördæma- skipunin er ekki forn, og auk þess frá Dönum komin, og því eigi heldur helg. Ef Framsókn vildi vera sér sjálfri samkvæm og láta kjördæmaskiptinguna fylgja héraðaskipuninni, þá hefði hún ekki nú lagt til að skipta Gullbringu- og Kjósarsýslu í fjögur kjördæmi auk Hafnar- fjarðar, heldur sameina þessi kjördæmi, eins og nú á að gera. Alveg á sama hátt hefði Fram- sókn átt að leggja til að sameina Eyjafjörð, Akureyri og Siglu- fjörð í eitt kjördæmi, sömuleiðis Þingeyjarsýslur, svo nokkur dæmi séu nefnd. Sannleikurinn er sá, að Framsókn veit ekki sitt rjúkandi ráð út af kjördæmamál- inu. Hún hefur gert tillögur þvert ofan í fyrri stefnu um hlut- fallskosningar í tvímenningskjör dæmum, hún hefur gert tillögur þvert ofan í samþykktir nýafstað- ins flokksþings, hún hringsnýst um sjálfa sig í örvæntingarfullu ráðleysi, því að hún sér, að hún hefur tapað forréttindaaðstöðu sinni. 1 sambandi við allt tal Fram- sóknarmanna um fornhelgi kjör- dæmanna, skýtur enn hið sama upp kollinum, sem hér var rætt í upphafi, hreppapólitík, ná- grannakritur, héraðamörk milli manna, sem annars eiga fjölmörg sameiginleg áhugamál. Finnst Sunnlendingum Þjórsá nokkru meiri helgidómur en Ölfusá? Ekki hefur þess orðið vart, en fáu munu Sunnlendingar hafa fagnað meir, en að fá þessi stór- vötn brúuð, þannig að þau hindr- uðu ekki lengur eðlilegar sam- göngur milli manna, sem þurftu og vildu vinna saman. Víst er eigi furða, þótt Framsókn með alla sína hreppapólitík telji Fúla- læk sitt fornhelgasta vé, en „bakkafögur á í hvammi“ er henni einskis virði — hún rennur eftir miðri sveit. „Tökum saman höndum" Ég hef verið búsettur bæði norðanlands og sunnan, og hef átt því láni að fagna að kynnast mörgu fólki úr öllum landshlut- um. Vel má vera, að finna megi nokkuð mismunandi brag yfir fólki úr einstökum landshlutum, og er þó fjarri því, að það sé bundið við héraðamörk, en við nánari kynni kemur í Ijós, að allt er þetta sama, ágæta fólkið, og með engu móti hægt að fall- ast á, að fólkið í einu héraði eigi skilið meiri rétt en annað. Deil- urnar um kjördæmamálið snúast um það, hvort fólk í einu héraði eigi að hafa meiri rétt, en í öðru. Ber þá fyrst og fremst að hafa í huga, að hver sá, sem hefur öðlazt forréttindi, eða leitazt við að halda þeim eða afla þeirra, hann er með forréttindum sínum að taka rétt frá samborgurum sinum. íslendingar hafa jafnan fyrirlitið forréttindi, þau hafa aldrei samrýmzt réttlætisvitund þjóðarinnar, og hver ykkar — ís- lendingar — vill nú á sunnudag- inn kemur leggja forréttindunum lið með atkvæði sínu? BAGDAD, 2. júní. — Irak hverf- ur nú af sterlingsvæðinu — var tilkynnt í Bagdad í kvöld. ★ MÍLANÓ, 22. júní. — De Gaulle kemur á morgun í opinbera heim sókn til Ítalíu. Það er fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis síðan hann var kjörinn forseti. ★ GENF, 22. júní. — Rússar höfn- uðu enn tillögum Breta og Bandaríkjamanna um gagn- kvæmt eftirlit með kjarnorku- sprengingum. ★ PARÍS, 22. júní. — I dag var de Gaulle afhent orðsending frá Macmillan, en efni hennar er ekki kunnugt. Búizt er við, að hún sé í sambandi við utanríkisráðherra- fundinn í Genf. ★ VÍN, 22. júní. — Bela Kovacs, lanbúnaðarráðherra í hinni skammlífu stjórn Imre Nagy ÞEGAR innréttuð eru bifreiða- verkstæði i nágrannalöndum vor um, þykir sjálfsagt að útbúa strax rás með loftsogi í gólf, veggi eða loft verkstæðsins, svo hægt sé að láta slöngu frá hverjum einstökum bíl (sem þarf að setja í gang vegna viðgerðarinnar) í sambandi við loftrásina, er sýgur kolsýringsloftið frá útblásturs- Við erum allir jafnir, Islend- ingar, og við eigum að hafa jafn- an rétt, hvað sem staðurinn heit- ir, sem við búum á. Við eigum landið, en það er ekki landið, eða einstakir hlutar þess, sem eiga að fara með völdin, það er fólkið í landinu, sem á að gera það, og það án tillits til þess, hvort heimahérað þess heitir þetta eða hitt. „Landslag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt“, segir Tómas Guðmundsson, þar sem hann er að skopast að þeim ferðalöngum, sem 1 stað þess að gefa sér tíma til þess að dást að fegurð náttúrunnar, spyrja f þaula um nafn á hverju kenni- leiti, til þess eins að gleyma þeim jafnharðan aftur. Já — landið okkar er víða mjög fagurt, en sem betur fer er eng- inn einn staður fegurstur — eng- inn getur tekið sér vald til þess að skera úr um, hvar það sé feg- urst, grasið er jafngrænt norðan lands og sunnan, fjöllin jafnblá austanlands og vestan, heiða- vötnin hvarvetna fögur. Þetta land eigum við, íslendingar. Við erum öll bræður og systur hér í þessu fámenna landi. Við skulum því unna hvert öðru jafnréttis. Tökum saman höndum og tengj- um okkar bræðrabönd yfir fjöll og dali, víkur og voga, en látum eigi friðarspilla og rógbera æsa okkur hvern gegn öðrum. Byggj- um brú milli stranda, en rekum brúabrjótana af höndum okkar. Tryggjum framgang réttlætisins, og þá verðum við langlífir í land- inu. haustið 1956, lézt á sunnudag f Pecs — sagði í frétt í Búdapest- útvarpinu í kvöld. Karlakór Keflavíkur SAUÐARKRÓKI, 22. júní. — Karlakór Keflavíkur heimsótti Sauðárkrók síðastliðinn sunnu- dag og hélt samsöng í félags- heimilinu Bifröst kl. 21 um kvöldið. Aðsókn var góð og kórn- um og einsöngvurum forkunnar vel tekið. Kórinn varð að endur- taka mörg lögin og syngja mörg aukalög. Söngstjóri kórsins er Herbert Hriberchek en undirleik annaðist Ragnheiður Skúladóttir. Sérstaka athygli vakti hin örugga og skemmtilega stjórn söngstjórans ogÓiin mikla þjálfun, sem kórinn hefur fengið svo ungur sem hann er. — Jón. röri bílsins, en það loft er eitrað, eins og kunnugt er og getur haft mjög skaðleg áhrif á heilsu manna. Það er lífsnauðsyn að allir þeir, sem starfrækja bifreiða stæði hér á landi taki upp nýja háttu í loftræstingu verkstæða, og gæti meðfylgjandi mynd frá Danmörku, orðið þeim til leið- beiningar, auk þess sem hægt er, nú orðið, að leita til sérfræðinga hér á landi um þessi mál. J. O. J. Fréftir í stuftu máli Loftrœsting á bifreiða verkstœðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.