Morgunblaðið - 24.06.1959, Side 11

Morgunblaðið - 24.06.1959, Side 11
MiðviEudagur 24. júní 1959 MORGVrUiL AÐIÐ 11 Sfœkkun kjördœmanna /e/ð/r til vinsamlegri samvinnu fólks TlÐINDAMAÐUR blaðsins átti nýlega tal við Baldur Kristjáns- son, bónda á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði, og bar þá kjördæma- málið á góma. Hann gaf skýr og skilmerkileg svör við spurning- um tíðindamannsins, og birtist hér ágrip af samtalinu. Framsóknarmenn elga bágt — Hvað segir þú um skrifin um kjördæmamálið. Telur þú, að Framsóknarmenn hafi þar lög að mæla og hlutur bænda sé fyrir borð borinn? — Nei, biddu fyrir þér! Miklu fremur kenni ég í brjósti um Framsóknarmenn. Þeir eiga bágt í þessum kosningum eins og allir, sem hafa rangt mál að verja. Oft hefur málaflutningur þeirra ver- ið bágborinn en aldrei aumari en nú. Segja má auðvitað, að ekki sé nema sanngjarnt, að brask þeirra og hrekkvísi í síðustu kosningum komi þeim nú í koll. En eitt mega þeir þó eiga: Með hinni freklegu misbrúkun kosningalaganna opn- uðu þeir augu allra réttsýnna manna íyrir því, hversu þau voru orðin ranglát og úrelt. Jafnvel neyðast þeir nú sjálfir til að við- urkenna þetta og bjóðast til að fallast á nokkra fjölgun þing- manna í þéttbýlinu, ef þeir fá að hafa þá aðstöðu enn úm sinn, að fá kosna tiltölulega marga þing- menn með fáum atkvæðum. Strjálbýlið er þeirra helzta veiði- vatn, og fyllast þeir því skelf- ingu, þegar rætt er um að breyta kosningalögunum í sann- gjarnara horf. Helzta von þeirra um fylgi ér ranglátt kosninga- skipulag. En auðvitað mundi það ekki einu sinni duga þeim nú eftir hörmungastjórn undanfar- andi ára. Hjá því verður ekki komizt, að fylgið hrynji af þeim. Stagl, sem ekkert vit er í — Nýlega birtist mynd í norð- lenzku blaði af Akureyri og stóð undir myndinni, að þetta kjör- dæmi ætti nú að leggja niður. Taka Eyfirðingar hátíðlega þetta þrástagl Framsóknarmanna um að leggja eigi gömlu kjördæmin niður? — Það getur verið, að Fram- sóknarmenn stagli þetta svo lengi yfir sjálfum sér, að þeir fari að trúa því að lokum. En ekki þekki ég nokkurn svo heimskan mann í öðrum flokkum, að hann geri annað en hlæja að þessari fjar- stæðu og telja hana bera vitni um röksemdaþrot. Ef nokkur tilgangur er með þessum fáránlega málaflutningi, hlýtur hann helzt að vera sá, að verið er að reyna að læða því inn í fólk í blekkingaskyni, að svipta eigi kjósendur í hinum gömlu kjördæmum, og þá líklega á öllu landinu, almennum mannréttind- um. En vitanlega er það allt ann- að en stækka kjördæmi en að leggja þau niður. Ekki alls fyrir löngu voru Akureyrarbær og Gler- árþorp sameinað undir eina yfirstjórn. Engum datt í hug í því sambandi svo mikil vitleysa að verið væri að leggja Akureyrarbæ eða Glerárþorp nið ur. Allir vita, að þessir bæjar- hlutar standa þarna enn þá á sama stað, og ekki ber á því, að íbúar þeirra hafi misst nokkurs í af mannréttindum við breyting- una. Þvert á móti hefur samein- ingin verið gerð, af því að báðir aðilar hafa talið sig hagnast á sameiningunni. Alveg hið sama mundi gerast, þó að kjördæmi verði stækkað. Ekkert kjördæmi verður lagt niður. Enginn verður sviptur mannréttindum. Hin sameinuðu kjördæmi munu fá ekki aðeins jafnmarga fulltrúa og áður á þingi, heldur fleiri, svo að hag þeirra ætti að vera betur borgið en áður. í hverju gæti þá hættan verið fólgin? Vissulega situr það sízt á Framsóknarmönnum, sem þykj- ast vera allra manna mestir sam- vinnumenn, að amast við því, að stærri kjördæmi hafi samvinnu um fleiri þingmenn. Þetta breytir sennilega ekki miklu. Tökum til Baldur Kristjánsson dæmis Norðurlandskjördæmið, það, sem við erum staddir í. Sennilega mundu sömu þing- mennirnir verða kosnir hér og áður, þó að kosningafyrirkomu- laginu verði breytt, ef þeir á annað borð bjóða sig fram. Annað meginhaldreipi Fram - sóknarmanna í kosningaáróðri sínum er það, að hið persónulega samband þingmannsins við kjör- dæmið rofni, ef kjördæmin verði stækkuð. En inér er spurn: Ef Framsóknarmönnum tækist nú að koma þeim Bernharði Stefáns- syni, Karli Kristjánssyni og Gísla Guðmundssyni inn á þing, eftir sem áður, í þessu stækkaða kjör- dæmi, mundu þeir þá ekki sitja kyrrir á sínum stað, og að hvaða leyti væri þá hægt að tala um, að samband þeirra við fólkið í kjördæminu hefði rofnað? Svona lagaðar röksemdir eru því bráð- ónýtar. Auk þess hefur margsinnis verið bent á það, að menn eru miklu fljótari að ferðast um þrjár sýslur í dag með bifreið eða flug- vél, en þeir voru að komast um eina sýslu fyrir hundrað árum á hestbaki. Af öðru má líka sjá, að Fram- sóknarmenn taka í raun og veru ekki þetta samband við þing- manninn ákaflega alvarlega. Mikill þorri þeirra býr utan kjör- dæma sinna og þá helzt í Reykja- vík. Ef Hermann gerðist hrepp- stjóri á Ströndum eða Eysteinn skattstjóri á Fjörðum austur og þyldi þar sætt og súrt með kjós- endum sínum, væri eitthvert mark takandi á tali þessu. En nú er reyndin sú, að þessi flokkur, sem telur sig svo mikinn mal- svara bænda, getur helzt ekki notað bændur á þing, heldur rað- ar mönnum úr Reykjavík inn i þingsalina, og sýnist þá ekki vera styttra fyrir strjálbýlinginn að leita trausts og halds hjá þing- manni sínum, en þó að hana þyrfti yfir ein sýslumörk að sækja. Heilagleiki gömlu kjördæmanna — Þú trúir þá ekki á heilag- leik sýslutakmarkanna frá ein- valdstímanum? — Nei, það er gamla sagan um að jafnvel ranglætið verður heilagt, ef menn halda að þeir hafi gagn af því persónulega eða flokkslega. Mönnum gengur furðulega illa að hugsa hlutlægt í stjórnmálum, þar verður allt skrumskælt af hlutdrægni. En stundum hefur mig langað til að leggja þessa spurningu fyrir Framsóknarmenn og biðja þá dö svara henni í fullri einlægni: Ef dæmið hefði nú af tilviljun horft þannig við, að það hefði verið Framsóknarflokkurinn, sem fengið hefði um það bil helmingi færri þingmenn en þeim bar eftjr atkvæðafjölda í samanburði við Sjálfstæðisflokkinn, mundi þeim þá hafa fundizt jafnmikið til um helgi þessara úreltu kosninga- laga, sem þeir tala með svo mikl- um fjálgleik um nú? Mundi þeim þá hafa þótt það svo heilagt að þurfa tvö atkvæði á móti hverju einu atkvæði Sjálfstæðismanna til að fá jafnmarga þingmenn? Enginn þarf að vera í efa um svarið. Þá hefðu þeir talið þetta vera hróplegt ranglæti. Nú þegar aðrir taka skakkann, en þeir hagnast á ranglætinu, finnst þeim þetta ágætt, tala klökkir um það, sem heilagan og óvéfengj anlegan rétt, sem þeim beri að hafa um aldur og ævi fram yfir aðra. Ég skil lýðræðið á þann hátt, að allir eigi að vera jafnir fyrir lögum. Hvaða flokkur, sem held- ur því fram, að það sé heilagt réttlæti, að hans flokkur haíi jafnmikinn íhlutunarrétt um stjórn landsins með einu atkvæði, sem aðrir flokkar með tveimur, þverbrýtur lýðræðið og fer fram með ósæmilegum ofsa. Hlutdrægni og flokksblinda Hinir verstu draugar, sem nú tröllríða sál og samvizku, jafnvel skikkanlegustu manna, eru flokks blinda og hlutdrægni sú, er henni fylgir. Hvemig á að vera hægt að hugsa um þjóðmál af viti, sjái menn ekki mun á réttu og röngu, ef þeir ímynda sér að rangsleitn- in komi þeim sjálfum að póli- tísku gagni? Ég held að flokks- kergjan sé að mannspilla þjóð- inni. Alls konar lýðskrumarar hafa sér að atvinnu að æsa stétt á móti stétt, sveitirnar á móti þéttbýlinu, og ala þannig á stöð- ugri úlfúð á milli þjóðfélagsþegn- anna. Þjóðin á að standa samein- uð í menningarbaráttu sinni, þétt býli og strjálbýli, ein stétt með annarri. Bændum er enginn greiði gerr með því að vilja ein- angra þá alla í Framsóknarf lokkn um. Einsýnn bændaflokkur, sem ekki hefur auga fyrir öðru en sér- hagsmunum bænda, er dæmdur til minnkandi áhrifa. Hlutfalls- tala landsmanna þeirra, sem í sveitum búa hefur stöðugt farið minnkandi. Bændum er því lífs- nauðsyn að læra að vinna með öðrum stéttum í bróðerni og er því hag þeirra miklu betur borg- ið í Sjálfstæðisflokknum, sem er víðsýnn flokkur allra stétta, en í þröngsýnum stéttarflokki, sem elur á úlfúð til allra annarra. Enda þótt ég sé búandi í sveit, sem mér þykir vænt um, og vilji hag hennar, þá geri ég mér það ljóst, að það er eins okkar hagur sem í sveitum búum, að atvinnu- líf gangi sem bezt við sjávarsíð- una. Þannig blómgast atvinnuveg irnir bezt hlið við hlið. Að ala á tortryggni og úlfúð milli þjóðfé- lagsstéttanna kemur engu góðu til leiðar. Með sanngirni og vin- áttu gengur þjóðarbúskapurirm bezt. Kjósum mikilhæfa menn á þing — Telur þú æskilegt að þing- maðurinn búi innan kjördæmis- ins? — Ég tel það mestu máli skipta, að þingmaðurinn sé vitur maður og víðsýnn, góðviljaður og sann - gjarn, og má þá fremur einu máli gilda, hvar hann býr. En sé þingmaðurinn mikilhæfur mað- ur, er það auðvitað ávinningur fyrir hvert byggðarlag að eiga slíku mannvali á að skipa. Þó er engan veginn hægt að gera þetta að ófrávíkjanlegu skilyrði. Aldrei Fjáröflun spítalasjóðs /ð vel AÐALFUNDUR Kvenfélagsins „Hringurinn" var haldinn 28. maí síðastliðinn, og fóru þar fram venjuleg aðalfundarstörf. Tvær konur áttu að ganga úr stjórn- inni, þær frú Gunnlaug Briem, sem baðst undan endurkosningu, og frú Sigþrúður Guðjónsdóttir, sem hlaut endurkosningu. í stað frú Gunnlaugar Briem var frú Guðrún Hvannberg kosin í stjórn ina, en hún hefur í mörg ár verxð í varastjóm. Stjórnina skipa nú þessar kon- ur: Frú Soffía Haraldsdóttir, for- maður, frú Margrét Ásgeirsdótt- ir, ritari, frú Eggrún Arnórsdótt- ir, gjaldkeri, frú Sigþrúður Guð- jónsdóttir og frú Guðrún Hvann- berg. í varastjórn hlutu þessar konur kosningu: Frú Herdís Ásgeirs- dóttir, frú Dagmar Þorláksdóttir, frú Hólmfríður Andrésdóttir og frú María Bernhöft. í fjáröflunarnefnd voru 7 kon- ur kosnar til tveggja ára, þær frú Sigþrúður Guðjónsdóttir, frú Gunnlaug Briem, frk. Dagný Georgsdóttir, frú Laura Biering, frú Kristrún Bemhöft, frú Ólöf Möllerog og frú Vilborg Hjalte- sted. Frú Jóhanna Zöega, sem um fjölda ára gegndi gjaldkerastörf- um fyrir félagið, var kjörin heið- ursfélagi á aðalfundinum. Nehru reynir oð stilla til friðar í Trivandrum, Indlandi 22. júní. NEHRU, forsætisráðherra, kom í dag flugleiðis til Kerala-héraðs- ins, en miklar róstur hafa verið þar undanfarna daga. Andkomm- úniskir flokkar (þar á meðal congress-flokkur Nehrus) og trú- arflokkar liafa að undanförnu tekið höndium saman og krafizt þess, að kommúnistar létu af stjórn Keralahéraðsins, eina hér- aðsins í Indlandi, sem kommún- istar stjórna. Utifundir og mótmælagöngur hafa verið daglegir viðburðir, 12 manns hafa beðið bana, 60 særzt og 4,000 verið fangelsaðir í ó- eirðum þessum. ★ Nehru var fagnað af geysimikl- um mannfjölda, sem bar andróð- ursspjöld gegn kommúnistum — og hrópaði „Niður með kommún- ista“, „Kommúnistar eni morð- Kerala ingjar“. Þetta var stærsti and- kommúniski söfnuðurinn, sem sézt hefur í Kerala. Nehru hélt beint á fund fylk- isstjórnarinnar, ræddi fyrst við kommúnista, en siðan mun hann ræða við stjórnarandstöðuna, að- allega flokksmenn sína — og er búizt við því, að hann fari þess á leit, að mótmælaaðgerðum gegn kommúnistum verði hætt. Kommúnistar hafa stjórnað Kerala sl. 26 mánuði. Mikillar óá- nægju gætir meðal íbúanna, sem saka kommúnista «m að þeir beiti sér gegn trúarflokkum og reki kommúniskan áróður í skól- um fylkisins. Jafnframt segir stjórnarandstaðan, að kommún- istar hafi ekkert gert í framfara- málum fylkisins. Þeir hafi beint öllum kröftum og opinberu fjár- magni i þá átt að styrkja hag kommúnistaflokksins. hefði Jón Sigurðsson verið kos» inn á þing, ef honum hefði verið gert að skyldu að hafa ávallt bú- setu í þingdæmi sínu, og hversa mikils hefði þjóðin þá farið á mis? Auðvitað eiga þingmenn ekki fyrst og fremst að vera kosnir tii að hugsa aðeins um sérhagsmuni lítils hóps, heldur til að efla vel- ferð lands og þjóðar. Og hinir víðsýnu menn eru þá einnig lík- legri að vinna að velferðarmálura kjördæmis síns af viti, en hinir, sem alla ævi lifa og hrærast 1 þröngsýnni hreppapólitík. Stækkun kjördæmanna ætti að leiða til meiri - skilnings og vin- samlegri samvinnu fólks, sem býr á stærri svæðum. Þau ættu einnig að auka vinsamleg sam- skipti sveita og sjávarþorpa. Þetta tel ég þjóðhollari stefnu en þann þröngsýna sérhagsmunabelg sem einkennir flesta stéttar- flokka. Auk þess, sem fyrirhugaðar breytingar á kjördæmaskipulag- inu, eru auðsætt réttlætismál eru þær stórt spor áfram til raun- verulegri samvinnu þjóðfélags- þegnanna. Tel ég því, að efalaust muni gott eitt af þeim leiða, eins og öllu, sem þokað verður fram á leið til meira réttlætis, sagði Baldur að lokum. til barna- hefur geng- Fjáröflun til BarnaspítalasjóðS hefur gengið framúrskarandi vel á árinu, og sýnir það glögglega hve málefnið nýtur mikils skiln- ings og vinsælda á meðal bæjar- búa. Fjáröflunarnefnd, en for- maður hennar var frú María Bernhöft, hefur starfað af mikl- um áhuga og dugnaði undanfaria tvö ár. Á síðasta ári var óvenju oft efnt til fjáröflunar, með ýmsu móti, og alltaf með ágæt- um árangri. Söfnuðust þannig kr. 238.000.00 á árinu. Frjálsar gjafir og áheit numu kr. 187.000.00 og fyrir minningarspjöldin komu inn kr. 144.000.00. Fyrir alla þessa rausn og gjaf- mildi er félaginu ljúft að þakka, og mun þetta verða félagskonum hvatning til þess að halda fjár- söfnuninni áfram, unz settu marki er náð. Frk. Jóhanna Sigurgeirsdóttif, Háaleitisvegi 23, sem lézt hinn 16. marz 1956, hafði arfleitt Barnaspítalasjóð að öllum eign- um sínum. Búið hefur nú endan- lega verið gjört upp, og nam arf- urinn kr. 259.000.00, sem er með- talið í þessum síðustu ársreikn- ingum. Hin látna, sem var ein- hleyp og barnlaus, hefur með þessari gjöf sinni gefið fagurt fordæmi, sem lengi mun minnzt. Eignaaukning nam alls á árinu kr. 913.000.00 og er Barnaspítala- sjóðurinn nú kr. 2.652.000.00. Framlag sjóðsins til byggingar Barnaspítalans hefur til þessa numið kr. 3.273.000.00. Þannig hefur alls safnazt í sjóðinn krón- ur 5.925.000.00. Eignir Barnaspítalasjóðsins eru ávaxtaðar í verðbréfum og i bönkum. Reikningar Barnaspít- alasjóðs og aðrir reikningar fó- lagsins eru endurskoðaðir af lög- giltum endursköðanda. Reikning- ar sjóðsins verða birtir í B-deild St j órnartíðinda. Að lokum langar stjórn Hrings ins að vekja athygli á Heilla- óskakortum Barnaspítalasjóðs, en sala þeirra er nýjasta fjáröflun- arleiðin, sem félagið væntir sér mikils af í framtíðinni. Hugmynd in er að fólk, sem með þessu móti óskar eftir að styrkja Barnaspítalasjóð, gæti notað kortin við ýmis tækifæri, í stað þess að senda blóm til vina og ættingja. Eru kortin seld á sömu stöðum og minningarspjöldia (sjá augl. í blaðinu í dag), og auk þess hjá mörgum Hringkon- um. Lágmarksverð kortanna er kr. 25.00, en auðvitað er hverjuln einum í sjálfsvald sett, hve mikið hann óskar eftir að greiða í hvert sinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.