Morgunblaðið - 24.06.1959, Side 15
Miðvilíudagur 24. júní 1959
MORCVNBLAÐIÐ
15
Christian Sivertz, kona hans ogr dæturnar tvær, Sigrid
og Kristín, 8 ára.
Christian Sivertz v-ís-
lenzkur prófessor í
Sigurður Kristjánsson
Grímsstöðum — minning
heimsókn
EINN hinna mörgu V-íslendinga,
sem hér hafa dvalizt 1 vor, er
prófessor Christian Sivertz frá
London, Ontario. Hann kom hér
við með konu sinni kanadískri og
tveimur dætrum á leið til megin-
lands Evrópu, en hann mun heim
sækja . nokkur Evrópulönd í
embættiserindum.
Siverzt-bræðurnir eru vel
þekktir meðal V-lsIendinga. Fað-
ir þeirra, Kristján Sigurgeirsson
Sivertz frá ísafirði, fluttist vest-
ur um haf árið 1885, en 9 árum
síðar komu foreldrar hans ásamt
systkinum einnig vestur til Kan-
ada — og settust þar að. Kristján
Sivertz starfaði löngum hjá
kanadisku póstmálastjórninni, en
hefur nú látið af störfum fyrir
aldurs sakir. Kona hans, Elinborg
Samúelsdóttir, ættuð úr Húna-
þingi, er lótin.
Synir þeirra Kristínar og Elin-
borgar hafa getið sér frama
vestra. Bent Gestur er ráðuneytis
stjóri í Ottawa og fer með æðstu
völd, næstur ráðherra, í stjórn
allra norðurhéraða Kanada.
Gustaf Sivertz er aðstoðarrit-
stjóri „Vancouver Sun“, Samuel
efnafræðingur og Victorian og
Christian, sá sem hér var á dög-
unum, eru bóðir prófessorar við
háskólann í London, Ontario,
Christian í efnafræði.
Christian og fjölskylda hans
hafa aldrei áður komið til ís-
lands. „Mig hefur lengi langað
til þess að koma hingað“, sagði
prófessorinn, þegar fréttamaður
Mbl. hafði stutt tal af honum á
dögunum, „en tækifærið hefur
aldrei komið fyrr en nú“.
„Ég á hér mikið af frændfólki,
sem við höfum alltaf haldið sam-
bandi við. Bræður minir tveir og
ég vorum sendir á vígvöllinn í
Evrópu í fyrri heimsstyrjöldinni
— og í þeirri ferð kom ég hvað
næst íslandi“.
„Ég get því sagt, að ég hafi
komið til Evrópu, enda þótt langt
sé nú um liðið — og mikið breytt
frá því, sem þá var. í rauninni
varð ég hvorki undrandi né fyrir
vonbrigðum, þegar ég.kom hing-
að til íslands. Reykjavík er ósköp
svipuð því, sem ég hafði gert mér
hana í hugarlund, en ég varð
mjög hrifinn af því að koma á
Þingvöll. Við fengum þar gott
veður, alveg eins og við höfðum
óskað okkur“.
„Hvað strafi mínu viðvíkur, þá
stunda ég nú mikið rannsóknar-
störf auk fyrirlestra, sem ég flyt
í háskólanum. Mitt starf hefur
m. a. þýðingu fyrir iðnaðinn —
og í því sambandi fer ég nú ein-
mitt til skrafs við starfsbræður
mína, m. a. í Englandi og Belgíu",
sagði Christian.
Hann talar ekki íslenzku. „Að
vísu var hún töluð heima í for-
eldrahúsum. En langt er nú liðið
síðan ég fór þaðan — og ég hef
lítið haldið íslenzkunni við, en
skil þó töluvert enn. í London,
Ontario, hitti ég sjaldan íslend-
inga — og þess vegna er þetta
allt eðlilegt. Líka vegna þess, að
ég hef í rauninni aldrei haft trú
á því að ég ætti eftir að heim-
sækja ísland. En nú finnst mér
ekkert fjarri lagi, að ég eigi eftir
að koma öðru sinni“, sagði
Christian og bað fyrir kveðjur
til ættingja og vina.
Hinn 13. þ. m. var til moldar bor-
inn Sigurður Kristjánsson fyrrv.
hreppstjóri og oddviti á Gríms-
stöðum á Fjöllum. Hann fædd-
ist að Hamri í Laxárdal S-Þing
22/6 ’81, sonur hjónanna Aldísar
Einarsdóttur og Kristjáns Sig-
urðssonar, Sigurður fluttist með
foreldrum sínu; að Grímsstöð-
um á Fjöllum 1893 og hefur dval-
izt þar æ siðan að tveimur vetr-
um undanskildum er hann var
við nám á Hólum í Hjaltadal, en
þaðan er hann búfræðingur 1904.
Kvæutur var Sigurður, Krist-
jönu Pálsdóttur -’rá Landi í Axar-
firði og eignuðust þau 5 börn þau
Aldísi og Pal sem létust uppkom-
in fyrir nokkrum árum, Unni hús
freyju á Halldórsstöðum í Reykja
dal og Kristján og Benedikt sem
nú búa á Grímsstöðum. Kristjana
lézt 1952. Sigurður var elztur 4
bræðra þeirra Arnbjarnar Kjart-
ans og Ingclfs, sem nú eru látnir
að Kjartani undanskildum. Enn
fremur átti hann tvö hálfsystkin
Gangið í Heimdall
EINS og áður hefur verið skýrt frá, er hafin víðtæk söfnun nýrra
íélaga í Heimdall, félag ungra Sjálfstæðismanna.
Er gert ráð fyrir, að þessari söfnun ljúki á kjördag.
Skv. 4. gr. félagslaga geta allir Sjálfstæðismenn á aldrinum
16—35 ára orðið meðlimir í félaginu.
Sjálfstæðisflokknum er að sjálfsögðu mikill styrkur í, að sem
ílestir fylgismanna hans gangi í eitthvert sjálfstæðisfélag. Þess
vegna hvetur Heimdallur allt reykvískt æskufólk, sem stuðla vill
að sigri Sjálfstæðisflokksins, að ganga í félagið.
Það er hægt að gera með því að klippa út meðfylgjandi seðil
og senda hann útfylltan til skrifstofu Heimdallar, Valhöll, Suður-
götu 39. —
Ég undirritaður(uð) óska að ganga í Heimdall, félag ungra
Sj álf stæðismanna.
NAFN: .............................. F.d.
Karl og Aldísi af síðara hjóna-
bandi Kristjáns. Mikil sam
heldni var með þessum systkin-
um og bjuggu 1 eir bræður allir
hér á Hólsfjöllum að Arnbirni
undanskildum, en hann bjó
Landi í Axarfirði, sem er næsti
bær í næstu sveit. Sigurður var
jafnan fyrir þeim bræðrum og
þótti hans forsjá góð. Hann var
kosinn í hreppsnefnd 1907 og var
lengst af oddviti til 1958. Hrepp-
stjóri varð hann 1924 til 1958.
Sigurður var starfsmaður Lands
símans frá 1906 er síminn var
lagður I-ó- um og til siðustu ára-
móta og var hann sæmdur Ridd-
arakrossi Fálkaorðunnar fyrir
þau störf. Jafnlengi var hann
starfsmaður Veðurstofunnar.
Eins og sézt á framansögðu
ar Sigurður á Grímsstöðum
hlaðinn trúnaðarstörfum og mik-
ils metinn fyrir þau, en við sem
þekktum hann minnumst hans
ekki fyrst og fremst fyrir þau
heldur fyrir hans afburða mann-
kosti, gestrisni, hjálpsemi og
traust sem han.. sýndi hver’jum
þeim sem til hans leitaði. Á öll-
um hans hreppsstjóraárum vorn
hér margir fátækir en enginu
þurfandi maður af hreppsfé.
Sigurður á Grímsstöðum hafði
lag á <-ð hjálpa mönnum þannig
að þeir urðu ekki þurfandi, frá
sínu eigin heimili. Okkar fyrstu
kynni urðu með þeim hætti að
þegar ég fluttist hingað frá
Reykjavík var honum, sem
hreppsstj.-a, send skuldakrafa á
mig. Ég sagði honum að ég gæti
ekki borgað hana og ætti ekkert
sem væri lögtakshæft. „En má
ég þá ekki borga kröfuna fyrir
þig“, spurði Sigurður. Ég hafði
og hefi ekki enr. kynnzt eða
heyrt getið um slíkt yfirvald á
íslandi, en síða; komst ég að því
að þetta voru Sigurði á Grims-
stöðum aðeins smámunir.
Grundarhóli 13/6 ’59,
Víkingur Guðmundsson.
Kosningaskrif-
stofur úti ú
Inndi
Kosníngaskrifstofan
í Kópavogi er að Melgerði 1.
— Skrifstofan er opin frá kl.
10—22 e. h. Símar: 19708 —
24626.
Kosningaskrifstofan
á Seltjarnarnesi er í Útsölum.
Opin daglega frá kl. 7—10 sd.
Sími 14434.
Kosningaskrifstofa
fyrir Borgarfjarðarsýslu er á
Akranesi. Sími 400. — Skrif-
stofan er opin daglega frá kl.
10—22.
Kosningaskrifstofa
fyrir Mýrasýslu er í Borgar-
nesi. Skrifstofan er opin dag
lega frá kl. 10—22.
Kosningaskrifstofa
fyrir Isafjörð og Norður-lsa-
fjarðarsýslu er á ísafirði. —
Skrifstofan er opin daglega
frá kl. 10—22.
Kosningaskrifstofa
fyrir Húnavatnssýslur er á
Blönduósi. Skrifstofan er opin
daglega frá kl. 10—22.
Kosningaskrifstofa
fyrir Skagafjarðarsýslu er i
Sauðárkróki. Skrifstofan er
opin daglega frá kl. 10—22.
Kosningaskrifstofa
á Siglufirði er opin dagleg*
frá kl. 10—22. Sími 56.
Kosningaskrifstofa
fyrir Eyjafjarðarsýslu og Ak-
ureyri er á Akureyri. Siml
1578. Skrifstofan er opin dag-
lega frá kl. 10—22.
Kosningaskrifstofa
fyrir Austurland er á Nor®-
firði. Skrifstofan er opin dag-
lega frá kl. 10—22.
Kosningaskrifstofa
í Vestmannaeyjum er opia
kl. 10—22 daglega.
Kosningaskrifstofur
í Gullbringu- og Kjósarsýsl*
eru í Keflavík, sími 21, og
Kópavogi, sími 19708. Skrif-
stofurnar eru opnar daglega
kl. 10—22.
Kosningaskrifstofa
fyrir Árnessýslu er á SelfossL
Skrifstofan er opin daglega
frá kl. 10—22.
Kosningaskrifstofa
í Rangárvallasýslu er á Hellu.
Skrifstofan er opin daglegm
frá kl. 10—22.
Kosningaskrifstofa
í Hafnarfirði er opin daglega
frá kl. 10—22. Sími 50228.
HEIMILI: ............................... SÍMI:
VINNUSTAÐUR: ..............SKÓLI:
Tunasláttur haf-
inn í Holtunum
MYKJUNESI, 22. júní. — Sláttur
er að hefjast. Á stöku bæ hér í
Holtunum er búið að slá bletti.
Vegna kuldanna undanfarið hef-
ur. dregið mjög úr grassprettu og
geta tún yfirleitt ekki talizt vel
sprottin miðað við óvenju hag-
stæða tíð allan maímánuð. Hér
hefur kuldanna undanfarið gætt
sem annars staðar og hefur gras-
sprettu lítið farið fram síðustu
vikurnar. Nú hefur aftur hlýnað
í veðri og verði ekki afturkippur
má búast við að góð spretta verði
komin um mánaðamót og þá get-
ur sláttur almennt hafizt.
Til marks um kuldann má geta
þess að aðfaranótt 18. júní gerði
hér svo mikið næturfrost að
kartöflugrös eyðilögðust í görð-
um og það mátti einnig sjá frost-
skemmdir á lauftrjám í görðum.
Mun þessi eina frostnótt seinka
verulega uppskeru kartaflna.
— Magnús.
Akranesbátar
AKRANESI, 22. júni — Nú eru
allir Akranesbátar farnir eða eru
á förum norður. Sveinn Guð-
mundsson og Heimaskagi fara í
kvöld og Ásbjörn á morgun. Er
það síðasti báturim., sem fer héð-
an norður.
Togarinn Bjarni Ólafsson land-
aði hér í dag 200 lestum af karfa
og 20 lestum af þorski. Aflann
fékk hann á Nýja-Fylkismiðum.
KosnirLgaskrifstofur
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik
AÐALSKRIFSTOFUR
Sjálfstæðishúsið, sími 17100.
Valhöll Suðurgötu 39, sími 18192 — 17100.
HVERFASKRIFSTOFUR:
1. Vesturbæjarhverfi:
Morgunblaðshúsinu, U. hæð, sími 23113.
2. Miðbæjarhverfi:
Breiðfirðingabúð, sími 23868.
3. Nes- og Melahverfi:
KR-hús, sími 23815.
4. Austurbæjarhverfi:
Hverfisgötu 42, sími 23883.
5. Norðurmýrarhverfi:
Skátaheimilinu við Snorrabraut, sL... vo.
6. Hlíða- og Holtahverfi:
Skipholti 15, sími 10628.
7. Laugarneshverfi:
Sigtún 23, sími 35343.
8. Langholts- og Vogahverfi:
Langholtsveg 118, sími 35344.
9. Smáíbúða og Bústaðahverfi:
Breiðagerði 13, sími 35349.
Hverfaskrifstofurnar eru allar opnar frá kl. 2 e. h. til 10
e. h. daglega og veita allar upplýsingar varðandi kosn-
ingarnar. —
Stuðningsfólk D-listans er hvatt til að hafa samband við
kosningaskrifstofur Sjálfstæðisflokksins.