Morgunblaðið - 24.06.1959, Síða 17
MiðviKudagur 24. júní 1959
MORCU1SBLAÐ1Ð
17
Fimmtugur
Séra Císli Brynjólfsson
prófastur að Kirkjubœjarklaustri
Þótt vík sé milli vina og torleiði
margs konar, er eitt samt víst,
að hugur manns hefur það að
éngu, ef honum býður svo við
að horfa. Á broti úr augnabliki,
þegar hugann fýsir á vit fornra
og nýrra kynna, er hann horfinn
þangað, sem hann í það skiptið
langar að dveljast. Hann gengur
á fund þess, sem hugfólginn er
til þess að njóta mikilla minn-
inga, er liðni tíminn elur og
brjóstfæðir. Þá birtast undra-
verðir og heillandi atburðir í
sömu andránni, sem ekki yrðu
sagðir nema í löngu máli, ef þeir
ættu að segjast. En þeir eru ekki
sagðir. Verða e. t. v. aldrei sagð-
ir, bara sjást í leðftri tímans
smæstu brota. Eru samt perlur
og skírður málmur.
Ég er einn þeirra, sem lífslánið
hefur elt á röndum, svo er Guði
fyrir að þakka. Eitt þeirra lífs-
lána, sem mér hafa hlotnazt eru
fáeinir, harla góðir vinir. f þeim
hópi eru nokkrir skólabræðra
minna, sem eru mér því ógleym-
anlegri og hugstæðari sem við
áttum fleiri sameiginleg áhuga-
mál á æskunnar örfleygu stund,
tíma fylltan fyrirheitum hins
ókomna, en jafnframt tíma ör-
lyndis og óþolinmæði vegna
seinagangs á viðurkenningu sem
fullveðja maður eða menn.
Það er varla nokkurt tímabil
ævinnar jafn frjótt sem æskuár-
in í þeim efnum að byggja upp
ævilanga tryggð og óslítandi
vináttubönd.
Einn þeirra vina minna, er
standa í fremstu röð skólabræðra
minna, er síra Gísli Brynjólfs-
son prófastur í Vestur-Skafta-
fellsprófastsdæmi.
Það hefur víst aldrei verið
ætlun okkar að geta þessa opin-
berlega eða á prenti en þegar ég
heyrði að síra Gísli yrði fimmt-
ugur í dag, gat ég ekki annað en
sent honum kveðju opinberlega
héðan úr fjarlægðinni, vegna
hollustu við þrjátíu ára gömul
kynni.
Okkar vináttu eigum við vissu
lega tveir einir saman, og það
er ekki meiningin með línum
þessum að fjölga hluthafendum
um okkar tveggja einkamál,
heldur til að undirstrika hann
sem mann, góðan dreng og lífs-
þegn, sem gjarna má koma ofur-
lítið meira fram í dagsbirtuna,
fram fyrir almenningsaugað,
eftirbreytnisverður en hlédræg-
ur maður, því þá ekki einmitt að
gera það á tyllidegi, er hann
sjálfur stendur upp á sitt bezta?
Síra Gísli er kominn af merk-
um ættum, fæddur í Skildingar-
nesi við Skgrjafjörð þann 23.
júní 1909. Foreldrar hans og
systkini eru öllum gömlum
'Eeykvikingum að góðu kunn.
Hann varð stúdent Alþingishá-
tíðar vorið 1930 og kandidat í
guðfræði 1934. Síra Gísli er
mörgum góðum kostum búinn,
enda gefnar miklar gáfur. Á
meðan hann var í skóla, var
kennara sinna *vegna prúð-
mennsku og ágætra námshæfi-
leika. Framar mörgum öðrum
hans jafnöldrum á þeim árum,
ávann hann sér traust hinna
fullorðnu, er sáu í hinum unga
sveini mikinn efnivið til dugandi
átaka við vandasöm verkefni,
enda falin ábyrgðarmikil trún-
aðarstörf.
Ég gat þess hér að framan, að
sira Gísli væri drengur góður.
Það þykir e. t. v. mörgum nú
heldur bragðdaufur kostur. En
því er nú ekki hér til að dreifa,
því að hann er góður drengur á
gamla íslenzka vísu og hinn ágæt
asti félagi, traustur og ráðhollur,
raungóður, og metinn í fremstu
röð skólasystkina sinna.
Hann er einn hinn skemmti-
legasti maður í sínum hóp, sem
ég hef kynnzt og hrókur alls
fagnaðar. Hann er líka mjög orð
heppinn, og í ríkari mæli en
flestir aðrir fundvís á hinar
broslegu hliðar lífsins. >á lætur
hann stundum gamminn geisa
með tilþrifamikilli, en græsku-
lausri kímni. Þar er alltaf öllu
vel í hóf stillt, sem hefur ætíð
verið hans von og vísa, því að
hann er maður, er hefur gott
vald á sjálfum sér.
Þótt gaman sé að minnast lið-
inna stunda, þegar gleðin ljóm-
aði og hlátrarnir gullu, var það
ekki þetta, sem kenndi mér að
meta síra Gísla og gerði hann að
vini mínum, heldur hitt, sem
engum getur dulizt, sem honum
kynnast, að hann er fyrst og
fremst hinn íhuguli alvörumað-
ur og raunsær hugsjónamaður.
Þessi þátturinn kemur líka ein-
kennandi fram í lífi hans og
hvernig hann velur sér ævistarf.
Eins og ég hef áður getið, átti
hann margra kosta völ, þegar í
æsku. Honum stóðu ýmsar leiðir
opnar, sem jafnan eru í háu
mati á venjulegan og verald-
legan mælikvarða. En þegar í
æsku hafði hann fengið köllun
til kristinnar þjónustu í íslenzkri
þjóðkirkju, og hann gengdi því
kalli.
Hann hlaut prestlega vígslu
17. sept. 1937 er hann varð sóknar
prestur í Prestsbakkaprestakalli
og hefur verið þar æ síðan. Hann
er samviskusamur og einlægur í
þjónustu sinni, heill og innilegur
trúmaður og yfirlætislaus. Og
þótt ég vegna fjarlægðar sé ó-
kunnur í sóknum hans, veit ég
fyrir forn og ný kynni, að hann
er einn af fyrirmyndar og höfuð
klerkum íslands, enda vottfest af
kunnugum, að hann nýtur bæði
virðingar og trausts í sóknum
sínum.
Síra Gísli er kvæntur Ástu
Þóru Valdimarsdóttir, hinni á-
gætustu konu og húsfreyju.
Þessi afmælisgrein mín mun
birtast degi síðar en ég hefði
kosið, en það út af fyrir sig á
ekki að gera mikið til. Það sem
mestu varðar fyrir mig og ég
veit, okkur báða, er sú reynsla,
er við fyrr áttum saman og áhuga
mál, er við í næði spjölluðum sam
an næstum sem börn og gerðum
okkur háar vonir, er margar hafa
ræzt. Það er einmitt þetta, sem
hefur þýðingu fyrir okkur og alla
sanna vináttu manna á meðal.
Frá þeim stundum sprettur ang-
an og ilmur er sífellt varir, æfina
út, hafi sambandið verið virki
lega gagnkvæmt og hlýtt. í þeim
efnum fá hvorki víkur né tor
leiði nokkru breytt.
Lifðu heill, gamli vinur. Guð
gefi þér og þínum blessun sina
og farsæld.
P. t. Reykjavík 23. júní 1959.
Þorsteinn L. Jónsson.
Dr. Sverrir Magnússon
lyfsali fimmtugur
SÚ TÍÐ er ekki langt að baki, aðl systkin mannvænleg og
framkvæmd lyfsölumála á ís- ist vel.
farnaö-
landi væri að mestu í höndum
útlendinga. Þá voru jafnvel
brögð að því, að erlendir lyfja-
fræðingar stunduðu það sem eins
konar sport að skreppa til íslands
og reka þar lyfjasölu í nokkur
ár, en hyrfu síðan með drjúgan
hagnað alfarnir af landi brott. Á
þessu hefur nú orðið gagnger
breyting, því að á síðustu ára-
tugum hefur vaxið upp alíslenzk
stétt, sem tekið hefur þessi mál
að fullu í sínar hendur.
Einn af frumherjum hinnar
ungu stéttar íslenzkra lyfjafræð-
inga er lyfsalinn í Hafnarfirði,
dr. phil. Sverrir Magnússon, sem
í dag verður fimmtugur.
Dr. 'Sverrir er fæddur á Hofs
ósi við Skagafjörð þann 24. júní
1909. Foreldrar hans voru Magn-
ús Jóhannsson héraðslæknir á
Hofsósi, vænn maður og vel met
inn, og kona hans, frú Rannveig,
dóttir séra Tómasar Hallgríms-
sonar á Völlum (heitin eftir lang
ömmu sinni Rannveigu Hallgríms
dóttur systur Jónasar skálds).
Magnús lézt á miðjum aldri frá
stórum barnahóp; en öll voru þau
Júlíana Jensdóttir
Minning
ÞAÐ dregur oft ský fyrir sól
um miðjan dag, og er þá ekki
svo auðvelt að geta sér til hvað
á eftir muni koma. í janúar síð-
astliðnum fór Júlíana Jensdóttir
frá heimili sínu í Reykjavík, ti.1
stuttrar dvalar austur í Hvera-
gerði, en kom ekki aftur lifandi
heim, hún varð bráðkvödd með-
an hún stóð þar við þann 17.
janúar, aðeins 45 ára að aldri.
Eins og nærri má geta, kom
þessi harmafregn eins og þruma
úr heiðskíru lofti til eiginmanns,
barna, foreldra og annarra ætt-
ingja og vina. Júlíana var glað-
sinna og greind kona, orðvör og
fáskiptin um annarra hagi, en
hrókur alls fagnaðar í vina hóp,
og í allri háttprýði var hún til
fyrirmyndar, enda vildi hún láta
gott af sér leiða í hvívetna, en
að sjálfsögðu var það eiginmað-
urinn og börnin sem nutu mest
og bezt hennar miklu og góðu
mannkosta, er því sár harmur
kveðin að eftirlifandi ættingjum
og vinum.
Júlíana fæddist 26. des. 1913
í Geirakoti í Fróðárhreppi á
Snæfellsnesi, hún var dóttir
þeirra valinkunnu hjóna Jéns
Kristjánssonar og Þorgerðar Guð
mundsdóttur sem bjuggu þar,
Þau hjón eignuðust 6 börn, þrjá
syni sem allir eru dánir og þrjár
dætur og var Júlíana elzt barna
þeirra. Þegar hún var tólf ára
fluttu foreldrar hennar til Hafn-
arfjarðar. Þar gerðist faðir henn-
ar fisksali og hefur stundað það
síðan. Júlíana var hjá foreldrum
sínum til tvítugs aldurs, giftist
hún þá eftirlifandi manni sín-
um Karli Björnssyni gullsmið,
Fuchs kjarnorkunjósnari
látinn laus
London, 22: júni. —
KLAUS FUCHS, kjarnorkuvís-
indamaðurinn, var í dag fluttur
úr fangelsi því sem hann hefur
setið í undanfarin hálft tíunda ár,
en hann var dæmdur til 14 ára
i fangelsisvistar 1950, fundinn sek-
ur um að hafa látið Rússum í té
leynilegar upplýsingar um kjarn-
orkumál.
Fuchs, sem hefur verið náðað-
ur sakir góðrar hegðunar, verður
ekki látinn laus í Bretlandi.
hann jafnan í miklu uppáhaldi i Hann var einn aðalmaðurinn í
kjarnorkurannsóknum Breta á
styrjaldarárunum og þar til hann
var handtekinn.
Fuchs, selfl er fæddur Þjóð-
verji, hefur verið sviptur brezk-
um ríkisborgararétti, en verður
leyft að fara til hvers þess lands,
sem vill taka við honum. Sjálfur
hefur hann látið í ljós óskir um
að fara til 84 ára gamals föður
síns, sem á heima í Leipzig í A-
Þýzkalandi. Fuohs er 48 ára.
Butler, innanríkisráðherra
Breta, skýrði svo frá á þingi fyr-
ir skemmstu, að hættulaust væri
að láta Fuchs hverfa austur fyr-
ir járntjald, þvi að öll hans
kjarnorkufræði væri úrelt orðin.
ættuðum austan af Vopnafirði,
mesta dugnaðar og myndar-
manni. Bjuggu þau fyrst nokk-
ur ár í Hafnarfirði, en fluttust
svo til Reykjavíkur og bjuggu
þar æ síðan. Þau hjón eignuðust
fimm syni, einn dó í æsku, en
þeir sem upp komust eru þeir
Björn bifvélavirki, Jens verzl-
Unarmaður, Karl Valur sjómað-
ur og Garðar sem er nýfermdur,
allir eru þeir atorku- og dugnað-
armenn, reglusamir og háttprúð-
ir í allri framkomu sem ávalt
hugsa til horfnar móður, með
barnslegri hlýju, þökk og virð-
ingu, þannig hugsa margir til
Júlíönu.
Fylgi þér Drottins friðar andi
fáguð prýði tign og ró,
inn á fögru Ijóssins landi
þar lausnarinn öllum sælu bjó.
Hannes Jónsson
frá Spákonufelli.
Fjölmenn og virðu
leg jarðaríör
Staðarbræðra
LAUGARDAGINN 13. þ.m. fór
fram að Stað í Hrútafirði útför
þeirra Staðarbræðra Jóns og
Gísla Eiríkssonar, sem létust með
tveggja daga millibili í byrjun
júní, báðir á sjúkrahúsinu á
Hvammstanga. Verður þeirra
bræðra minnzt síðar hér í blað-
inu.
Útför þessi var ákaflega fjöl-
menn. Var þar fjölrr.enni úr
riæstu sýslum og Reykjavík. Hús
kveðju flutti sr. Jón Guðnason
og ennfremur talaði sr. Þórir
Stephensen. Bjarni Þorsteinsson
kennari á Lyngholti flutti frum-
ort kvæði. Sóknarpresturinn. sr.
Yngvi Þ. Árnason á Prestbakka,
flutti líkræðuna í kirkju og jarð
söng og sr. Gísli Brynjólfsson,
prófastur á Kirkjubæjarklaustri,
talaði líka í kirkjunni. Allan söng
við útförina anaðist Karlakór
Miðfirðinga með undirleik Ingi-
bjargar Pálsdóttur frá Bjargi.
Mikið um refi
ÞÚFUM, 18. júní. — Óvenjumik-
ið er um refi og gren hér í hér-
aðinu. Liggja grenjaskyttur á
þeim og gengur misjafnlega. Er
þetta að verða einn erfiðasti þátt
ur sveitarfélaganna og einn fjár-
frekasti. — P.P.
Sverrir lauk stúdentsprófi fri
Menntaskólanum í Reykjavík ár-
ið 1930, og hóf þá nám i lyfja-
fræði í Reykjavík. Hélt hann
þegar að loknum fyrrihluta til
Kaupmannahafnar og lauk þar
kandídatsprófi með mjög hárri
einkunn árið 1935. Að því búnu
vann hann um skeið í dönskum
lyfjabúðum og lyfjaverzlunum og
kynnti sér vandlega starfsháttu
Dana í grein sinni, en þar eru
þeir, sem kunnugt er. í fremstu
röð. Þegar heim kom, gerðist
hann starfsmaður í Reykjavíkur
apóteki, og stjórnaði þar dagleg-
um störfum í nokkur ár, en hvarf
þá að nýju til framhaldsnáms
erlenedis. Að þessu sinni lá leið-
in vestur um haf, og lagði hann
nú einkum stund á lyfjaefnafræði
við bandarískar vísindastofnanir
og lauk doktorsprófi í þeirri
grein við háskólann í Lafayette.
Þegar heim kom, var honum
veitt lyfjasöluleyfi í Hafnarfirði,
sem þar var laust, og hefur hann
síðan rekið Hafnarfjarðarapótek.
Dr. Sverrir er maður einstak-
lega vandlátur í starfi og reglu-
samur í öllum viðskiptum. Enda
hefur hann með sinni drenglund
uðu hógværð unnið traust allra
sem til hans þekkja. Hann hefur
lagt mikla alúð við fyrirtæki sitt,
kappkostað að búa það á allan
hátt samkvæmt fyllstu krö.fum
nútímans, og lagt sig fram um
vanda sem til alls sem þar er
unnið; enda er rekstur þess mjög
til fyrirmyndar.
Ekki gat hjá því farið að svo
ötull maður og mikils virtur yrði
kvaddur til margvíslegra starfa
í þágu félags- og framfaramála
stéttar sinnar. Meðan hann starf-
aði sem lyfjafræðingur í Reykja-
vík, var hann um langt skeið
í stjórn Lyffræðingafélags fs-
lands og lengst af formaður þess.
Má fyrst og fremst þakka það trú
mennsku hans og festu, hve það
félag varð meðlimum sinum mik
ilsverð lyftistöng undir hans
stjórn. Meðan Sverrir var í
Reykjavík, hvíldi á hans herðum
allmikið af kennslu til fyrrihluta
prófs í lyfjafræði, og allt til þessa
hafa honum verið falin mikilvæg
trúnaðarstörf í þágu fræðslumála
stéttarinnar. Þar og á öðrum
skyldum sviðum á dr. Sverrir
merk áhugamál og hefur mörgu
nytsömu fram komið, enda þótt
hann hafi, eins og gengur, ekki
ævinlega mætt skilningi alls
staðar, og aðstaða hans í Hafn-
arfirði sé að sjálfsögðu örðugri
en svo, að menntun hans og at-
gjörfi fái notið sín sem skyldi.
Sverrir Magnússon er óvenju
fjölhæfur mannkostamaður; en
fáskiptinn er ham. að eðlisfari,
og mun flestum reynast seinlegt
að kynnast honum til hlítar.
Honum er þvert um geð að halda
á loft verðleikum sjálfs sín, og
einkamál annarra eru friðhelg í
hans augum. Eigi að síður þykir
mörgum og furðu ólíkum mönn-
um hollt til hans að leita og ráð
hans að þiggja í margvíslegum
vanda. Hann seilist ekki til kunn
ingsskapar, en góð er vinátta
hans.
Kona Sverris er Ingibjörg Sig-
urjónsdóttir cand. pharm., dóttir
Sigurjóns læknis Jónssonar á
Dalvík. Frú Ingibjörg er mikil
prýðiskona, vönduð og hrein-
lynd. Þeim hjónum hefur lærzt
að búa að sínu, og séu þau að
heiman, una þau sér bezt í frið-
sæld íslenzkrar sveitar, yið fagr-
an gróður og fiskivötn; því ekki
hefur húsfreyja-i fremur en bónd
inn m-kinn áhuga á samkvæm-
isglaumi stórbæjarins, en legg-
ur þeim mun meiri rækt við sitt
indæla heimili, sem fyrst og
fremst einkennist af heimahlýju
og kyrrlátum men.ringarbrag.
Á þessum góða degi sendi ég
þeim hjónum beztu árnaðaróskir
og hjartanle6a þökk.
H. H.