Morgunblaðið - 24.06.1959, Qupperneq 24
130. tbl. — Miðvikudagur 24. júní 1959
Vestfirzkir Fromsóknarmenn
vildu klutfal’skosningar í 6
stórum kjördæmum
ÞAÐ hefur vakið athygli, a3 nýlega hefur verið minnt á tillögur
Fjórðungsþings Vestfjarða árið 1950 varðandi kjördæma-
skipanina.
Samþykkt þingsins um kjördæmin var svohljóðandi:
„Alþingi sé ein málstofa og séu þingmenn 36. Landið skal
vera 6 kjördæmi, sem skiptast á sama grundvelli og fram eru
tekin í III. kafla um fylkjaskiptingu þannig:
1. Reykjavík og Hafnarfjörður með næsta nágrenni.
2. Vesturland frá Hvalfjarðarbotni að Gilsfjarðarbotni.
3. Vestfjarðakjálkinn allur frá Gilsfjarðarbotni og að
Hrútafjarðarbotni (þ. e. Barðastrandarsýslur, ísafjarðar-
sýslur og Strandasýsla).
4. Norðurland frá Hrútafjarðarbotni að sýslumörkum Norð-
ur-Þingeyjarsýslu og Norður-Múlasýslu.
5. Austurland: Norður-Múlasýsla og Austur-Skaftafells-
sýsla að Skeiðará.
6. Suðurland frá Skeiðará og Reykjanesskaga.
I hverju kjördæmi skal kjósa 6 þingmenn hlutbundnum
kosningum, og skulu þingmenn vera búsettir í kjördæmum
sínum“. —
Á þinginu voru 6 Framsóknarmenn, 9 úr öðrum flokkum
og einn utan flokka. Kemur fram við atkvæðagreiðslurnar, að
Framsóknarmenn hafa stutt samþykktina, sem birt er hér að
ofan. —
SfrjálhýliÖ heldur
sínum fulla rétti
Sigurður Ó.
Ólafsson.
Misræmi á kosningarrétti milli kjósenda,
eftir því hvar þeir bjuggu á landinu var
orðið svo mikið að óhjákvæmilegt var að
breyta kjördæmaskipaninni.
Við breytinguna gat sú hætta vofað yfir
að þéttbýlið heimtaði sinn rétt á kostnað
strjálbýlisins. Þessari hugsanlegu hættu
hefur verið afstýrt. Kjördæmamálið er
leyst á þann hátt að strjálbýlið heldur
sinni þingmannatölu, sínum fulla rétti sem
það áður hafði.
Rússneskir kafbátar við
jr
Island hafa flugskeyti
SL LAUGARDAG var birt hér
í blaðinu mynd af rússneskum
kafbáti við íslandsstrendur og
var hún tekin úr bandaríska
vikuritinu Newsweek. Undir
myndinni stóð, að kafbátar af
þessari gerð gætu ekki borið eld-
flaugar, en í júní-hefti ,Aviation
Week“, sem einnig birtir þessa
merkilegu mynd, segir, að þessir
rússnesku kafbátar geti flutt
fliugskeyti.
Minnnmst þess
MINNUMST þess, að Tíminn
sagði 6. júní 1956 í forystu-
grein, sem nefndist „Olíuverz
un hins nýja tíma“:
„Þetta er líka reynslan af
starfi olíuverzlunar samvinnu
manna. Hún hef'ur unnið stór
virki á skömmum tíma. Hún
er fyrirtæki hins nýja tíma“.
Þá var ár síðan „olíuverzlun
samvinnumanna“ hafði í
hæstarétti verið dæmd til að
greiða í ríkissjóð vegna olíu-
hneykslisins no. 1 1.180.000
kr. og tveir stjórnendur í sekt-
ir, 100 þús. kr. og 20 þús. kr.
Lízt mönnum ekki vel á
„fyrirtæki hins nýja tíma,‘?
SOLUBORN óskast til þess að
selja Kjósendahandbókina. Bók-
in er afgreidd á 2. hæð Morgun-
blaðshússins. Góð sölulaun.
IIEIMDALLUR, F.U.S.
lega þegið.
ÞEIM, sem vilja leggja nokkurt fé af mörkum
í kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins, skal bent á
að skrifstofa Fjáröflunarnefndar er í Morgun-
blaðshúsinu á 2. hæð, símar 24059 og 10179. —
Sér hvert framlag, stórt eða smátt, er þakksam-
— Fjáröflunarnefnd Sjálfstæðisflokksins.
„Ég gerði mér að vísu aldrei miklar vonir um þessa stjórn, eins
og allt var í pottinn búið. Og ef satt skal segja, held ég að þessi
tilraun hafi ekki heppnazt miklu lakar en efni stóðu til. Stjórnin
fór vel af stað og hefur komið mörgu nytsamlegu til leiðar, en
þegar frá leið var eins og eitthvað bilaði innan í henni, svo hún
tók að ganga seint og óreglulega, líkt og klukka, þar sem eitt-
hvert hjólanna er úr lagi gengið“.
Úr ræðu eftir Skúla Guðjónsson á Ljótunnarstöðum, sem
prentuð er í Þjóðviljanum sl. sunnudag.
Vinnið að sigri
Sjálfstœðisflokksins
ALLT SJÁLFSTÆÐISFÓLK er hvatt til að starfa fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn á kjördegi.
Skrásetning á sjálboðaliðum fer fram í skrifstofu Sjálf-
stæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu daglega kl. 9—12 og 13—19.
Fólk er áminnt að láta skrá sig til starfa sem fyrst.
SjálfstœðisfloTckurinn.
Þingvallcvatn er hætt að lækka
og vatnsborð þess hækkar á ný
ÞAÐ er helzt tíðinda austan frá
Efra-Sogi, að í gær hætti Þing-
vallavatn að lækka og er jafn-
vægi komið á. Mun yfirborð þess
nú fara hækkandi á ný, því bygg
inga varnargarðsins nýja er kom
in á lokastigið.
Skarðinu í flóðgarðinum verð-
ur lokað hægt, þannig að tryggt
verði að orkuverin við Ljósafoss
og írafoss fái nægilegt vatn til
orkuframleiðslunnar. Það verður
því að láta nokkurt vatn renna
áfram gegnum jarðgöngin í Drátt
arhlíð, unz Þingvallavatn hefur
aftur hækkað svo, að eðlilegt
vatnsrennsli verði um Þrengsla-
farveginn.
Það er gert ráð fyrir að Þing-
vallavatn muni aftur hafa náð
sinni venjulegu vatnshæð að svo
sem hálfum mánuði liðnum, en
vatnsborð þess lækkaði alls um
rúma 90 sentimetra.
f gær reyndist vatnsrennslið
við Ljósafossstöðina vera um 150
teningsm. á sekúndu, en í upp-
hafi flóðsins komst það upp í 370
teningsmetra.
Tíminn sví-
virðir bragga
búa
EITT af því sem Eysteinn
Jónsson hefur sýnt hug sinn
til Reykvíkinga í, er, að hann
hefur hindrað, að ríkið legði
fram af sínum hluta lög-
ákveðið framlag til útrýming-
ar á heilsuspillandi íbúðum.
Meðal annars af þeim sökum
hefur útrýming braggaíbúða
gengið síðar en skyldi, þó að
þar hafi sannarlega verið unn-
in stórvirki fyrir forgöngu
bæjarstjórnar Reykjavíkur,
eins og dæmin sanna.
En Framsóknarmenn láta
sér ekki nægja að hindra nauð
synlegar framkvæmdir til út-
rýmingar bröggunum, heldur
hafa þeir nú hafið herferð
gegn íbúum þeirra. Maður að
nafni Baldur Óskarsson skrif-
aði fyrir skömmu grein í Tím-
ann, sem að smekkvísi minnti
helzt á 3. síðu greinina
alræmdu. Samúel Haraldsson,
sem sjálfur býr í bragga, benti
á hinar ósæmilegu aðdróttanir
Baldurs. Siðsamir menn hefðu
látið aðvörun hans sér að
kenningu verða og beiðst af-
sökunar á frumhlaupi Bald-
urs. A3 sjálfsögðu fara Tíma-
menn ekki svo að. I gær er
Baldur látinn vaða uppi með
persónulegum svívirðingum
um Samúel, vegna þess að
hann skuli hafa dirfzt að bera
hönd fyrir höfuð sér og ann-
arra braggabúa! — I öllu er
Framsókn söm við sig.
IJtvarpsumræð-
urnar í kvöld
ÚTVARPSUMRÆÐUR stjóm-
málaflokkanna halda áfram í
kvöld og hefjast kl. 8,10. Um-
ferðir verða þrjár, 20, 15 og 10
mínútur og röð flokkanna þessi:
Alþýðubandalag, Sjálfstæðis-
flokkur, Þjóðvarnarflokkur,
Framsóknarflokkur og Alþýðu-
flokkur.
Ræðumenn af hálfu Sjálfstæðfs
flokksins í kvöld verða Bjarni
Benediktsson, Ingólfur Jónsson
og Jóhann Hafstein.
NÚ eru síðustu forvöð
senda áskorunarseðlana.
Opið frá kl. 10 til 10.
Fjáröflunarnefnd
SjálfstœðisfloTcTcsins,
Morgunblaðshúsinu.
að
Kosningaskrifstofa
Sjálfstœðisflokksins
í Morgunblaðshúsinu
er opin frá kl. 10—22 alla daga
Athugið hvort þér eruð á kjörskrá
í síma 1-27-57
Gefið upplýsingar um fólk, sem er erlendis
og verður þar á kjördag
Þeir, sem fara úr bænum fyrir kjördag eru
minntir á að kjósa strax
Símar skrifstofunnar eru:
1-35-60 og 10-4-50