Morgunblaðið - 04.07.1959, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.07.1959, Qupperneq 2
2 MORCZJNBLAÐlh Laugardagur 4. Júlí 1959 Björn Ólafsson og Jón Sen komnir heim úr hljómleikaför vestan hafs f»EIR fiðluleikararnir Bjöm Ól- afsson og Jón Sen eru nýkomnir heim úr hljómleikaför um Banda- ríkin. Þeir hafa verið um mánað- arskeið vestanhafs í hljómleika- ferð ásamt tveim bandarískum hljómlistarmönnum, úr Boston- Binfóníuhljómsveitinni, þeim Ge- orge Humphrey fiðluleikara og Karl Zeise sellóleikara. Þessir fjórir tónlistarmenn hafa myndað með sér strengjakvartett og í fyrrasumar fóru þeir í hljómleika för um ísland og spiluðu á 13 stöðum við mikla hrifningu. Aðdragandinn að stofnun þessa strengjakvartetts var í stuttu jnáli sá, að hingað komu árið 1955 aokkrir menn úr Boston-sinfóní- unni og ferðuðust um landið. Meðal annarra staða, sem þeir Hverjír vilja hjálpa löin- uðum pilti til að cignast bíl? TVÍTUGUR piltur hér í bænum er búinn að vera lamaður síðan hann var um fermingaraldur. — Hann hefur fengið leyfi til að kaupa bíl, er þannig sé útbúinn, a3 unnt sé að nota hendurnar einar við akstur. Þessi farkost- ur er honum nauðsynlegur til þess að hann geti fengið tækifæri til að vinna fyrir sér. — Þarf ég eigi fleiri orð um þetta að hafa, svo fólki skiljist, hvers hér sé þörf, þar sem ungi maðurinn sjálfur er eigi þannig efnum bú- inn, að hann geti greitt þær 60 þúsund krónur, er nú vantar á, til þess að hann geti eignast far- artæki. — Vil ég nú beina þeirri ósk til yðar, sem eigið hvort- tveggja, góðan vilja og góð fjár- ráð, að þér hjálpið hinum unga manni til að sigrast á örðugleik- unum. Gerið svo vel að senda framlög yðar til blaðsins eða til mín við fyrstu hentugleika. Með fyrirfram þökk. Jakob Jónsson, preptur. ætluðu að heimsækja, voru Vest- m^nnaeyjar en þangað komust þeir aldrei vegna veðurs, en þeir George Humphrey og Karl Zeise notuðu tímann til að æfa með Birni Ólafssyni og Jóni Sen. Þá vaknaði áhugi þeirra fyrir mynd- un þessa íslenzks-ameríska strengjakvartetts og var George Humphrey aðalhvatamaður að þeirri hugmynd. Og sem fyrr segir léku þeir víðs vegar um ísland í fyrrasumar og höfðu mikinn hug á að geta farið sams konar hljómleikaför um Banda- ríkin. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem samleikur Bandaríkja manna og erlendra tónlistar- manna er leyfður í Bandaríkjun- um. — Þeim félögum var boðið utan þann 23. maí. Strax eftir komuna til New York hófust æf- ingar og var síðan haldið til Boston og æft þar í viku en síðan hófst hljómleikaförin. Fyrstu tón- leikarnir voru í Boston, þá í New Ýork og á tímabilinu 8.—17. júní léku þeir í 12 borgum víðs vegar um Bandaríkin, «g var þeim hvar vetna tekið með ágætum. Megin- hluti áheyrenda þeirra voru há- skólakennarar og nemendur þeirra. Leikin voru verk eftir Haydn, Beethoven, Shostakovich og Dvorak. Blaðadómar voru hinir lofsamlegustu og ferðalagið gekk öllum vonum framar. Hitinn olli þeim dálitlum óþægindum og langar ferðir og erfiði í sambandi við hljómleikana voru þreytandi, en það mátti sin lítils samanborið við ágætar móttökur og hrifn- ingu áheyrenda. Alls munu þeir hafa ekið um 8000 kílómetra inn- an Bandaríkjanna. Þess má geta að Karl Ziese, annar Bandaríkja- maðurinn í kvartettinum, málaði milli 40—50 vatnslitamyndir, er hann var í hljómleikaförinni hér- lendis í fyrra. Voru myndir Zeise sýndar á þeim hljómleikastöðum, þar sem því var við komið. Þess- ar vatnslitamyndir eru væntan- legar hingað til lands með haust- inu. —■ Vöruskiplajöfn- urinn hagstæðari en á sama tíma íb yrra VÖRUSKIPTAJ ÖFNUÐURINN fyrstu 5 mónuði þessa árs var óhagstæður um 121,8 millj. kr., en var í fyrra á sama tíma óhag- stæður um 216,7 millj. Frá jan. og fram í maí þessa árs var út- flutt fyrir 428,4 millj. kr., en inn- flutningur nam kr. 550,2 millj. kr. í maímánuði var vöruskipta- jöfnuðurinn óhagstæður um 45 millj. kr., flutt út fyrir 101,3 millj., en inn fyrir 146,3 millj. kr. 1-2 tonn af höfnina við ÞÓ NOKKURT olíumagn er nú hér í Reykjavíkurhöfn, eftir ó- happ, er varð er. verið var að setja olíu um borð í togarann Brimnes, sem þá fór vestur á Nýfundnalandsmið. Krani hafði opnazt án þess að því yrði veitt eftirtekt fyrr en farin var í sjo- inn 1—2 lestir af olíu. Þorvarður Björnsson, yfirhafn- sögumaður, sagði að olíubrákin Bergsteinn Guðjónsson formaður Hreyfils 50 ára í haust verður Bifreiðastjóra- félagið Hreyfill 25 ára. Það hef- ur verið mikið lán fyrir félagið að eiga góða og ötula forustu- menn allt frá byrjun. Á þessum 25 ára starfsferli félagsins hefur mörgum og þýðingarmiklum mál um fyrir bifreiðastjórastéttina verið ráðið til lykta, en þó tel ég sl. 10—12 ár hafi verið mestu framfaraár í sögu félagsins. Fyrir nokkrum árum voru sam þykkt lög frá Alþingi, þess efnis að takmarka tölu þeirra manna, sem stunda akstur leigubifreiða í Reykjavík og miðist leigubíla- fjöldi við tölu ibúa borgarinnar. Þetta mál tel ég eitt mikilvæg- asta hagsmunamál fyrir leigubif- reiðastjóra í Reykjavík. Fyrir um það bil tveimur árum festi fé- lagið kaup á húsnæði fyrir starf- semi sína og verður það að teljast stórt átak af ekki stærra stétt- arfélagi. Þau tvö mál, sem ég hef minnzt hér lauslega á, eru aðeins örlítið brot af öllum þeim merku málum, sem félagið hefur komið í framkvæmd. Bergsteinn Guðjónsson er fimm tugur í dag og mun hans ætíð verða minnzt, sem eins dugmesta og framsýnasta formanns, er bif- reiðastjórafélagið Hreflill hefur átt. Ég óska Bergsteini heilla og hamingju á þessum tímamótum í ævi hams og að við megum njóta hæfileika hans við félagsstjórn um mörg ókomin ár. Gestur Sigurjónsson. BERGSTEINN Guðjónsson, for- maðar bifreiðastj.fél. Hreyfils, er fæddur 3. júll 1909 að Bakka- gerði á Stokkseyri. Foreldrar hans voru þau hjón Guðjón Páls- son vegaverkstjóri og kona hans Vilborg Magnúsdóttir. Bergsteinn hóf bifreiðastjóra- starf hjá Bifreiðastöð Reykjavik- ur árið 1929. Árið 1934 er stofn- að bifreiðastjórafélagið Hreyfill og tók Bergsteinn sæti í stjórn þess árið 1940 og varð formaður félagsins 1943 og hefur nær óslit- ið átt sæti í stjórn þess síðan, ýmist sem formaður eða varafor- maður og verið formaður félags- ins nú samfelh í 9 sl. ár. Árið 1943 var stofnað Samvinnufé- lagið Hreyfill og var Bergsteinn aðalhvatamaður að stofnun þess félags. olíu fóru í Ingólfsgarð hefði vegna vindáttar í höfninni, haldizt í krikanum við Ingólfs- garð, sem er austasta bryggjan í höfninni. Það myndi vera erfitt að ná olíunni upp, a. m. k. myndi skorta æfingu til þess. — Ekki hefur sem kunnugt er orðið tjón af völdum þessarar olíubrákar, t. d. hafa hafnsögumenn ekki orðið varir við að fuglar hafi lent í brákinni. Helzt uru það mávar, sem eru í höfninni og við hana. Þórsliafnarbátar Iiafa íiskað vel ÞÓRSHÖFN, 3. júlí. — Héðan eru gerðir út fjórir dekkbátar og auk þess margar trillur. Hafa þessir bátar fiskað mjög vel að undanförnu. grásleppu, ufsa og þorsk. Lítill undirbúningur hefur verið hafinn undir síldarvertíð hér. Tveir menn eru þó komnir, sem hyggjast starfrækja söltunar stöð hér í sumar. Vorvinna hefur gengið mjög vel hér um slóðir í ár og lamba- höld urðu furðugóð þrátt fyrir hretið í júní. —E.Ó. Caterina Valente heitir vinsæl dans- og dægurlagasöngkona og hefur hún Ieikið í kvikmyndum, sem hér hafa verið sýndar. Undanfarið hefur Austurbæjarbíó sýnt mynd meff söngkonunni, sem heitir Bravo Caterina. Hefur veriff ágæt affsókn aff mynd- inni, sem er fjörug og skemmtileg, þar sem söngkonan syngur ýmis skemmtileg lög. Hún er þar í hlutverki revíusöngkonu og tekst aff vekja hlátur og gleffi. Verkamannafél. Hlíf veitir viðurkenningar- skjöl HAFNARFIRÐI — I gær afhenti formaður Verkamannafélagsins Hlífar, Hermann Guðmundsson, þremur fyrirtækjum hér I bæ viðurkenningarskjöl frá félaginu fyrir góðar og hreinlegar kaffi- stofur, sem verkafólk hefur til afnota. Er í ráði framvegis, að Hlíf veiti eitt eð.. fleiri slík skjöl árlega í sama tilgangi. Var fyrsta skjalið veitt í gær- morgun Fiskiðjuveri Bæjarút- gerðarinnar. en kaffisalurinn þar er afarrúmgóður og hinn glæsi- legasti í hvívetna. Veitti Krist- inn Gunnarsson forstjóri því við töku og þakkaði Hlíf fyrir hið myndarlega viðurkenningarskjal með nokkrum orðum. Annað var veitt íshúsi Hafnarfjarðar og þakkaði Ingólfur Flygenring fyr ir, og sagði meðal annars, að það væri fyrst og fremst verkafólk- inu sjálfu, sem hjá sér inni, að þakka, hversu vel hefði tekizt að halda kaffistofunni hreinni og vistlegri. Þriðja skjalið var veitt Olíufélaginu hf. og veitti Hár- aldur Kristjánsson því móttöku og þakkaði Hlíf fyrir viðurkenn- inguna. Eins og fyrr segir, af- henti Hermann Guðmundsson skjölin og rakti meðal annars nokkuð baráttu Hlífar fyrir bætt um aðbúnaði á vinnustöðum. Viðurkenningarskjölin eru að sjálfsögðu innrömmuð og hin smekklegustu. Er þeim komið fyrir í kaffistofum fyrrnefndra vinnustöðva, þar sem þau njóta sín vel, og munu verða ævar- andi hvatning til fólks um að ganga hreinlega um kaffistofur sínar. Hlíf á þakkir skildar fyr- ir margháttaðar endurbætur, sem félagið hefur stuðlað að á síð- ustu árum. Það hefir beitt sér Minningusjóður um Púl Arn- ijóisson til kuupu ú gervinýru VINIR og kunningjar Páls Arn- ljótssonar í Nausti, formanns SM F og Félags framreiðslumanna, hafa ákveðið að heiðra minningu hans með því að stofna minningar og líknarsjóð, er beri nafn hans. Hlutverk sjóðs þessa verður í því fólgið að safna fé til kaupa á svokölluðu gervinýra, en slíkt tæki er ekki til í sjúkrahúsum hér á landi. Páll andaðist úr nýrnasjúkdómi í Kaupmanna- höfn, en þangað hafði hann verið fluttur vegna veikinda sinna. Gervinýra tekur við hlutverki nýrnanna, þegar þau verða ó- starfhæf, og hreinsar blóð sjúk- lingsins. Ráðgert er að tæki það, sem minnigarsjóður Páls heitins mun kaupa, verði afhent Land- spítalanum. Minningarspjöld sjóðsins fást í Nausti og hjá Einari A. Jóns- syni í Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis. Sílcl á Stranda- grnnnshorni Ægir varð var við síld um 85 mílur úti í hafi, nánar tiltekið á Strandagrunnshorni. Víðir II. fékk gott kast, en ekki hefur frétzt iiánar hve mikið það var. Þar úti var logn, en nær landi austan bræla. Hér inni á Siglu- firði var sólskin og ágætisveður í dag. —Guðjón. fyrir margháttuðum umbótum, sem orðið hefur hafnfirzkum verkamönnum til góðs, svo sem bættum aðbúnaði á vinnustöðum, eins og Hermann sagð- við af- hendingu skjalanna. Einnig ber að þakka atvinnurekendum fyrir allar þær umbætur, sem gerðar eru hafnfirzku verkafólki til hag ræðis við vinnu þess. Er þess að vænta, að allar kaffistofur verka fólks hér í bænum megi sem fyrst prýða með hinu mydnarlega við- urkenningarskjali vejrkamanna- félagsins Hlífar. —G.E. Viiiníngar í 3. fl. DAS í GÆR var dregið í 3. fl. Happ- drættis D.A.S. um 20 vinninga. 1. vinningur 2ja herb., ÍBÚÐ, ÍBÚÐ, fullgerð að Hátúni 4 3. hæð kom á nr. 15371 í umboðinu ísafirði. Eigandi er: Sigurður Guðmundsson, málari, Aðal- stræti 19, ís. 2. vinningur OPEL Caravan Station bifreið m/útvarpi og mið- stöð kom á nr. 33979 í aðalumboð- inu Vesturveri. 3. vinningur MOSKVITCH fólksbifreið m/útvarpi og mið- stöð kom á nr. 25251 í umboði Sig ríðar Helgadóttur, en ekki hefir náðst í eiganda miðans. Fjórði til tuttugasti vinningur eru Húsbúnaður eftir eigin vali vinnenaa. 4. vinningur fyrir kr. 20.000.00, nr. 54731. Aðalumboð Vesturveri. 5. vinningur fyrir kr. 15.000.00, nr. 5408. Aðalumboð Vesturveri. 6. Vinningur fyrir kr. 12.000.00, nr. 21546. Umboð Akureyri. 7. vinningur fyrir kr. 12.000.00, nr. 21014. Umboð Vestmannaeyj- ar. 8. Vinningur fyrir kr. 12.000.00, nr 22272. Aðalumboð VesturverL 9. vinningur fyrir kr. 12.000.00, nr. 610. Aðalumboð Vesturveri. 10. vinningur fyrir kr. 10.00.00, nr. 35803. Umboð Sigr. Helga- dóttur. 11. vinningur fyrir kr. 10.000.00, nr. 56485. Aðalumoð Vesturveri. 12. vinningur fyrir kr. 10.00.00, nr. 55127. Aðalumboð Vesturveri. 13. vinningur fyrir kr. 10.000.00, nr. 21023. Umboð Vestmannaeyj- ar. 14. vinningur fyrir kr. 10.000.00, nr. 43149. Aðalumboð Vesturveri. 15. vinningur fyrir kr. 10.000.00, nr. 9043. Umboð Sjóbúðin. 16. vinningur fyrir kr. 10.00.00, nr. 36191. Umboð Nekaupstaður. 17. vinningur fyrir kr. 10.000.00, nr. 44531. Aðalumboð Vesturveri. 18. vinningur fyrir kr. 10.000.00, nr. 56319. Aðalumboð Vesturveri. 19. vinningur fyrir kr. 10.00.00, nr. 13057. Aðalumboð Vesturveri. 20. vinningur fyrir kr. 10.000.00, nr. 40327. Umboð Hafnarfjörður. (Birt án ábyrgðar).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.