Morgunblaðið - 04.07.1959, Side 20

Morgunblaðið - 04.07.1959, Side 20
VEÐRIÐ A og NA-gola, skýjað OiWlMíMaÍHfo 140. tbl. — Laugardagur 4. júlí 1959 Adenauer og Erhard Sjá bls. 11. Vautar um 500 lestir af kartöflum til að birgðir nái saman -----------------------------E G A R Fleiri farþegar ufan í júní nú en i fyrra FORSTJÓRI Grænmetissölú landbúnaðarins er nýkominn til landsins úr kartöflukaupaför um meginlandið. Er erfitt að fá kart öflur keyptar í ár vegna stöð— ugra þurrka, sém gengið hafa yfir. Þó festi forstjórinn kaup á 450 lestum af snemmsprottn- um kartöflum í Hollandi og koma þær til landsins með Dísarfelli um helgina. Þá keypti hann einnig 60 lestir af kartöflum á Ítalíu og er gert ráð fyrir að þessar birgðir endist tæplega út þennan mánuð. Yantar því útn fimmhundruð lestir af kartöflum fram að þeim tíma er innlend uppskera berst á markað. Verður í næstu viku tekin ákvörðun um hvar borið skuli niður til kartöflukaupa, ef kartöflur verður þá nokkurs staðar að fá. Góð skepnuhöld, DESJAMÝRI, Borgarf. eystra, 3. júlí: — Nær fiskilaust hefur ver- ið á miðunum hér í kring það sem af er sumri. Hafa bátar fengið sáralítnn afla og rétt að menn hafi fengið í soðið. Skepnuhöld hafa verið góð í vor og lambahöld ágæt. Varð hvergi stórtjón í veðrunum, sem gengu yfir um miðjan júní, sem voru verstu veður, sem hér hafa komið um þetta leyti árs. Rúning- ur sauðfjár hefst í næstu viku. — Ingvar. Skemmtun Sjálf- stæðisfólks í Borg- arf jarðarsýslu SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Borg arfjarðarsýslu efna til kvöld- fagnaffar fyrir stuffningsmenn Sjálfstæffisflokksins í Alþingis- kosningnum aff Hótel Akrancs í kvöld. Hefst samkoman kl. 10 síðdegis. Leikararnir Bessi Bjarnason, Knútur Magnússon og Steindór Hjörleifsson flytja skemmti- þætti. Dans. ÞAÐ var skýrt frá því í blöðun- um fyrir nokkrum dögum, að lögreglan hefði handtekið ungan mann, sem gerzt hafði sekur um innbrotsþjófnað í skemmu varn- arliðsins í Hafnarhúsinu. Hafði hann verið tekinn höndum á stolnum bíl undir Ingólfsfjalli. Við framhaldsrannsókn málsins heíur komið 1 ljós að pilturinn, sem er 17 ára, var ekki einn að verki við innbrotið, heldur tók þátt í því með honum 14 ára érengur. Voru þeir saman í bíln- um er rannsóknarlögreglumenn handtóku þá. Bílnum, sem þeir voru á höfðu þeir stolið úr porti Eimskipafé- lagsins við vöruskálana miklu við Borgartún. Hafði strákunum tek- izt að klifra yfir girðinguna án þess að næturvörðurinn þar yrði þeirra var. Inni í portinu stóðu allmargir bílar. Komust þeir inn í einn þeirra, amerískan bíl, ár- gerð 1959, sem var á Ameríku- númeri. Um klukkan 6 opnaði vörður ÍSLENDINGUM er útþráin í blóð borin og fjölmargir eyða sumarfríinu sínu í ferðalög til útlanda. Mbl. reyndi í gær að afla sér upplýsinga um ferða- mannastrauminn til útianda á þessu sumri. Starfsmönnum út- lendingaeftirlitsins sýnist hann lítið eða ekkert minni en undan- farin ár. Þó er lítið farið að reyna á þetta ennþá. Mestu ferðamán uðirnir eru júní, júlí og ágúst. Ferðaskrifstofunni sýnist að þátttaka í hópferðum til útlanda ætli að verða heldur minni í sum ar en í fyrra, en þó er erfitt að skemmanna hliðið að portinu. Þá fór annar piltanna til hans og gaf sig ó tal við hann. Á meðan setti hinn stolna bílinn í gang og ók á fleygiferð út úr portinu, án þess að næturvörðurinn fengi neitt að gert. Bílnum ók þjófur- inn spölkorn frá, þar sem hann sást ekki frá hliði vörugeymslu- portsins. Hinn náunginn sleit síðan samtalinú við næturvörð- inn, sem ekki mun hafa vitað að hér voru höfð í frammi við hann skipulögð brögð, til þess að kom- ast undan á bílnum. Næst er það að þjófarnir óku á nýja bílnum austur að Álfta- vatni, þar lögðu þeir sig til svefns í tvo tíma eða svo. Lögðu svo af stað aftur, og óku beint í fangið á rannsóknarlögreglumönnum, sem grun höfðu um hvar þeirra væri helzt að leita. Þá hafa unglingar þessir viður- kennt að hafa stolið bílum nokkr- um sinnum, en þeim hafi þeir skilað aftur á sama stað, að öku- för lokinni. Rannsókn í máli þeirra heldur enn áfram. gera sér fulla grein fyrir því enn- þá. Aftur á móti hafa flugfélögin flutt fleiri farþega en í fyrra. Flugfélag íslands hefur flutt 4ó32 farþega milli landa það sem af er árinu, þar af 1483 í júnímánuði. í júnímánuði í fyrra flutti félag- ið aðeins 1210 farþega milli landa. Hversu mikill hluti farþeganna eru íslendingar, sést ekki í skrám félagsins. Hvað fólksflutningum Loftleiða viðvíkur, hafa þeir aldrei verið meiri í sögu félagsins, en að und- anförnu, enda ferðir aldrei jafn- margar og nú. Hafa flugvélarnar alltaf verið fullsetnar bæði vest- ur og austur um síðan sumaráætl- Reykvískir hesta- menn norður Kjöl í GÆRKVÖLDI, milli kl. sjö og átta, komu til Þingvalla nokkrir reykviskir hestamenn. Voru Þing yellir fyrsti áfanginn á ferðalagi þeirra norður Kjöl á gæðingum. Hestamennirnir voru vel útbúnir með marga trússhesta og var 31 hross í hestalestinni er ferðalang arnir komu niður Aimannagjá. Allt voru þetta kunnir hesta- menn, m.a. Björn Gunnlaugsson, fyrrum form. Fáks og bróðir hans Árni járnsmiður; Ólafur Björns- son, stórkaupmaður og frú og sonur þeirra, Ólafur. Þá Óli M. ísaksson, framkvstj., og Jean Claesen, framkvstj. Á laugardaginn var ferðinni heitið allt að Geysi og síðan um Hveravelli norður Kjöl. Ætlaði Páll Sigurðsson í Varmahlíð að koma til móts við hópinn á Hvera völlum, en Reykvíkingarnir ætla að taka þátt í miklu fjórðungs- móti hestamanna, sem haldið verður á Sauðárkróki 11. og 12. þ.m. unin hófst og farbeiðnir fleiri en nokkru sinni. Aukin kynningar- starfsemi beggja megin Atlants- hafsins veldur því að hlutfails- tala hinna erlendu farþega fer síhækkandi, en farbeiðnir eru þó svo margar frá Reykjavík, að alltaf fyllist í skörðin, sem mynd- ast í farþegahópana, við það að fólk fer úr hér. Reknetjasíld til Akarness AKRANESI, 3. júlí. — Hingað komu í dag þrír reknetjabátar með síld, sem þeir fengu út af Garðskaga. Farsæll hafði 91 tunnu, Glaður 145 og Bjarni Ól- afsson 58 tunnur. Báðir síðast- töldu bátarnir eru frá Ólafsvík. Síldin er hraðfryst. Fjórði bát- urinn er væntanlegur í kvöld með síld í bræðslu. — Oddur. EINS og kunnugt er af fyrri frétt um hefur þar til kjörin arkitekta nefnd starfað að því að undan- förnu að gera uppdrætti að ráð- húsi Reykjavíkur. Var svo ráð fyrir gert, að uppdrættir þessir yrðu tilbúnir til athugunar fyrir 1. júlí og hefur það staðizt áætl- un. Að því er Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri skýrði blaðiriu frá, var í gær fundur í ráðhúsnefnd Reykjavíkur og sýndu arkitekt- arnir þar uppdrætti og líkan. — Stóð fundurinn frá kl. 2 til kl. 4 sd. Eru þessar teikningar nú til umræðu og athugunar hjá ráð húsnefnd, en er hún hefur lokið störfum verða þær birtar almenn ingi. Gullfoss, flaggskipiff okkar, leggur úr höfn, er jafnan margt um manninn á hafnar- bakkanum. Fólk er aff kveffja kunningjana og affrir bara aff for- vitnast, sýna sig og sjá affra. — Þessa mynd tók ljósmyndarl blaffsins, ÓI. K. Magnússon, viff slíkt tækifæri. Um hádegi í dag leggur Gull- foss frá hafnargarffinum í Reykjavík í fjórffa sinn, síffan sumaráætlun skipsins hófst 16. maí. Á þessum tíma hefur hann flutt 2200 farþega, aff meðtöld- um þeim sem í dag fara utan. Fólk viil gjarnan ferffast meff GuIIfossi, sem sést á því aff skip- iff hefur flutt 55000 farþega frá upphafi, effa á 9 árum. Nú mun vera svo aff segja upppantaff í allar ferffir fram í september. Affur en Gullfoss hóf sumar- áætlun sína, fór fram á honum klössun í Kaupmannahöfn og um Ieiff var gert viff undirstöffur vél- arinnar, í þeim tilgangi aff minnka titringinn, sem jafnan fylgir mótorskipum, og sumir kunna illa viff. Segja sjómenn- irnir aff titringurinn hafi greini- lega mikiff minnkað við þessa viffgerff. Auk borgarstjóra, sem er for- maður ráðhúsnefndar, eiga þau sæti í nefndinni, frú Auður Auð- uns, forseti bæjarstjórnar, Jó- hann Hafstein, bankastjóri og bæjarfulltrúarnir Magnús Ást- marsson og Guðmundur Vigfús- son. Fjórir menn hafa unnið að upp drætti að ráðhúsinu að undan- förnu, þeir Einar Sveinsson, húsa meistari Reykjavíkur og arkitekt arnir Gísli Halldórsson, Halldór H. Jónsson og Sigvaldi Thord- arson. Með þeim störfuðu þeir Gunnar Ólafsson, skipulagsstjóri Reykjavíkur og Sigurður Guð- mundsson, en þeir eru, sem kunn ugt er, báðir látnir. Sígaretfs’:jófurinn fékk 14 ára dreng í liö meö sér Teikningar og líkan aÖ ráÖhúsi Reykjavíkur lagt fyrir ráöhúsnefnd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.