Morgunblaðið - 16.07.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.07.1959, Blaðsíða 1
46. árgangur 150. tbl. — Fimmtudagur 16. júlí 1959 Prentsmiðja MorgunblaSsfaM Savanna — Fyrsta flutningaskipið knúið kjarnorku Vesturveldin hafna tillögum Rússa um að viðurkenna aust- ur-þýzku leppstjórnina Genf, 15. júlí (NTB) UTANRÍKISRÁÐHERRAR Vesturveldanna höfnuðu í dag Þegar fulltrúar Vesturveldanna höfnuðu þessari tillögu í dag lögðu þeir áherzlu á að tillagan leysti engin vandamál, heldur Gromyko utanríkisráðherra Sov- étríkjanna og Couve de Murvilte utanríkisráðherra Frakka. Á N/ESTU dögum verður hleypt af stökkunum vestur í Banda- líkjunum fyrsta flutningaskipinu, sem knúið verður kjarnorku. — Skipið, sem teikning birtist hér af, verður látið heita Savanna og verður 22 þúsund smálestir. — Hraði þess verður 20 mílur á klukkustund og auk farms hefur það klefa fyrir 60 farþega. Það þarf aðeins að taka eldsneyti á þriggja ára fresti, þá þarf að bæta við örlitlu af úranium í kjarnorkuofn þess. Orustuflngvélar neyddu flugvél til að lenda BRÚSSEL, 15. júli. (NTB). — Rússneskar orrustuflugvélar af tegundinni MIG-15, í ungverska flughernum réðust í dag aS belgískri fjögrahreyfla farþega- flugvél og neyddu hana til aS lenda á flugvellinum í Veszprem við norðurenda Balaton-vatns í tillögu Rússa um að stofnað verði alþýzkt ráð skipað af ríkisstjórnum Austur- og Vestur-Þýzkalands. — Tillögu þessa lögðu Rússar fram á Genfar-ráðstefnunni 19. júní sl. og var gert ráð fyrir því að ráðið reyndi innan 18 mán- aða að komast að samkomu- lagi um sameiningu Þýzka- Iands. skapaði erfið vandamál og nýjar deilur. Aðalástæðan til þess að Vesturveldin geta ekki samþykkt tillöguna er að með stofnun ráðs- ins væri austur-þýzku stjórninni veitt viðurkenning sem lögmætri stjórn Austur-Þýzkalands, enhún hefur sem kunnugt er aldrei feng ið neitt umboð þjóðarinnar í frjálsum þingkosningum, enda álitið miklu fremur stjórn fyrir Rússa en þann hluta þýzku þjóð- arinnar sem byggir Austur- Þýzkaland. Við þessar umræður kom til harðra orðaskipta milli Andrei Stoinon Iitln iriverzíunnrsvæð- ins fær óvænton stuðning Thorkil Kristensen úr Vinstri ílokknum ákveðinn íylgismaður þess KAUPMANNAHÖFN, 15. júl. (NTB). — Það þótti tíðindum sæta í danska þjóðþinginu í dag, að einn af þingmönnum Vinstri flokksins Thorkil Kristensen, fyrrverandi fjármálaráðherra, lýsti yfir fullum stuðningi við þá áætlun dönsku stjórnarinnar að binda Danmörku hinu Litla frí- verzlunarsvæði sjö Evrópuríkja. Með því hefur Kristensen vikið frá stefnu flokks síns í málinu. Kristensen sagði, að aðalatriðið væri, að í sambandi við umræður um stofnun fríverzlunarsvæðis- ins hefðu Danir náð samningum við Breta og Svía um stóraukinn innflutning og tollalækkanir á landbúnaðarvörum. Taldi Kristen sen að það yrði stórt áfall fyrir Dani, ef stofnun fríverzlunar- svæðisins kæmist ekki á og þeir misstu þannig af þessum mörkuð um, sem eiga að opnast þeim. Þá taldi Kristensen að þátttak- an í fríverzlunarsvæðinu myndi ryðja brautina fyrir nánara verzl unarsamstarfi Norðurlanda.Hann benti á það að markaður fyrir landbúnaðarvörur væri miklu betri x litla Fríverzlunarsvæðinu en í 6-ríkja Evrópumarkaðnum. Verkfoll stóliðnaðarmanna í Bandankjunum heldur ófrom NEW YORK, 15. júl. (NTB). — Ekki eru neinar horfur á neinu samkomulagi í hinu mikla verk- falli stáliðnaðarmanna í Banda- ríkjunum, sem skall yfir í fyrra- dag. Er talið að um hálf milljón stáiiðnaðarmanna hafi lagt niður vinnu og stærstu iðjuver Banda- ríkjanna standa auð og ónotuð og eldurinn slökktur undir bræðslupottunum. David Mc Donald formaður fé- lags stáliðnarmanna bar í dag fram opinberlega tillögu um að stofnuð verði rannsóknarnefnd með fjórum mönnum en einn þeirra yrði Earl Warren forseti hæstaréttar Bandaríkjanna og skyldi það vera hlutverk þessar- ar nefndar m.a. að rannsaka all- ar orsakir þessa stálverkfalls. Tillaga Mc Donalds kemur fram í bréfi til fulltrúa stærstu stálverksmiðj anna og til Warrens dómara. Er það ætlun hans, að í nefndinni sitji einn maður af stáliðnaðarmönnum, einn frá stál verksmiðjunum. Warren sem þrijði maður og hann tilnefni einnig fjórða hlutlausan mann. Vill Mc Donald að nefndin gefi skýrslu um ástandið í stáliðnað- inum og geri tillögur um lausn verkfallsins. Krúsjeff í Varsjá lýst sem þreyffum og útslitnum Varsjá, 15. júlí (NTB) NIKITA Krúsjeff, einræðis- herra Sovétríkjanna er nú í opinberri heimsókn í Póllandi. Það hefur vakið nokkra at- hygli, að hann virðist þreytt- ur og útslitinn maður. — Við móttökuhátíðina las hann upp ræðu og virtist sem hann vildi ljúka henni sem fyrst af. Það hefur einnig verið tilkynnt að dagskrá heimsóknar hans og ferðalaga verði stytt og ýmis atriði felld niður. M. a. er hætt við heimsókn til hinna ill- ræmdu fangabúða nasista í Auschwits. Krúsjeff fær nú betri viðtökur í Varsjá en síðast þegar hann kom þangað haustið 1956. Harin kom þá eftir að þjóðin hafði ris- ið upp gegn Stalinistunum og öll borgin var í uppreisnarástandi. Þá birtu blöðin harðar ádeilur á Krúsjeff og hina rússnesku her-a þjóð, sem ætlaði sér að hafa áhrif á þróun mála í Póllandi. Nú hefur sú brevting orðið á, að kommúnistar undir stjórn upp reisnarmannsins Gomulka hafa festst í sessi og þó hann hafi brugðist vonum fólksins og við- haldi kommúnískri stjórn eru margir þeirrar skoðunar, að þetta sé það bezta sem Pólverjar geta fengið að sinni. Sú skoðun virðist einnig útbreidd í Póllandi, að Krúsjeff haldi að vissu leyti verndarhendi yfir Pólverjum KAUPMANNAHÖFN, 15. júl. (Frá Páli Jónssyni). — Blaðið Aktuelt, málgagn stjórnarflokks- ins skýrir frá því að njósnamálið sem leiddi til handtöku Hefners, eins af forustumönnum danskra kommúnista ætli að verða miklu víðtækara en menn óraði fyrir í fyrstu. Hafi lögreglan nú safnað miklum gögnum í því sem sýni að hér hafi starfað njósnahringur, sem teygði sig víða um Dan- mörku og framkvæmdi alvarleg- ar njósnir. Ungverjalandi. Þar var flugvél- inni haldið í tvær klukkustundir, en síðan gefið leyfi til að halda förinni áfram til Vínarborgar. Engum úr hópi farþega né áhafn ar var gert neitt mein. Fulltrúi flugfélagsins Sabena, sem á þessa flugvél sagði að hún hefði verið á leiðinni milli Aþenu og Vínarborgar. Taldi hann hugs- anlegt að flugmaðurinn hefði orð ið að beygja af beinni Kugleið og þá farið inn yfir ungversku landamærin vegna illviðris og þrumuskýja. Ekki hafði hann þó neinar öruggar upplýsingar um þetta. Svo virðist sem njósnahringur þessi hafi haft sérlega marga starfsmenn kringum bækistöðvar danska flotans. T. d. tók þátt í njósnunum hermaður, sem ný- lega hefur verið handtekinn Hann gegndi herþjónustu í einni af þýðingarmestu radar-stöðvum danska flotans og einu öflugasta virki hans „Langalands-virkinu". Það er einnig upplýst í málinu að allmargir danskir hermenn, sem veittu njósnahringnum upp- lýsingar hafi fengið greiðslur fyr ir í reiðu fé. Alvarlegt njósnomól í Danmörku Fundur œðstu manna því aðeins haldinn, að Rússar skilji afstöðu Vesturveldanna Ummœli Eisenhowers á blaðamannafundi WASHINGTON, 15. júlí (NTB) — Eisenhower forseti lýsti því yfir á fundi sínum með frétta- mönnum í dag, að áður en Banda ríkjamenn gætu fallizt á átt- töku með Rússum í fundi æðstu manna stórveldanna, yrðu Rúss- ar að sýna það skýrt, að þeir skildu réttindi og skyldur Vestur veldanna í Vestur-Berlín. Fyrr en þeir sýna það, er þýðingar- laust að efna til „toppfundar“, sagði Eisenhower. Þá bætti forsetinn þvi við, að enn hefði ekkert komið fram í nýbyrjuðum öðrum kafla Genfar ráðstefnunnar, sem benti til þess að Rússar skildu yfirhöfuð afstöðu Vesturveldanna í Berlín- armálinu. Ekki kvaðst Eisenhower þó vonlaus um árangur, fulltrúnr Vesturveldanna vildu áfram ganga til móts við Rússa til þess að reyna að komast að samkomu- lagi. Foi-setinn var beðinn að segja álit sitt á þeim ummælum sem birt hafa verið eftir Krúsjeff, að hann lar.gaði til að heimsækja Bandaríkin. Eisenhower svaraði, að hann hefði ekkert á móti því að Krúsjeff kæmi í opinbera heimsókn, ef vonir stæðu til að slík heimsókn gæti stuðlað að friði í heiminum. Sem stæði virt- ist þó ekkert benda til þess að slík himsókn myndi sérstaklega stuðla að bættri sambúð Austurs og Vesturs. Þá lýsti Eisenhower forseti því yfir, að Bandaríkin ætluðu ekki að viðurkenna austur-þýzku kommúnistastjórnina. ★--------------------—★ JílorötmWaíub Fimmtudagur 16. júlí. Efni blaðsins m.a.: Bls. 6: Stríðsfréttaritari kynnir iandhelgismálið. — 8: Ritstjórnargreinar: Hverjir bera sök á Þingvallahneyksl- inu. — Laxveiðiár og þjónusta við almenning. — 9: Skólagarðarnir. — 15: íþróttir. *----------------------4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.