Morgunblaðið - 16.07.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.07.1959, Blaðsíða 3
Fimmíudagur 16. júlí 1959 MORCVNBLAÐIÐ 3 Heildarinnlán Útvegs- bankans 429 millj. kr. um s.l. áramót í ÁRSSKÝRSLU Útvegsbanka ís lands fyrir árið 1958 er, auk reikn inga og yfirlits um peningamark- aðinn, skýrt frá úrskurði mats- nefndar um virðingarverð hluta- bréfa bankans, en tekin voru eignarnámi. Fer hér á eftir stutt- ur útdráttur úr skýrslunni: Skipulagsbreyting bankans Þegar Útvegsbanka Islands var með lögum nr. 34/1957 breytt úr hlutafélagi í sjálfstæða ríkis- stofnun, tók ríkisstjórnin eign- arnámi hlutabréf þau sem í Út- vegsbanka íslands h.f., sem voru í einkaeign. Samkvæmt lögunum gátu eigendur hlutabréfa þegar í stað framvísað bréfum og kraf- izt bóta samkvæmt mati. Verð .bréfanna skyldi metið af þriggja manna nefnd, sem hæstiréttur til nefndi. Matið skyldi miða við sannvirði hlutabréfanna við gild istöku laganna. Var svo ákveðið, að úrskurður matsnefndarinnar yrði fullnaðarúrskurður um bæt- ur til handa hluthöfum vegna eignarnáms hlutabréfanna og þeim skylt að afhenda bréf sín gegn greiðslu matsverðsins auk 7% ársvaxta af matsverðinu frá gildistöku laganna til greiðslu- dags. Hæstiréttur tilnefndi 24. júní 1957 matsnefnd, sem hófst þegar handa og lauk störfum 21. júlí 1958. í nefndinni áttu sæti þeir Ármann Snævarr prófessor, dv. Jóhannes Nordal og Jón Árnason fyrrv. bankastjóri. Nefnd þessi vann mikið starf og skilaði ýtar- legum úrskurði. Kannaði nefndin einstakar eignir bankans og lagði mat á þær. Fyrir matsnefndinni var málið flutt af tveim málflytj endum. Gætti annar þeirra hags- muna hluthafa, en hinn flutti mál ið fyrir hönd bankans og ríkisins. Úrskurður matsnefndar var sá, að virðingarverð hlutabréfa þeirra, sem tekin voru eignar- námi, var nafnverð þeirra fimmtánfalt. Auk þess áttu hlut- hafar rétt á 7% ársvöxtum af þeirri fjárhæð frá 1. júní 1957 til greiðsludags. Hlutabréf, sem eignarnámið tók til, voru að nafnverði kr. 306.875.00. Þessi bréf voru inn- kölluð með opinberri innköllun. í árslok 1958 hafði verið fram- vísað hlutabréfum að nafnverði kr. 236.850.00 og hafði eigendum bréfanna verið greidd sú upphæð fimmtánföld eða kr. 3.552.750.00 auk vaxta að upphæð kr. 323.648.20. Innlán og útlán Innlánskjör héldust óbreytt á árinu. Innlánsvextir af almennu sparifé voru 5%, af sparifé, sem bundið var til 3ja mánaða 5Vz%, af fé bundnu til 6 mánaða 6%, af fé bundnu til 10 ára 7%, og af sparisjóðsávísanabókum 4% reiknað af lægstu innstæðu á 10 daga fresti. Vextir af innstæðu á hlaupareikningi voru 2Vz% reikn að af lægstu innstæðu á 10 daga íresti. Samanlögð innlán bankans voru í árslok 429,0 millj. kr. og jukust á árinu um 62,6 millj. kr. eða 17,1%. Þetta er miklu meiri aukning en árið 1957, en þá juk- ust samanlögð innlán bankans um 24,8 millj. kr. eða 7,3%. Staf- ar þessi mismunur af aukningu veltiinnlánanna. Spariinnlán bankans voru í árs byrjun 259,2 millj. kr., en í árs- lok voru þau 285,2 millj. kr. Á árinu jukust því spariinnlánin um 26.0 millj. kr. eða 10.0%. Er þetta svipuð aukning og árið 1957, en þá jukust spariinnlánin um 25,3 millj. kr. eða 10.8%. Veltiinnlán bankans voru í árs- byrjun 107,2 millj. kr. Voru mikl ar hreyfingar á árinu á þessum inniánum eða aht frá 98,3 millj. kr. í marzlok upp í 144,3 millj. kr. í lok nóvember, og er þá miðað við mánaðarmót. í árslok voru veltiinnlánin 143,8 millj. kr. og jukust því á árinu um 36,6 millj. kr. eða 34,1%. Árið 1957 lækkuðu þessi innlán hins vegar um 0,5 millj. kr. eða 0,5%. Þessi munur á þróun veltiinnlán- anna stafar að öllu leyti af breyt- ingum á hlaupareikningsinneign Fiskveiðasjóðs íslands, sem lækk- aði árið 1957 um 11,1 millj. kr. en hækkaði í ár um 24,8 millj. kr. Önnur veltiinnlán jukust því bæði árin um sömu upphæðina að heita má eða tæpar 12 millj. kr. Útlánsvextir voru óbreyttir á árinu. Almennir forvextir voru 7 Vz % auk Vz% framlengingar- gjalds eftir 3 mánuði. Vextir af yfirdráttarlánum á hlaupareikn- ingi voru 8% og vextir af reikn- ingslánum 7% auk 1% vikskipta- gjalds. Upphæð útlána og verðbréfa var í ársbyrjun 597,4 millj. kr. Fóru heildarútlánin stöðugt vax- andi, eftir því sem leið á árið, og náðu hámarki í árslok 741,5 millj. kr. Jukust þau því á árinu um 144,1 millj. kr. eða 24,1% samanborið við 20,7 millj. kr. eða 3,6% árið 1957. Þessi mikli mis- munur liggur aðallega í útlánum til sjávarútvegs, sem jukust í ár um 85,3 millj. kr., en lækkuðu árið 1957 um 2,5 millj kr. Verð- bréfaeign bankans var í árslok 74,5 millj. kr. og jókst á árinu um 16,8 millj. kr. Almennu út- lánin jukust því á árinu um 127,3 millj. kr. Útlánategundir voru hinar sömu og áður. Víxillán voru í árslok 436,0 millj. kr. og jukust á árinu um 117,4 millj. kr. Lán á hlaupareikningi námu í árslok 127,9 millj. kr. og lækkuðu á ár- inu um 17,2 millj. kr. Reiknings- lán, sem voru í árslok 64,7 millj. kr., jukust um 9,5 millj. kr. á ár- inu. Önnur lán jukust um 34,4 millj. kr. Skipting útlána milli atvinnu- greina breyttist á árinu þannig, að hlutur sjávarútvegsins hækk- aði verulega. í ársbyrjun voru útlánin til sjávarútvegs 264,7 millj. kr. eða 44,3% útlána bank- ans, en í árslok voru þau orðin 350.0 millj. kr. eða 47,2%. Útlán til verzlunar voru x ársbyrjun 143,7 millj. kr. eða 24,1% útlána bankans, en í árslok 171,9 millj. kr. eða 23,2%. Þá voru útlán til iðnaðar í ársbyrjun 68,9 millj. kr. eða 11,5% útlána bankans, en voru orðin í árslok 85,7 millj. kr. eða 11,6%. Gengið á Hlöðuf ell um helgina UM NÆSTU helgi, 18,—19. júlí, ráðgera Farfuglar, skemmti- og gönguferð á Hlöðufell. Verður farið úr Reykjavík kl. 2 á laugardaginn og ekið af þjóð- veginum við Hofmannaflöt um Goðaskarð, sunnan við Söðul- hóla, en síðan meðfram Tinda- skaga um Klukkuskarð. Að Hlöðufelli verður farið eft- ir Eyfirðingavegi og tjaldað þar yfir nóttina. Á sunudaginn verð- ur gengið á fellið, en síðan kom- ið í bæinn um kvöldið. Skrifstofa Farfugla, Lindar- götu 50, er opin á miðvikudags- og föstudagskvöldum, kl. 8,30 til 10, sími 15-9-37. Á sérkennilegum slóðum Tvær 9 daga /erð/r Ferðafélags Islands NÆSTKOMANDI laugardag hefj ast hjá Ferðafél. íslands tvær 9 daga ferðir um ýmsa fegurstu og sérkennilegustu staði landsins. önnur er norður í Herðubreið- arlindir, þar sem hin mikla ör- æfadrottning, Herðubreið, gnæf- ir við himin og speglar sig í lind unum við rætur hraunsins. Þarna verður dvalizt um tvo daga. Síðan liggur leiðin norður með Jökulsá á Fjöllum, að Detti fossi, en þaðan gegnum endilang ar Hólmatungur, sem mörgum þykir fegurst svæði á íslandi. Þá um Ásbyrgi og ekin hin nýja strandleið fyrir Tjörnes, um Áð- aldal, Laxárfossa, Vaglaskóg og marga fleiri fagra staði. Á norður leið verður farið hratt yfir, þar til kemur í Mývatnssveit, en þar gefst tími til að skoða sig um. Hin 9 daga ferðin er um hina fornu Landmannaleið eða Fjalla baksveg nyðri og allt austur í Núpsstaðaskóga. Helstir staðir á þeirri leið eru, austan Landmannalauga, Jökul- dalir en ekki alllangt austur Eldgjá, ein stórfenglegasta nátt- úrusmíð landsins. Á þessum stöð um verður dvalizt daglangt, en gist tvær nætur í Gjánni. Þaðan liggur leiðin ofan í byggð í Skaft ártungu, austur um Eldhraun og Síðu, Fljótshverfi og að Lóma gnúp. Þá er áætlunin austur yfir Núpsvötn og inn í Núpsstaða skóga. Er þar sérkennilegt lands- lag og náttúra svipmikil með af- brigðum. Þar verður dvalist a. m. k. einn dag og þátttakendum gefinn kost ur á gönguferð til Grænalóns við Vatnajökul. En þar eru nú um- brot, sem kunnugt er. Heim verður farið um Vík í Mýrdal og með endilöngum Eyja- fjöllum m.a. Enn mun hægt að bæta farþeg- um í þessa ferð. Þá eru fastar helgarferðir Ferða fél. íslands til Þórsmerkur, Land mannalauga og Kerlingafjalla. Auk þess er ráðgerð ferð í Þóris dal í Langjökli hálfan annan dag. Myndin er tekin úr lofti yfir fsafjarðarkaupstað — inn fjórðinn. — Strikalínan sýnir hvar flug- brautin á að liggja meðfram fjallshliðinni handan sundanna — út á Skipeyrina. Flugvallargerð á ísafirði ÍSAFIRÐI. — Að undanförnu hefur verið unnið hér að flug- vallarbyggingu á Skipeyri og hefur verkinu miðað sæmilega. Þó hafa nokkrar tafir orðið vegna bilana á tækjum' þeim, sem flug- málastjórnin sendi hingað vestur til vinnunnar. Tíð hefur verið af- bragðsgóð og bót hefði það verið, ef unnið hefði verið á vöktum við framkvæmdirnar yfir hásumarið, því verður gerast hér oft válynd, þegar haustar. Til flugvallargerðarinnar mun hafa verið veitt á þessu ári 1,2 millj. kr. en vonir standa til þess að hægt verði að útvega auka- lánsfé svo að hægt verði að taka flugbrautina í notkun á þessu ári, því að allt útlit er nú fyrir, að flugsamgöngur við Vestfirði leggist niður í haust, þegar eina Katalínubátnum, sem eftir er, verður lagt. Fyrirhugað er, að flugbrautin á Skipeyri verði 1400 metra löng. en fyrst í stað verður kappkost- að að ljúka 1200 metrum hennar, sem eiga að nægja Douglas DC-3 flugvélunum. Lokið er við meginhluta grjót- garðsins, sem á að verja fiug- brautina sjóbroti. Fyllt hefur ver ið upp í liðlega 200 m langan kafla þar sem sjódýpi er mest, en eftir á að bæta hálfs annars meters lagi ofan á — svo og grjót garðinn. Unnið er að iagfæringu á veg- inum ofan við flugbrautarslæðið. STAKSTEIiyAB „Viss samsta8a“ SÍS og Framsóknar Allir bæjarráðsmenn nemt fulltrúi kommúnista hafa nú samþykkt tillögu Bæjarútgerðar- innar um að kaupa Fiskiðjuver rikisins. t stjórn Bæjarútgerðar- innar var fulltrúi kommúnista einnig á móti kaupunum. Af Tím- anum í gær er auðsætt, að Fram- sókn ætlar að slást í fylgd með kommum. Það er eðlilegt. SlS vildi á sínum tíma sölsa fiskiðju- verið undir sig. Hin „vissa sam- staða“ SÍS og Framsóknar lýsir sér hér sem endranær. Ómakleg árás Alþýðuflokksmenn og Sjálf- stæðismenn eru sammála um, kaup Bæjarútgerðarinnar á fisk- iðjuverinu. Þeirri skoðun var þó hreyft í stjórn Bæjarútgerðar- innar, að sjálfsagt væri, að allir þeir togarar, „sem gerðir eru út frá Reykjavík“ ættu „kost á aS gerast þátttakendur í kaupun- um.“ Alþýðublaðið hefur undan- farna daga reynt að gera sem mest úr þessum ágreiningi og segir í gær: „Það er hvimleiður þáttur i þessu máli, að fulltrúar einka- rekstursins skuli hamast svo mjög fyrir eigin hagsmunum, sem raun ber vitni, og jafnvel hóta að fara burt frá Reykjavík með skip sín. Af hverju hafa Kveldúlfur og Alliance ekki kom ið sér upp frystihúsum eins og Tryggvi Ófeigsson? Finnst þeim það glæsilegt einkaframtak að misnota aðstöðu sína í útgerðar- ráði til að reyna að krafsa undir sig hluta af opinberum fyrirtækj- um?“-------- Svarað fyriirfram Framangreind köpuryrði AI- þýðublaðsins eru mjög ómakleg. Spurt er af hverju Kveldúlfur og Alliance hafi ekki komið sér upp frystihúsum. Þessi félög eiga nú fáa togara. Bæjarútgerðin marga. Menn hljóta því fyrst að spyrja: Af hverju hefur Bæjar- útgeröin ekki komið sér upp frystihúsi? Sjálft svarar Alþýðu- blaðið þessu svo í næstu máls- grein á undan þeim, sem prent- aðar voru hér að framan: „Vandinn í Reykjavk hefur að- eins verið sá, hvort bæjarútgerð- in eigi að fá Fiskiðjuver ríkisins til umráða, eða reist verði nýtt fiskiðjuver fyrir hana. Svarið virðist augljóst. Ef skortur væri á frystihúsum og þau gætu ekki tekið við öllum þeim fisk, sem bærist, þá kæmi ekki annað til greina en reisa ný fiskiðjuver. Svona er þetta þó ekki. Frysti- getan hefur verið meiri en þarf fyrir þann afla, sem berst á land. Þegar svo háttar, er sjálfsagt að leggja megináherzlu á að auka skipastólinn og tryggja meira hráefni — — —. Þegar svona stendur á, er sjálfsagt að nota það fjármagn, sem hægt er að fá til að efla flotann, unz betra jafn- vægi er milli fisklandana og frystigetu“. Auðvitað gilda þessi rök ekkl síður um einstaklinga en sjálfa bæjarútgerðina. Bæjarstjórn ræður Allt tal um misnotkun trúnað- arstarfa, þó að sett séu fram þau sjónarmið, að öll útgerðarfyrir- tæki, sem þurfa á að halda, en ekki aðeins eitt, verði eigandl fiskiðjuversins, er fjarstæða. t fyrsta lagi er það bæjarstjórn ea ekki stjórn Bæjarútgerðarinnar, sem hefur ákvörðunarvaldið. t öðru lagi er hér um fullkomið álitamál að ræða, sem sjálfsagt var að hreyfa. Bæjarstjórn hlýt- ur að byggja ákvörðun sína á því, að réttmætir hagsmunir alira ve.ði Lyggðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.