Morgunblaðið - 16.07.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.07.1959, Blaðsíða 8
8 MORCinvnr 4Ð1Ð Fimmtudagur 16. júlí 1959 roðwttlrifafrift Utg.: H.f. Arvakur Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (áhm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigui Einar Asmundsson. UTAN UR HEIMI Leyndardómar svefns og drauma Lesbók: Arni Óla, sími 3304. Auglýsingar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innaruands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. HVERJIR BERA SÖK A ÞING■ VALLAHNEYKSLINU ? LAXVEIÐIÁR OG ÞJÓNUSTA VIÐ ALMENNING Margar gátur eru enn óleystar. þrátt fyrir ýmsar merkar uppgötvanir EINHVER helzta leiðin til þess að rannsaka eðli svefnsins er að athuga, hvað gerist, þegar menn fá ekki notið hans. — Undanfar- in þrjú ár hafa Harold L. Will- iams, dr. Ardie Lubin og sam- starfsmenn þeirra við rannsókna- deild Walter Reed-hersjúkrahús- ins í Washington rannsakað áhrif langvarandi svefnleysis. Þeir hafa gert athuganir sínar á um það bil hundrað hermönnum, sem hafa verið látnir vaka samfleytt þrjá til fjóra daga. Við þessar rannsóknir hefir það m. a. komið skýrt í ljós, að heilinn þolir verst allra mannlegra líffæra áreynslu þá, sem langvarandi svefnleysi hefir í för með sér. — Vísinda- maður nokkur hefir viðhaft eft- irfarandi orð um þetta efni: „Sé talað í líkingum, má segja, að maðurinn sé ekki eins og upp- dregið leikfang sem fer æ hægar eftir því sem slaknar á fjöðrinni. Miklu fremur má líkja honum við hreyfil, sem tekur að hökta eftir langa, samfellda notkun, gengur svo e. t. v. eðlilega aftur um stund, en tekur svo enn á ný að hökta, unz hann jafnvel drepur á sér, sem kallað er.“ Áframhaldandi rannsóknir við Walter Reed-stofnunina hafa að nokkru gefið til kynna eðli þess „hökts", sem vísindamaðurinn talar um. Það koma gloppur í at- hyglina, nokkur andartök, sem hugurinn hverfur ósjálfrátt frá viðfangsefni stundarinnar. — — Gloppurnar láta sífellt meira og meira á sér kræla eftir því sem lengur er vakað. — Þetta var athugað með fimm mínútna rann- sókn á nokkrum sjálfboðaliðum, sem vakað höfðu þrjátíu stund- ir. Á þessum fáu mínútum hvarfl- aði hugur þeirra að meðaltali tvisvar frá því viðfangsefni, sem þeim var fengið. Eftir fimmtíu og við að strjúka hendinni upp eftir enninu eins og til þess að lyfta hattinum — og loks, eftir að menn hafa vakað langtímum saman, kannski allt upp í 90 stundir, er það orðin fastmótuð skynvilla. Menn verða sannfærð- ir um, að hinn ímyndaði hattur sé raunverulegur. Ýmiss konar skynvillur eru yfirleitt algengasta einkenni.lang varandi svefnleysis. — Hermaður nokkur, sem vakað hafði 65 klukkustundir, leit snemma morguns í spegii og „sá“ þá‘ að andlit sitt og hendur voru alþaktar kóngulóarvefjum. Honum varð æði hverft við, sem vonlegt var, og reyndi í hryllingi að þvo vef- ina af sér. En þeir vildu ekki hverfa fyrr en einn félaga hans lézt hreinsa þá í burtu. Á eftir -□ Seinni grein □- stóð hermaðurinn á því fastar en fótunum, að kóngulóarvefirnir hefðu raunverulega verið þarna. ★ Margir læknar og vísindamenn frá ýmsum frægum sjúkrahúsum og vísindastofnunum í Bandaríkj- unum fylgdust eigi alls fyrir löngu með vökustríði Peters nokkurs Tripps í New York, en hann vakti samfleytt 201 klukku- stund — og 10 mínútum betur þó. Enda þótt þessi „maraþonvaka“ Tripps vekti meiri athygli en nokkur önnur, getur hann ekki eignað sér „heimsmet í svefn- leysi". Nokkrir aðrir, þar á með- al fyrrnefndur dr. Kleitman, hafa Peter Tripp við lok 200 stunda vöku sinnar. Hann þjáðist af hvers kyns skynvillum. SUM blöð skrifa svo um Þingvallahneykslið sem það væri eingöngu að kenna heimsóknum varnarliðs- manna. Ef svo væri mætti segja, að málið væri einfalt Þar með er þó ekki sagt, að það væri auð- velt úrlausnar, samanber frammi stöðu V-stjórnarflokkana í varn- armálunum fyrr og síðar. Um svik þeirra og tvöfeldni í varnarmálunum í heild skal ekki rætt að sinni. Einungis skal bent á þá staðreynd, að á meðan V- stjórnin var við lýði gerðu bæði Framsóknarmenn og kommún- istar sem allra minnst úr ágöllum. á hegðun varnarliðsmanna gagn- vart íslendingum. Sú hógværð byggðist á því að telja átti mönnum trú um, að þó að ekki hefði tekizt að koma lið- inu sjálfu á brott, hefði mikið áunnist í að sníða af vankanta á sambúðinni. Sannleikurinn er sá, að fyrr og síðar hefur allt verið með svipuðum hætti. Eftir því sem aðstæður á Keflavíkurflug- velli bötnuðu, höfðu mennirnir með eðlilegum hætti minni löng- un til að eyða frístundum sínum annars staðar. Girðingin fræga og allar þær tiltektir hafa hins vegar aldrei komið að þeim not- um, sem látin voru í veðri vaka. Hin leiða hlið samskiptanna var því miður ekki afmáð með þeim hætti. Hér er ekki spurning um þakk- læti til Bandaríkjamanna fyrir veru þeirra hér. Bandaríkjamenn mundu ekki láta liðið dvelja hér, ef þeir teldu sjálfum sér það ekki nauðsyn, fremur en íslendingai mundu þola dvöl þess hér einn dag, ef við teldum varnir landsins ekki okkur sjálfum nauðsyn. Minnimáttarkennd má heldur ekki ráða gerðum okkar. Heil- brigð skynsem verður þar ein að »kera úr. Á meðan hér dveljast þúsundir IVOR vakti það almenna | gagnrýni þegar sam- . tök hraðfrystihúseigenda leigðu sér laxá uppi í Leirársveit Andstæðingum einkaframtaks var sérstök ánægja af þessari rað stöfun, enda gerir Tíminn haaa að umræðuefni í forystugrein í fyrradag og segir: „Þetta gaf til kynna, að þeir væru farnir að líta á Sölumið- stöðina sem einkafyrirtæki sitt og gætu því notað hana augljós- lega til persónulegra þarfa.“ Um pessi skrif Tímans má segja: Öðrum fórst en ekki þér. Ekki hefur enn sézt í Tímanum gagnrýni á því, að SÍS eða dóttur félög þess hafa undanfarin ár haft til afnota fyrir forráðamenn þessara fyrirtækja ekki aðeins aðild að einni laxá heldur stund- um a. m. k. tveimur með miklum húsakosti og öðrum hlunninduin. Forsprakkarnir hafa unað sér þar vel við veiðar upp á kostnað fyrir tækja almennings, sem þeir veita forstöðu. Sögur af risnu, meiri erlendra manna að staðaldri er það mikilsvert, að þeir kynmst ekki einungis hinu versta í hinu íslenzka þjóðlífi. Við eigum að sjá um, að þeir kynnist einnig sumu því, sem til sóma er. Skiln- ingur þessara manna á aldagam- alli menningu þjóðarinnar, feg- urð landsins og tign, er okkur mikilsverður. Upplýst er, að búið hafi verið að aðvara varnarliðið vegna ó- sæmilegrar framkomu einstakra varnarliðsmanna á Þingvöllum. Ur því að þeirri aðvörun var ekki hlýtt, er eðlilegt, að liðinu sé um sinn bönnuð koma til Þing- valla. Héðan í frá verður að tryggja, ..ð varnarliðsmenn heim- sæki þennan helga stað því að- eins, að hvorki sé þeim til skamm ar né okkur. En þet+a er einungis annar þátt ur vandans, sem hér er við að etja. Séra Jóhann Hannesson, sem með eðlilegum hætti hefur haft forystu um að afmá hneyksl- ið, segir: „Sæmd Þingvalla verður þó ekki bjargað með því einu að koma óreglusön.um hermönnum héðan. Flest spjöllin hafa verið unnin af okkar eigin mönnum; þar á meðal innbrot á 5 stöðum; fjöldi þjófnaða úr tjöldum; skemmdir á skiltum, gróðri o. fl “ Þetta hátterni er okkar eigið vandamál og skömm, sem við megum exki með nokkru móti, sjálfra okkar vegna, reyna að færa yfii á aðra. Viðfangsefmð er og ekki bundið við Þingvaiti Hneykslið á Þingvöllum hefur vakið athygli manna á alvarlegu vandamáli: Veisnandi umgengni og ósæmilegri framkomu úti í óspjallað.: náttúrunni. Úr þessu þarf að bæta. Einlægni hvers um sig í um- bótaviljanum má marka af því, hvort hann reynir að gera sér grein fyrir eðli sjálfs vandans og hinum sönnu orsökum hans. en almennt tíðkast, hafa venð héraðsfleygar, svo að ekki sé mikið sagt. Olíufélagið hf. eða H. f. '3. mun héi hafa haft forystuna. í bók Benedikts Gröndals, „ís- lenzkt samvinnustarf" er mikið látið af ví, að „olíusalan á Kefla víkurflugvelli“ hafi verið „allarð vænleg á íslenzkan mæiikvarða.“ Síðan segir, að „Keflavíkurféð var plægt inn í starfsemi“ Olíu- félagsins hf., en annars staðar játað, að „einstakir olíu- og benz ínkaupendur hafi ekki notið bem linis góðs“ af þeim miklu endur- greiðslum sem þarna er sagt að hafi verið unnt að inna af hendi. Margt er hulið í þeirri „plæg- ingar“ starfsemi, sem hér er vikið að. En úr því að Tíminn hefur nú umræður um leigu á laxveiði- ám á alrr.ennings kostnað getur ekki vafizt fyrir honum að gera grein fyrir forystu SÍS og dóttur- félaga þess í þessari sérstöku teg- und „þjónustu við almenning" sem á að vera aðalsmerki sam- vinnufélaga. stunaa samfellda vöku urðu gloppurnar að meðaltali sex á fimm mínútum, og er mennirnir höfðu vakað 78 stundir, voru þær orðnar 17 á sama tíma. Auk þess varð sá tími, sem athyglin dreifð- ist þannig, sífellt lengri, eða frá um það bil einni sekúndu upp í tvær til þrjár. >r Mörg önnur einkenni hafa einnig komið í ljós við rannsókn- ir þessar, m. a. það, að þegar eftir eins til tveggja sólarhringa svefn- leysi tóku sum „fórnardýranna" að kvarta um undarlega tilfinn- ingu í höfðinu — það væri eins og strengdist á húðinni rétt fyrir ofan augun, eða eitthvað legðist þar þétt að höfðinu. Smám sam- an verður þessi tilfinning greini- legri. — „Það er eins og ég sé með hatt á höfðinu," sögðu sum- ir. Brátt verður þetta að áleitn- um hugarburði, og menn fara við þreytt vökuna samfleytt um 240 stundir — en það virðist vera um það bil hámark þess, sem mögu- legt er. Tilraunin með Tripp var þó mjög merkileg, einkum fyrir þá sök, að hann sýndi nær öll hin „klassísku" einkenni svefnleysis á ýmsum stigum, allt frá hinum fyrstu „dauðu punktum“, eða gloppum í athyglina, sem áður er á minnzt, til magnaðrar skynvillu — eitt sinn lá honum t. d. við að tryllast vegna þess, að honum virtust föt manns, sem kom inn til hans, vera gerð úr þúsundum skríðandi orma. Á Eitt merkilegt atriði, sem raunar var að nokkru kunnugt áður, kom mjög greinilega í ljós við þessa tilraun — að þrisvar á hverjum sólarhring, þ. e. um kl. 9—10 að morgni, kl. 5—6 síðdegis og milli kl. 1 og 6 að nóttu, dregur veru- lega úr athyglisgáfu mannsins. — Þá erum við lengur að ráða fram úr vandamálum og við- fangsefnum og gerum fleiri skyss ur. — Á þessum stundum kemst maðurinn næst því að missa vitið eftir langar vökur. Það er mönnum löngu kunnugt, að vart getur hræðilegri eða á- hrifaríkari pyndingaraðferð en þá að varna mönnum svefns, enda hefir það óspart verið not- að, svo sem kunnugt er frá járn- tjaldslöndunum, við svokallaðan „heilaþvott", þ. e. við að fá menn til að játa á sig afbrot, sem þeir hafa ekki framið — og vilja ekki játa í fyrstu. Eftir langvarandi svefnleysi er viljinn lamaður, og þá er hægt að fá menn til að segja og gera næstum því hvað sem er. — Við sofum fyrst og fremst til þess að varðveita ráð okkar og rænu — til þess að flýja um stund undan fargi hins daglega lífs. ★ Þrátt fyrir margar nýjar upp- götvanir, er fjölmörgum spurn- ingum en ósvarað. Til dæmis ligg ur það ekki enn ljóst fyrir, hvers vegna sumum nægir sex stunda svefn á sólarhring eða minna, en aðrir geta ekki á heilum sér tek- ið, ef þeir sofa ekki níu til tíu stundir á hverri nóttu. Margir telja sálrænar ástæður liggja þar til grundvallar, og má segja, að eftirfarandi saga styðji þá skoð- un: Mark Twain var í sumarheim- sókn hjá vini sínum. Fyrstu nótt- ina ætlaði hann aldrei að geta sofnað fyrir hita. Á svefnher- berginu var aðeins einn gluggi, sem ekki var hægt að opna. Mark Twain bylti sér á hæl og hnakka, kófsveittur. Loks greip hann til örþrifaráðs. Hann þreif annan skóinn sinn og þeytti honum í áttina til gluggans. Það heyrðist brothljóð, og Twain fann ferskt loftið streyma inn í herbergið. Innan stundar var hann stein- sofnaður. Næsta morgun sá hann sér til óblandinnar undrunar, að gluggarúðan var stráheil. 'Skór- inn hafði ekki hitt í mark, heldur lent í bókaskáp og brotið glerið fyrir honum. Þessi skýring mun þó ekki ein- hlít, og er af ýmsum talið, að munur á svefnþörf manna, stafi fyrst og fremst af mismunandi byggingu taugakerfisins. — Önn- ur óráðin gáta er það, hvers vegna sumir glaðvakna ferskir og endurnærðir eldsnemma á morgn ana, en aðrir vakna seint og eru þunglamalegir og syfjaðir fram eftir degi — og jafnvel uppstökk- ir. — Helzt hefir verið hallazt að því, að mismunandi líkams- hiti sé meginorsök þessa, enda þótt engar sannanir liggi fyrir um það. — Þá er það einnig að mesíu á huldu enn sem komið er, hvað raunverulega gerist, þegar við vöknum af svefni. Það eitt virð- ist víst, að einhverjar „vökustöðv ar“ í heilastofninum fylgjast með því, hvenær við höfum hvílzt nægilega og taka þá til við að vekja okkur. ★ Það er þó enn sem fyrr torveld asta gátan, hvers vegna svefninn kemur yfir okkur. Sú skýring, sem tiltækust er, að heilinn verði þreyttur og þarfnist hvíldar, vek ur í rauninni miklu fleiri spurn- ingar en hún svarar. — Ef við tökum vöðvaþreytu til saman- burðar, verður þar allt annað uppi á teningnum. Erfið, líkam- leg vinna leggur mikla áreynslu á vöðvana, sem verða þreyttir, og því fylgir, að mjólkursýra safn- ast fyrir í blóðinu, eins konar affallsefni, sem myndast við efna breytingar þær í líkamanum er framleiða orkuna. En mjólkursýrumyndunin virð- ist algjörlega óviðkomandi svefn- Frh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.