Morgunblaðið - 16.07.1959, Page 12

Morgunblaðið - 16.07.1959, Page 12
12 MORCinvnr. aðib FímmtudagHr 16. júlí 1959 TÆWSm IIFT/R MICHAEL GRAT SOLT/XOW\ SONN NJOSNARSAGA UR HE/MSSTYR. JÖLD/NN/ 5/ÐAR/ Jneð, hverju hún skyldi svara de Vomécourt, og hún fullyrti hvað eftir annað, að Englendingurinn væri farinn þaðan fyrir nokkrum klukkustundum og skömmu síðar hefði hr. Jean farið út, en ekki eagt, hvert hann ætlaði. De Vomecourt verður að lokum sífeilt óþolinmóðari í símanum og þykist lika heyra það á svörum „Læðunnar", að ekki sé allt með felldu. Þegar „Læðan hefir lagt heyrn artólið á, lítur hún á armbands- úrið sitt : hundraðasta skiptið og gengur siðan um gólf í vafa um, hvort hún á að taka ákvörðun. Hún veit fyrir löngu um síma- númer Susönnu í Boulevard Suchet, því hún hefir komizt að því með sinni öruggu fundvísi, hvað fyrri leigjendurnir í hús- lnu nr. 31 BIS hétu, en Súsanna átti nú heima í framherbergjum þeirra. Þessir fyrri leigjendur Btóðu enn í símaskrá Parisar. En Bleicher hafði stranglega bannað henni að hringja til Súsönnu, þar Bem hún hafði eitt sinn hótað því 1 orðasennu út af afbrýðissemi. Nú hirti hún ekki lengur um þetta bann — hún tók símann og valdi númer Súsönnu. Súsanna sagði til sín í heyrnar- tækinu. „Það er Matthildur Catrré“. sagðí „Læðan“. „Ég bið yður að segja herra Bleicher, að de Vomé court hafi hringt margsinnis — og segið honum, ungfrú Laurent, að hann skuli koma heim undir eins.“ „Heima er Hugo hjá mér, frú Carré, en ekki fcjá yður, það skul uð þér nú loksins láta yður skilj- ast, og í kvöld fer hann áreiðan- lega ekki aftur til yðar og lík- lega aldrei framar." Með þessum orðum kastaði Súsanna heyrnar- tólinu á. „Læðan' kallaði inn i heyrnar tækið, síðan reyndi hún hvað eftir annað að ná Sússönnu, en hún tók ekki heyrnartólið upp aftur. Sú tilfinníng, sem nú gagntók „Læðuna“ var takmarkalaust hatur og logandi afbrýðisemi. Hún tók skyndilega ákvörðun, hringdi til Vomécourt og sagði: „Eg kem til yðar eftir fjórð- ung stundarí'* sumarvorur í úrvali Kjólar, Kápur, Dragtir ykjavik. „En það er kominn lokunar— tími“. „Eg hef skilríki og bifreið". Síðan lagði hún heyrnartólið á. Áður en þessi stundarfjórðung ur var liðinn, kom hún inn í skrifstofu Vomécourt og var ná- föl, en hann átti einnig heima í skrifstofunni. Hún hafði gripið til örþrifaráða og sagði formála laust: „Herra de Vomécourt — þar sem þér eruð fallhlífarmaður hafið þér eiturhylki hjá yður. Mynduð þér vilja láta mig fá þetta eiturhylki?" „Já, en í hamingjunnar bæn- um, hvers vegna?“ „Þér vitið, að ég bý með herra Jean, — Belgíumanninum“. ,,Ja . „Og að ég elda fyrir hann all- an mat. Allt, sem hann etur og drekkur, fer um mínar hendur“. „Já, — og hvað um það?“ „Þessi herra Jean er enginn Belgíumaður, eins og við sögð- um yður, hann er Þjóð’-erji — hann er Hugo Bleicher, — og ég hata hann — ég hata hann!“ Frakkinn de Vomécourt stóð andartak eins og þrumu lostinn. Þetta var óskiljanlegt — það n átti ekki vera satt. Það var ljótur draumur, martröð, hræði- leg ímyndun. Því næst æddi hann að Matt- hildi, þreif í axlir hennar, hristi hana og hrópaði: „Eruð þér orð- in brjáluð? Hvaða vitleysu eruð þér að segja — Herra Jean á að vera Bleiher? — Jafnið þér yð- ur — talið þér af viti!“ „Eg hef aldrei verið skyn- samari én núna“, sagði „Læðan“. „Það er allt rétt, -;m ég sagði, herra Jean er Hugo BIeicher!“ De Vomécourt fór með kon- una, sem skalf og titraði, inn í íbúð sína, og lét hana setjast á stól. Hann hellti koníaki á glas handa henni og gleypti sjálfur í flýti glas í sig. „Hvar er Englendingurinn", spyr hann síðan formálalaust. „Handtekinn" — stynur „Læð- an“, „af Hugo Bleicher". „Frakkinn lét fallast þyngsla- lega niður á stól. „Guð minn góð- ur“, hvíslaði hann, „guð minn góður . . . og þér . . . þér hafið verið í vitorði um allt saman . . . hafið vitað um þetta allt . . . Ijóstrað upp um allt?“ „Já . . . já . . . já“. „Læðan“ æpti það hátt en því næst lypp- aðist hún niður og það var aðeins hljóðlátur grátur hennar, sem rauf þögnina. De Vomécourt reyndi nú að hugsa málið. Honum fannst þetta allt svo óskiljanlegt. Matthildur Carré, hinn alkunni meistari í njósnum, hin viðurkennda hetja mótspyrnuhreyfingarinnar skyldi þá vera venjulegur svikari?“ De Vomécourt stökk á fætur og gekk um gólf hraðar og hrað- ar. — „Heimskinginn ég — blindur, grunlaus heimskingi ... !“ stundi hann hvað eftir annað og barði hnefanum á enni sér. „Hvernig gat ég lagt trúnað á þetta allt?“. „Gerið það fyrir mig, að láta mig fá eitrið!“, sárbændi „Læð- an“ að nýju. „Það er eina ráðið fyrir mig til að bæta úr öllu aft- ur“. — Hann nam staðar, fór ofan i vestisvasa sinn, tók upp lítið hvítt hylki og horfði á það hugsi. Það gat verið, að „Læðan“ hefði rétt fyrir sér. Eitur — það var fljótlegt og þægilegt, að losna við þennan Þjóðverja með því móti — satt var það. En þá var annað vafamál, sem þurfti að leysa úr, — vafamál, sem þessum afkomanda gamallar, franskrar aðalsættar varð því Ijósara, sem hann hugsaði sig betur um. „Þegar ég kom frá Lundúum, þá lýstuð þér, frú, þessum Bleic- her svo, að hann væri virðuleg- ur, drengilegur andstæðingur, maður, sem margir vina okkar ættu meira að segja lífið að launa .. . var það líka allt lygi?“ spurði hann alvarlega. En áður en „Læð an“ gat svarað, hélt hann áfram. „Nei — það er ómögulegt! Eg hef kynnst honum sjálfur og tal- að við hann. Eg er ekki eins og htimskur krakki og hef líka öðl- a: t mannþekkingu. Þessi Bleicher er enginn Gestapo-fantur, enginn „bokki", eins og við þekkjum þá marga, eða?“ „Þér hafið á réttu að standa, PIPDR OG FITTINGS Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19 — Símar: 13184 og 17227. a r L á Pierre“, sagði „Læðan“ og horfði niður fyrir sig. „Bleicher er eng- inn „bokki“, hann er Þjóðverji eins og margir aðrir. En vondur? Nei, hann er ekki vcndur. Annars hefði ég aldrei getað elskað hann svona — og hatað hann svona“. „Hatið þér hann þá svo mjög í raun réttri?“ Frakkinn horfði efablandinn á „Læðuna". „Já, — já — ég hata hann“, varð „Læðunni“ að orði. Hendur hennar fóru að titra og það sáust tár í augum hennar. De Vomécourt færði stólinn. sinn fast að stól hennar og sett- ist hjá henni, greip báðar hend- ur hennar og hóf máls við hana með alvöruþunga: „Hlustið þér á mig, Matthild- ur. — Eg ætla ekki að láta yður fá eitrið. Nei — gerið svo vel að andmæla ekki! Eg tók í það skipti þá ákvörðun, að fara með Bleiher eins og drengilegan and- stæðing og við það situr — líka nú orðið, þegar ég hef fengið að vita allt“. Hann stóð upp og sagði með hátíðlegri ákefð: „Við munum einn góðan veðurdag standa vopnaðir hver gegnt öðr- um — vopnaðir og ekki með eitri. Og þá skal guð dæma, hvor hef- ir réttan málstað“. „Læðan“ greip aftur höndun- um fyrir andlit sér. „Eg geri allt skakkt", sagði hún. „Eg hélt, að ég yrði að hefna min með eitri . . . og nú látið þér mig blygðast mín svo mjög“. Henni fannst hugur sinn hneigjast svo undarlega að þessum manni, sem átti þennan riddaralega hugsun- arhátt, sem virtist óraunhæfur í þessu myrkurstríði, í stríði leyniþjónanna, njósnaranna og skemmdarverkamannanna. Henni fannst þörf á því, að vera þokkaleg og heiðvirð í aug- um þessa manns. Og „Læðan“ skýrði frá, hvernig allt orsakað- ist og Pierre de Vomécourt hlust aði þolinmóður. Hún rifjaði alla byrjunina upp í frásögn sinni; hve dauðhrædd hún var um morg uninn, er hún var handtekin, fengaklefann, kuldann, veggja- lýsnar, óþverrann, vatnssúpurn- 1) Eftir geysierfiða göngu upp [hnjúks, finnur Markús loks flak- •nævi þaktar hlíðar Bratta- j ið af einkaflugvél Bettý Lane. 2) Vesalings maðurinn — hann! hefir sennilega ekki gert sér | grein fyrir, hvað gerðist. 3) Ó — Hjálp .... h-j-á-l-p. JHÍItvarpiö Fmmtudagur 16. júlí: Fastir liðir eins og venjulega. 12.50—14.00 „Á frivaktinni", ;jó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 20.30 Erindi með tónleik- um: Sumar í Björgvin; fyrri hluti (Ólafur Gunnarsson sálfræðing- ur). 20.55 Tónleikar: Atriði úr óperunni „Tosca“ eftir Puccini (ítalskir listamenn flytja — plöt- ur). 21.30 Útvarpssagan: „Far- andsalinn" eftir Ivar Lo-Johans- son; XII. Hannes Sigfússon rit- höfundur). 22.10 Upplestur: „Hefðarmærin skiptir um ham“, saga eftir Aleksandr Pushkin, þýdd af Jóni R. Hjálmarssyni; II. (Ása Jónsdóttir). 22.30 Sin- fónískir tónleikar frá Sibeliusar- vikunni i Helsinki í fyrra mánuði: 23.00 Dagskrárlok. Föstudagur 17. júlí Fastir liðir eins og venjulega. — 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. — 19.25 Tónleikar. — 20.30 Tónleikar. — 20.45 Þýtt og end- ursagt: Afdrif orrustuskipsins „Tirpitz“, konungs Norðurhafa (Jónas St. Lúðviksson). — 21.15 Kórsöngur. Karlaraddir úr Ro- bert Shaw kórnum syngja (pl.) — 21.25 Þáttur af músiklífinu (Leifur Þórarinsson). — 22.10 Upplestur: „Hefðarmærin skiptir um ham“, saga eftir Aleksander Pushkin, í þýðingu Jóns R. Hjálm arssonar; III — sögulok (Ása Jónsdóttir). — 22.30 íslenzk dæg- urlög: Lög eftir Steingrím Sig- fússon, Oddgeir Kristjánsson og Jónatan Ólafsson (pl.). — 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.