Morgunblaðið - 16.07.1959, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.1959, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLAÐIB Fimmtudagur 16. júlí 1959 FerSaskrifstofan efnir til •_• Orœfa-ferða um helgar Hænsnabú ásamt einbýlishúsi óskast til kaups í nágrenni Reykjavík- ur, Kópavogs eða Hafnarfjarð ar. Má vera jörð. Einnig kem ur til mála kaup á einbýlis- húsi með stórri lóð eða góður sumarbústaður. Uppl. í síma 23627. Peningamenn Hver getur lánað kr. 250 þús. í hálft ár. Góðir vextir. Örugg trygging, 1. veðréttur í fast- eign. Til greina kemur félagi i arðbæru fyrirtæki. — Tilboð merkt: „Öryggi — 9462“, send ist Mbl. • G A A S T E N Husholdningsskole Danmark Viðurkenndur af ríkinu, með kennslu í vefnaði og ba: naupp- ?ldi. Skipulagður eftir nýjustu tízku. í fögru umhverfi. 5 mánaða námskeið. Frá 4. marz og 4. maí. Skólaskrá send- ist.. Hægt er að sækja um styrk. Olga Reppien og Ebba Drewes. ÞÓ Öræfin séu einhver hinn stór- brotnasti og fegursti staður hér- lendis hafa fáir ferðamenn kom- izt þangað. Einangrun Öræfanna hefur valdið því að ferðalög þang að hafa yfirleitt verið löng og ströng. En löngum hefur menn langað til að komast á þennan sérstæða stað og því efnir Ferða- skrifstofan nú til helgarferðar Ferðaskrifstof- unni hefur tek- izt að fá Sigurð Þórarinsson jarð fræðing til að annast farar- stjórn í ferðum þessum og ætti það eitt að vex-a trygging fyrir skemmtilegri ferð. Ferðunum verður hagað sem hér segir: Laugardag. Flogið verður aust ur í Öræfin rétt eftir hádegi, en deginum síðan varið til þess að skoða nokkra forvitnilega staði: Fyrst verður ekið út í Ingólfs- höfða. Þaðan er fögur fjallasýn allt til Mýrdalsfjalla í vestri og Vestra Horns í austri. Síðan verð- ur haldið að Fagurhólsmýri, þar sem einh'ver hressing verður framreidd. Skoðaðar verða minjar hinna stórfelldu náttúruhamfara, sem aleyddu héraðið á 14. öld, komið við í torfkirkjunni gömlu að Hofi og litast um á Svínafelli, bæ Brennu-Flosa, en þar þykir sér- kennilega fagurt bæjarstæði Loks verður gengið á Svínafells- jökul sem nær niður í byggð og þaðan haldið í náttstað að Skafta felli seint um kvöldið. Sunnudag. Farið verður í Bæj arstaðaskóg, sem er einn fegursti skógarblettur á íslandi og stend- ur í jaðri Skeiðarársands. Einnig verður umhverfi Skaftafells skoð að. Á Skaftafellsheiðinni eru margir fagrir staðir, fossar og lækjargil skógi vaxin, enda er þetta veðursælasti staður á land inu. Um kvöldið verður flogið til Reykjavíkur. — Þátttakendur þurfa að hafa með sér nesti. Samkomur Fíladelfía Almenn samkoma kl. 8,30. — Ræðumenn: Kristín Sæmunds. og Jónas Jakobsson. — Næsta sunnudag kl. 8,30 talar margt æskufólk. Árni Arinbjarnarson leikur á fiðlu. Allt æskufólk, sem og allir aðrir velkomnir. Hjálpræðisherinn Samkoma í kvöld kl. 20,30. — Kaptein Ona talar. — Velkomin. Félagslíl Landsmót 2. fl. A (A-riðill) á Háskólavellinum fimmtudag- inn 16. júlí. ÍA—ÍBH kl. 21,15. Miðsumarsmót 4 fl. B á KR-vellinum fimmtudaginn 16. júlí. Valur—Fram kl. 20. Landsmót 3. fl. (B-riðill) á KR-vellinum fimmtudaginn 16. júlí. Þróttur—iBÍ kl. 21. Mótanefndin. Meistaramót Reykjavíkur hefst 21. júlí n.k. með keppni í tugþraut og 10000 metra hlaupi. 22. júlí fer fram seinni hluti tug- þrautar og 3000 metra hindrun- arhlaup. Þátttökutilkynningar berizt til FÍRR að Hólatorgi 3 fyrir n.k. sunnudag. - Mótanefnd. K.F.R. Körfuknattleiksæfingar eru r. þriðjudögum og föstudögum kl. 18.30 á íþróttavellinum. Stjórn K.F.R. Frá Ferðafélagi íslands Á laugardag tvær níu daga sumarleyfisferðir. önnur ferð- in er í Herðubreiðarlindir, skoð- aðir fegurstu staðir Norðurlands svo sem Mývatnsöræfi, Hólma- tungur, Hljóðakletta, Dettifoss, Ásbyrgi. Hin ferðin Fjallabaks- vegur um Landmannalaugar, Eld gjá, Núpsstaðaskóga, Grænalón. Fjórar IV2 dags ferðir í Þórs- mörk, í Landmannalaugar, Kerl- ingarfjöll og Þórisdal. Upplýsingar í skrifstofu félags ins Túngötu 5 sími 19533. Skemmtiferð til Grænlands Flugfélag íslands efnir til skemmtiferða til Grænlands sunnudagana 19. júlí og 2. ágúst Flogið verður til Flugvallarins í Ikateq og höfð þar 7 til 8 tíma viðstaða. Almenningi býðst hér einstakt tækifæri til að heimsækja Grænland og sjá með eigin augum hina stór- brotnu og hrikalegu náttúrufegurð lands- ins. Aðeins örfá sæti laus í ferðinni 19. júlí. H júkrunarkona Hjúkrunarkona eða kona vön meðferð sjúkra, óskast til að hlynna að eldri hjónum, um óákveðinn tíma. Kaup eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 24455. Husqvarna iðnaðar — saumavél til sölu. Uppl. í dag á Grettisgötu 54 milli kl. 6—8. Sími 14032. Chevrolet motor V.8. nýlegur til sölu. Passlegur í Garathvörubíla. Upplýsingar í sma 24102. SIGURÐUR SIGTRYGGSSON. Þórsmerkurferð laugardag. Byggingameistarar — Byggingafélög óska eftir samvinnu um byggingu hluta af f jölbýlis- húsi (8 íbúðir). Hef mjög góða lóð og get útvegað nokkurt fé til framkvæmdanna. Tilboð merkt: „Víð- sýnt — 9461“ sendist afgr. fyrir þriðjudag. 8 daga ferð um Sprengisand og Veiðivötn, sunnud. 19. júlí. ★ 13 daga ferð um Sprengisand, Öskju, Akureyri og Hveravelli, miðvikudag. 22. júlí. ★ 5 daga ferð í Veiðivötn, mið- vikudag. 22. júlí. ★ Ferðaskrifstofa Páls Arasonar Hafnarstræti 8, sitni 17641. Styrkir til rithöfrnida STJÓRN Rithöfundasambands líslands hefur úthliutað starfs- styrkjum til 5 rithöfunda af fé því, sem menntamálaráð hefur látið sambandinu í té í því skyni. Þessir hljóta styrkina í ár: Guðmundur L. Friðfinnsson, Einar M. Jónsson, Einar Bragi, Hannes Pétursson og Stefán Hörð ur Grímsson. Þeir hlutu 3000 krónur hver. «---------------------------- Crímur Ólafsson - kveðja Á MÁNUDAGINN var kvöddum við litla vininn okkar Grím. Við nágrannarnir eigum nú að baki að sjá 6 ára ljóshærðum snáða, sem var hvers manns hug- Ijúfi, fremur hlédrægur, en hýr og kátur við vini sína og mikill dugnaðarmaður. Eins og að líkum lætur, liggja ekki mörg stórvirki, á söguleg- an mæiikvarða, að baki þessa 6 ára prúðmennis, en margar hug- ljúíar og fagrar endurminning- ar geymast hjá okkur, sem áttu hann að leikfélaga. Það er oft erfitt að fóta sig á hinum dýpri rökum þessarar veraldar, sem við erum stödd 1 og hér brestur okkur algerlega skilnmg. Ég sá þennan unga vin okkar að leik inni á lóðinni við dyr foreldra sinna örfáum mínútum áður en sproti dauðans snart hann á stað, sem allir hefðu talið hættulausan. Hver er skýringin? Grímur litli var í skóla ísaks Jónssonar s.l. vetur og stóð sig þar vel, enda höfðu fljótt komið ljós hjá honum óvenju góðar gáfur og hnittin tilsvör, sem oít hafa skemmt vinum hans. Grímur var yngstur barna Ólafs Ólafssonar og Sigrúnar Ey- þórsdóttur .konu hans. Barnahóp- urinn er óvenjulega mannvæn- legur, en nú sterxdur eftir stórt skarð þegar yngsti ástvinurinn er horfinn. Sá, sem sjálfur hefur ekki orð- ið fyrir því að missa barn sitt, getur ekki gert sér grein fyrir þeim ógnar harmi, sem nú þjak- ar þau hjón og systkinahópinn stóra, sem misst hefur elskuleg- an bróður. Það er bæn mín, að sá, sem ræður lífsgöngu okkar hér í heimi, styrki ástvini Gríms litla alla til að þau fái aftur að hitta þennan ástvin sinn glaðan og blíðlyndan eins og hann var hér í heimi, hvers manns hugljúfi. Við kveðjum þig að sinni, litli vinur, nágrannarnir, bæði ungir 2 herb. og eldhús óskast til leigu 1. október næstkomandi. Talsverð fyrir- framgreiðsla getur komið til greina. íbúð í fullkomnu á- standi kemur aðeins til greina. Leigutilboð óskast send í póst- hólf 502 hið fyrsta. 2 herb. og eldhús óskast til kaups. Útborgun kr. 300.000,00. Ibúðin sé í góðu húsi og í fyrsta flokks á- standi og laus til íbúðar 1. október næstkomandi. — Nán ari upplýsingar óskast sendar afgreiðslu Mbl. strax, merkt: „B — 9460“. __________ ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er ' gtum ódýr-.ra að auglýsa í Morgunblaðinu, en í öðrum blöðum. — JHorgunfcla&iö og gamlir og þökkum þér sam- veruna, bjarta en stutta. Guð blessi þig í þínum nýju heimkynnum. — B. S. — Utan úr heimi Framh. af bls. 8 inum, gagnstætt því, sem áður var talið. Stutt hvíld án svefns er yfirleitt nóg til þess að hvíla vöðvana. Sérstakar tilraunir hafa sýnt, að mjólkursýrumyndunin eykst ekki verulega við langar vökur. — Börn þurfa meiri svefn en fullorðnir — ekki fyrst og fremst vegna þess, að þau hafa yfirleitt meiri hreyfingu og reyna þannig tiltölulega meira á vöðv- ana en hinir fullorðnu, heldur af því, að þau hugsa raunveru- lega meira, og tilfinningalíf þeirra er næmara. Heimur þeirra er fullur af hvers kyns nýjungum og áköfum tilfinningum, og slíkt þreytir einmitt heilann meira en nokkuð annað. ★ Okkur er orðið það ljóst, að svefn er afleiðing efnabreytinga í taugavefjum, á sama hátt og efnabreytingar í vöðvum valda líkamlegri þreytu. En við vitum ekki, hvar þær breytingar ger- ast í hinum þreytta heila. Eigi alls fyrir löngu tilkynntu þeir dr. Robert Galambos og dr. Gabriel Nahas, sem starfa við Walter Reed-stofnunina, að þeir hefðu uppgötvað, að efni, sem-' lengi hafi verið notað við fram- leiðslu ýmissa hreinsunarefna, hefði einnig þá eiginleika að varna þreytu og létu jafnframt í ljós þá skoðun, að það kynni að geta hjálpað mönnum, sem þurfa að vaka lengi í einu, að halda fullri árvekni. — En slíkt lyf mundi í hæsta lagi draga komu svefnsins á langinn. Önnur lyf kunna að finnast, sem betur mega — sem raunverulega minnka svefnþörfina, þannig að við þurf- um ekki lengur að eyða a. m. k. þriðja hluta ævi okkar í með- vitundarleysi svefnsins. — Talið er, að við 8 stunda svefn sofi menn aðeins um 2 stundir reglulega djúpt — hinn tímann blundi menn aðeins og séu raun- verulega nær vöku en svefni. Ef lyf fyndist, sem gæti látið okk- ur sofa djúpt þegar í stað og ur sofna djúpt tvær stundir, væri það e. t. v. nóg. Sennilega er það eitthvað slíkt, sem rússnesku vís- indamennirnir hafa í huga, þegar þeir tala um, að afkomendur okkar muni ekki sofa meira en tvær stundir á sólarhring. Slíkt er óneitanlega skemmtileg til- hugsun, því að það jafngilti því að meðalaldur manna lengdist upp í um það bil 95 ár. ★ Hvað sem öðru líður, er það víst, að maðurinn mun breyta svefnvenjum sínum í þessa átt, jafnskjótt og hann finnur ráð til þess. Fyrr eða síðar munu vísind- in valda byltingu á þessu sviði i anda þeirra orða, sem Edison lét sér um munn fara á sínum tíma: „Svefninn er arfur frá þeim tíma, er maðurinn bjó í heilum. Þegar sólin gekk til viðar, var ekkert hægt að aðhafast — nema sofa. Nú, þegar við höfum feng- ið rafmagnsljós, ætti að vera kom inn tími til að breyta út af þess- ari fornu venju.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.