Morgunblaðið - 16.07.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.07.1959, Blaðsíða 16
VEÐRID NA-kaldi og þurrt veður. Skólagarðarnir Sjá grein á bls. 9. 150. tbl. — Flmmtudagur 16. júlí 1959 Katalina laskaðist í lendingu á Flateyri KATALÍNAFLUGBÁTI Flugfé- lags íslands hlekktist lítillega á vestur á Flateyri í fyrrakvöld. Fékk hann „harða lendingu“ og löskuðust við það botnlúgur und- ir nefhjólinu, svo að ekki var hægt að setja hjólið niður, þegar suður kom. Lenti flugbáturinn því á Skerjafirði og var dreginn á land. Flugstjóri í þessari ferð var Haukur Hlíðberg. Katalína var í farþegaflugi til Lingeyrar og Flateyrar. Var hún búin að koma við á Þingeyri og var að lenda við Flateyri, þegar óhappið varð. Þetta var um átta leytið. Sjór var spegilsléttur og veður hið fegursta. Þegar hún snerti sjávarflötinn fékk hún skell á nefið. Kom einhver leki að flugbátnum og var því engin viðdvöl höfð vestra heldur farið samstundis á loft aftur og til Reykjavíkur. Með flugvélinni voru 15 far- þegar, sumir á leið til Flateyrar, aðrir frá Þingeyri' til Reykjavík- ur — og komu þeir allir suður. Vegna þess, að ekki var hægt að opna botnlúguna undir fram- hjólinu gat flugvélin ekki lent á Reykjavíkurflugvelli. Var nokkr- um sinnum flogið yfir völlinn — og menn á jörðu niðri reyndu að athuga skemmdir. Um kl. 9,30 um kvöldið lenti Katalína svo á Skerjafirði. Var hún tekin á land þegar í stað og flutt upp í flugskýli Flugfélags- ins á flugvellinum. Hægt var að opna lúguna að utan verðu og koma hjólinu niður — og skemmdir því ekki ýkjamiklar. En þessi Katalínabátur er hinn eini, sem Flugfélagið hefur nú í förum. Flugsamgöngur við Vest- firði og Siglufjörð múnu því leggjast niður þar til viðgerð er lokið — og búizt er við, að það verði um helgina, varla síðar en á mánudag. í áætlun Flugfélagsins eru ferðir alla virka daga til ísa- fjargar, tvær ferðir í viku til Pat- reksfjarðar, Þingeyrar, Flateyrar og Siglufjarðar — og ein vikuleg ferð til Hólmavíkur. ÞESSI mynd er af Consul-bíln- um, sem lenti í árekstri á Miklu- braut sl. mánudagskvöld. Eins og sést á myndinni er hann stór- skemmdur. Ford-bíllinn, sem á honum lenti, skemmdist einnig mikið. (Ljósm.: Jean Jensen) Brezki sendi- herrann kominn aftur BREZKI sendiherrann hér, Andrew Graham Gilchrist, kom til landsins aftur í fyrrakvöld. Eins og kunnugt er, hefur harin dvalið í Bretlandi um þriggja mánaða skeið að undanförnu. íslenzkur stúden! kynnir sér æðri menntun í Sovétríkjunum Stúdentcuráð tekur á móti umsóknum um þátttöku í upplýsinganámskeiði „ítölsk að gerð og efniw BLAÐINU barst í gær yfirlýsing frá Rolf Johansen vegna frétta- tilkynningar Neytendasamtak- anna um Smart Keston-peysu- skyrtuna. Segir þar að þetta sé ítölsk uppfynding, sem hlotið hafi miklar vinsældir hér á landi eins og víðar í Evrópu. Peysu- skyrtan sé ítölsk að gerð og efni, úr ítölsku garni, en framleidd í fiestum löndum Vestur Evrópu og víðar. „Þess skal svo að lokum getið“, segir í yfirlýsingunni, „að forráða menn Neytendasamtakannaverða að sjálfsögðu látnir sæta ábyrgð fyrir dómstólum fyrir frum- hlaup sitt og ofstæki". STÚDENTARÁÐ Háskóla ís- lands hefur ákveðið að taka boði um að senda 1 fulltrúa til þátt- tcku í upplýsinganámskeiði um „Æðri menntui. í Sovétrikjun- um“, sem haldið verður á vegum sovézkra stúdentasamtaka í Moskvu dagana 10.—16. septem- ber næstkomandi. íslenzka þátttakandanum verð ur séð fyrir ókeypis húsnæði og fæði meðan námskeiðið stendur Mikil síldveiði lijá Olafsvíkurbátum ÓLAFSVÍK, 15. júlí. — í gær var ágætis síldveiði hjá Ólafsvíkur- bátum. Aflinn var góður og jafn, frá 130—260 tunnur. Hér lönduðu 8 bátar í gær, þar af 7 heima- bátar. Aflahæstur var Þórður Ólafsson með 265 tunnur. í dag var einnig ágætis afli, en þó nokkru minni en í gær. Fengu b'átarnir 115—160 tunnur. Afla- hæstur var Þórður Ólafsson rneð 160 tunnur. Síldin sem nú veiðist er mjög góð á þessum tíma, og hefur farið dagbatnandi síðustu viku. Ef þessu heldur áfram, mætti fara að salta hana, en sölt- un er ekki leyfð hér. Daglega eru frystar um 400 tunnur af síldinni, sem hingað berst, en hitt fer í bræðslu. Síldarverksmiðjan tek- ur til starfa um helgina. Grasspretta er hér sæmileg. Sláttur byrjaði almennt viku af júlí, og hefur heyskapartíð verið sæmileg síðan. — Bjarni. yfir, og ferðakostnaður hans milli Leningrad og Moskvu fram og til baka verður greiddur af aðstandendum námskeiðsins. Um frekari styrki vegna fararinnar er óvíst. Þeir stúdentar, sem óska að taka þátt í námskeiði þessu af stúdentaráðs hálfu, skulu senda því umsóknir sinar fyrir þ. 20. þ.m.; umsóknir, sem síðar berast, verða ekki teknar til greina. Ut- anáskrift er; Stúdentaráð Há- skóla íslands, Reykjavík. — Nán ari upplýsingar um námskeiðið mé fá hjá formanni stúdentaráðs í síma 15959 eða 13136. Surprise laskast við að rekast á ísjaka Afli oð glæðast við Nýfundnaland HAFNARFIRÐI — Um síðustu helgi barst útgerð Einars Þorgils- sonar & Co skeyti frá togaranum Surprise, sem er á veiðum við Nýfundnaland, þess eðlis, að tog- arinn hefði rekizt á ísjaka á laug- ardagsmorgun með þeim afleið- ingum að hann varð að leita hafn ar í St. Johns. Var það um sólar- hrings sigling, og komst togarinn þangað af sjálfsdáðum. Ekki liggja enn fyrir upplýs- ingar um hve skemmdir hafa orð- ið miklár eða annað um orsök árekstursins, en telja má víst að þær hafi ekki verið sérlega mikl- ar, því að í skeyti segir að Sur- prise muni halda aftur á veiðar í dag, 16. júlí. Ekki varð heldur slys á mönnum. Samkvæmt fréttum af Ný- fundnalandsmiðum hefur afli þar glæðzt síðustu daga. Hefur frétzt að togarinn Júní sé lagður af stað þaðan með fullfermi. — G.E. Síldorskipin héldu ú Digrunes- fluk í gærkveldi MBL. átti tal við fréttaritara sinn á Raufarhöfn seint í gærkvöldi og skýrði hann svo frá, að skömmu áður hefðu borizt fregnir um síld á Digranesflaki suður af Langa- nesi. Voru fimm skip byrjuð að kasta, þar á meðal Guðmundur Þórðarson, sem fengið hafði ágætt kast. Þegar fregnir bárust um síld á þessum slóðum komst held- ur hreyfing á síldarflotann og var búizt við að hann mundi halda þangað hið bráðasta. All- gott veður var á miðunum og betra en norðan Langaness. Talstöðvar togar- anna jfirgnæía alveg D RAUFARHOFN, 15. júlí. — Bæði íslenzk og norsk fiskiskip verða nú nær daglega fyrir truflunum í samtölum bæði sín í milli og við land. Eru truflanirnar frá her- skipinu „Duncan“ og brezkum togurum, sem eru að veiðum hér um slóðir. Talstöðvar togaranna eru mun sterkari en bátanna og yfirgnæfa þá því alveg, jafnvel þótt þeir talist ekki við á ná- kvæmlega sömu bylgjulengd. Þá skeði það einnig í gær, er starfsmenn talstöðvarinnar hér voru að tala við síldarskipin á sömu bylgjulengd og síldarleitar- flugvélin notar, að dynjandi tón- list var skyndilega send út á bylgjunni, svo að ógerlegt var að heyra mannsins mál um hríð. Ekki er vitað með vissu, hvaðan truflun þessi hefur komið, en hún hefði vissulega verið sér- staklega bagaleg, ef síldarleitar- flugvélin hefði verið að gefa bát- unum upplýsingar. — Einar. SIGLUFIRÐI, 15. júlí. — Minna er saltað hér í dag en undanfar- ið, sökum þess að í nótt gekk hann yfir með austan bi-ælu og tók því fyrir veiði á vestursvæð- inu. í gær var saltað í 8816 tunnur og voru hæstar söltunar- stöðvarnar íslenzkur fiskur 1043 tunnur og Pólstjarnan 1008 tunn ur uppsaltaðar. Fitumagn þeirr- ar síldar, sem veiddist ú Þistil- firði, var 19,6%. Samtals hafa þá verið saltaðar hér 34795 tunn- ur. — Um 40 skip hafa lagt hér upp síld í bræðslu, sum aðeins örfá mál önnur allt að þúsund málum. — Guðjón. ★ HÚSAVÍK, 15. júlí. — Saltað var í dag á Húsavík. Þórkatla GK 120 tunnur, Hagbarðui 300 og Helgi Flóventsson 250. Þetta er fyrsta sildin sem söltuð er hér. — Fréttaritari. ★ RAUFARHÖFN, 15. júlí. — í dag hafa landað hér Þorbjörn 400 mál um, Sæíaxi NK 450, Þórunn 500, Grundfirðingur 300, Trausti 500, Stella 300, Sæhrímir 50, Hvanney 40 og Björn Jónsson 400. Nokkrir bátar losa nú síld til söltunar. Þokubræla er á miðunum nú síð- degis og hafa bátar leitað í land- var. — Einar. Ferða- deíld FERÐADEILD Heimdallar efnir til hópferðar í Landmannalaugar um næstu helgi. Lagt verður aí stað kl. 2 e.h. laugardaginn 18. júlí, frá Valhöll. Farseðla skal panta í síma 17102. Pantanir sækist fyrir kl. 7 á föstudagskvöld. Austur þýzku bátarnir bera mun minna en menn höfðu vœnzt Toga vel í stilltu veðri en næmir íyrir ágjöf ÞAÐ hefur nú komið í ljós, að 250 tonna bátarnir frá Austur- Þýzkalandi bera hvergi nærri það magn, sem búizt hafði verið við. — Eru þeir drekk- hlaðnir með tæp 150 tonn eða um 1300 mál síldar og bera svipað magn af síld og 110 tonna bátarnir, sem fyrir voru. Morgunblaðið átti tal við frétta ritara sína á Bolungarvík, Dalvík, Siglufirði og Raufarhöfn í gær og innti sérstaklega eftir reynslu af þessum austur-þýzku bátum. Var það samhljóða dómur frétta- manna, að bátar þessir hefðu reynzt sæmilega vel á togfiski í stilltu veðri, en væru blautir eða næmir fyrir ágjöf og eins bæru þeir ekki nema rúman helming þess sem menn höfðu ætlað. Lítið útsýni úr stýrishúsi Fréttaritari Mbl. á Raufarhöfn kvaðst hafa skoðað austur-þýzka bátinn, sem þangað var keyptur, Jón Trausta. Kvað hann mæling- una liggjr. í byggingu skipsins of- an þilja, og til að vega upp á móti hinni þungu yfirbyggingu væru 40 tonn af sementssteypu í kjöln- um. Rými í vélarrúmi væri lítið og illt, en þar væri fyrirkomið miklu af vönduðum tækjum. Stýrishúsið kvað fréttaritarinn mjög gallað þar eð gluggar væru svo lágt að meðalmaður sæi ekki nema niður á þilfarið ef hann stæði þar inni uppréttur. Væri helzt svo að sjá sem stýris- húsið væri gert fyrir Japani eða Kínverja. Þess má geta til samanburðar, að eldri bátar, sem gefnir eru upp fyrir 170 tonn eins og Ingvar Guðjónsson á Siglufirði og Snæ- fellið á Akureyri bera allt að 2000 mál síldar eða allmiklu meira magn en nýju austur- þýzku bátarnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.