Morgunblaðið - 18.07.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.07.1959, Blaðsíða 3
Laugardagur 18. júlí 1959 UORCVNBLAÐ1Ð 3 Þessl mynd var tekln á þakl Hilton-hótelsins i New York á dögunum, af 13 fegurðardrottningum frá Evrópu, sem taka eiga þátt í heimsfegurðarsamkeppninni á Langasandi í Kaliforniu. Sú 14. á myndiniji er ungfrú New York, en hún á eftir að keppa við stöllur sínar úr öðrum ríkjum Banda- ríkjanna — og sú, sem þar verður hlutskörpust mun svo verða í keppninni með útlendu drottning- unum, en þær eru frá (taldar frá vinstri): Hollandi, íslandi, Englandi, Sviss, þá kemur ungfrú New York, síðan fegurðardrottningin frá Danmörku, Noregi, Þýzkalandi, Austurríki, Frakklandi, Sví- þjóð, Póllandi, ítalíu og Tyrklandi. frú Nanna Egilsdóttir farin utan eftir gesta- leik hér SEINNI hluta aprílmánaðar birt- ist eftirfarandi í blaðinu ..Ham- burger Echo“: „Islenzka söngkon an Nanna Egils Björnsson, sem býr í Hamborg flýgur á morgun til Reykjavíkur. Hún er ráðin til Þjóðleikhússins þar ,til að leika Bronislövu í „Betlarastúdentin- Sinfóníuhljómsveitinni hvarvetna vel tekið TÖNLEIKAFÖR Sinfóníuhljóm- sveitar íslands hefur gengið mjög að óskum, aðsókn að tónleikun- um hefur verið góð og móttökur með ágætum. Áður hefur verið skýrt frá tónleikum í Reykja- skóla í Hrútafirði, á Sauðárkróki og á Siglufirði. Á þessa staði fór hljómsveitin frá Hólum í Hjalta- dal, þar sem hún hafði bækistöð fyrstu þrjá dagana. Áður en farið var frá Hólum, voru haldnir hljómleikar fyrir staðarfólk í þakklætisskyni fyrir húsaskjólið og ágæta fyrirgreiðslu. Þessa tón- leika sótti allt heimafólk að Hól- um og nokkrir gestir úr nágrenn- inu. Kristján Karlsson, skóla- stjóri, ávarpaði hljómsveitar- menn og árnaði þeim fararheilla. Miðvikudaginn 8. júlí voru tón- leikar haldnir að Laugarborg, hinu nýja félagsheimili að Hrafnagili í Eyjafirði. Að þeim loknum bauð kirkjukór Grundar- kirkju hljómsveitinni til kaffi- drykkju að Laugarborg, og for-’ maður kirkjukórsins, Ketill Guð-' jónsson að Finnastöðum, ávarpaði hl j ómlistarmenn. í Akureyrarkirkju voru tónleik ar haldnir fimmtudaginn 9. júlí. Einleikari á þeim tónleikum var cellósnillingurinn Erling Blöndal Bengtson. Kirkjan var þéttskipuð áheyrendum, og mátti glöggt finna hrifningu þeirra, þótt engin venjuleg fagnaðarlæti væru höfð í frammi. Að þessum tónleikum loknum sátu hljómsveitarmenn kaffiboð bæjarráðs Akureyrar. Bæjarstjórinn, Magnús Guðjóns- son, bauð gestina velkomna og framkvæmdastjóri hljómsveitar- innar þakkaði. Hljómsveitarstjór- inn, Róbert Abraham Ottósson, flutti stutta en mjög fagra og innilega ræðu og minntist hinnar „íslenzku æsku“ sinnar á Akur- eyri, en þar dvaldist hann fyrstu árin, sem hann var hérlendis. Formaður Tónlistarfélags Akur- *yrar, Stefán Ág. Kristjánsson, ávarpaði Erling Blöndal-Bengt- son og færði konu hans fagran blómvönd frá Tónlistarfélaginu. — Meðan dvalizt var á Akureyri, hafði hljómsveitin bæðistöð í hinu nýja heimavistarhúsi menntaskólans, og kann hún Þór- arni Björnssyni, skólameistara, innilegar þakkir fyrir þá velvild að ljá húsið í þessu skyni. Föstudaginn 10. júlí voru tón- leikar haldnir í samkomuhúsinu á Húsavík og næsta dag að Skjól- brekku í Mývatnssveit. Á báðum stöðum voru undirtektir áheyr- enda frábærlega góðar, og mun óhætt að segja, að Sinfóníuhljóm sveitin hafi aldrei hlotið hjartan- legri móttökur en í Mývatnssveit að þessu sinni. Fagnarlátum ætl- aði aldrei að linna, og eftir ósk áheyrenda var efnisskráin lengd til mikilla muna. Sunnudaginn 12. júlí lagði hljómsveitin upp um morguninn frá Reykjahlíð við Mývatn, hélt tónleika að Miklagarði í Vopna- firði síðdegis og hélt síðan áfram að Eiðum um kvöldið, en þar hef- ur hljómsveitin aðsetur, meðan hún dvelst á Austurlandi. Að lokn um tónleikunum í Vopnafirði flutti Metúsalem Metúsalemsson að Burstarfelli, ávarp, en Jón Þór arinsson þakkaði. Næsta dag voru engir tónleikar haldnir, en hljómsveitarmenn fóru skemmti- ferð að Hallormsstað og nutu leið sagnar Sigurðar Blöndal skógar- varðar, um gróðrarstöðina þar. um“ eftir Millöcker og leikstjóri verður próf. dr. Adolf Rott frá Burgtheater í Vín, sem þegar hef ur sett sömu óperu á svið í Sví- þjóð. Frumsýningin verður í lok maí, og er búizt við að sýningum ljúki ekki fyrr en seint í júní, svo að þessi íslenzka Hamborgar- söngkona kemur tæplega heim aftur fyrr en í júlí. Góða ferð!“ Nú er frú Nanna búin að vera hér og syngja í Betlarastúdent- inum fyrir liðlega 15000 manns á 24 sýningum, og hélt aftur heim til Hamborgar s.l. laugardag. Frú in hefur sungið í óperum og óper ettum víða um heim, en aldrei fyrr á sviði hér. — Mér hefur fall ið einstaklega vel að syngja hér. sagði hún, er fréttamaður Mbl. átti tal við hana daginn áður en hún fór. — Ég hef aldrei kynnzt svona góðu samstarfi og innilegu sambandi allra sem að sýngum standa, eins og hér í Þjóðleik- húsinu. Fyrir stríð var frú Nanna Egils dóttir fastráðin við tvö óperuhús og hlaut þá réttindi til að nota nafnbótina óperusöngkona. Það voru óperuhúsin í Innsbruch í Austurríki og Koblenz í Þýzka- landi. Þar söng hún í nokkur ár í ópereum og óperettum. Á árun um 1949—1954 var hún búsett í Buenos Aires og söng þá með leikflokki þar víða í Brazilíu, Argentínu og Paraguay. En nú frá 1954 hefur hún aftur sungið í Þýzkalandi, mest í útvarpið í Hamborg og Köln og á hljómleik um. Það er mikið um það á seinni árum í Þýzkalandi að hald nir séu samsettir hljómlekar, þar sem margir söngvarar koma Fyrirverð mig vegna brezku stjórnarinnar — segír ritstjóri „Northern World", sem hér er i heimsókn 1 KALKÚTTA á. Indlandi er gef- ið út athyglisvert tímarit, sem nefnist „Northern World“ — undirtitill: „A Journal of North European Friendship“. — Eins og nafnið bendir til íjallar það um norræn málefni, og má segja, að markmið þess sé fyrst og fremst það að stuðla að nánara samstarfi og samstöðu Norður-Evrópu-búa og að efla skilning þeirra á sam- eiginlegum uppruna. í ritinu hefur iðulega birzt ýmislegt um ísland og íslenzk málefni. Ritstjóri tímarits þessa, Roger Pearson, er nú kominn hingað til nokkurra daga dvalar, og nk. mánudagskvöld kl. 8:30 mun hann flytja fyrirlestur í 1. kennslustofu háskólans. Fjallar hann um „Indo-European Peoples and the early Arians in India“. Fréttamenn áttu tal við Pear- son í gær, ásamt konu hans, Marion, sem kom hingað með honum. — Kvaðst hann lengi hafa langað til að koma hingað, og væri þetta eins konar píla- grímsför fyrir sig. ■—Hann kvað það eitt helzta stefnumál rits síns að berjast gegn þeirri öfugþróun, að fólk af sameiginlegum upp- runa bærist á banaspjót, svo sem gerzt hefði á umliðnum öldum. Pearson tók það sérstaklega fram, að hann og samstarfsmenn hans væru algjörlega á okkar bandi 1 fiskveiðadeilunni. „Ég fyrirverð mig vegna brezku stjórnarinnar", sagði hann — „að hún skuli koma fram svo sem raun ber vitni, þegar Islendingar eru að verja lífshagsmuni sína - og meira en það — eru að verja sjálfan fiskstofninn í sjónum“ Þannig ættu hinar stærri þjóðir ekki að koma fram við smáþjóð- irnar — þvert á móti ættu þær að veita hinum fámennari þjóðum aðstoð og vernd. fram. Sl. haast fór frú Nanna í þriggja vikna hljómleikaför með fleiri söngurum til Ítalíu og í vet ur til Hollands. Rétt áður en frú- in kom hingað, birtist í Hamburg er Echo dómur um eitt slíkt hljómleikakvöld: .Bergedorfer Liedertafel von 1838“ bauð í gær til kammer- músikkkvölds ' .... Þungamiðja fyrri hluta söngskrárinnar var söngur Nönnu Egils íslenzku söng konunnar, sem söng „Freuen liebe und Leben“ eftir Schu- mann við ljóð Adalberts v. Chamisso. Söng hún ljóðin átta af mikilli list. Hún hefur fagra, hljómmikla rödd og þroskaða tækni og leggur aðaláherzluna á framsögn ljóðs og lags og hið sál- ræna innihald þeirra. Nanna Egils ræður yfir sérstaklega Nanna Egilsdóttir fögru pianissimó og hljómmiklum höfuðtónum, og gerir þ>að henni fært að ná hinum fínustu blæ- brigðum . . . enda má glögglega heyra í söng hennar, hvernig inn lifun fer saman við mikla kunn- áttu . . . Áheyrendur klöppuðu henni óspart lof í lófa“. Frú Nanna kvaðst byrja aftur að syngja á hljómleikum, er hún kæmi utan. Nú væru sumarleyfi í leikhús unum, og hljómlistarmenn út- varpsins hefðu frí í júlímánuði, en hljómleikar héldu áfram allt árið. framkomu Roger Pearson kom hingað frá Bandaríkjunum, þar sem hann var á fyrirlestrarferð, en áður hafði hann ferðazt um Evrópu sömu erinda. — Það eru nokkrir áhugamenn og unnendur tímarits ins „Northern World“, sem standa að komu þeirra hjóna hingað. Roger Pearson, ritstjóri. STAKSTEINAR A t vinnusnuðrun' ‘ Svo nefnist önnur forystugrein Þjóðviljans í gær. Þar er svarað skrifum Alþýðublaðsins um ferð- ir foringja kommúnista austur fyrir járntjaid. Er því svo að sjá sm Þjóðviljinn telji ferðalögin hluta af „atvinnu“ þessarra manna. Gremja hans er mikil yfir því að vrið sé að „snuðra** um þá „atvinnu". Þjóðviljinn telur, að með þessu skrifi verði höfundur „sér til minnkunnar fyrir skrif sem líkjast meir fram- leiðslu snuðara bandarískra njósnastofnana en greinum ís- lenzks blaðamanns.“ Höfundi Alþýðublaðsgreinar- innar er brugðið um að hafa gleymt „íslenzkum framburði“ og vera „smitaður af hinu lélegasta í bandarískum hugsunarhætti“, enda hafi hann „snuðrað um ís- lenzka menn fyrir hið erlenda herlið“, og haft „erlenda hús- bændur.“ Hann er sagður skrifa „bjánalegar greinar“ í ofsóknar- stíl.“ Ekki er nú verið að vanda kveðjurnar. „Atvinnan“ sýnist meira en lítið viðkvæm, þegar svona er brugðist við. „Fábjánalegir tilburðir“ Um sjálft efni málsins segir Þjóðviljinn: „Ein slík fáránleg ritstjórnar- grein var birt í Alþýðublaðinu í gær og er þar dylgjað í reyfara- stíl um utanlandsferðir manna úr Alþýðubandalaginu, og reynt að gera þær að pólitísku árásarefni. Allt eru þetta fábjánalegir til- burðir sem varla nokkur annar blaðamaður teldi frambærilega í stjórnmálabaráttu. Ef einhver þekktur maður úr Alþýðubanda- laginu fer utan, rýkur Alþýðu- blaðið til með reyfaralegum dylgj um um för hans, eins og þess væru fá dæmi að íslenzkir stjórnmála- menn skryppu út yfir pollinn. Ef slíkt væri yfirleitt gert að blaða- efni er hætt við að ýmsir helztu framámenn Alþýðuflokksins yrðu títt nefndir í blöðum“. Hér sjást hin gömlu vinnu- brögð þessara manna. Þjóðviljinn gefur í skyn að hann muni segja frá ferðum annarra, ef ekki sé þagað um sína menn. En ef engu er að leyna, af hverju er ekki hreinlega sagt frá í hvaða erind- um hinar tíðu utanlandsferðir manna úr Alþýðubandalaginu austur fyrir járntjald eru gerðar? Æsing og hótanir staðfesta ein- ungis þá skoðun, að hér sé ekki allt með felldu. Eitthvað ábótavant f Bæjarpósti Þjóðviljans í gær segir: „Og manni verður að spyrja: Er ekki skipulaginu á lánveit- ingum hins opinbera til íbúða- byffffinga eitthvað ábótavant? Tugum og hundruðum milljóna er árlega fleygt í píringslán, sem i mörgum tilfellum koma þeim, sem fá þau að sáralitlu gagni; húsin sem lánin eru veitt út á, verða ófullgerð lengi enn, þrátt fyrir þessi lán. Væri ekki hag- kvæmara að haga lánveitingun- um þannig, að sá, sem fengi lán, væri fjárhagslega nokkurn veg- in öruggur með að koma húsi sínu upp þótt aðrir yrðu þá að bíða dálítið Iengur eftir láni?“ Víst er hér mikið vandamál á ferðum. En hefur Þjóðviljinn ekki undanfarið fullyrt, nð Hannibal og V-stjórnin hafi leyst í þessu allan vanda? Nú verður hann að viðurkenna, að enn sé „eitthvað ábótavant", enda var allt, sem Hannibal og V-stjórnin gerðu í þessu gagnslaust fálm og miðaði aftur á bak en ekki frant á við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.