Morgunblaðið - 18.07.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.07.1959, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ Sunnan gola þykknar upp með kvöldinu. 152. tbl. — Laugardagur 18. júlí 1959 Samtal við Ivar Modéer Sjá bls. 11. Þau eru mörg og mikil, vandamál æskunnar nú á dögum — svo að þaS er sizt að undra, þótt þess- ir ungu menn séu áhyggjufullir og þungt hugsandi. — Og ekki bætir rækalls-rigningin úr skák ... (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) „E/ns og endurheimt gömlu, góðu síldaráranna" Mesta dagsöltun um margra ára skeið á Siglufirði i gær Vinna nú aftur hafin með eðlilegum hætti v/ð Efra-Sog eftir mánaðartöf vegna óhappsins ÞAÐ hefur tekið réttan mánuð að ljúka viðgerð á varnargörðunum austur við Efra-Sog, sem skemmdust í ofviðrinu 17. júní sl. — Að því er Árni Snævarr, yfirverkfræðingur tjáði blaðinu í gær, var endanlega lokið við að þétta varnargarðinn nýja við Þingvallavatn á fimmtudaginn, og í gær var verið að loka garðinum við Úlfljóts- vatn. — GÓÐ veiði var á síldarmiðunum í fyrrinótt og fram á morgun í gær, allt frá Hól, norðvestur af Grímsey og austur fyrir Xjörnes. Á austursvæðinu mun ekki hafa verið teljandi afli. — Meiri sölt- un mun hafa verið á Siglufirði í gærdag heldur en mörg undan- farin ár á einum degi, eða um 15000 tunnur. — Á austurmiðun- um var nokkur bræla fram eftir degi í gær en fór þá batnandi, og taldi síldarleitin á Raufarhöfn allgott útlit fyrir nóttina, er Mbl. talaði við hana í gærkvöldi. — Höfðu þá nokkrir bátaf fengið allgóð köst í mynni Vopnafjarðar og um 18 mílur ASA af Langa- nesi hafði frétzt af síld, sem óð þar í smátorfum. — „Einkunn" dagsins í gær mun vera sú, að hann sé með betri „síldardögum“ á seinni árum. ★ Hér fara á eftir síldarfréttir frá fréttariturum blaðsins, er þeir sendu í gærdag: SIGLUFIRÐI. — Hér er stafalogn og sólskin. Síldarskipin hafa streymt látlaust inn fjörðinn í dag, og saltað hefur verið í hverri söltunarstöð. Síldin er stór, feit og falleg. — Dagurinn í dag er eins og endurheimtur á gömlu, góðu síldveiðiárunum, þegar bæj- arbragurinn einkenndist af síld og starfi sólarhringinn út. Ágæt síldveiði var í nótt og í morgun á svæðinu norðvestur af Grímsey, á svonefndum Hól, og austur fyrir Tjörnes. — Vitað er um 90—100 skip, sem boðað hafa komu sína með síld, og eru þau með afla frá 200 til 900 tunnur hvert. — Öll þessi síld fer til sölt- unar, og eru allar söltunarstöðv- ar hér yfirfullar í dag og fram eftir nóttu. Munu skipin dreifast á allar söltunarstöðvar norðan- lands, frá Húsavík til Siglufjarð- ar. — Aætlað er, að í dag berist 800— 2000 tunnur síldar á hverja sölt- unarstöð hér, og að heildarsöltun dagsins verði um 15000 tunnur. — Fitumagn þeirrar síldar, sem berst af vestursvæðinu, er yfir- leitt 20—24%, en af austursvæð- inu 16—20%. Fitumagn síldarinn- ar, sem verið er að salta í dag, hefur verið gefið upp 21,4%, stærðin 36,9 cm. og þyngdin 454 grömm. Af skipum, sem boðað hafa komu sína í dag, eru eftirtalin með 500 tunnur og þar yfir: Jón Finnsson 60 tunnur, Húni 500, Sæborg BA 500, Faxavík 500, Guðmundur Þórðarson 900, Stein unn gamla 500, Faxaborg 600, Sig urfari SH 600, Björg NK 600, Stígandi VE 500, Hvanney 500, Sæljón 550, Pétur Jónsson 600, Víðir SV 800, Ásúlfur 500 og Bjarni Jóh. 500. — Fréttaritarar. ★ RAUFARHÖFN. — Engin veiði hefur verið síðan um hádegi, svo vitað sé. — Austan Langaness fer veður nú batnandi, og þau fáu skip, sem þar eru, fara út að leita síldar. Hefur frétzt, að nokkur skip hafi kastað þar. — Hingað hafa komið síðan í gær með síld til söltunar: Víðir II 250 tunnur, Kópur 130, Hafnfirðingur 100, Hugrún 350, Gissur hvíti 200, Marz 300, Vísir 350 og Svala 150 tunnur. Síldin veiddist norður af sléttu. — Saltaðar munu hafa verið um 1000 tunnur hér í nótt. Ægir lóðaði á síld vestur af Rifstanga síðdegis í dag. Voru þar frekar smáar torfur. Síldin óð ekki. — Síldin sem fæst vest- an og norðan Langaness er ört fitnandi. — Fréttaritari. ★ ÓLAFSFIRÐI. — í dag er bezti „síldardagurinn" á vertíðinni hjá okkur hér á Ólafsfirði — og hafa alís borizt hingað á deginum nær 2000 tunnur síldar til söltunar af sex skipum. Það eru eftirtalin skip, sem komið hafa inn í dag: Rafnkell, Garði, 850 tunnur, Hamar, Sand- gerði, 380, Jón Kjartansson, Eski- firði, 150, Einar Þveræingur, Ól- afsfirði, 170, Hafdis, Vestmanna- eyjum, 200 og Kristján, Ólafsfirði 215 tunnur. Alls hefur verið saltað hér til dagsins í dag: Hjá Jökli 1200 tunn ur og hjá Stíganda 1150 tunnur. Norðlendingur kom hingað í morgun með 140 lestir af fiski, þar af voru 90 lestir karfi. — Má því segja, að hér sé mikið um að vera í dag og annir miklar. — Jakob. ★ HJALTEYRI. — Huginn kom hingað í nótt með 133 mál í bræðslu, og í dag komu eftirtalin skip: Garðar með 150 tunnur til söltunar, Haförn með 50 tunnur og 600 mál í bræðslu og Gylfi II, sem er að landa hér 400 tunnum í salt. ★ DALVÍK — Mikil söltun hefur verið hér frá því um miðja nótt og fram til kl. 6 í dag. — Þessi skip komu með síld (uppmældar tunnur): Faxaborg 500, Fagri- klettur 405, Bjarmi VE 393, Val- dór NE 430, Sæfaxi NE 445, Björg vin, Dalvík, 519 og Júlíus Björns- son, Dalvík, 220 tunnur. — S.P.J. ★ HÚSAVÍK. — I dag hefur verið saltað hér á 3 plönum í samtals 2700 tunnur, úr eftirtöldum skip- um: Stefán Þór 370 tunnur, Pét- ur Jónsson 650, Hafþór 380, Helgi Flóventsson 350, Helga TH 125, Jón Jónsson 145, Guðmundur á Sveinseyri 325, Trausti ÍS 80, Fjarðaklettur 150, Flóaklettur 100 og Víkingur 100. — Frétta- ritari. ★ SEYÐISFIRÐI — Engin síld hef- ur borizt hingað í dag, en hér er allt tilbúið til að taka á móti síld, búið að bræða úr gömlu þrónum, og aðeins eftir um 1500 mál í nýju þrónni. Til Vopnafjarðar munu hafa borizt 870 mál í gærkvöldi og í morgun. Voru það eftirtalin skip, sem þangað komu: Glófaxi með 100 mál, Þráinn 170, Hafrún 300, Gullfaxi 250 og Goðaborg 50 mál. — Fréttaritari. Verksummerki «ftir flóðið í jarðgöngunum hafa nú verið at- huguð, og sagði Árni, að þar Vatnslaust 1 Stykkishólmi STYKKISHÓLMI, 17. júlí — Undanfarna daga hefur verið vatnslítið í Stykkishólmi. í fyrra- dag sprakk rör í aðalæð vatns- leiðslunnar, en hún liggur um 12 km veg ofan úr Drápuhlíðarfjalli. Bilunin fannst ekki fyrr en í fyrrinótt. í gær og dag hefur ver- ið unnið að viðgerð á vatnsleiðsl- unni, en því er ekki lokið enn. Hefur þetta verið mjög bagalegt fyrir Stykkishólmsbúa. — Hafa margir orðið að sækja vatn í föt- ur og sumir gömlu brunnanna, sem staðið hafa lokaðir í mörg ár, hafa nú verið opnaðir aftur. — Aðrir hafa sótt vatn upp í sveit. — Fréttaritari. Á MORGUN síðdegis eru væntan legir hingað í boði bæjarstjórnar Reykjavíkur 7 fulltrúar bæjar- stjórnar Kaupmannahafnar. Eru það eftirtaldir menn: Sigvald Hellberg, forseti bæjarstjórnar Hafnar, tveir borgarstjórar, þeir Ove Weikop, fyrrv. ráðherra, og Ingvard Dahl, þrír bæjarfulltrú- Varaíorseli v.-þýzka þingsins í heimsókn hér A SUNNUDAGSKV ÖLDIÐ er væntanlegur hingað til lands einn af kunnustu stjórnmálamönnum V estur-Þýzkalands, Carlo Schmid, varaforseti vestur-þýzka ríkisþingsins. — Schmid kemur hingað á vegum Evrópuráðsins og Háskóla íslands og mun dveljast hér um nokkurra daga skeið. Á þriðjudaginn mun hann halda fyrirlestur í Háskólanum. Carlo Schmid er varaformaður vestur-þýzka jafnaðarmanna- flokksins og var, sem kunnugt er, frambjóðandi flokks síns við nýafstaðnar forsetakosningar í Vestur-Þýzkalandi. — Hann er og prófessor í hagfræði við háskól- ann í Frankfurt am Main. Fram - Þróttur 5:1 í GÆRKVÖLDI léku Fram og Þróttur í íslandsmóti 1. deildar á Melavellinum. Leikar fóru svo að Fram sigraði með 5 mörkum gegn 1. t hálfleik stóð 2-0. Leikurinn var ákaflega daufur og tilþrifalítill — einn sá dauf- asti á öllu sumrinu. hefðu engar teljandi skemmdir orðið, og yfirleitt mætti segja, að skemmdir hefðu ekki orðið til- finnanlegar á neinum varanleg- um mannvirkjum austur þar, hins vegar hefði flóðið skolað burt eða skemmt ýmis tæki og annað lauslegt. — Kvað hann því marki nú loks náð, eftir mánaðartíma frá því að óhöppin áttu sér stað, að hægt væri að vinna með eðli- legum hætti að daglegum fram- kvæmdum við virkjunina, en að sjálfsögðu hefði verið unnið að þeim undanfarið eftir föngum, jafnframt viðgerðarstarfinu. — Enn er nokkurt verk eftir við að hreinsa sjálft stöðvarhúsið eftir flóðið, en ekki kvað Árni hafa orðið vart við neinar teljandi skemmdir á því eða vélum, þrátt fyrir allar hamfarirnar. Arni Snævarr kvað stefnt að því að vinna upp þann tíma, sem far- ið hefði forgörðum, eftir því sem föng væru á, og stæðu vonir til þess, að virkjunarframkvæmdum við Efra-Sog lyki um áramót. ar, Börge H. Jensen, Einar Christ ensen og Flemming Grut, og loks borgarritari Kaupmannahafnar, Axel Rasmussen, sem er ritari nefndarinnar. A sl. sumri fóru fjórir bæjar- ráðsmenn Reykjavíkur, ásamt borgarritara, til Kaupmannahafn ar í boði bæjarstjórnarinnar þar, og er bæjarstjórn Reykjavíkur nú að endurgjalda það boð. — Hinir dönsku gestir munu dveljast hér fram í miðja vikuna, fara heim- leiðis á fimmtudaginn. Nýr landlielgis- brjótwr á miðunum BRETUM hefir nýlega bætzt liðs- auki við landhelgisbrotin á ís- landsmiðum. Er þar um að ræða nýjasta og fullkomnasta verk- smiðjutogara þeirra, og nefnist hann Fairtry II, mikið skip og nýtízkulegt, sem tekur vörpuna inn um skutinn. Unnið er úr afla um borð. í s.l. viku kom varðskipið Þór að verksmiðjutogara þessum tvo daga í röð, þar sem hann var að veiðum innan fiskveiðitakmark- anna fyrir norðan land, nálægt Grímsey. — Fyrri daginn var togarinn auk þess ekki með neitt flagg uppi, sem að sjálfsögðu er ólöglegt. — Um leið og togaran- um var birt kæra vegna land- helgisbrotsins — en herskipið Duncan kom á vettvang, svo að ekki var um það að ræða að taka togarann — vakti skipherrann á Þór athygli á „flaggleysinu" — og var þá úr því bætt. Eins og áður segir, stóð Þór togarann aftur að ólöglegum veið um á svipuðum slóðum daginn eftir. Einnig mun Þór hafa kom- ið að honum innan „línu“ austur af Papey nú í byrjun vikunnar. Fulltrúar bœjarstjórnar Hafnar í heimsókn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.