Morgunblaðið - 18.07.1959, Blaðsíða 9
Laueardagur 18. iúlí 1P59
Mo kr.v \b r AniÐ
- írak
Framn. af bls. 6
um vinsældum sínum meðal al-
mennings, sem leit á hann sem
þjóðhetju og kommúnistum.
Stuðningur þeirra síðastnefndu
varð mjög mikiivægur til að
brjóta niður áhrif Baath-flokks-
ins, en hann kostaði það að komm
únistar uxu að afli og áhrifum.
Þegar í odda skarst við Baath-
flokkinn, voru það kommúnistar,
sem skipulögðu fjöldagöngur og
hópfundi til stuðnings Kassem.
Fjarri lagi er að ætla að allir
sem tóku þátt í þeim hafi verið
kommúnistar, heldur verkaði
saman aðdáun almennings á bylt
ingarforingjanum og skipulags-
kerfi kommúnista.
Baath-flokkurinn reyndi að i
efna til mótmælafunda, en voru j
brátt yfirbugaðir af slagsmálaliði j
kommúnista. Brátt hurfu af stræt j
um Bagdað kröfuspjöld um sam
einingu. Eftir voru aðeins risa-
stórar myndir af foringjanum
Kassem.
• HL •
EN kommúnistar notuðu líka
tækifærið til að koma ar
sinni vel fyrir borð. Eins og áður
segir var stjórnmálasamband tek
ið upp við kommúnistaríkin.
Rússland og Kína komu upp fjöl
mennum sendiráðum í Bagdað,
leppríkin, jafnvel Ytri Mongólía,
Norður Vietnam og Albanía
sendu þangað fjölskipuð sendi-
ráð. „Vináttufélög" voru stofnuð.
„Friðarhreyfingin“ svonefnda
kom þar upp einni stærstu bæki-
stöð sinni.
Tveimur dögum eftir bylting-
una voru kommúnistar bunir að
koma sér upp í Bagdað fullkomn
um blaðaprentsmiðjum og gáfu
út stærstu blöðin. Þeir tóku an
tafar að stofna verkalyðsfélög.
Innan skamms höfðu þeir stofnað
rúm 50 verkalýðsfélög, og stjórn
ir allra þeirra örugglega í hönd
um þeirra. Til dæmis um hrein
an pólitískan tilgarig þessara
verkalýðsfélaga má nefna „Félag
hjúkrunarkvenna“. Aðalmarkmið
þess var í þremur liðum: 1) að
verja lýðræði landsins, 2) að
koma á sambandi við félög hjúkr
unarkvenna í öðrum löndum
(þ. e. í Rússlandi og leppríkjun-
um) og 3) stefna að betri umönn
un sjúklinga, mæðra og barna.
Ekkert var minnzt á baráttu fyr
ir bættum kjörum hjúkrunar-
kvenna.
Eitt öflugasta félag kommún-
ista varð „Kvenréttindafylking-
in“. Annars tíðkaðist það í mörg
um hinna nýstofnuðu verkalýðs-
félaga, að kommúnistar kusu
sjálfa sig fyrst í stjórn. Síðan
fóru þeir að vinna að því að
stéttin gengi í félagið og greiddi
sín félagsgjöld.
Sífeldar ferðir og heimboð til
Sovétríkjanna hófust nú og yfir
landið barst straumflóð af komm
únískum ritum. Bókabúðirnar
fylltust af þýðingum á verkum
Marx og annarra kommúnista.
Allsstaðar unnu kommúnistar að
því að stofna leshringi og þeir
virtust allsráðandi í félagsskap
stúdenta og kennara.
Loks olnboguðu kommúnistar
sig áfram í þjóðvarðarliðinu sem
stofnað var eftir byltinguna. Þeir
stjórnuðu hverfadeildum þess og
vopnaðar sveitir þeirra fram-
kvæmdu handtökur, húsrannsókn
ir, stöðvuðu bifreiðar til rann-
sóknar og skoðuðu vegabréf
manna.
Það var því engin furða þótt
vestrænir blaðamenn, sem heim-
sóttu írak sæju ofsjónum yfir
vaxandi áhrifum kommúnista og
héldu að allt væri komið á yztu
nöf.
Brezkur blaðamaður þóttist
t. d. hafa komizt að því að allur
almenningur í landinu hefði ver
ið mataður á kommúnískum á-
róðri. Hann kunni arabisku og
ræddi við fólkið á götunni. Til
dæmis gaf hann sig á tal við
verkamann einn, sem komst að
því að blaðamaðurinn væri Eng-
lendingu og spurði hvort hann
þekkti Harry Pollit. Jú, Englend
ingurinn kvaðst vita, hver hann'
væri (en Harry Pollitt er foringi
hins áhrifalitla brezka kommun
istaflokks og ákaflega hampað í
áróðri Rússa). Þá sagði verka
maðurinn: „Harry Pollitt er mjcg
góður. Ensku þjóðinni líkar vel
rið Harry Pollitt en fyrirlítur
sjónvarp og amerískar kvikmynd
ir sem eru deyfilyf fyrir þjóðina“.
• ‘A •
HÁTINDI valda sinna náðu
kommúnistar í írak, þegar
Aref foringi Baath-flokksins var
dæmdur til dauða í byrjun febr-
úar, — þá sögðu síðustu ráðherr
arnir sig úr stjórn, sem enn voru
hlynntir sameiningu við Egypta-
land — og þegar Shawav herfor-
ingi gerði vonlausa og óskipu-
lagða uppreisnartilraun í Mósúl
í byrjun marz-mánaðar.
Uppreisnin var bæld niður í
skyndi og af mikilli hörku og
samfara þvi var framkvæmd
hreinsun í hernum og meðal starfs
manna hins opinbera. Var hún
mjög víðtæk og er lauslega áætl
að að 15 þúsund manns hafi ver-
ið fangelsaðir. í þessum aðgerð-
um óx kommúnistum mjög ás-
megin, en Baath-flokkurinn lá
eftir í valnum molaður mélinu
smærra.
Enn var það kannski eðlilegt,
að fréttamenn sendu þær fregnir
til vesrænna blaða, að allt væri
á heljarþröm í írak, búast mætti
við endanlegri valdatöku komm
únista á hverri sturidú. Það virt
ist eðlileg ályktun af þeirri stað
reynd, að ekkert samskipað póli
tískt vald virtist eftir í landinu
til að hamla gegn kommúnistum.
í lok apríl skýrði Allan Dulles
yfirmaður eftirgrennslanaþjón-
ustu Bandaríkjanna frá því í op
inberri skýrslu, að ástandið væri
mjög alvarlegt í frak. Valdataka
kommúnista stæði fyrir dyrum.
Kommúnistar í írak virðast
einnig hafa verið vongóðir um að
valdataka þeirra væri runnin
upp. Þeir hertu sem mest þeir
'máttu á áróðrinum. Enn var
starfsemi stjórnmálaflokka form
lega bönnuð, kommúnistar fóru
að bera fram kröfur um að flokk
ur þeirra yrði formlega viður-
kenndur og fengi aðild að ríkis-
stjórninni. En þeir reiknuðu ekki
rétt með Kassem. Þegar hér var
komið fór hann að snúa við
blaðinu. Nú þurfti hann ekki
lengur að óttast Nasseristana,
kommúnistar voru orðnir miklu
hættulegri.
• A •
Iræðu sem Kassem flutti á
verkalýðsdaginn 1. maí snerist
hann í fyrsta skipti opinberlega
gegn kommúnistum og fordæmdi
tilraunir þeirra til að mynda
floklcsvél. Sagði hann berum
orðum, að slíkt væri svik við
málstað byltingarinnar. Menn
deila um það, hvort Kassem hafi
snúið tímanlega við á hinni hættu
legu braut samstarfs við komm-
únista. Kannski eru þeir þegar
búnir að koma sér svo tryggi-
lega fyrir í þýðingarmestu stöð-
um, að ekki verður við ráðið.
Kassem hefur þó enn sterk tromp
á hendi og ef hann spilar kæn-
lega má vera, að hann fari með
sigur af hólmi.
Enn hefur hann engin sérstök
stjórnmálasamtök myndað á bak
við sig.
En persónulegar vinsældir
Kassems meðal almennings eru
óskertar. Hann er þjóðhetja og
foringi, sem þjóðin elskar og dá
ir. Hernum sem stendur á bak
við treystir hann betur í við-
ureigninni við Baath-flokkinn.
Vopnun kommúníska þjóðvarðar
liðsins er heldur ekki eins al-
varleg og menn ætluðu, vegria
þess að þjóðvarðarliðið stendur
undir stjórn hersins og verður á
hverjum degi eftir að varðgöngu
er lokið að skila byssunum til
bækistöðva hersins.
Fram til þessa hafa kommún-
istar nærzt og aukið vald sitt á
þjóðernisstefnu og á samstaifi
við Kassem sjálfan. Hitt er enn
með öllu óvíst hver ítök þeir
eiga með fólkinu ef þeir komast
í andstöðu við Kassem og verða
berir að þjónkun við erlent vald,
þó að það sé austrænt.
• A •
ANDSTÆÐURNAR milli Kass-
ems og kommúnista hafa far
ið vaxandi síðustu vikur en ekki
hefur komið til beinna árekstra.
Kommúnistar hafa á yfirborðinu
lagt niður kröfur sínar um flokks
stofnun og aðild að ríkisstjórn-
inni, en þeir halda áfram naggi
gegn stefnu Kassems. Þeir halda
áfram að krefjast þess, að þjóð-
varðarlið þeirra verði leyst und-
an beinni yfirstjórn hersins og
þeir krefjast þess, að dauðadómn
um yfir Aref verði framfylgt
með aftöku.
Kassem svarar því, að það sé
ekki verkefni kommúnískra
félaga eins og verkalýðsfélaganna
að segja til um, hverjir skuli
teknir af lífi og hann hefur ný-
lega náðað og sleppt úr fangelsi
þúsundum Baath-manna, sem
voru fangelsaðir á undanförnum
mánuðum. Þessir fyrrverandi
Baath-menn styrkja nú Kassem.
Þeir sjá enga von til þess leng-
ur, að sameining við Egypta
komist £ framkvæmd en leggjast
á sveig með Kassem. Hann er
orðinn eina von þeirra til að
hindra valdatöku kommúnista.
Einna harðast brá Kassem við
gegn kommúnistum fyrir nokkru,
þegar þeir reyndu að hindra að
fulltrúanefnd bænda gengi á
fund hans, réðust á hana og
efndu til götuóeirða. Þannig stóð
á þessu, að kommúnistar hafa
myndað bændasamtök og síðan
vinna þeir að því að neyða bænd
ur til að hlíta forsjá félagsskap-
arins. En meðal bænda er ó-
ánægja yfir gerræði kommúnist-
anna og urgur í þeim vegna þess
rð enginn kommúnistanna £ stjórn
bændasamtakanna er bóndi né
hefur neitt vit á búskap. Yfir
þessu ætlaði bændanefndin að
kvarta við Kassem, þegar hún
varð fyrir árásinni. Kassem svar
aði aðgerðum kommúnista, með
því að senda herlið á staðinn,
bæla niður göturóstirnar og veita
bændunum hervernd til fundar
við sig.
Ástandið i trak er enn ugg-
vænlegt og vafalaust sitja
kommúnistar um færi að
hrifsa til sín völdin. írak er
þó enn ekkert leppríki Rússa.
t vegi fyrir því stendur að-
eins einn maður. Það er kann-
ski ekki mikill þröskuldur.
Skrifstofuhúsnœði
2 skrifstofuherbergi til leigu nú þegar, við Miðbæinn
Tilboð óskast sent afgr. Mbl. fyrir 22. þ.m., merkt:
„Góður staður—9887“,
Útsala!
Útsala!
á sumarhöttum og húfum byrjar á mánudag,
Mjöð gott verð.
Hattabúð Reykjavíkur
Laugavegi 10
Út út............... í sumarið
í sumarfríið — í helgarferðir
er hentugast að hafa álegg í túbum:
JatBúberJasulta
Mayonnese
T ómatsósa
Kryddslld
Sykurslld
Rækjur
Kaviar
Sýróp
fást í flestum matvöru- og kjötvöru-
verzlunum.
Heildsölubirgðir:
Slnpbolt'/f
Skipholti 1 — Reykjavík
Sími 2-3737
Húseí jendur — Húsbygg'end jr
Höfum fengið
A—2 REXOIL
OLÍUBRENNARA
m e ð
mjög lœkkuðu verði
lOLÍUVERZLUN ÍSLANDS^l
Símar: Skrifst. 24220 — 24236
Brennarabúðin Trg. 24232