Morgunblaðið - 18.07.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.07.1959, Blaðsíða 11
Laugardagur 18. iúlí 1959 MORCVNBL AÐIB 11 Einstætt, að svo lítil þjóð skuli eiga slíka sinfóníuhljómsveit Stutt samtal við Erling Blöndal Bengtson, cellólekara Þessl mynð af próf. Ivar Modéer og konu hans var tekin í garð- inum við heimili frú Helgu og Gunnars Rocksén, vararæðis- manns Svía, að Miklubraut 3, en þar hitti tíðindamaður Mbl. prófessorinn að máli. (Ljósm.: G. Rocksén) ERLING Blöndal Bengtson, celló- leikari, hefur dvalizt hér á landi undanfarinn hálfan mánuð, ásamt konu sinni, Merete. — Ekki þarf að kynna Bengtson fyrir Islend- ingum — hann er flestum hér að einhverju kunnur sem frábær listamaður, enda hefur hann sótt okkur heim hvert ár allt frá 1946, og oftast haldið hér hljómleika. — Að þessu sinni var þó ekki um hljómleikaferðalag að ræða, held- ur komu þau ungu hjónin hingað nú fyrst og fremst til þess að njóta nokkurra sumarleyfisdaga á þessu öðru ættlandi Bengtsons, en hann er af íslenzku bergi brot- inn í móðurætt sem kunnugt er. — Þó lék hann hér tvisvar opin- berlega að þessu sinni, fyrst með Sinfóníuhljómsveit íslands, á Ak- uréyri, og sl. miðvikudagskvöld hélt hann hljómleika, ásamt Arna Kristjánssyni á vegum Kammer- músíkklúbbsins í Reykjavík. Auk þess lék hann inn á segulband fyrir Ríkisútvarpið. ★ Enda þótt Bengtson hefði mjög nauman tíma siðustu dag- ana, sem hann dvaldist hér, gaf hann sér þó tíma til þess að sinna beiðni tíðindamanns Mbl. um ör- stutt viðtal. Hitti blaðamaðurinn íslendingar verða að varðveita gömul orð og orðtök, sem breyftir búskaparhættir hafa rutt úr vegi, — segir Ivar Modéer, prófessor í norrœnu v/ð Uppsalaháskóla FYRIR fáum dögum hitti tíðinda- maður blaðsins að máli prófess- or Ivar Modéer frá Uppsölum í Svíþjóð. Hann hefur kennt norræn fræði við háskólann þar um alllangt skeið og jafnframt verið einn helzti forvígismaður „Islándska Sállskapet, síðan það félag var stofnað fyrir liðlega 10 árum, er próf. Einar Ól. Sveins- son var á fyrirlestraferð ytra. í félaginu eru nú um 300 félagar og hefur það frá upphafi gefið út merkilegt ársrit, „Scripta Is- landica", sem ritað er jöfnum höndum af sænskum og íslenzk- um fræðimönnum og hefur þegar að geyma margvíslegan fróðleik. Gömul kynni endurnýjuð Próf. Modéer kvaðst fagna þvi mjög, að hafa nú fengið tæki- færi til að heimsækja IslanS öðru sinni, en hann kom hingað í fyrsta skipti síðla sumars 1954. Þá sagðist hann hafa ferðast talsvei't um landið til ýmissa fagurra og fornfrægra staða og þætti sér mjög ánægjulegt að hafa nú getað endurnýjað þau kynni við ís- lenzka náttúru og treyst vina- böndin við þá mörgu íslendinga, sem hann hefði komizt í kynnivið á undanförnum árum. Loks væri sér ekki sízt gleðiefni að sjá með eigin augum þær stórfelldu fram- farir, sem hér hefðu orðið. Síðan snérust samræðumar að hinum gamla háskólabæ, sem prófessorinn býr og starfar í: — Áhugi fyrir norrænum fræðum er mikill í Uppsölum, sagði hann. — Á hverju ári innritast um 300 nýstúdentar til náms í þeim. íslenzki lektorinn, Bjarni Guðna son, flytur fyrirlestra í deildinni um þær greinar, sem einkum snerta íslenzk fræði, en ýmsar þeirra hafa sem kunnugt er mikla þýðingu fyrir námið í heild. Margir af stúdentunum fá áhuga fyrir að heimsækja Sögueyjuna en kostnaðurinn er ofjarl þeirra flestra. Það væri því hið þarfasta verk, ef hægt væri að koma á ódýrum ferðum milli landanna. Brýnasta verkefnið Ef yður annars langar til að vita, hvað mér finnst brýnasta verkefni, sem íslendingar þurfa að gefa sig að nú, þá er það söfn- un orða og orðtaka úti um sveit- ir landsins. Þar hefur tæknin haldið innreið sína og gjörbreytt búskaparháttunum. Mörgu af því gamla, sem sumt hvert hafði stað ið óbreytt öldum saman, hefur nú verið rutt úr vegi. Með þess- um umfangsmiklu breytingum í framfaraátt koma einnig ný orð og talshættir til sögunnar, en hið gamla hverfur með þessari kynslóð — nema lögð sé áherzla á að varðveita það. Og það verður að gera, til þess að í framtíðinni verði unnt að skilja til hlítar það, sem fært hefur verið í let- ur á þessum slóðum, sögurnar gömlu. íslendingar hafa einir að- stöðu til þess að leysa þetta verk- þau ungu hjónin sem snöggvast að máli í herbergi þeirra að Hótel Borg á miðvikudagskvöld- ið, en heimleiðis héldu þau í být- ið morguninn eftir — höfðu þá dvalizt hér um rúmlega hálfs mánaðar skeið, eða frá 1. júlí. Þær örfáu mínútur, sem sam- talið stóð, snerist það eðlilega helzt um tónlist — að svo miklu leyti, sem blaðamaðurinn gat fylgzt með á því sviði. — Bengt- son sagði í upphafi, að hann væri ánægður með að hafa átt kost á því að koma hingað og staldra við um skeið, án þess að vera bundinn við hljómleikahald. Hann hefði einkum langað til að sýna konu sinni þetta annað ætt- land sitt og leyfa henni að kynn- ast hinum mörgu, góðu vinum, sem hann ætti hér, en hún hefur ekki áður komið hingað til lands. ★ Bengtson kvaðst undrast mik- inn og almennan tónlistaráhuga fólks hér á landi. Það væri t. d. eftirtektarvert, að húsfyllir skuli vera á sinfóníutónleikum í bæj- um og þorpum úti um land á miðju sumri, en svo hefði verið á Akureyri, þegar hann lék þar líf að flestu leyti með mikhi meiri blóma e* í Danmörku. ★ Bengtson er þegar víðkunnur og eftirsóttur listamaður, þótt ungur sé að árum, og telja marg- ir hann í allra fremstu röð celló- leikara, sem nú eru uppi. Hann kvaðst hafa haft mjög mikið að gera við hljómleikahald undan- farið, bæði heima og erlendis — og það sama tæki Við nú, er heim kæmi. Mætti heita, að hver dag- ur næstu vikurnar væri skipu- lagður. Fyrst væru nokkrir hljóm leikar heima í Danmörku, þá væri hann búinn að semja um hljómleika í Albert Hall í London í ágúst, og einnig mundi hann þá leika í brezka 'útvarpið — og svo mætti áfram telja. Á næsta ári kvaðst hann mundu stefna til Afríku til hljómleikahalds, en þangað hefði hann ekki áður komið og hyggði því gott til. ★ Blaðamaðurinn spurði Bengt* son, hvort hann mæti meira tón- list hinna gömlu meistara eða „módernistanna" — og hann svar aði: — Sem túlkandi listamaður get ég ekki gert greinarmun á tónlist eftir aldri eða formum, heldur leita þess, sem mér virð- ist þar verðmætast og tel mig færastan til að flytja, án tillits til þess, hvort höfundurinn heitir efni af höndum, en mikill áhugi er hins vegar fyrir því á hinum Norðurlöndunum líka, enda skipt ir það þau einnig miklu máli sög- unnar vegna. Þeir, sem starfa að íslenzku orðabókinni í Háskóla íslands vinna þarft verk; en þeir hafa mörgu að sinna og mér skilst að sú fjárveiting, sem nú rennur til ránnsókna af þessu tagi, hrökkvi skammt. Hér þyrfti því að kóma til nýtt átak. Aðdáandi Kjarvals Þá barst talið að bókmenntum og listum hér á landi almennt, og ræddi próf. Modéer um hvort tveggja af miklum áhuga — og aðdáun, sem ekki fór leynt: — Það er undrunarefni hve marga mikla listamenn ísland hefur alið. Manni verður á að spyrja sjálfan sig, hvort hin stór brotna náttúra landsins eigi ekki sinn þátt í því, að svo er? En það er ekki sízt ánægjulegt að minn- ast þessa, þegar maður hefur í huga, hve lítið landið er. Sjálfur minntist próf. Modéer sérstaklega kynna sinna af Jó- hannesi Kjarval, enda kvaðst hann hafa mikið yndi af málara- list: — Kjarval fer sérkennilega og skemmtilega með litina, og hann hefur einstakt lag á að kenna manni að meta fegurðina í stein- um og hraunbreiðum, sagði próf- essorinn. — Ég hef fengið tæki- færi til að skreppa með honum í nokkrar málaraferðir. Þær stund ir verða mér ógleymanlegar. Ekki í síðasta sinn Það kom oftar fram j samtali okkar, að próf. Modéer og kona hans, sem nú kom hingað í fyrsta skipti, mundu hafa marg3 skemmtilegs að minnast frá fjögurra vikna dvöl sinni hér að þessu siimi. Auk ánægjulegra endurminninga úr ferðalögum sínum út um byggðir landsins, gat prófessorinn sérstaklega margra góðra stunda með starfs- Erling Blöndal Bengtson með hljóðfærið sitt. einleik með Sinfóníuhljómsveit- inni. Er blaðamaðurinn spurði um ólit listamannsins á Sinfóníu- hljómsveitinni okkar. tókst hann allur á loft af áhuga. — Hann kvað það eitt út af fyrir sig fá- heyrt, að 170 þúsund manna þjóð skuli eiga sinfóníuhljómsveit. — Og það er beinlínis stórkostlegt, bætti hann við, og áreiðanlega alveg einstætt, að hljómsveitin skuli vera svo góð, sem raun ber vitni — hún er tvímælalaust fyrsta flokks. Spurningu um músíklíf í Dan- mörku svaraði Bengtson á þá leið, að það væri býsna öflugt og fjör- mikið á ýmsum sviðum. En það væri eftirtektarvert í því sam- bandi, að svo virtist sem innreið sjónvarpsins í Danmörku hefði orðið til þess að draga úr aðsókn að hljómleikasölum. Það væri þó að líkindum ekki nema stundar- fyrirbæri. Hann kvað annað uppi á teningnum í þessum efnum t. d. í Svíþjóð — og þar stæði músík- bræðrum sínum og öðrum vinum hérlendis, sem greitt hefðu götu þeirra hjóna á alla lund. — Áður en við lögðum af stað að heiman, sagði konan mín við mig, að þetta yrði áreiðanlega bæði í fyrsta og síðasta skipti, sem hún færi til íslands. Nú má r.aumast í milli sjá, hvort okkar hefur meiri löngun til að koma hingað aftur, sagði prófessor Ivar Modéer að lokum. Og von- andi verður þeim sem fyrst að ósk sinni. ÓL Eg. Bach eða Hindemith. Hitt er svo annað mál, að almenningur virð- ist ekki enn sem komið er íær um að „melta“ margt af hinni nýrri tónlist — og klassísku meist ararnir hafa meira aðdráttarafl fyrir hinn almenna hlustanda en flestir nútímahöfundar, enn sem komið er að minnsta kosti. — Hér á landi virðist mér t. d. Beet- hoven mest metinn allra tón- skálda. ★ Blaðamaðurinn sneri sér nú að hinni ungu konu Bengtsons, Mer- ete, og spurði hana, hvort hún væri ánægð með sumarleyfið. — Já, svo sannarlega, svaraði hún. — Mér heil- þótt sérlega ánægjulegt að dveljast hér. Við höfum líka verið tiltölulega hepp in með veðrið. Mér þótti mjög fallegt á Akureyri — og svo auð- vitað á þessum stöðum, sem þið sýnið öllum útlendingum, Þing- völlum, við Gullfoss og Geysi — og hvað það nú heitir allt saman. — Ég er staðráðin í að koma hing að aftur við fyrsta tækifæri. Helzt vildi ég koma að vetrarlagi — og fara þá til dæmis til ísafjarðar. Maðurinn minn segir, að þar sé ákaflega fallegt, ekki sízt á vet- urna, segir hún og brosir til Bengtsons. — Þið farið þá ánægð heim, eða hvað? — Já, það er yður óhætt að bóka — petta hafa verið sann- kallaðir æludagax, segir imga frúin af sannfæringu. Og eigin- maðurinn kinkar kolli til sam- þykkis. H. E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.