Morgunblaðið - 18.07.1959, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.07.1959, Blaðsíða 18
18 MOnCVTSHtAÐIÐ Laugardagur 18. júlí 1959 Islandsmótíð t badminton Óskar Guðmundsson og Ágúst Bjartmars. ÍSLANDSMÓT í badminton var 1 haldið í maímánuði, meistara- iflokksmót í Reykjavík, en 1. flokks mót á Akranesi. Þátttaka í báðum mótunum var allgóð. 25 tóku þátt í meistaraflokkskeppn- inni, þar af 21 frá Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur og 4 frá Ungmennafélaginu Snæfell í Stykkishóimi. í 1. flokks mótinu voru 12 þátttakendur frá TBR, 6 frá UMF Snæfelli og 2 frá íþrótta bandalagi Akraness. Dregizt hef- ur nokkuð að birta greinargóða lýsingu á mótinu. en hún fer hér á eftir. Meistaraflokksmótið. Keppnin í meistaraflokki var mjög hörð í flestum greeinum, en hér er um útsláttarkeppni að ræða, svo sem kunnugt er. I einliðaleik karla varð fs- landsmeistari Ágúst Bjartmarz frá UMF Snæfelli, en í þetta skipti þurfti hann ekki að þreyta úrslitaleikinn við Wagner Wal- bom eins og venjulega, þar sem hinn síðarnefndi var ekki meðal þátttakenda. Það kom þó mjög á óvænt, hve harða keppni hann fékk. í úrslitum vann hann Ósk- ar Guðmundsson frá TBR með 8:15, 15:13, 15:7. Var viðureign þeirra jöfn og skemmtileg. Óskar er að verða einn bezti badmintonleikari landsins og verður gaman að sjá, hvernig viðureign þeirra Ágústs lyktar á næsta íslandsmóti. Þórir Jónsson og Lárus Guð- mundsson, báðir frá TBR, áttu einnig ágæta leiki við Ágúst. — Þórir vann fyrstu lotuna með 15:4. Hins vegar náðu Ragnar Thorsteinsson og Karl Maack frá TBR, sem annars eru góðir ein- liðaleikarar, litlu spili gegn Ósk- ari. Gunnar Petersen tapaði einn ig fyrir Lárusi. í tvíliðaleik karla urðu fs- landsmeistarar Einar Jónsson og Óskar Guðmundsson TBR, og var sigur þeirra aldrei í neinni hættu. Eina liðið, sem hefði get- að gert úrslitin við þá verulega tvísýn, Wagner Walbom og Þórir Jónsson, tók ekki þátt í tvíliða- leiknum. Einar og Óskar unnu úrslitaleikinn við Lárus Guð- mimdsson og Ragnar Thorsteins- son frá TBR með 15:8, 15:7, en áður höfðu þeir unnið Karl Maack og Hauk Gunnarsson frá TBR. Lárus og Ra_gnar höfðu hins vegar unnið Ágús Bjart- jnarz og Ólaf Guðmundsson frá UMF Snæfelli. í fyrstu umferð unnu Karl og Haukur Kristján Benjamínsson og Sigurgeir Jóns son (TBR), Ragnar og Lárus unnu Finnbjörn Þorvaldsson og Pétur Nikulásson (TBR) og Ágúst og Ólafur unnu Guðlaug Þorvaldsson og Ragnar Georgs- son (TBR). í einliðaleik kvenna varð fs- landsmeistari Jónína Nieljohníus- dóttir frá TBR. Hún vann Hönsu Jónsdóttur frá UMF Snæfelli með 11:1, 11:2. Áður hafðu hún unnið Júlíönnu ísebarn frá TBR, en leikur Hönsu við Halldóru Thor oddsen féll niður vegna veikinda Halldóru. Jónína var mjög vel að sigrinum komin, enda er hún frábær keppniskona. í tvíliðaleik kvenna uðru ís- landsmeistarar þær Hulda Guð- mundsdóttir og Rannveig Magn úsdóttir frá TBR eftir góðan úr- slitaleik við Jóninu Nieljohníus dóttur og Sigríði Guðmundsdótt ur frá sama félagi. Honum lykt- aði með 6:15, 15:8, 15:12 fyrir Huldu og Rannveigu. Áður höfðu Jónína og Sigríður unnið mæðg- urnar Hönsu Jónsdóttur og Rögnu Hansen frá UMF Snæfelli. í tvenndarkeppni urðu íslands meistarar Þórir Jónsson og Jón- ína Nieljohníusdóttir frá TBR. Þau sigruðu Einar Jónsson og Júlíönnu fsebarn frá TBR í úr- slitaleik með 15:13, 15:7, en höfðu áður unnið Ágúst Bjartmarz og Hönsu Jónsdóttur frá UMF Snæ felli. Einar og Júlíanna unnu Pét ur Nikulásson og Sigríði Guð- mundsdóttur frá TBR, en Ágúst og Hansa unnu Kristján Benja- mínsson og Huldu Guðmunds- dóttur frá TBR. 1. flokks mótið. Sigurvegarar í 1. flokks mót- inu urðu þessir: Einliðaleikur karlua: Rafn Viggósson TBR. Einliðaleikur kvenna: Lovisa Sigurðardóttir UMF Snæfelli. Tvíliðaleikur karla: Árni Ferdinandsson og Davíð Sch. Thorsteinsson TBR. Tvíliðalerkur kvenna: Lovisa Sigurðardóttir og Þuríður Sig- urðardóttir UMF Snæfelli. Tvenddarkeppni: Rafn Viggós- son og Hjördís Hjörleifsdóttir TBR. Keppnin í þessu móti var afar hörð og kom nú greinilega í ljós, að ný kynslóð tekur að láta að sér kveða í badmintoníþróttinni. Auk sigurvegarans í einliða- leik, Rafns Viggóssonar frá TBR áttu margir góða leiki í þeirri grein, t. d. Guðmundur Jónsson TBR, sem lék við hann í úrslit- um, og þeir Jónas Gestsson og Jón Höskuldsson frá UMF Snæ- felli, sem báðir eru ungir og efnilegir einliðaleikarar. Yngsti keppandinn í greininni, Friðrik Frðriksson, vakti einnig verð- skuldaða athygli fyrir keppnis- hörku og einbeittni. Alls tóku 13 keppendur þátt í einliðaleiknum. Sama harkan var í tvíliðaleik karla og einliðaleiknum. Sigur- vegararnir, Árni og Davið frá TBR, voru tvivegis hætt komnir í fyrra skiptið fyrir Guðmundi Jónssyni og Emil Ágústssyni TBR og í síðara skiptið í úrslita leiknum við Magnús Einarsson og Walter Hjaltested TBR, sem léku mjög vel og komu einna mest á óvart í þessari keppni. Davíð er þó sennilegá sterkasti tvíliðaleikarinn, sem tók þátt 1 mótinu. Rafn Viggósson og Leif ur Miiller TBR töpuðu óvænt fyrir Magnúsi og Walter. í einliðaleik kvenna unnu þær systurnar Lovísa og Þuríður Sig- urðardætur frá UMF Snæfelli, Hjördísi Hjörleifsdóttur og Soffíu Ingadóttur frá TBR, en sá leikur var síðri af beggja hálfu. Úrslitaleikurinn í tvenndar- keppni var mjög skemmtilegur og vel leikinn af beggja hálfu. Rafn Viggósson og Hjördís Hjör- leifsdóttir frá TBR unnu Jón Höskuldsson og Lovísu Sigurðar- dóttir frá UMF Snæfelli, þó að þriðja lotan byrjaði með 7:0 fyrir Jón og Lovísu, sem notuðu tví- liðaleiksskiptingu, enda er Lov- ísa karlmannsígildi á leikvelli. Hjördis var óstyrk í fyrstu, en sótti sig mjög og átti góðan leik á köflum. Rafn og Jón sýndu það í þessari keppni, að þeir eru á ýmsan hátt frábærir spilarar.. Nojíkrar athugasemdir. Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur sá um framkvæmd meistaraflokkskeppninnar og var Pétur Georgsson mótstjóri, en hann hefur um þriggja ára skeið verið formaður mótanefndar TBR og unnið þar mikið og gott starf. Áhorfendur að úrslita leikjunum voru óhemju margir. TBR var einnig falið að sjá um fyrsta flokks mótið, en nokkru síðar heyrðust raddir um það, bæði innan TBR og UMF Snæ- fells, að æskilegt væri að gefa stöðum, öðrum en Reykjavík og Stykkishólmi, kost á að halda mótið, ef það mætti verða til þess að glæða áhuga á badmin- toníþróttinni. Þeir staðir, sem helzt komu til álita voru ísa- fjörður, Akureyri, Akranes, Vest mannaeyjar, Selfoss og Laugar- vatn. Akranes varð fyrir valinu að þessu sinni, en þátttaka það- an var svo lítil og áhugi á íþrótt inni það lítill á stðnum, að vafa samt verður að telja, að rétt hafi verið að hafa mótið þar, þótt mótstjórinn, Benedikt Hermanns son, hafi allur verið af vilja gerður til þess að gera sitt bezta. Badminton er tiltölulega dýr íþrótt, og þess vegna er vafa- samt að leggja mikinn ferða- og dvalarkostnað á allan þorra kepp enda. Vonandi verður meiri þátt taka heimafólks í næsta fslands- móti í badminton, sem haldið verður utan Reykjavíkur og Stykkishólms. Það mun hafa vakið mikla ánægju í hópi keppnda á 1. fl. mótinu, að áhorfndur skyldu þóe mótinu, að áhorfndur skyldu þó koma bæði úr Reykjavík og Stykkishólmi, þ. á. m. íslands- meistarinn í einliðaleik karla, Ágúst Bjartmarz, og faðir bad- mintoníþróttarinnar hér á landi, Jón Jóhannesson, nýkjörinn fyrsti heiðursfélagi TBR. Hann kom með börn sín, sem þegar eru byrjuð að æfa þessa r.kemmtilegu íþrótt. Aðaldómari mótsins var einnig hinn góðkunni badmin- tonleikari Einar Jónsson, sem sat á dómarastóli i 8 klukkustundir með litlum hléum. 20 ára afmæli T.B.R. — fyrsti heiðursfélaginn. Tennis- og badmintonfélag Reykjavikur minnist 20 ára af- mælis síns að loknu meistíu’a- flokksmótinu með skemmtun í Tjarnarcafé. Þar var Jón Jóhann esson gerður að fyrsta heiðurs- félaga TBR, ein og áður hefur verið getið um, en Karl Maack var sæmdur gullmerki félagsins. Undanfarna mánuði hafa verið ókeypis æfingartímar fyrir ungl- inga í badminton á vegum TBR og annaðis Ragnar Georgsson kennslu fyrir þá. Var þetta nám skeið fjölsótt og tókst vel. Fé- lagið lagði unglingurn til spaða og fjaðrabolta auk húsnæðis. — Þá hefir stjórn TBR ákveðið að hafa fastan kennara megin hluta næsta vetrar, og mun hann arnast tilsögn fyrir alla, seir, þess óska og eru í íéiaginu. í byrjun næsta keppniatíma- KEFLVÍKINGUM tókst loksins að krækja sér í tvö stig á heima- leikvelli og hafa vonir þeirra um að halda sætinu í I. deild batnað verulega. Leikur ÍBK og Vals fór fram á Njarðvíkurvellinum á fimmtudagskvöldið. Hellirign- ing hafði verið allan daginn og var völlurinn þyí rennblautur og glerháll. Ekki bætti úr skák að völlurinn var nýsleginn og órak aður, en regnvot ljáin þvældist fyrir leikmönnum. Við þessar aðstæður er ekki hægt að búast við mikilli knatt spyrnu enda sýndi hvorugt liðið góðan leik. Keflvíkingar voru á- kveðnir að vinna og mun ein- beittari en gegn Þrótti á dög- unum. Valsmönnum tókst þó að sýna meiri knattspyrnu, einkum í fyrri hálfleik, en samleikstil- raunir þeirra stóðu yfirleitt ekki nema stutta stund í einu, þess á milli rann allt út í sandinn. Á 8. mín. fyrri hálfleiks meidd- ist Hörður Guðmundsson, bak- vörður ÍBK, og varð að yfirgefa völlinn, en í hans stað kom Garð ar Pétursson. Fyrsta markið skoraði Gunn- ar Gunnarsson fyrir Val á 14. mín. með viðstöðulausri spyrnu úr góðri fyrirgjöf frá hægri. Högni Gunnlaugsson kvittaði fyr ir Keflavík á 18. mín. Á 34. mín. átti Hólmbert fast skot á mark Vals, sem Gunnlaug ur varði naumlega. Tveim mín. síðar eru Valsmenn í sókn. Matt hías gaf góðan knött í gegnum vörn ÍBK á miðjunni og Gunnar fylgdi fast á eftir og skoraði ör- ugglega. Keflvíkingar voru samt ekki af baki dottnir því rúmlega mín. síðar lék Páll Jónsson á bakvörð Vals upp við vítateig skammt frá endamörkum og skaut á hálf- lokað markið, snúningsbolta, sem lenti í netinu. Þetta mark hefði Gunnlaugur átt að verja. í síðari hálfleik voru Kefl- víkingar mun ákveðnari og héldu uppi sókn meginhluta háifleiks- ins enda munu þeir hafa fundið að stigin tvö voru á næstu grös- um. Mark Vals komst oft í hættu, t. d. á 4. minútu var Páll kominn inn fyrir vörn Vais og í dauða- færi, en hikaði við að skjóta og tapaði knettinum. 4. mín síðar var æsandi augnablik, þegar Gunnlaugur hljóp út úr markinu og missti háan knött aftur fyrir sig. Högni kom aðvífandi og þurfti ekki annað en að velta knettinum í netið, en hann tók þann kost að skjóta og hitti stöngina. Knötturinn hrökk út á völl. Þarna fór upplagt tækifæri forgörðum. Þórhalli Stígssyni tókst að tryggja ÍBK sigurinn á 34. mín., er hann skoraði af þriggja metra færi úr þvögu fyrir framan Vals- markið. Valsmenn reyndu nú hvað aí- tók að jafna sakirnar, en ýmist varði Heimir örugglega eða vörn bils (sept.—okt.) tr von á tveim idönskum, frægurn badminton- leikurum, sem munu bæði keppa hér og sýna badminton á vegum TBR. Stóð til að þeir kæmu í vor, en ýmissa hluta vegna varð að fresta því til hausts. Senni- lega verða það þeir J. Jörgen Hammergaard og Henning Borsch sem hingað koma. Sá fyrr nefndi hefir um nokkurt skeið verið í hópi beztu badminton- leikarar Evrópu, og ýmsir tolja Hammergaard og Kobberö beztu tvíliðaleikarana, sem komið hafa fram í heiminum í badmiton. Hennig Bosch er kornungur spilari, en hefir þegar verið skip- að á bekk með beztu einliða- leikurum Evrópu. Keflavíkur tókst að brjóta sókn- artilraunir þeirra og hreinsa frá markinu. Leikurinn í heild var grófur af beggja hálfu. Sök*á þessu átti að nokkru háll völlur, sem leik- mönnum gekk illa að fóta sig á, en dómarinn, Halldór Sigurðsson, átti þar einnig nokkurn hlut að máli. Hann var mjög hikandi og óákveðinn í dómum sínum svo að leikmenn virtust stundum ekki skilja hann. Ef til vill hafa ókvæðisorð keflvískra áhorfenda til dómara og línuvarða átt sinn þátt í þessu. Hvað svo ramt að þessu að fyrirliði ÍBK, Hafsteinn GuðmUndsson, sá sig knúinn til að kalla til áhorfenda og biðja þá að þegja. Ruddamennska á- horfenda setur blett á knatt- spyrnuíþróttina og er ennfremur leikmönnum ÍBK til leiðenda og ama. Liðin: Lið Vals vantaði nú bæoi Albert Guðmundsson og Árna Njálsson. Aftasta vörnin var á- berandi slöpp og Gunrilaugur var óöruggur á gripum í markinu. Framlínan náði stuttum samleiks köflum, sem lofa góðu, en leik- mönnum hættir þó við að stað- næmast og hætta að vera með í upphlaupi. Gunnar Gunnarsson var bezti maður liðsins. Lið ÍBK var breytt frá leikn- um gegn Þrótti, þannig að Skúli var settur út, en Haukur Jakobs- son lék í hans stað vinstri út- herja. rfaukur heíir áður leikið sem innherji með góðum árangri, en þessari stöðu i.unni hann eng- in skil, enda oftast inni á velli i sinni gömlu stöðu Þórhallur Stígsson iék sem innherji í stað Hauks. Virtust þessar stöðuskipt- ingar ekki vera til að bæta fram- línuna. Bezti maður ÍBK og jafnframt á vellinum var Sigurður Alberts- son, vinstri framvörður. Hann var öruggur í vörn og fylgdist vel með í sókn. Heimir átti einn- jg góðan leik í markinu. Leikur ÍBK einkenndist meira af baráttuvilja og dugnaði en leikandi knattspyrnu. En það var líka það sem dugði. — BÞ. — Utan úr heimi Framh. af bls. 10 risaskrokk sínum og reynir gagn- áhlaup á andstæðinginn. En hann fellur enn — og aftur, og þannig heldur það áfram, endalaust, að manni finnst. ★ • Hver einasti áhorfandi, sem gæddur er einhverjum mannleg- um tilfinningum, er nú orðinn svo æstur og upptendraður, að hann langar mest til þess að ráð- ast að hvíta léreftinu og gefa þessum Ingemar svo ærlega á hann, að hann fljúgi út úr hringn um og niður á milli áhorfenda- bekkjanna. Loks liggur Patterson kyrr — rís ekki aftur á fætur. Það var herfilegt — viðbjóð*- legt! Keflvíkingar voru ókveðnir að vinna og hlutu tvo dýrmæt stigi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.