Morgunblaðið - 18.07.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.07.1959, Blaðsíða 12
12 1H fín r r’ * rt r 4 Ðlfí Laugardagur 18. iúlí 1959 Sfefán Þorláksson Reykjadal lagði gjörva hönd á margt, se.n Ijóslega kemur fram, þá farið er yfir æviferil hans. Stefán var stórbrotinn athafnamaður. Hann Minningar- < STEFÁN Þorláksson, fyrrverandi hreppstjóri, Reykjadal, Mosfells- sveit, er kvaddur hinztu kveðju 1 dag af sveitungum sínum og mikltrm fjölda annarra vina bæði nær og fjær. Stefán var fæddur í Reykjavík 15. ágúst 1895 og var því tæp- lega 64 ára er hann lézt. Móðir Stefáns hét Sólrún Stefánsdóttir, mun hún hafa verið ættuð úr Eyjafirði. Faðir hanS'var ÞorJák- ur Oddsson frá Króki á Kjalar- nesi. Þau voru ekki gift, foreldr- ar hans, en faðir hans var ógiftur alla ævi og lét sér mjög annt um son sinn og lét honum eftir að sér látnum nokkra fjárupphæð. Stefán ólst upp á Hrísbrú í Mosfellssveit, hjá Ólafi Magnús- syni, bónda þar, og konu hans, Finnborgu Finnsdóttur. Voru þau hjón orðin fullorðin og börn þeirra uppkomin, þegar Stefán kom þangað. Varð hann þá mikið uppáhald allra og alinn upp í eftirlæti. Ekki naut Stefán neinn- ar menntunar í æsku sinni aðra en þá bamafræðslu sem þá tíðk- aðist. Víst mun uppeldið hafa mótað Stefán að nokkm leyti, eins og það gerir með alla, að minnsta kosti varð hann fyrir óhrifum frá fóstra sínum, sem þoldi ekki að kirkjan á Mosfelli væri færð að Lágafelli. Stefán lagði fyrir að hann yrði jarðaður í Mosfellskirkjugarðin- um gamla, hjá fósturforeldrum sínum, og oft talaði hann um að víst ætti að byggja kirkju á Mos- felli aftur. Stefán unni og mat mikils fósturforeldra sína, eink- um minntist hann oft fóstru sinnar Finnborgar. Á allan hátt var hann tryggur vinur ættfólksins á Hrísbrú, bæði í orði og verki. Brátt bar á því að Stefán fór sínar eigin leiðir og tæplega tvítugur að aldri fór hann frá Hrísbrú til Reykjavík- ur. Lagði hann þá fyrir sig marg- vísleg viðskipti og atvinnu. Hann var einn af fyrstu mönnum sem fékk sér bíl og lærði á hann og um skeið stundaði hann þá at- vinnu. Ekki fannst eldra fólkinu sumu þetta arðvænlegur atvinnuveg- ur, því brátt kom það í ljós, ef einhver þurfti hjálpar með, t. d. á bíl að halda, en þeir voru þá ekki I margra eigu, þá var gott að leita til Stefáns. Eða ef fátæk ekkja þurfti að halda uppboð, þá kom Stefán með menn á bílnum sinum, menn, sem líklegir voru til að bjóða í, bauð þá Stefán oft mest í sjálfur, kannski ekki alltaf til stórgróða fyrir sjálfan sig. Margt fleira fékkst Stefán við um þessar mundir. Hann keypti og seldi fasteignir úti um land. Hann tók að sér í ákvæðisvinnu að standa fyrir húsbyggingum, t. d. sá hann um byggingu á barna- skólahúsinu á Klébergi á Kjalar- nesi og margt fleira, sem ekki verður talið hér. 1 öllum viðskipt- um var Stefán stórábyggilegur, orðheldinn og heiðarlegur. Árið 1933 verða þáttaskil í lífi og starfi Stefáns. Þá er hann orð- inn þroskaður maður, með mikla verklega- og verzlunarreynslu á bak við sig. Kunnur mörgum mönnum og virðist nú hafa glöggt auga fyrir að sleppa ekki góðum tækifærum. Kaupir hann þá Reykjahlíð í Mosfellssveit, fagurt nýbýli úr Hlaðgerðarkoti og Mosfellslandi, uppbyggt og ræktað af Vigfúsi Einarssyni, stjórnarráðsfulltrúa, ásamt miklu heitu vatni. Þarna setur Stefán upp kúabú og gróðurhúsarækt í stórum stíl. Rafmagn frá Reykja- vík fékk hann fyrstur manna í Mosfellsdalnum. Stefán var rögg- samur húsbóndi, og allir Ijúka upp einum munni að búskapur- inn væri með miklum myndar- brag. Húsbóndinn var höfðingi heim að sækja, enda var þá gestkvæmt í Reykjahlíð og miðstöð gleðskap- ar í sveitinni og margra vina, bæði úr Reykjavík og víðs vegar tg kveðjuorð að. Ég vil í þessu sambandi geta þess, að þótt Stefán veitti vel gestum sínum og margan bæri þar að garði, þá var hann hófs- maður, kom naumast fyrir að á honum sæist vín. Hann hafði ánægju af að gleðjast með vinum sínum, en gætti þess vel að slíkt gengi ekki úr hófi fram. Eftir að Stefán fluttist að Reykjahlíð gerðist hann mjög áhugasamur um málefni sveitar- innar. Félögum í sveitinni var hann velviljaður og framgang þeirra á margan hátt. Kvenfélag- inu, sem hefði mátt virðast að stæði honum fjærst, gaf hann stór gjafir, sýndi því velvild og skiln- ing, sem félagsskapnum er oft mikilsverðara en gjafirnar. Ef aðkomufólk fluttist í sveit- ina, fylgdist hann með því hvern- ig ástæður þess voru. Kom hann þá oft með margvíslega hjálp því til handa. Þá var eins og hann gengi fram fyrir skjöldu og byði það velkomið í nafni sveitar sinn- ar. Vekur slíkt mikla hlýju þeim sem eru ókunnugir og langt að komnir. Eins var Stefán vökull yfir sveitungum sínum og öðrum nágrönnum, jafnt á gleði- og erfiðleikastundum, það var alveg sama. Hann lét sér ekkert óvið- komandi þegar vinir hans áttu í hlut. Hann kom brosandi með blóm og aðrar dýrar gjafir á gleðistundum. Hann kom með bíla sína og önnur tæki þegar á þurfti að halda í sjúkdómstilfell- um, við jarðarfarir og önnur tækifæri. Stefán var alltaf boð- inn og búinn að rétta öllum hjálp arhönd og gera mönnum greiða og ég veit að hann gaf í stórum stíl, sem fáir áttu að vita um. Árið 1947 seldi Stefán Reykja- hlíðina. Kaupandinn var Reykja- víkurbær, sem vantaði þá heitt vatn til viðbótar við Reykjaleiðsl una. Stefán tók þó nokkurt land undan ásamt heitu vatni. A því landi byggði hann gróðurhús og íbúðaihús fyrir starfsfólk sitt. Yfir sjálfan sig bygggði hann mjög vandað og sérkennilegt hús, sem hann nefndi Reykjadal. Þar bjó hann og taldi sig til heimilis síðan. Kúabú sitt í Reykjahlíð seldi Stefán þegar hann fór það- an. En þar með var ekki búskap- aráhuga hans lokið. Athafnaþrá hans var óstöðvandi og eftir söl- una í Reykjahlíð hafði hann meiri fjárráð en nokkru sinni áður. Þá keypti hann gamalt smábýli, sem lengi hafði verið í eyði, Hrafn- hóla í Kjalarneshreppi. Þessa jörð byggði hann upp með vönd- uðum húsum úr steinsteypu, yfir fólk, fénað og allt sem tilheyrði búskap. Ræktaði stórt tún og girti. Allar þessar framkvæmdir stóðu yfir í nokkur ár, en þarna rak Stefán kúa og fjárbúskap á eigin kostnað, en hafði ráðsmann yfir heimili hans i Hrafnhól- um. Allir, sem þekkja til þeirra framkvæmda, sem Stefán hafði í Hrafnhólum, og hafa hugmynd um hvað það kostar mikið að gera eyðikot að góðri nýtízku bú- jörð, þeir vita að þetta var ekki gróðafyrirtæki, heldur athafna- þrá. Þegar ráðsmaðurinn fór frá Hrafnhólum, sem var þar frá fyrstu tíð, seldi Stefán jörðina með öllu saman, góðum bónda, sem nú býr þar. Fyrir þetta starf Stefáns, er Kjalarneshreppur rík- ari um góða bújörð og góðan á- búanda, sem annárs hefði aldrei þangað komið. Á meðan Stefán stóð í að byggja upp Hrafnhól- ana, byggði hann sér hús í Reykjavík í félagi við annan eig- anda þar. Skóp hann sér þar var- anlega eign og heimili, þegar hann dvaldi í bænum, sem oft var, einkum nú hin síðari ár. Stefán Þorláksson kvæntist aldrei og átti ekki böm. En þegar hann var í Reykjahlíð, tók hann til sin dreng, Sigurð Narfa að nafni. Stefáni féll hann svo vel í geð, að Upp frá því, gat hann aldrei án hans verið, allt frá hin- um smæstu verkum heima í Reykjadal til stærstu fram- kvæmdanna í Hrafnhólum. Alltaf var það Sigurður, hann var hans önnur hönd, bæði við lifandi skepnurnar og dauðar vélarnar. Ég held að enginn sonur geti ver- ið föður sínum handgengnari en Sigurður Stefáni. Ýmsum trúnaðarstörfum gegndi Stefán fyrir sveit sína. Hann sat í hreppsnefnd, var deildarstjóri Sláturfélags Suðurlands, umboðs- maður fyrir Brunabótafélagið og fleira. Þegar Björn Birnir, hrepp- stjóri í Grafarholti, féll frá 1948, tók Stefán við hreppsstjóminni. Þessum störfum öllum gegndi hann þar til í vetur, að hann sagði af sér hreppstjórastarfinu. Fannst honum þá að heilsa sín stæði á völtum fæti. Þetta varð líka sönn spá. Þann 9. júlí var hann staddur hjá vinafólki sínu í Reykjavík. Hné hann þá niður er hann ætlaði að ganga út úr húsinu. Hann var fluttur í sjúkra hús, en andaðist aðfaranótt hins 11. júlí. Hann hafði oft óskað þess að dauða sinn bæri að á þennan hátt eða svona fljótt. Það munu margir fleiri gera, en ekki verður öllum að ósk sinni. Nú er Stefán horfinn, og þótt við vinir hans samgleðjumst hon- um að fara fljótt í fullu starfi, þurfa ekki að horfast í augu við langa ellihrörnun og dauða þá fer ekki hjá því að samtíðin hans og sveitin sakni hans. Hann var sér- stæður persónuleiki. Hvar sem hann fór fylgdi honum hressandi blær. Hann var skilningsgóður á menn og mannlífið í heild. Hann var höfðingi í lund og allur lág- kúru- og smásálarskapur var hon um fjarri. Af þessum mönnum hrífst sam- tíðin að einhverju leyti og þeir setja svip á sveit sína og um- hverfi. Jónas Magnússon. t ÞEGAR ég kom fyrst í Mosfells- sveit fyrir 23 árum, veitti ég fljot lega athygli fremur lágvöxnum þreknum manni, hvikum á fæti og snöggum í hreyfingum, með greindarleg augu og virðulegan ennissvip, betur klæddan en bá gerðist almennt :neð bændum og ók í „drossíu". Þessi maður var Stefán Þorláksson, þá bóndi og garðýrkjustöðvareigandi íReykja hlíð. Þá þegar tókust góð kynni með okkur, sem þó áttu eftir með ár- unum að eflast í það að verða vinátta, með auknum samskipt- um og sameiginlegum áhug;amál- um. Þegar ég fyrst kynntist Stefáni var hann á bezía aldri fullur á- huga og lífsþrótti, sem og entist honum ævina út. Þau ár sem Stefán rak búskap og garðyrkju í Reykjahlíð má segja að hafi verið mikil velgengis ár fyrir garðyrkjubændur, enda leyndi það sér -kki að hann hafði þá rýmri fjárráð en þá almennt gerð ist hér í sveit Ekki var Stefán Þorláksson til auðs borinn í þennan heim, hann var fæddur af fátækum foreldr- um og naut þeirra að litlu, en var alinn upp á góðu heimili, að Hrísbrú hér í Mosfellssveit hjá þeim Ólafi Magnússyni og Finn- björgu Finnsdóttur, og kallaði hann þau ávaðt fóstru og fóstra. Talaði hann oft um þau með þakk læti og hlýhug og þó að mér fannst sérstaklega um fóstru sína, er hann taldi mikla ágætis og myndarkonu. Ekki naut hann í uppvexti menntunar framytir það sem á þeim árum gerðist um almenna bamafræðslu. En að eðlisfari ar maðurinn greindur og í hinum dagiega skóla lífsms lærði hann margt og mikið. Enda kom honum það betur er hann var orðinn hreppstjóri hér í þess- ari mannmörgu sveit, sem honum að flestra dómi fór prýðilega ur hendL En grunur minn er þó sá að það hafi alla ævi verið Stefáni nokk- ur fjötur um fót að hann í æsku ekki naut menntunar. Því er það að það var fyrst og fremst af hans eigin manndómi, sem hanr, skapaði sér þann virðulega sess, er hann hlaut meðal samborgar- anna. Fleiri opinber störf en hrepp- stjórastarfið voru Stefáni falin, meðal annars átti hann sæti í hreppsnefnd, deildarstjóri Slátur félags Suðurlands, umboðsmaður Brunabótafélags íslands, svo nokkuð sé nefnt. Fyrir nokkrum árum seidi Steí án Reykjavíkurbæ Reykjahlíðii’.a, en hélt extir hluta af landinu svo og nokkru af heitu vatni. Þar byggði hann stórhýsi og rak á fram garðyrkjustöð. Hann var ákafur athafna- og orkumaður, og stóð stöðugt í einhverjum stór- ræðum, enda þótt hann hefði ekki nema fyrir sjálfum sér að sjá, því Stefán giftist aldrei og eignaðist ekki afkomendur. Með mikilli rausn og myndar- skap hélt Stefán sitt heimili. Þar komu og til myndarlegar ráðs- konur er hann hafði, lengst af voru það tvær konur er hjá hon- um voru, Vilborg Jónsdóttir ætt- uð af Hvalfjarðarströnd og Ragn- hildur Jónsdóttir úr Reyðarfirði. Hjá Stefáni ólst upp að nokkru piltur héðan úr sveitinni, Sigurð- ur Jakobsson, og var ávallt síðan starfsmaður hans, mun ætíð hafa verið gott samband þeirra í milli. Stefán var ákaflega vinmargur, enda maðurinn höfðingi heim að sækja, greiðvikinn með afbrigð- um, og vildi hvers manns vanda leysa er til hans leitaði. Við kunningjar hans og sam- ferðamenn söknum har.s, og nú þegar leiðir skiljast þökkum við góða samfylgd. Blesuð sé minning þín. Sigsteinn Pálsson, Blikastöðum. J. AÐ MORGNI 11. þ. m. frétti ég andlát Stefáns Þorlákssonar fyrrv. hreppstjóra í Mosfells- hreppi. Setti mig hljóðan við r>á frétt, og svo munu fleiri geta sagt. Fyrir tveimur dögum átti hann tal við mig í síma um mál,erhann hafði áhuga fyrir að leysa og var þá glaður og hress og lék á als oddi. Og erindið var, það vil ég segja hér, að hann var að vinna fyrir einn sveitunga sinn að út- vega honum rafmagn hjá Sogs virkjuninni til afnota. En sá sem fer um meðal fólks- ins með sigðina, gerir ekki ætíð boð á undan komu sinni, en kem- ur þó og tekur það sem honum ber. Stefán varð bráðkvaddur. Stef án Þorláksson hafð- brotizt fram úr fátækt með ráðdeild, em- beittni og myndarskap og varð einn af vinsælustu og áhrifa mestu bændum í sveit sinni. Hann var höfðingi heim að sækja og lét vel að veita þeim sem að garði bar og fór þar lítt í manngreinarálit. Stefán var drengur góður og traustur vinur vina sinna. Vinsæll var hann og mun ekk'. hafa -ti óvildartnénn. Hann var fjörmaður í starfi og fór mjög sinar eigin leiðir og sýndi með því áræði og sjálf- stæði. Árið 1928, er Kjalarneshreppur byggði skóla og iundarhús að Klébergi, þá byggði Stefán Þor- láksson húsið, því tilboðið frá honum varð aðgengilegast. Elcki mun Stefán hafa auðgazt á verki þessu og sagði hann mér síðar, að það hefði ekki verið aðalatriðið, — e»- hann hefði lært nokkuð og -nikil tilbreyting hefði verið á þeim árum að sjá um þesra framkvæmd fyrir Kjalarneshrepp. Þess skal getið hér, að Stefán leysti þetta starf ágætlega af hendi og sýndi lipurð og dreng- skap í hvívetna. Stefán Þorláksson átti um nokk ur ár jörðina Hraínhóla og ojó þar búi sinu. Eiga Kjalnesingar margar góð- ar stundlr frá þeim tíma, heuna hjá honum, á fundum og manna- mótum. Hann var glaður í umræðum, fyndinn og gamansamur og stillti svo til, ao hætta hverjum leik þá hæst hann stóð. Ég þakka Stefáni fyrir vináttu í garð okkar hjóna og fyrir þau mörgu failegu blóm, sem hann sendi inn á heimili okkar við ýmisleg .ækiiæri, — sem ilmuðu af vinarhug og öáru með sér ang- andi gróðurlíf úr skauti jarðar. Og að síðustu þetta, kemur mér í hug samtalið I símanum, bar sem ákveðið var, þá næst ég átti leið til Reykjavíkur skyldum við hittast cg eiga tal saman, — það verður að bíða. Blessuð ié miiining hans. Ólafur Björnsson. t MARGIR eiga leið um Mosfells- sveit, einkum þó er sumar og náttúran kallar. Því þekkja þar fleiri til en í öðrum sveitum. Fyr- ir 20—30 árum voru hér þeir sömu sveitabæir einir og staðið hafa frá aldaöðli og gróizt sögu landsins. Arfhelgi þessara fornu býla veitti mönnum skjól í áföll- um, en lagði þeim líka sverð í hönd, þegar á þurfti að halda til sóknar. Síðan hefur sveitin auðg- azt að nýjum býlum og mann- kostafólki, sem hefur tekið sér bólfestu við hlið þess kjarnmikla stofns, sem óx fyrir. Og dyggð sveitarinnar hefur blandazt fram taki nýrra menningarstrauma. í þessari nýsköpun var Stefán Þorláksson í Reykjadal ótrauður þátttakandi og meðal forvígis- manna frá öndverðu. Hann fædd- ist upp á gamalgrónu heimili, en hyggindi hans og gjörhygli opn- uðu honum ungum sýn til stór- brotinnar tækni og athafnalífs, sem var að rísa á legg með þjóð- inni. Hvarvetna sá hann möguleika til framfara og umbóta og átti það þor, sem verkefnin kröfðurt af honum. Hann þekkti út í hörgul þörf sveitar sinnar og vaxtarskilyrði, orkaði með hyggni sinni og vökulli forsjálni á viðgang hennar og tvinnaði giftu sína hennar örlögum. Óglöggvari menn en Stefán sáu vafalaust, að með mörgum trygg- ari hætti mætti ávaxta fé en að reisa við eyðibýli á hjara byggð- árinnar. Samt réðst hann í það og með þvílíkri reisn og skörungs skap, að sæmdi rausn hans og höfðingslund. Hann var ekki held ur sá, að hann gengi frá verki hálfköruðu, enda ekki sýnt um að hopa af hólmi né láta hlut sinn nema fullreynt væri. Dygð sveitarinnar og helgi var honum runnin í merg og bein, og þvi var engu ofkostað, ef það mætti stuðla að því að byggja landið. Persónuleiki Stefáns í Reykja- dal var gæddur óvenjulegum þokka, þar sem fölskvalaus tryggð við menn og málefni og brigðalaus festa voru kvistir af fomri rót, en sívakin athafnaþrá, löngun til að láta verkin tala 1 kringum sig, sýnist fremur græðl- ingur á meiði nýrra tíma. Þegar þeyst er hjá garði og litið snöggvast ó lifsstarf Stefáns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.