Morgunblaðið - 24.07.1959, Page 1

Morgunblaðið - 24.07.1959, Page 1
20 siðuv Myndin var tekin við flugvél Nixons. Lengst til vinstri eru Muccio, sendiherra Bandaríkjanna eg kona hans, þá George V. AUen, yfirmaður upplýsingaþjónustu Bandarikjanna, og Milton Eisen- hower, bróðir Bandaríkjaforseta. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. Nixon kom v/ð d Keflavíkur- flugvelli á /e/ð til Moskvu MeB honum var 40 manna fylgdar- /ið og aukaflugvél fylgdi KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 23. júlí: — Richard Nixon, varafor- seti Bandaríkjanna, kom við á Keflavíkurflugvelli í morgun á leið sinni til Moskvu. Varaforsetinn og föruneyti hans, alls um 40 manns, ferðast með farþegaþotu af gerðinni VC 137, sem samsvarar Boing 707 farþegaþotunum, sem Pan American hefur nú í reglulegu far- þegaflugi á Norður-Atlantshafi. Flugvélin, sem flutti Nixon lagði npp frá flugvellinum í Washington kl, 1 sl. nótt og lenti á Kefla- víkurflugvelli kl. 6,26 eftir íslenzkum tíma, eða eftir tæplega 5Í4 stundar flug. Bjart og gott veður var í Keflavík, þegar flugvél vara- forsetans lenti. — Mikill undirbúningur Flugvél Nixons ók upp að flug- vallarbyggingunni kl. 6,30 og var þar margt manna og auðséð að mikill undirbúningur hafði farið fram til að afgreiða flugvél vara- forsetans á sem skemmstum tíma. Gífurlega stórir tankabílar renndu þegar upp að flugvélinni og hófu að dæla eldsneyti á geyma hennar. Slökkviliðsbílar voru til taks, ef eitthvað skyldi út af bera og herlögreglumenn voru á verði allt umhverfis flugvélina. Nixon hvíldist Sendiherra Bandaríkjanna á ís- landi. Mr. Muccio. og Henry J. Thorne J.r.. hershöfðingi, gengu þegar um borð í flugvélina, en höfðu þar skamma viðdvöl, því Nizon mun hafa hvílzt í svefn- klefa sinum, enda hánótt ennþá, samkvæmt Washington-klukk- unni og langur og erfiður dagur framundan. Með sendiherranum og hershöfðingjanum stigu á land nokkrir af fylgdarliði Nixons. Báru menn þar kennsl á dr. Milton Eisenhower, bróður for setans og Hyman Rickover að- mírál. þann er gat sér mestr- ar frægðar fyrir smíði kjarn- orkuhreyfilsins i Nautilus og baráttu sinni fyrir að Banda- ríkjamenn hæfu smíði kjarn- orkukafbáta. Rickover aðmír- Framh. á bls. 3 Mótmæla Bls. Föstudagur 24. júlí. Efni blaðsins m.a.: 2: Frá umræðunum á Alþingi gær. — 6: Fyrirlestur Carlo Schmid um Mazhicivelli. — S: Vigurhjónin sjötug. — 10: Ritstjórnargreinarnar: Hræðslu óp Framsóknar — Heimsókn, sem ekki var farin. — 11: Engar skottulækningar á sár- um Þingvalla, eftir sr. Jóhann Hannesson. — 19: íþróttir. PRAG. 23. júlí stjórnin hefur Bandarí k j astj órn vikunnar“, sem — Tékkneska mótmælt við vegna „bæna- nú er haldin vestra fyrir leppþjóðum Rússa. Telur tékkneska stjórnin þetta íhlutun í innanríkismál Tékka. I föruneyti Nixons var Rick- over aðmíráll, sá hinn sami og talipn er frumkvöðull að smíði kjarnorkukafbáta Bandaríkja- manna. Krúsjeff gerði leifturárás, fyegar Nixon kom til Moskvu MOSKVU, 23. júlí — Flugvél Nixons, varaforseta Bandaríkj- anna, lenti á Vnukovo-flugvellinum í Moskvu í dag í sömu mund og Krúsjeff réðist óvænt og ofsalega á Bandaríkin í ræðu, sem útvarpað var og sjónvarpað um öll Ráðstjórnar- ríkin. Krúsjeff hafði komið flugleiðis úr Póllandsheimsókn- inni klukkustundu áður og haldið beint á pólsk-rússneska friðarsamkomu, þar sem hann flutti ræðu sína. Um 200 fréttamenn höfðu safn- ast saman á flugvellinum til þess að vera viðstaddir komu Nixons. Voru þeir sýnu fjölmennari en rússneska móttökunefndin og áhorfendur til samans. Kozlov, varaforsætisráðherra, var formað ur móttökunefndarinnar — og bauð hann Nixon velkominn. ★ Sem von er hafði Nixon ekki hugmynd um ræðu þá er Krúsjeff flutti á vináttufagnaðinum ein- mitt um þetta leyti — en í ræðu þeirri. er Nixon flutti á flugvell- inum kvaðst hann vonast til þess, að koma hans og bandaríska sýn- ingin. sem hann mun opna í Moskvu á morgun, yrði til þess að auka skilning Rússa á Banda- ríkjunum og e. t. v. til þess að mjókka að einhverju leyti bilið milli þessara tveggja stórvelda. ★ Hvatti Nixon til ferðalaga Rússa til Bandaríkjanna, því að slíkt væri bezt fallið til þess að auka gagnkvæman skilning þjóðanna. ÞeTgar tillit er tekið til hins mikla eyðingarmátts nútíma vopna, sagði Nixon, vitum við. að í öðru stríði verða engir sigurvegarar. þar tapa allir. Nú er runnin upp sá tími, að þjóðirnar verða að læra að lifa saman. að öðrum kosti munu þær deyja saman. Kozlov flutti einnig ræðu á flug vellinum og stakk hún meira en lítið í stúf við ræðu Krúsjeffs. Kozlov var mjúkur á manninn og kvaðst vona hið bezta um sam- búð Rússa og Bandarikjamanna, því hvorug þjóðin vildi aðra styrjöld. Kona Nixons var i förinni — og rfieðal ferðafélaga þeirra hjón- anna voru Dr. Milton Eisenhower bróðir forsetans, HymanRickov- er, .,faðir“ bandarísku kjarnorku- kafbátanna. og George V. Allen, Framhald á bls. 19. Egypfar eiga stóran kaf- bátaflota KAIRO, 23. júlí — Abdel Hakim Amer. varaforseti Arabíska sam- Blaðaskrifin oímet Unclen m - segir STOKKHÓLMI. 23. júlí — Unden utanríkisráðherra Svía ræddi um hina afboðuðu Norðurlandaheim- sókn Krúsjeffs £ útvarpi í dag. Kvað hann menn bæði heima og erlendis velta vöngum yfir því hvað raunverulega hefði valdið því, að Krúsjeff hætti við að koma. Sagði hann, að bezt væri að halda sig við yfirlýsingu Ráð- stjórnarinnar — og segja mætti, að ummæli og blaðaskrif þeirra Svía. sem andvígir hefðu verið heimsókninni, hefðu borið árang- ur. ef tilgangurinn hefði verið að koma í veg fyrir heimsóknina. En samkv. áliti sænsku stjórnar- innar hefði Ráðstjórnin ofmetið þessi blaðaskrif. Stjórnin vænti þess, að atburðurinn yrði ekki til að skaða samskipti þjóðanna. bandslýðveldisins s.agði í ræðu í dag, að egypzki herinn, sem hlaut mikil skakkaföll í átökunum við Israelsmenn haustið 1956, hefði nú verið endurskipulagður og efldur á ný svo að hann gæti hrundið hvaða árás sem væri. Amer flutti ræðuna í tilefni þess, að sjö ár eru liðin frá „egypzku byltingunni". Mikil her sýning var og við þetta tækifæri. Rússneskir skriðdrekar óku í fylk ingum og einnig var þar að sjá annan rússneskan og tékkneskan vopnabúnað. MIG-þotur og Ilyus- hin sprengjuflugvélar flugu yfir — og Amer bætti því við. að Egyptar ættu nú stærri kafbáta- flota en nokkur í þessum heims- hluta. 5 , minna Krúsjeff enn á ana- og prentfrelsi skoð- KAUPMANNAHÖFN, 23. júlí — I orðsendingu dönsku stjórnarinn- ar til Ráðstjórnarinnar er lýst furðu yfir því, að Krúsjeff skyldi hætta við hina fyrirhuguðu Norðurlandaheimsókn. Segist danska stjórnin vart skilja ákvörðun þessa og harmar það jafnframt, að Ráðstjórnin skyldi hafa tekið meira tillit til yfirlýsinga ýmissa manna og ummæla nokkurra blaða en velviljaðs heimboðs dönsku stjórnarinnar. Danska stjórnin kveðst ekki Viðvíkjandi hinni svonefndu geta fallizt á það, að ekki hafi herferð gegn heimsókninni verið fyrir hendi hagstæður sem Ráðstjórninni hafði orðið grundvöllur fyrir heimsóknina, svo tíðrætt um, lagði danska stjórnin áherzlu á það, að skoð- ana og prentfrelsi væru grund- vallaratriði stjórnarskrárinnar. Þá var vikið að þeim ummæl- um Krújjeffs, að formlegar heim sóknir væru einskis nýtar. Segir danska stjórnin, að hún hafi ekki ætlazt til þess að heimsókn hans yrði annars eðlis. Hún hafi ekki undirbúið neinar pólitískar viðræður, en vænzt þess, að leið- togarnir mundu skiptast á skoð- unum — og slíkt væri alltaf til góðs. Ovinur Kassems dæmdur til hengingar BAGDAD, 23. júlí. — Rashid > Ali, maðurinn, sem stóð að j baki nazistabyltingunni í írak S 1941, hefur verið dænrdur til J j hengingar af leynilegum rétti ^ 5 — fundinn sekur um að hafa s J ráðgert uppreisn gegn stjórn i S Kassems í desember sl. Dóm-) urinn hefur verið lagður fyr- s ir Kasscm til undirskriftar. — S Rashid Ali er sagður hafa J verið í nánu sambandi við J erindreka Arabíska sambands S lýðveldisins og hafa unnið að > því að dreifa vopnum og mútu ■ fé, sem allt miðaði að því að s koma Kassem fyrir kattarnef. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.