Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 09.08.1959, Síða 3

Morgunblaðið - 09.08.1959, Síða 3
Sunnudagur 9. ágúst 1959 MORCVNBL AÐ1Ð 3 I JFélagsheimilið Skúlagarður i Krossdal í Kelduliverfi. Félagsheimili og heimavistar- skóli í sömu hyggíngu Vigsluhátið i Kelduhverfi um helgina 7 Hvernig hlustar þú ? Sœlir eru þeir, sem heyra Guös orö og varöveitc þaö. (Lúk. 11.27) ALLT frá barnæsku höfum vér verið minnt á þessi orð Frelsara vors. Víða standa þau skráð skíru og fögru letri á prédikun- arstólum kirknanna og margir prestar hafa þau yfir í hverri messu. Hér er lögð áherzla á það að því fylgi blessun, að heyra Guðs orð og láta það bera ávöxt í lífi sínu. En vér getum hlustað með ýmsum hætti. Vér getum sjálf lesið rit hinn- ar helgu bókar, og þannig fræðzt um þau sanndindi, sem hún hef- ur að flytja oss. Vér getum tam- ið oss kirkjurækni, og notið helgra stunda í húsi Drottins, hlustað á það, sem þar er flutt og hugleitt vandamál lífsins fyr- ir augliti hans, þar sem lofsöngv var og tilbeiðsla lyfta huganum NÚ um helgina verður vígt nýtt og glæsilegt félagsheimili í Keldu hverfi. Hefur heimilið hlotið nafnið Skúlagarður og stendur í Krossdalslandi sem er í miðri sveit. Þórarinn Jóhannesson bóndi þar hefur gefið land það er félagsheimilinu fylgir. Sam- byggt félagsheimilinu er heima- vistarskóli og íbúð fyrir kenn- ara. Verið að ljúka verkinu Fyrir skömmu kom tíðinda- maður blaðsins við í Skúlagarði og var þá verið að leggja siðustu hönd að verkinu. Smiðirnir voru að ljúka við að ganga frá leik- sviði og málarar voru í óða önn að ljúka sínu verki Þá vann Þór arinn Þórarinsson frá Krossdal að lagfæringu lóðarinnar kring- um húsið. Við leituðum nokkurra upplýsinga hjá honum og yfir- smiðnum, Þórhalli Snædal frá Húsavík, en Trésmiðjan .Borg hefur séð um allar innréttingar og Þórhallur haft á hendi verk- stjórn. Teikningu að félagsheim- ilinu gerði Þórir Baldvinsson hjá Teiknistofu landbúnaðarins, Pétur Pálsson teiknaði hitalögn, Ólafur Gíslason rafkerfi og Sig- urður Thoroddsen teiknaði járna lögn. Yfirumsjón með máln- ingu bæði utan húss og innan hafði Haraldur Björnsson mál- arameistari á Húsavík. 300 manns í sæti Alls er húsið um 600 ferm. að grunnfleti og kjallari undir skól anum og íbúðinni um 100 ferm. Lofthæð í sal er 5,50 m. Aðal- salur tekur 180 manns í sæti, en áfastur við hann er veitingasal- ur, sem tekur um 120 manns í sæti. Undir leiksviði er kjallari þar sem fyrir er komið búnings- herbergjum, snyrtingu og geymslu fyrir sviðsmuni. Eins og gefur að skilja hefur þurft meira til þessarar bygg- ingar heldur en flestra annara félagsheimila, þar sem þessi bygg ing gegnir margþættara hlut- verki. Húsið hefur verið búið mjög fullkominni sjálfvirkri miðstöð, sem notar olíu fyrir hita gjafa. Þá hefur verið keypt slag- harpa fyrir samkomusalinn. All- ur húsbúnaður bæði fyrir sam- komuhald og skólarekstur, þar með talinn húsbúnaður í vist- herbergi nemenda. Ennfremur hefur verið fenginn borðbúnað- ur fyrir hvort tveggja, skóla og samkomusal. Þá eru tvær diesel- rafstöðvar í byggingunni, aðal- stöðin 18 kw. og svo 6 kw. vara- stöð. Kostar 2,3 millj. króna. Með öllu og öllu mun bygging arkostnaðurinn verða um 2,3 milljónir króna og er sjálfboða- vinna, sem er talsvert mikil við bygginguna, talin með. Þykir byggingarfróðum mönn- um að hér hafi verið vel á hald- ið. — Eftir að hafa skoðað þetta glæsilega félagsheimili og rabb- að nokkra stund við hina dug- miklu starfsmenn við bygging- una, fórum við og skoðuðum ^ sundstað, sem er rétt norðan við s heimilið, í svonefndri Litlu-á. > Þar er 16 gráðu heit uppspretta | og hefur verið kennt þar sund ( um all-langt skeið. Hinum meg- S in árinnar eru sléttar grundir og ) því nærfellt sjálfgert íþrótta- ^ svæði. s Þarna hafa Keldhverfingar því S á einum og sama stað flest það • er verða má til eflingar og $ þroska fyrir æskufólk héraðsins. s Þeir hafa þegar gert sér glæsi- ) legt félagsheimili og skóla og þess mun án efa ekki langt að bíða að bæði sundstaðurinn og leikvangurinn verði bættur svo að fullkomið geti talizt. — vig. Önnur styrkveiting úr minningar Velliiidishver SÉRA ASMUNDUR Guðmunds- son, fyrrum biskup, sem fæddur er í Reykholti árið 1888 og átti þar heima til ársins 1907, skýrði Mbl. svo frá, í sambandi við fregn í blaðinu á dögunum um að gamall goshver í Reykjadalsá væri nú farinn að gjósa að nýju, að hver þessi hefði í sinni tíð verið nefndur Vellindishver eða Vellineshver í stað nafnsins Vell- ir, sem hins vegar mun vera nokkuð útbreitt nú orðið m. a. á Akranesi. Þegar fram í sótti hefði hverinn líka oft gengið undir nafninu Árhver, að sjálfsögðu sökum þess að hann væri úti í ánni. — Þá sagði séra Ásmund- ur, að hverinn hefði fyrst.byrj- að að gjósa upp úr jarðskjálft- unum 1896, á .5 mínútna fresti framan af en síðan lengi vel með hálftíma millibili, eins og sagt var í fréttinni. Það var faðir séra Ásmundar, séra Guðmund- ur Helgason, prestur í Reykholti, sem mældi eitt af fyrstu gosun- um, og reyndist það vera 32 fet. Á þessum árum komu margir ferðamenn, til þess að skoða hverinn, og var þá oft látinn í hann sápa. VerzLmiél. Bol- ungavíkur stofnað Miðvikudaginn 29. júlí sl. var stofnað Verzlunarmannafélag Bolungarvíkur. Formaður var kjörinn Magnús Jónsson og með stjórnendur Greta Guðmunds- dóttir og Jón Rafnar Jónsson. Gert er ráð fyrir að félagið gangi í Verzlunarmannafélag ísafjarðar á næsta ári, þegar lög- um þess félags hefur verið breytt á þann veg að félagssvæðið nái einnig yfir Norður-ísafjarðar- 5 sýslu. - Á fundinum mætti formaður Landssamb. ísl. verzlunarmarma, Sverrir Hermannsson. Samþykkt var á stofnfundinum og sækja um inngöngu í L.Í.V. Klyfjahestur og sœtt vín SIGURJÓN Ólafsson mynd- nýklippt fax. Og ég er ákveð- höggvari vinnur um þessar inn £ því að setja taglið á mundir að því að fullgera hann, áður en bæjarfulltrú- styttu af hesti, sem á að setja arnir koma til að skoða hann. upp á vegum Reykjavíkur- Það er nefnilega í samningun- bæjar og fegrunarfélagsins á um, að þeir skuli fá að sjá Hlemmtorgi ofarlega, gegnt hann, áður en ég gef honum húsinu Norðurpól, sem enn nafn og kyn. Ég er að hugsa stendur. — í stuttu samtali við um að hafa þetta meri. Þær Mbl. í gær sagðist Sigurjón fóru með folöldin með sér, en búast við að ljúka myndinni ég ætla ekki að láta folald eftir Vi ár eða svo. Ég hef unn- fylgja, því að það er ekki í ið að henni í 5 mánuði, sagði samningunum. Já, ég ætla að hann, og hefur mér þótt það setja ýmislegt á þennan hest, ákaflega skemmtilegt, því ég því ég fékk skilaboð frá Jóni hef alltaf viljað gera mynd af Stefánssyni um daginn og íslenzka hestinum með klyfj- bað mig að hafa hann skemmti ar. Ég hef unnið mikið undan- legan. En þetta verður samt farið, að mér finnst, en samt halda blessaðir bæjarfulltrú- arnir, að maður sé alltaf að slæpast. En það er mikill mis skilningur, ég er ákaflega vinnusamur maður. engin stássmey, heldur ofur- venjulegur klyfjahestur, sem leiðist, ef hann hefur ekkert fyrir stafni. — Og á hvað á hann svo að minna okkur? — Hann á að minna okkur Hesturinr, er tæplega 2ja m á eitthvað sem er stöðugt og hár, þar sem hann er lægstur, fast fyrir. Ég á góðar minn- en meðalhestur íslenzkur er ingar um Tiesta á Eyrarbakka. 1,40 m. Svo á hann að standa á 2ja m háum stalli, en fram- an við verður vatnsþróin end- urbyggð — og þá verður sjón þeir biðu tímum saman eftir körlunum á kenderíi og eng- inn sá, að þeim rynni í skap. En þetta voru líka góðir karl- að sjá hann, sagði Sigurjón. ar. Þeir gáfu konunum sín- Annars á ég mikið eftir, ég um alltaf eina flösku af sætu er t. d. að hugsa um að hafa víni, þegar þeir komu heim hann með augu og eyru og úr kaupstað. til hæða, yfir allt hið jarðneska og hversdagslega. Areiðanlegt er það, að kyrrlát- ar stundir í húsi Drottins flytja mönnum blessun. Hið mikla vélaskrölt og hraði nútímans slít- ur mjög taugum flestra manna, svo að þeir verða þreyttir og útslitnir fyrir aldur fram, jafn- vel þó að þeir geri sér það ekki ljóst. Vér þurfum því að njóta hvíld- ar og' andlegrar uppbyggingar. Hvíldardagurinn á því að vera helgidagur. Sá, sem vill lifa heil- brigðu lífi, verður að leggja rækt við trúarlíf sitt, eins og hann verður að gæta heilsu sinnar með heilbrigðum lífsháttum. Heil- brigð sál í hraustum líkama á að vera kjörorð hvers manns, og þetta kemur ekki allt af sjálfu sér fremur en önnur eftirsóknar- verð gæði lífsins. Vér verðum að hafa nokkuð fyrir öllum hlut- um, ekki sízt þeim, sem mest gildi hafa fyrir lífið. n. Allir eru sammála um það, að til þess að fræðast um sannindi lífsins þurfum vér að hlusta á boðskapinn, sem fluttur er, hug- leiða hann í alvöru, svo að hann megi bera ávexti í lífinu. Margir segja: Ég kem ekki í kirkju, en ég hlusta á útvarp i ró og næði heima hjá mér. Ekki skal það dregið í efa, að mikið sé hlústað á útvarpsmessur með þjóðinni og að margir fylgist vel með þeim helgistundum, sem útvarpið flytur. Þó að útvarps- guðsþjónustur kunni að draga eitthvað úr kirkjusókn, þá kem- ur það tæpast til mála að hætta slíku útvarpi, því þá myndi kirkjan svipta sig möguleika til þess að ná til þess hluta þjóðar- innar með boðskap sinn, sem hvorki getur sótt kirkju, né vill þangað fara af einhverjum ástæðum. Enginn vafi er á því, að marg ir hafa bæði ánægju og upp- byggingu af því að guðsþjónust- um er útvarpað. Oft lætur fólk þakklæti sitt í ljós fyrir ákveðn- ar útvarpsmessur og finnst að það hafi sérstaklega verið til þess talað, og sjaldan mun svo vera að ekki snerti einhver þátt- ur útvarpsgúðsþjónustunnar við- kvæman streng í brjósti einhvers af þeim mikla fjölda, sem hlust- ar. En guðsþjónustan er annars eðlis en flest annað útvarpsefni. Til þess að útvarpsguðsþjónusta verði til uppbyggingar, verða menn að gefa sér tíma og næði til þess að hlusta. Ef að fólk hef- ur ekki aðstöðu til að hlusta, nema með „öðru eyranu“, á það ekki að opna útvarpstækið eða loka strax fyrir það, ef ekki er hægt að hlusta í næði. Guðs- þjónusta í útvarpi, mitt í skark- ala og skvaldri, þegar enginn hlustar getur beinlínis orðið til S Þess að draga úr virðingunni fyr- S ir helgi guðsþjónustunnar. En þetta er ekki útvarpsins sök, heldur þeirra, sem útvarpstækj- unum ráða. Sú var tíðin, að heimilisguð- rækni var í heiðri höfð hér á landi og húslestrar lesnir á heim- ilunum, þar sem kyrrð og friður ( ríkti. Ef réttilega væri á haldið S gæti útvarpsguðsþjónustan orðið mikilvægur þáttur í heimilisguð- rækni vorra tíma. Útvarpsguðsþjónustur eiga ekki að koma í staðinn íjtít kirkjusókn, en eru fyrst og fremst þeim ætlaðar, sem ekki geta sótt kirkju sína, eðá þegar guðsþj ónustur eru ekki haldnar á kirkjustað. Því oftar, sem fólk sækir kirkju, því betur mun það skilja, að útvarpsguðsþj ónustan er lika helgistund, sem oss er ætluð til uppbyggingar og blessunar. Vér skulum því gæta að, hvernig vér hlustum og hvort orð Frelsara vors eiga við oss, þessi orð: „Sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það.“ Ó. J. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.