Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 09.08.1959, Side 11

Morgunblaðið - 09.08.1959, Side 11
"junnudagur 9. ágúst 1959 MORGVNBLAÐIÐ 11 Mynd þessa tók fréttamaður Mbl. af áhöfn vélbátsins Hugins er hún var í óðaönn við að draga síldarnótina sl. miðvikudag. Þegar myndin var tekin var báturinn staddur austur af Hraun- hafnartanga, grunnt frá landi. (Ljósm. M. Ö. A.) REYKJAVÍKURBRÉF LaugarcL 8. águst Á skammri stundu Á skammri stundu skipast veð- ur í lofti. Hinn 26. júlí sendi einn kunnasti blaðamaður Breta vest- anhafs Alistair Cooke Manchester Guardian grein, þar sem hann segir: „Eftir þá óheppilegu tilviljun, sem sendi Mr. Nixón tij Moskvu í vikunni, sem Congressinn heig- aði hinum þjökuðu þjóðum, telja menn, að það sé sáralítið sem nokkur hér geti gert til að milda gremju Mr. Krúsjeffs." Örfáum döguta síðar ákvað Eis enhower að bjóða Krúsjeff til Bandaríkjanna og hirm síðar- nefndi á nú ekki nógu fögur orð um Eisenhower og tilhlökkun sína til ferðarinnar. Á þeim fáll dögum, sem á milli voru hafði Nixon farið eins konar sigurför um Rússland, a. m. k. á leiðinni til forsetaframboðs í Bandaríkj- unum. Hann hafði einn stjórn- málamanna, sem til Rúss lands hafa komið, svarað Krús- jeff fullum hálsi í almanna á- heyrn, að vísu e. t. v. ekki verið eins stóryrtur og gestgjafinn, en þó haldið sínu máli fram með svo miklum krafti, að mörgum of- bauð — ekki sízt í Bretlandi. Ár- angur þess varð sá, að viðmót Rússa varð vingjarnlegra eftir því sem á leið og náðu þó vina- hótin fyrst hámarki, þegar heim- boðið frá Eisenhower kom. í rúss neskum blöðum og útvarpi vovu að vísu orð og athafnir Nixons túlkuð á allt annan veg og mun óvirðulegri en á Vesturlöndum. Kéila aðferðin? Að þyí var vikið í síðasta Reykjavíkurbréfi, að svo virtist sera stóryrðin kynnu að hreinsa loftið á milli þessara tveggja stór velda. Síðari atburðir hafa leitt í Ijós að rétt var til getið. Fyrir þá, sem utan við standa, er þó ekki gott að átta sig til hlítar á því, sem gerzt hefur. Vera kann, að þetta hafi allt verið meira eða minna undirbúið áður. Afboð Krúsjeffs á Norðurlandaheim- sókninni og ástæðurnar fyrir því vöktu strax þann grun að eítt- hvað annað byggi á bak við on uppi var látið. E. t. v. hefur Krús- jeff þá þegar verið staðráðinn í að nota heimsókn Nixons til að krækja sér í hið eftirþráða heim- boð til Bandaríkjanna. Því verður ekki neitað að Krús- jeff hefur niun meira erindi til Bandaríkjanna en Norðurlanda. Ófriðarhættan stafar ekki af smá ríkjunum í Evrópu. Ef stórveidin koma sér saman, þá er heims- friðurinn tryggður svo sem verða má um sinn. Auðvitað má vera, að samtöl forráðamanna þeirra leiði ekki til samkomulags. Á- standið getur þó naumast orðið verra en það hefur verið. Á sín- um tíma var það lofsvert, að Chamberlain skyldi reyna að hindra ófrið við Þjð'ðverja.Flestir telja eftir á — með réttu eða röngu, — að samkomulagið í Múnchen hafi verið of dýru verði keypt. Vonandi láta forráðamenn Bandaríkjanna sig ekki henda sömu skyssu. En þá horfir fyrst illa, ef menn vantreysta svo sjálf um sér, að þeir þori ekki að tala við andstæðing sinn á jafnréttis- grundvelli. Hreinskilnin !>ezt Heimsóknir ýmsra vestrænna stjórnmálamanna til Rússlands hafa einmitt verið varhugaverðar vegna þess, að þeir hafa þar látið fara með sig sem sýningargripi og ekki haft neina möguleika til að láta uppi sjálfstæða skoðun eða ná til fjöldans. í þessa gryfju féll Nixon ekki. Hann hafði tryggt sér fyrirfram, að ekki væri venjuleg rússnesk leynd yfir því, sem hann sagði við opinber tæki- færi. Rússar tóku og betur en ýmsir hinna varfærnu á Vestur- löndum höfðu ætlað hinni hörðu gagnrýni, sem Nixon hélt uppi þar eystra. Auðvitað má segja, að það, sem fulltrúi mesta stórveldis heims geti leyft sér, megi ekki hinir, sem minni máttar eru, ætla sér. Nokkuð kann að vera til í því, en þó er það svo hvarvetna, að sá, er meira metinn, sem segir hug sinn allan, en hinn, sem kemur fram af augljósum undir- lægjuskap. Forsetaframboð Inn í þetta allt blandast kosn- Í'ngabaráttan í Bandsríkjuiuim. i'orsetakosningar eiga að visu ekki að fara þar fram fyrr en eftir rösklega eitt ár. Nú þegar er hafin mikil togstreita um, hverjir eigi að vera í framboði af hálfu höfuðflokkanna tveggia. Eftirtektarvert er, að' í Banda- ríkjablöðum eru allar frásagnir af ferðum Nixons mjög miðaðar við það, hvaða áhrif orð hans og gerðir hafi á möguleika hans til að verða forsetaefni republikar.a- flokksins. Því er mjög á lofti hald ið, að aðalkeppinautur hans nú sé Rockefeller, ríkisstjóri í New York. Talið er, að hann hafi hugs að sér að nota tækifærið á rík'S- stjóraráðstefnu, sem haldin var þessa dagana, til þess að léta að sér kveða og ná þannig athygli fjöldans. En hann hafi alveg farið í skuggann, fyrst vegna orða- skipta Nixons og Krúsjeffs og síðan vegna frægðarfarar Nixons til Póllands. Nauðsynlegt er, að menn hafi þetta í huga, þegar atburðitnir nú eru metnir. En ekki er það vænlegt, ef höfuðákvarðanir í ut- anríkismálum eru fyrst og fremst miðaðar við það, að fá augna- bliksvinning í baráttu um fuil- trúakjör innan flokks. Bandarík- in hafa marga veikleika, m. a. þennan. En þar er og sá kostur, að, þrátt fyrir stærðina, er meira af stjórnmálaátökunum í allra augsýn en í flestum öðrum lönd- um. Almenningur á þess v'egna hægara með að kveða upp sinn dóm og lýðræðið er í raun og veru tryggara. Ókumiugt eíni Fyrir nokkrum árum vann hér í bandaríska sendiráðinu maður að nafni Hedin Bronner. Hann hefur síðan skrifað sitt hvað urn forn fræði, m. a. íslenzk. Nú ný- lega hefur hann ritað í banda- rískt fræðirit ritdóm um hina ís- lenzku bókmenntasögu Stefáns Einarssonar, sem hann hefur rit- að á enska tungu. Ritdómur Bronners, sem nú er forstjóri American House í Köln í Þýzka- landi, er að ýmsu leyti athyglis- verður. Hann getur þess þar, hversu ókunnugir Bandaríkja- menn séu íslenzkum fræðum. I háskólum vestra stundi nú færri menn norrænu og íslenzk fræði en nokkru sinni fyrr Bronner telur þetta mikinn skaða, því ið hinar fornu bókmenntir íslend- inga séu undirstaða rita Ibsens, Björnsons, Strindberg, Undset og Hamsun. En allar séu þessar bók- menntir um margt mjög líkar ýmsu því bezta í bandarískum bókmenntum, beri svip af sörou baráttu við náttúruöflin og reynslu landnemans í að temja þau. Bronner bendir réttilega á, að út af fyrir sig hafi ekki mikla þýðingu, þó að í háskólum séu kennd einhver fræði að nafninu til, ef enginn fáist til að sinna þeim. Viðfangsefnið sé að útvega kennara, sem með persónuleika sínum geri námsefnið lifandi og eftirsóknarvert fyrir stúdenta. Hér er mikið verk að vinna fýnr íslenzka háskólann. Þess vegna er ánægjulegt, að það fer í vöxt að sinnt sé erlendum stúdentum og þeim veittur kostur á að nema hér íslenzk fræði. Um að gera er að fá hingað efnilega menn og veita þeim þá hvatningu, sem endist til þess, að þeir geti síðar víðs vegar um heim orðið boð- berar íslenzkrar menningar og sýnt umheiminum, að við höfum nokkuð fram að leggja. Umkvörtun Karls í Tímanum sl. sunnudag ber Karl Kristjánsson, þingmaður S-Þingeyjarsýslu fram nokkrar spurningar til Bjarna Benedikts- sonar og gerir grein fyrir þeim með þesum orðum: „Ég sé, að í Reykjavikurbréfi Morgunblagsins 5. þ. m. hefur Bjarni Benediktssori ritstjóri vik- ið nokkrum orðum að ættarhér- aði sínu, Þingeyjarsýslu. Hann fullyrðir, að „í Þingeyjarsýslum og Strandasýslu" beri kosninga- úrslitin síðustu með sér, að þar sé „ástandið nú“ í þessum efnum svipaðst, „því sem í járntjalds- löndum er“. í þessum sýslum, segir hann, „hefur með flokks- kúgun og fjármálavaldi tekizt að hindra eðlilegan skoðanaágrein- ing“. „Ljótt er, ef satt væri“. Kvörtunarefnið Grein Karls er skrifuð þ. 30. júlí og er því vitnað til Reykja- víkurbréfs hinn 5. júlí sl. en þar segir: „Reynslan sýnir, að þar :em ofurveldi Framsóknar og SÍS hef ur tekizt að bæla niður frjálsa skoðanamyndun, svo að baráttu- hugurinn þverr, þar verða kosn- ingaúrslit svipuðust því sem í járntjaldslöndum eru. Svo er á- standið nú t. d. í Þingeyjarsýsl- um og Strandasýslu. 'Sízt er ástæða til að gera lítið úr því fólki, sem bygg- ir þessi héruð. Auðvitað eru þar jafn góðir íslendingar og hér í Reykjavík. Gallinn er sá, að þar hefur með flokkskúgun og fjár- málavaldi tekizt að hindra eðli- legan skoðanaágreining. Skoðana munur leiðir af mannlegri hugs- un og þar sem hann er bældur niður, sést að eitthvað meira ?n lítið er athugavert. Allt þetta mun breytast, þegar hin nýja kjördæmaskipun tekur gildi. For ystumaður Þingeyinga fyrir hálfri öld, Pétur á Gautlöndum, sá það réttilega og sagði þess vegna, að hlutfallskosningar væru fegursta kosningafyrirkomulagið. Úr því, hann sagði það þá, nvað mundi hann»segja nú, ef hann hefði séð aðfarirnar, sem beitt var til að hindra að þessr um- bætur kæmust á?“ Svo vill til, að Bjarni Bene- diktsson svaraði umkvörtunum Karls Kristjánssonar, þegar fyrir fram í ræðu, sem hann héll 6. september sl. á Húsavik. Úrdrátt- ur úr henni var birtur í Morgun- blaðinu hinn 10. september 1958 og skal hér endurprentað það, sem máli skiptir. Bjarni ræddi fyrst um einhug þjóðarinnar í landhelgismálinu og sagði síðan: ÞÍBgcyingar misst forystu Víst er það rétt, að einhugur þjóðarinnar nú vekur menn til umhugsunar um, að betur færi, að hann væri oftar fyrir hendi. Þó skulum við vera vel á verði gegn því, að slíkur einhugur verði ekki að skjóli fyrir yfirráðum tiltekins*' hugsunaráttar, svo að , heilbrigð gagnrýni komist ekki að. Hér í Þineyjarsýslu er sér- stök ástæða til að hugleiða þetta. Áður fyrr höfðu Þingeyingar forystu bæði í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og í félagsmálum. Nú eru ekki síður en áður margir ágætir menn hér í Þingeyjar- sýslu. En öllum er ljóst, að riin andlega forysta, sem Þingeying- ar höfðu á síðustu áratugum 19. aldar og um aldamótin, er úr sóg- unni. Ein af ástæðunum fyrir því, að svo hefur farið, er, að ákveðinn skoðanaháttur er hér of einráður. í landi hefur legið að telja þá nánast óalandi og óferjandi, sem aðra sannfæringu hafa en hinn ráðandi meirihluti. Sagt er, að hér um slóðir l<’si margir Tímann. En svo er að sjá sem þeir tileikni sér ekki einn helzta boðskap þess blaðs. Við okkur Reykvíkinga ámálgar Tím inn í sífellu, að hættulégt sé að láta sama flokkinn vera allsráð- • andi of lengi. Ef þetta er rétt fyrir Reykvíkinga, þá á það ekki síður við um Þingeyinga. Reykvíkingar hafa raunar ekki fylgt ráðum Tímans og hrint meirihluta Sjálfstæðismanna í höfuðborginni. Það er vegna þess, að yfir Sjálfstæðisflokkinn hefur aldrei færzt sá doði, sem löngum völdum oft er samfara. Baráttan í Reykjavík er hörð og þar má yfirleitt aldrei við bæjarstjórnar kosningar sjá fyrir, hver úrslitin verði. Gagnrýnin og hin stöðuga barátta heldur Sjálfstæðismönn- um lifandi og á sinn ríka þátt í því, að þeir eru forystunni vaxn- ir. Mcsta auðsafn á Islandi * Hér í Þingeyjarsýslu vita aftur á móti allir fyrirfram, hvernig kosningar muni fara. Einn flokk- ur er hér allsráðandi og þar kemst engin gagnrýni að. Þetta er hvorki hollt fyrir íbúa héraðs- ins, þegar til lengdar lætur, ré þá sjálfa, sem þessi völd hafa. Ofurdramb þeirra má marka af því, þegar valdamenn Framsókn- ar, sem við síðustu kosningar fékk aðeins rúm 15% af öllum kjósendum landsins, hælast um yfir því, að þeir ætli sér og hafi raunar þegar gert ráðstafanir til að ýta hér um bil helmingi þjóðarinnar til hliðar! Framsóknarmenn hafa náð utn ráðum yfir meira samansafni auðs en nokkurn tíma áður hefur verið fyrir hendi á íslandi. Vegna þessa auðvalds og ranglátrar kjördæmaskipunar telja valda- menn Framsóknar sig geta setið yfir hlut annarra landsmanna. Eðlilegt er að þeim, sem í strjál býli búa, séu fengin nokkru meiri áhrif á skipun Alþingis en hinum sem í þéttbýlinu eru, en hér sem ella verður að vera „óf á. Nú er misréttið langt úr hófi. Það fær ekki staðizt til lengdar og þau héruð, sem nú telja sig hagnast á því, eiga sjálf að beita sér fyrir leiðréttingu þess áður en um seinan verður. Það er öllum til tjóns, að egna saman landsmenn vegna þess að þeir búi á ólíkum stöðum í land- inu. Á fundum hér fyrir norðan er Reykvíkingum stundum líkt við gullgrafaralýð. Slík hæði- yrði eru engum til góðs og ein- mitt tímar eins og nú, þegar við öll finnum til þess, sem sameinar hina íslenzku þjóð, eiga að vekja okkur til umhugsunar um, að öll erum við jafngóðir íslendingar, hvort sem við búum í Þingeyjar- sýslu eða Reykjavík“. ’Svo mælti Bjami Benediktsson á héraðsmóti á Húsavík hinn 6. sept. 1958. , Visna tréð og hið græna Allir .þeir, sem þekkja Kari Kristjánsson, vita, að hann er að hjartalagi einlægur lýðræðis- sinni. En hvernig skyldi vera með hin visnu tré innan Framsóknar, þegax jafnvel hið græna, sjálfur Karl Kristjánsson, spyr Bjarna Benediktsson að þessu: „Telur hann óeðlilegt, að fólk, sem heyr svipaða lífsbaráttu, taki svipaða afstöðu til málefna, Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.