Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 09.08.1959, Síða 12

Morgunblaðið - 09.08.1959, Síða 12
12 MORCVISBLAÐIÐ Sunnudagur 9. ágúst 1959 — Reykjavíkurbréf Framh. aí bls. 11 ef það hugsar sjálfstætt? Neitar hann þeim sannleika, að því félagslega þroskaðri sem menn verða, því minni verður að jafnaði ágreiningur þeirra í milli í þjóðfélagsmálum?“ íslenzk alþýða hefur fyrir löngu svarað þessum spurningum Karls. Forn málsháttur segir: Allt orkar tvímælis þá gert er. Þetta á hvergi fremur við en í stjórnmálum. Skilningur á því, að skoðanamunur er sjálf- sagður og óhjákvæmilegur, er undirstaða lýðræðis og frjáisra stjórnarhátta. Það er hugsunav- háttur einræðísherranna, scin Karl Kristjánsson hér hefur gerzt talsmaður fyrir. Hér stjórnar Karl Marx tungu hans en ekki með fædd hyggindi hans sjálfs. á veg með í þjóðfélagi okkar. að víkja til hliðar hinum framtaks- sömustu mönnum. Um verzlunarkúgun þarf ’kki að fjölyrða. Tíminn sjálfur hefur viðurkennt hina „vissu sam- stöðu“ ,samvinnuhreyíingarmn- ar og Framsóknarflokksins" Mis beiting á valdi kaupfélaganna er nú orðin svo megn, að hún er engum hættulegri heldur en kaupfélögunum sjálftun. Almenn ingur lætur ekki bjóða sér slíka meðferð til lengdar. Þeir menn, sem svo fara að, misfara með þann trúnað, sem þeim hefir ver- ið veittur. Það eru þeir, sem skaða samvinnuhreyfinguna, en ekki hinir, sem gagnrýna misbeit inguna. Sextugur í dag; Lnn spyr Karl Karl Kristjánsson spyr enn- íremur: „Hvaða dæmi getur hann til- greint um flokkskúgun í Þing- eyjarsýslu? Hvaða dæmi getur hann nefnt um beitingu fjármálavalds til hindrunar skoðanafrelsi þar’" í einu helzta lýðræðisblaði heimsins stóð nýlega þessi setn ing, sem enginn lýðræðissinni mun mótmæla: „Kommúnisminn þrífst bezt þar sem enginn andstaða er og þar sem hægt er að breiða út lygar hans, án þess að sannleik- urinn heyrist." Mikill fjöldi fólks, e. t. v. meiri hluti í einræðislöndunum, trúir því, sem einræðisherrarnir segja þvi, af því, að það fær ekki vitneskju um annað. En hvernig lýsti bóndi úr Mývatnssveit, ein- dreginn Framsóknarniaður, Sig- fús Hallgrímsson, ástandinu þar í Tímanum hinn 15. maí sl.? Þá skrifaði hann í Tímann um grein, sem Bjartmar Guðmundsson hafði í vetur skrifað í Morgun- blaðið um andarunga á Mývatni og nælonnet. Sigfús Hallgríms- son segir: „Af tilviljun barst mér blaðið í hendur, því ekki kaupi ég það, og um engan veit ég hér um slóðir, er það gerir. Fáum mun það sent og enn færri þeir, er til þess hafa verðleika Hins veg- ar virðist efni greinarinnar óneit anlega koma bændum við Mý- vatn nokkuð mikið við og virðist svo sem finna hefði mátt greiðári leið þeim til lesturs, sem málíð snerfir mest.“ Benedikt Guttormsson bankafulltrúi BENEDIKT Guttormsson banka- fulltrúi er sextugur í dag, því fæddur er hann 9. ágúst 1899 að Stöð í Stöðvarfirði í Suður- Múlasýslu. Foreldrar hans voru þau mætu hhjón séra Guttormur Yigfússon fyrrverandi prófastur og k)na hans frú Þórhildur Sigurðar- dóttir Steinssonar frá Harðbak á Sléttu í Norður-Þingeyjar- sýslu. En séra Guttormur var að In.ng feðgatali kominn af Mýramönn um í Borgarfirði. Benedikt ólst upp í foreldra- húsum að Stöð, og vandist fljótt við alla vinnu sem til féll á hejm- ilinu, en lærði til bókar hjá föð- ur sínum, sem var eins og kunn- ugt er afburða kennari og fræði- maður. Þjóðmála- mórallinn Þessu svaraði Bjartmar GuV mundsson í Morgunblaðinu 2. júlí svo: „S. H. er óánægður við mig fyrir það, að greinin skyldi birt- ast í Morgunblaðinu. Fannst mér að fyrir honum vakti eitthvað svipað og alþingismanni eir.um, sem styggðist við þegar hann vur nefndur á nafn í blaðagrein, af því það var í „óvinveittu blað:“. Hvernig lízt mönnum á þjoð- málamóralinn hjá okkur?“. Von er, að Bjartmar spyrji. Skoðanakúgunin er orðin býsna mögnuð þegar manni er talið til áfellis að skrifa um náttúruvernd í langsamlega útbreiddasta blað landsins. Vikið til hliðar Skoðanakúgun hefur magr.ast ekki sízt þar sem náð hefur verið því marki, sem Hermann Jónas- Veturinn 1921 til 1922 gekk Benedikt í Verzlunarskóla ís- lands, en síðar var hann við framhaldsnám í Þýzkalandi og á lýðháskóla einn vetur í Dan- mörku. Að námi loknu erlendis hélt Benedikt heim, og fékkst þá við kennslustörf í tvo vetur, annan í Fáskrúðsfirði, en hinn á Stöðv- arfirði. Árið 1926 hóf Benedikt búskap að Stöð, en kvnætist 1928 frænd- konu sinni Fríðu Hallgrímsdóttur Austmann, og bjuggu þau í Stöð til ársins 1932, að þau fluttu í Kirkjubólsþörp á Stöðvarfirði en árið áður 1931, hafði BenediKt gjörzt kaupfélagsstjóri hjá kaup- félagi Stöðfirðinga, og var eirn af stofnendum þess félags. « Benedikt rak síðan kaupfé- lagið með hinn mestu árvekni við ágætan orðstír í full 8 ár. en þá 1939 var hann skipaður banka stjóri Útibús Landsbankans á Eskifirði, og því starfi gegndi hann með slíkri prýði að hagn- aður bankans var því meiri, sem töp vart þekktust, og gat því skil- að af sér starfinu á þann veg að til fyrirmyndar taldist enda þá settur til að gegna umfangsmeira embætti í ársbyrjun 1958, sem fulltrúi í bankastjórastarfi i veik indaforföllum Hilmars Stefans- sonar bankastjóra Búnaðarbank- ans, sem nú hefur aftur tekið við sínu fyrra starfi, en Bene- dikt vinnur í bankanum sem fulltrúi. Einn son eiga þau Fríða og Benedikt, en sá er Hreinn próf- essor í málfræði við Háskóla ís- lands, og eina fósturdóttur eiga þau Guðlaugu að nafni. Býr þessi fjölskylda nú að Drápuhlíð 21 í Reykjavík. Ýms opinber störf önnur m nefnd hafa verið, hafa hlaðizt á herðar Benedikts, svo sem hreppsnefndarstörf bæði í Eski- firði og Stöðvarfirði, og ár ár- unum fyrir heimsstyrjöldina var Bengdikt skipaður eftirlitsmaður með þeim sveitarfélögiim á Aust urlandi, sem áttu Við fjárhags- örðugleika að etja. Benedikt hefur alla tíð verið happasæll og fjáraflamaður mik- ill og vel lærður í sínu starfi, prúður maður og háttvís í fram- komu allri og drengur hinn bszti. Mér hefur oft borizt til eyrna, hve hagur Kaupfélags Stöðfirð- inga og meðlima þess fór batn- andi öll þau ár, sem Benedikt veitti félaginu forstöðu, þrátt fyrir margskonar erfiðleiða á þeim árum, enda naut hann ó- skoraðs trausts félagsmanna, og vildi hvers manns vandræði leysa. Hið sama orð fór af störfum hans við bankann. Hann var öllum, sem til hans leituðu, velviljaður, hreinskilinn og hollráður, og eru þeir margir á Austurlandi, sem notið hafa ráða hans og aðstoðar á þeim þrem áratugum, sem hann hefir Starfað þar að opinberum málum. Þarf því ekki að efa að nú í dag hugsa margir hlýtt til þessara góðu hjóna Fríðu og Benedikts á þessu merkisafmæli húsbónd- ans. Ég er einn í þeirra tölu, sem hefi mætt órofatryggð þeirra um fjölda ára, og óska þeim og börn- um þeirra alls góðs á ókomnum árum. Fáll Björgvinssoi* — Rómarferð Framh. af bls. 8 sónuleika, eins og öllum er kunn- ugt. Jóhannes er fremur smár vexti og segist sjálfur vera of feitur, en hann er yfirlætislaus, góðlátlegur og sannur faðir, og það er hægt að tala við hann eins og barn talar við föður sinn. Hann fer ekki í manngreinarálit, en tekur hverjum og einum með stóru og einlægu brosi. Hann er ákveðinn og veit, hvað hann vill. Orðaval hans ber þess vott, að hann heldur með öryggi á stjórnartaumum kirkjunnar. Þetta kom meðal annars fram í fyrsta heimsbréfi hans, sem gefið var út á Péturs messu og Páls, 29. júní sl. Titill þess er: Sannleikur, eining og friður. Það kom strax í ljós, að þetta fyrsta heimsbréf hans bar í stórum dráttum sömu einkenni og bréf fyrirrennara hans, bæði Píusar ellefta og Píusar tólfta, sem þykja stórmerk rit. Hann leggur áherzlu á algera nauðsyn og skyldu mannkynsins til þess að leita af alefli opinberunarinnar, fullkominnar og óskertrar, lifa sig inn í hana og lifa eftir henni. Margir virðast hafa haldið, að þessi góðlátlegi og kumpánlegi maður, sem gerir oft að gamni sínu, mundi ekki draga línurnar eins skýrt og fyrirrennari hans, eða að hann mundi leggja minni áherzlu á greinilega framsetn- ingu trúfræðinnar. Þetta fyrsta bréf hans til kirkjunnar og alls heimsins lætur okkur ekki vera í neinum vafa um, hvað hann telji aðalatriðið. Hann minnir með ótviræðum orðum á mismun sannleika og villu, án þess að RAGNAR JONSSON hæstaréttarlögmaður son hrósaði sér af í ágúst í fyrra, f Vonarstr. 4 VR-húsið. Símil7752. að V-stjórnin væri þá vel komin Lögfræðistörf og eignaumsýsla. Fimmfugur í dag. Engilbert GuSmundsson tannlæknir ÞESSI gamli vinur minn og frændi er fæddur í Reykjavík 9. ágúst 1909 og fyllir því fimmta tug ára í dag. En nú er hai.n fjarri fagnandi vinum og fóstur- jarðar ströndum, því að sennilega siglir hann yfir Svartahaf á Hamrafellinu í dag. Með okkui hafa verið 28 ára góð kynni, sem hófust með þvi, að veturinn 1930—31 var ég við efnafræöi- nám á rannsóknarstofum í Kiel í Þýzkalandi, en þar var þá; með- al annara stúdenta, Engilbert við tannlæknanám. f árslok 1932 lauk Engilbert tannlæknanámi og í apríl 1933 settist hann að sem tannlæknir á Akureyri. Var hann þar skólatannlæknir og staríandi tannlæknir í 4 Yz ár, en fluttist með fjölskyldu sinni til Reykja- víkur 1937 og hefur starfað þar síðan með sjálfstæða tannlækna- stofu, en auk þess verið skoJa- tannlæknir, fyrst við Austur- bæjarskólann, síðan við Lang- holtsskólann. Eftir þessi löngu kynni er að sjálfsögðu margs að minnast, því að Engilbert var góður félagi og gat verið glaður og gunnreifur í góðum hóp. Hann hefur reynzt vinfastur og trygg- lyndur og megum við Kielar- félagar minnast marga ánægju- stunda á hinu gestrisna og gjöf- iula heimili þeirra hjóna, frú [ Ebbu Jónsdóttur og Engilberts. Stend ég í stórri þakkarskuld við þessi elskulegu hjón yrir þeirra órofatryggð og vinfengi. Óska ég þér, Engilbert, allra heilla á þessum merkisdegi, og bið Guðs blessunar þér og þin- um um alla framtíð. Sigurður E. Hlíðar. Hásetahluiur a ruiiu FYRIR fáum dögum var skýrt frá því í frétt frá Akranesi, að hásetahlutur á aflahæsta síldar- bátnum þaðan, Sigrúnu, sem þá hafði aflað um 7000 mál og tunn- ur væri orðinn um 60 þús. kr. — Þetta mun ekki hafa verið rétt í þess stað látið nærri að hásefa- hlutur hafi þá verið nálægt 40 þús. kr. Þrátt fyrir missögn þessa, sem leiðréttist hér með, má þó með sanni standa óbreytt, að hluturinn sé „orðinn bærilegur". Einar Asmundsson hæstarétta rlögni&öui. Hafsteinn Sigurðsson héraðsdómslögmaður Skrifst Hafnarstr. 8, IL hæð. Sími 15407, 19812 t prédika umburðarleysi eða ofstæki. í bréfinu víkur hann einnig að væntanlegu kirkjuþingi, en mark mið þess er m. a. að koma á ein- ingu milli allra kristinna manna. Við þá, sem standa utan móður- kirkjunar, segir hann: „Leyfið mér að kalla yður bræður og syni mína.“ Hann segir um þá hið sama og heilagur Agústínus kirkjufaðir sagði forðum: „Hvort sem þeir vilja eða ekki, eru þeir bræður okkar, og þeir hætta ekki að vera það fyrr en þeir hætta að lesa Faðirvorið." „Sástu fleiri fræga menn með- an þú varst í Róm?“ hef ég verið spurður. Jú, í borginni eilífu er alltaf eitthvað af frægum mönn- um á ferðinni. Til dæmis voru þar Rainier prins og Grace prins- essa, furstahjónin frá Monaco. Daginn eftir að ég kom, gengu þau á fund páfa. Þeim var tekið með öllum þeim hátíðleik og sið- venjum, sem sæma þykir þjóð- höfðingjum. < Daginn eftir áheyrn okkar hjá í páfanum gengu Charles de Gaulle, forseti Frakklands, og kona hans á fund páfans. Við það tækifæri gaf hann páfanum mjög gamla biblíu. Ég sá de Gaulle 28. júní, er hann fór í St. Louis kirkjuna, kirkju Frakka í Róm. Franskur prestur útveg- aði mér aðgang, því að búizt var við mikilli þröng. Forsetanum fylgdi heil sveit af ítölskum lög- regluþjónum á mótorhjólum, Gekk sá orðrómur um borgina, að yfirvöldin óttuðust banatil- ræði við hann. Hann er hár mað- ur, og var því naumast þörf að tylla sér á tá til þess að sjá hann. Ég hafði tal af yfirmanni út- breiðslurnáladeildar kirkjunnar, hinum alþekkta Agagianian kardinála frá Armeníu. Hann var af mörgum talinn liklegasti eftirmaður Píusar tólfta, enda glæsilegur, viðfelldinn i tali og alúðlegur. Guðsþjónusta í Péturs- kirkjunni Hinn 29. júní var mikil hátíð í Péturskirkjunni. Það var Pét- urs messa og Páls. Þann dag messaði páfinn við páfaaltarið, sem er yfir gröf heilags Pétur3 postula. Messan átti að hefjast klukkan átta. Þegar um sjöleytið um morguninn voru mættar fleirí þúsundir manna, en ég fékk þó gott sæti rétt við altarið. Kirkj. an fylltist á skömmum tíma, og ég tel, að þarna hafi verið um 20.000 manns, þegar messan byrj- aði. Laust fyrir klukkan átta var tilkynnt, að páfinn óskaði þess, að menn klöppuðu ekki, þegar hann kæmi inn, en í stað þess skyldi sungin trúarjátningin, „Credo“. Klukkan átta gekk páfinn inn í kirkju, umkringdur af kardínálum, biskupum og prestum. í þetta skipti notaði hann ekki burðarstól. Samstundis var hafið að syngja trúarjátning- una, og var það hrífandi mjög. A meðan á söngnum stóð, klædd- ist páfinn messuskrúða sínum. Hófst svo messan, sem var lág- messa, en áheyrendur lásu svör- in, sem venja er að syngja í há- messum. Páfinn flutti ræðu á ítölsku, talaði um Pétur postula sem grundvölf kirkjunnar og að kirkjan væri byggð á traustum grundvelli, sem Kristur hefði lagt sjálfur. Hvernig sem óvinir hennar hefðu reynt allt frá upp- hafi að eyðileggja hana, "stæði hún ennþá og hefði loforð Krists fyrir þyí, að hún muni standa allt til enda veraldar. Að lokinni messu settist Jó- hannes páfi í burðarstólinn, sem stóð við altarið, og átta rauð- klæddir menn lyftu honum upp yfir mannfjöldann. Hófst þá mikið lófaklapp og var hrópað „Evviva il Papa“. Lauk því ekki fyrr en páfinn var horfinn. Ég á margar ógleymanlegar endurminningar frá Róm, borg- inni eilífu, frá páfanum og Pét- urskirkjunni, og vonast ég til þess að eiga þangað afturkvæmt einhvem tíma í framtíðinni. Landakoti. Séra Jósef Hacking.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.